Morgunblaðið - 24.02.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1951, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. febr. 1951 Ekki eðSIiegt n]e rfett að í 'ækka prestum í iandinu í G?ER var til umræðu í Neðri deild, frumvarp um breytingu í rkipun prestakalla. — Gunnar Thoroddsen var framsögumað- u ..enntamálanefndar, sem hafði fjallað um málið. Hann benti á, að flestir væru* r vilega sammála um að eðli Jegt væri að sameina einhver i. . •...köll vegna bættra sam- gr'ungr.a og fólksfækkunar, sem •víða hefði orðið síðan lögin um .0 -takön voru sett, 1907. — egar taldi hann nauðsyn- að urestum væfri fjölgað. r lséu- fólk er flest. í lögum é 19 -0 væri gert ráð fyrir <.:■ : - presti fyrir hverja 5000 ‘ Samkvæmt því ætti ,,ivík að hafa 11 presta. ■4*'- sagðist ékki telja, að það v . eðlilegt eða rjett að prest <i.' Iandinu væn fækkað. elenntamálanefnd hefði rælt •Ah' j■.>''ð'" ítarlegá og hefðu verið þuð skiptar skoðanir í nefnd Gunnar Thöroddsen • § . .. 3st fyrir sitt leyti hafa ver- í- | í sa " þykkur að málinu \ jt. .: vísað frá með rökstuddri <' ,, krá eða því írestað og bet- undirbinð í samráði við for- * aníei.t, kirkjuiinar. Nefndin 0 :ddi málið við kirkjumálaráð •4? og b ískup. Ráðherrann "■ virst leggja áherslu á, að * ál.ið ’ væri aígreitt á þessu $ Biskup og kirkjuráð t föu 'insv. talið óhæft að af- f -eiða málið J.iú, þannig að það * þögar til framkvæmda, é’i. frekara samráðs við forráða * -í.u kirkjunnar. í nefndinni f fi s\o ið lokum náðst sam- & ui,-g .tm að flytja breyting- Sitillogtu’ við frv., þess efnis, «'■ Jögin komi ekki til fram- €•■ nLíi ■ a fyrr en 1. janúar 1952. > g skuli ríkisstjórnin nú g-t; efna til endurskoðunar x.. . ivípun prestakalla og kosta t , ps um að þeirri endurskoð- v. - verði lokið svo fljótt, að frv. n heildarskipun prestakalla \ .rði lagt fyrir Alþingi næsta l,*’ust. Við þá endurskoðun skal " ’ ‘ d náið samband við biskup- ») yfir íslandi, kirkjuráð, J 'estafjelag íslands og presta- -g.< Tnu. Þannig, sagði Gunnar Thor- Cildsen, hefði nefndin að nokkru ^ ítigið inn á sanngjarnar kröf- t. forustumanna kirkjunnar tiru- að lögin komi ekki strax til framkvæmda, og athugun íiví fram í samráði við þá um ■#> áidarskipun málanna. — Að vísu gæti svo farið að samkomu íag næðist ekki milli þeirra og níkisstj. um afgreiðslu málsins Og þá yrði Alþingi að skera úr vur. það. En með því að samþ. *sar brtl., sýndi Alþingi fo”- > tum. þjóðkirkjunnar þann ■fi’ ’-.ning að gefa þeim tima til að athuga málið og leggja íram t ' ' \.r tillögur. Breytingartill. voru sam- 4 kktar, og málinu vísað til 3. Tiraræðu með 18 atkv. gegn 1. {'TÍksen vann (ví- I eppni í bruni svigi +TORFJELL, 23. febr.: — Norð- 4 isðurinn Stein Eriksen bar .rigur úr býtum í tvíkeppni í ísvigi og bruni. Hann hlaut 1.47 -r/ig. Annar var Frakkinn James Couttet með 1.72 stig, 3. Pravo með 1.83 stig. Svíinn Stig Solander varð áítundi, George Schneider 10., "ý,‘ n.o Colo 11., Olle Dalman 17. Frakkinn Oreiller 18. Enn deili um sönnun- arskylduna FRUMVARPI-Ð um leynivín- sölu i bifreiðum var enn til um- ræðu í Efri deild í gær. Frv. var búið að ganga í gegnum deildina áður og var þá breytt ákvæðinu um skyldu þess er vín fynndist hjá til að sanna að það væri ætlað til lögmætra nota, á þann hátt að nægilegt væri, að hann færði fyrir því sterkar likur. Neðri deild breytti þessu aftur og tók upp sönnunarskylduna; þrír þing- menn í Efri deild, Gísli Jóns- son, Bernharð Stefánsson og Karl Kristjánsson, fluttu tillögu um, að Efri deiíd breytti þessu aftur. Ef sú tillaga nær fram að ganga, kemur málið íj’rir sameinað þing. . Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra, benti á, að sönn- un í slíku máli gæti aldrei orð- ið annað en sterkar líkur og eng inn dómari myndi krefjast frek ari sönnunar, þar sem um væri að ræða óorðinn hlut. — Hann kvaðst þora að fullyrða að eng- j inn munur yrði á framkvæmd laganna hvort orðalagið sem: væri notað. Hinsvegar myndi1 hann samþykkja breytingarfiR. þar sem hún væri nær því að orða þá reglu sem allir dóm- arar yrðu að beita í þessu máli. Gísli Jónsson benti á, að á- fengismálin í landinu væru komin út í endaleysu vegna of- stækis einstakra bindindis- manna, sem ekkert vildu málinu þó betur en við hinir. — Hann spurði hver væri eiginlega sök- in við að selja vín óleyfilega? Væri það meiri sök en að selja silkisokka óleyfilega? Ef sökin væri í því fólgin að vínið væri óleyfileg vara, hversvegna hætti þá ekki ríkið að selja þessa vöru fyrir milljónatugi árlega. Það væri þá einlægast að byrja með því að hætta að selja þjóðinni þetta eiturlyf. Þeir, sem seldu vín óleyfi- lega, væru ekki að taka gróða af ríkissjóði, því að þcir yrðu að kaupa áfengið af ríkinu. — Hann sagði að þessir menn, sem vildu láta leggja mjög þungar refsingar á menn fyrir óleyfi- lega vínsölu, mættu ekki heyra það nefnt að ríkið hætti við sína vínsölu. Mæltist hann til að reynt yrði að finna aðra og betri leið, en fram kæmi í frv. til að koma lagi á þessi mál. Björn Ólafsson viðskiptamála ráðherra var fylgjandi sönnun arskyldunni. Hann sagði, að al- gjört vínbann væri engin lausn. Hann kvaðst vona að ef frv. væri samþ., mundi það, ef því væri skynsamlega og vel fram- fylgt, stórkostlega bæta úr þessari grein vandamálsins (þ. e. a. s. leýnivínsölunni). Gísli Jónsson kvaðst einu sirtni hafa verið fylgjandi banni, en eftir því sem hann hefði fylgst með þróun þessara mála, hefði hann orðið fylgjandi meira frelsi I þeim eins og öðr- um. Dregið í happdræiti 8. Æ. R. DREGIÐ var í happdrætti Bandalags æskulýðsfjelaganna í Reykjavík s. 1. fimmtudags- kvöld. Númerin, sem komu upp, voru: 56344 ísskápur, 35954 rafmagnsþvottavjel og 8319 rafmagnseldavjel. Vinninganna má vitja til Sigurjóns Danivaldssonar hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Ársþing ÍBH seti Frá frjettaritara vorum í Hafnarfirði. SJÖTTA ársþing íþróttabanda- lags Hafnarfjarðar var sett s.l. fimmfudagskvöld. Mættir voru 15 fulltrúar frá fjórum fjelög- um. Gísli Sigurðsson, formaður ÍBH, flutti skýrslu um árs- starfið. Lagðar voru fram tillögur, bæði frá stjórninni og einstök- um fjelögurn og var þeim vís- að til nefnda. Þingið heldur áfram n. k. þriðjudag. Svíar seldu Norðmönnum fyrir 512 milj. kr. STOKKHÓLMI, 23... febr.: — Útflutriihgur Svía *til Norð- manna hækkaði um nálega hundrað milljónir á s. 1. ári og nam að verðmæti 512 millj. s. kr. Árið 1949 var verðmæti út- Innflutningurinn frá Noregi 416 millj. kr. Innflutningurinn frá Noregi hækkaði einnig nokkuð á þessu sama tífnabili og er Noregur 4 mesta viðskiptaland Svíþjóðar. — NTB Herlið S Þ heldur áfram sókn siniii á vígsÍöBvunum í Kóreu 'Vil Mótspyma kommúnista víðasthvar lítil. Flugvjelar og herskip gera mikinn usla. Einkaskeyti til Mbl. frá NTB—Reutcr. TOKYO, 23. febrúar: — Á þriðja degi sóknar S. Þ. í Koreu, hjeldu bandarískar fótgönguliðssveitir, studdar skriðdrekum, inn í hina þýðingarmiklu samgönguborg Pyongchang á miðvíg- stöðvunum. Mættu sveitir þessar lítilli mótspyrnu og hjeldu sókninni áfram 6 km. norður fyri’r borgina. Mæta mótspyrnu við Hoengson Á Hoengson-svæðinu veitir norðurherinn- hinsvegar harð- vítugt viðnám og hefir tafið mjög fyrir framsókn herja S. Þ. — Samt sem áður hafa her- sveitir S. Þ. sótt fram á þéssu svæði um 8 km. síðasta sólar- hringinn. Vestar var framsókn S. Þ. hægari, en þar tóku hersveitir þeirra m. a. þýðingarmikla hæð, og rufu þar með samgönguleið- ir milli kommúnistaherjanna við Seoul og herjanna á mið- vígstöðvunum. Flugvjelar, sem bækistöðvar hafa í Japan gerðu sprengjuá- rásir á þýðingarmikla staði við Yalu-fljót á landamærrun Mansuríu. Aðrar flugsveitir hjeldu uppi árásum sunnar á skaganum og var varpað niður uín 160 smálestum af sprengj- um. Brú suður af Pyongyang var eyðilögð og ráðist á aðrar samgöngustöðvar. Herskip höfðu sig mjög í frammi við austurströnd Korett M. a. sigldu herskip inn á höfti ina i Wonsan og skutu á hafnar mannvirki þar af mjög stuttu færi. Cripps á batavegi LUNDUNUM: — Læknar Staf- ford Cripps fyrrum fjármálaráð- herra Breta, segja, að hann muni alveg ná sjer. Hefir hann haft snert af berklum í mænunni. Iðnaðarbankinn Frumvarpið um Iðnaðarbanka var til 3. umræðu í Neðri deild í gær og afgreitt til Efri deild- ar. Skúli Guðmundsson fullyrti, að bankarnir hefðu ‘mjög gert sjer far um að bæfa úr láns- fjárþörf iðnaðarins. Benti hann í því sambandi á skyrslu Lands bankans, en þar eru lán til iðn- aaðarins talin 80 millj. Gunnar Thoroddsen benti á, að menn væru engu nær þó þeir vissu að Landsbankinn hefði lánað 80 millj. til iðnaðarins, þar sem ekkert væri til saman- burðar. Hversu mikil lán hefðu sjávarútvegurinn og landbún- aðurinn fengið? Og hversu mikil væri heild- arlánsfjárþörf iðnaðarins. Mið- að við hinn gífurlega stofnkostn að og rekstrarkostnað iðnfyrir- tækja væru þessar 80 millj. á- reiðanlega ekki mikið. Hann sagði að hjer væri urn einstætt mál að ræða þar sem hlutaðeigandi atvinnuvegur biði fram milljónir til stofnfjár bankans. Hann benti á, að mál- ið væri hvorki óathugað nje ó- undirbúið, eins og andstæðingar þess hefðu haldið fram. Síðan 1948 hefði mikil vinna verið lögð í undirbúning málsins af þeim mönnum, sem væru iðnað inum og lánsfjárþörf hans kunn ugastir. Varðandi það, að ekki va:ri tímabært að setja lög um nýjan banka þar sem heildarathugun væri nú að fara fram á banka- kerfinu, sagði Gunnar Thorodd sen, að hann hjeldi sú at- hugun væri varðandi stofnun sjerstaks seðlabanka, og hann gæti því ekki sjeð, að það hefði nokkur áhrif á þetta mál. Frumvarpið var samþykkt með 12 samhlj. atkv. 8 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Frjettir í stuttu máli Er (lementis á ftalíu PARÍS, 23. febr.: — Le Poijulaire, blað sósíalista í Frakklandi segir í dag, að Clcmcntis, fyrv. forsætisráð- herra Tjekkóslóvakíu sje á Ítalíu. Upplýsingar þessar erú hafðar eftir aústurrískum heimildum. Er þar sagt, að Clemcntis hafi komið til Júgóslavíu um 2. febr, s. 1. en yfirvöldin þar liafi ekki viljað gefa honum dvalar- leyfi, til að stuðla ekki að frekari deilum við komin- formlöndin. — NTB WASHINGTON, 23. febr. — Stjórnmálamenn hjer halda því fram, að Truman forseti verði ekki í framboði við for- setakosningarnar, sem fram eiga að fara í Bandaríkjunum 20. jan. 1953. Ennfremur er þess getið, að Iforsetinn hafi áhuga fyrir því Jað taka við sinni fyrri stöðu : í þinginu. Ekki er þó búist við tilkynningu um þetta frá Hvíta húsinu á næstunni. Flestir stjórnsjerfræðingar halda því jfram, að lokasvar forsetans ;verði komið undir ástandinu í heimsmálunum er þar að kem- ur. — NTB—Reuter. dalsins eru því í mjög erfiðri aðstöðu, en unnið er að því að ryðja veginn. Vatnsbólið er einnig á kafi í snjó og hafa birgðir verið flutt ar flugleiðis til fólks á þessum svæðum. — NTB OSLO, 23. febr.: — Norska ríkisráðið útnefndi í day Peter Ankereer sem sendiherra I Bern. Ankereer hefir slarfað í utanríkisráðuneytinu síða-n ’48. HELSINGFORS, 23. febrúar: Blöð kommúnista í Helsingfors fullyrða í dag að samningar hernaðarlegs eðlis milli Finna og Svía sjeu ekki heimilir’sam- kvæmt stjórnarskránni Fullyrðingar þessar eru sprottnar út af sænskt'i frjett um að Skog, landvarnai'áðherra Finnlands hafi stungið upp á samningum milli þessara landa um möguleika á raunhæfri sani- vinnu um ákveðna afstöðu gagnvart Sovjetríkjunum. — NTB WELLINGTON, 23. febr. — Stjórnin á Nýja Sjálandi gaf í dag út opinbera tilkynningu til hafnarverkamanna, en þeir hafa verið í verkfalli síðan ú sunnudag. í tilkynningunni er öllum verkamönnum skipað að hverfa , til vinnu sinnar á mánudags- morgun. Ef verkfallinu lýkur ,ekki þá, fær lögreglan heimilcl 'til að skerast í leikinn, vegna þeirrar kreppu, sem skapast hefur í landinu sökum verk- fallsins. — NTB DRAMMEN, 23. febr.: — Veg- urinn á vesturbakka Aaadal- \ fljótsins í Noregi hefir verið lokaður síðan á þriðjudag. 400 manns, sem býr í þessum hluta Brjef: Og svo /var það Rínarvínið, Gísli Herra ritstjóri! ÞAÐ tók ekki Gísli Sigurbjörns- son, áfengisvarnarmann, langan tíma að svara fyrirspurrtum þeim, er jeg beindi til hans í sam- bandi við komu þýsku knatt- spyrnumannanna s.l. sumar, •—• Strax í næsta tölublaði birti hann svar sitt. — Heppilegra hefði ver- ið fyrir hann að hugsa sig betur um svarið. Hann segir, að mót- tökunefndin hafi skipt með sjer verkum og hafi vínveitingar ver- ið ákveðnar án hans vitundar, eða annarra nefndarmanna. —■ Hvað meinar maðurinn eigin- lega? Á enginn nefndarmanna að hafa komið þar nærri, eða hvað? Þetta svar Gísla er eftir for- skriftinni: „Hann tók í mann, sem tók í mann, en ekki hann“. En svo er það önnur spurning til Gísla Sigurbjörnssonar. Vill hann líka þræta fyrir það, að hann hafi afhent ýmsum forystu- mönnum knattspyrnuhreyfingar- innar flösku af rínarvíni, sem gjöf frá Þjóðverjunum? — Hver sótti um innflutningsleyfi íyrir þeim flöskum? íþróttamaðuSj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.