Morgunblaðið - 24.02.1951, Blaðsíða 7
/
Laugardagur 24. febr. 1951
MORGVNBLAÐIÐ
Olafur Jóhannsson, flugsfjóri
MinningarorS
Páll Garðar Gíslason, flugmaður
1 VOLUNDAHHUSI íilverunn-
ar eru myndirnar margbreyti-
legár. Óviðráðanleg atvik rað-
ast f saman með undarlegum
hætti. Ljós og skuggar, sólar-
geislar, þokubólstrar og skúra-
dembur skiftist á með óútreikn
anlegu millibili. Enginn veit
með vissu hvað kemur næst.
Mannlífið allt er með svipuð-
um hætti. Hvernig það breyt-
ist og hvenær það endar, er
hulin ráðgáta. Hana getur eng-
inn ráðið fyrirfram.
En þegar ungir menn og
hraustir sem öllum þykir vænt
um hverfa skyndilega og fyr-
irvaralaust, þá er eins og steini
sje kastað fast við vangann á
manni, eða voðaskot hvíni við
hvirfilinn og svíði hárið. Þannig
varð mjer við er jeg vissi, að
Ölafur Jóhannsson flugstjóri
væri horfinn í hríðarmyrkri
vetrarins og mundi aldrei sjást
framar hjerna megin við hin
miklu landamæri. Mjer fanst
þetta svo undarlegt og dular-
fult. Gat það verið, að þetta
væri nauðsynlegt? Var það
hugsanlegt, að hin alvitra for-
sjón hefði fyrirhugað að svona
skyldi það vera? Svörin gat
engin gefið. Þau eru ekki fáan-
leg.
En þegar slík atvik gerast,
þá er eins og rik og þoku-
hjúpur hins daglega lífs rjúki
út i veður og vind, að Joítið
verði öðru vísi, en við augum
blasi skýrari og hreinni myndir
en e(la mundi. í hugskotinu
verður myndin af drengnum
horfna Ijósari en áður. Hvernig
var hann? Hver var hans hugs-
unarháttur? Og hvað liggur
eftir hann?
Átta til tíu ára gamall stend-
ur þessi prúði drengur mjer
fyrst fyrir hugskotssjónum.
Stiltur og rólegur, sviphreinn
og viðmótsþýður, bjartur á hár
og hörund.
Jeg sá hann annað kastið
upp frá því. Sá hann þroskast
og Yraxa, verða fulltíða mann.
Hár var hann og herðabreið-!
ur, beinvaxinn og kraftalegur. J
Einbeittur og hiklaus i fram-!
göngu og hreifingum öllum, en
sama stillingin og prúðmensk-!
an og göfuglega yfirbragðið'
eins og áður hjá litla drengn-
um.
Honum hafði staðið allir veg-
ir opnir til náms og mennta;
langskólaganga, embættisframi
og hvað helst annað sem hann
vildi kjósa á leiðum þeirra
stjetta er ráða yfir mönnum og
málefnum. En hann hafnaði því
öllu. — Hann valdi sjer
annað hlutskifti. — Full-
komnasta samgöngutæki nú-
tímans, flugvjelin, heillaði svo
hug hans, að hann gat éigi
hugsað sjer annað starf í fram-
tíðinni en að fljúga um loftin
blá, fara um víða veröld, ofan
við haf og hauður.
Ólafur var fæddur í Vest-
mannaeyjum 20. september
1928, sonur hjónanna Magneu
Þórðardóttur og Jóhanns Þ.
Jósefssonar alþm. Fluttist með
foreldrum sínum til Reykja-
víkur og byrjaði ungur á svif-
flugnámi. Fór síðan til Ameríku
á flugskóla og lauk þar prófi
1947 með fullum rjettindum til
farþegaflugs. í maímáriuði þáð
ár hóf hann svo störf hjá Flug-
íjelagi íslands við* æfingaflug
á eins hreyfils landflugvjel og
sem aðstoðarflugmaður á ýms-
um flugvjelum. 23. október
sama ár fór hann sitt fyrsta
farþegaflug sem flugstjóri á
eins hreyfils vjel.
Þann 19. maí 1948 tók hann
við flugstjórn á tveggja hreyfla
landflugY’jel, en 1. júní sama
ár gerðist hann flugstjóri á
tveggja hreyfla land- og sjó-
flugvjel. Þann 5. júlí 1949 tók
hann svo við flugstjórn á
Dakota-flugvjel 22 farþega og
gengdi því starfi upp frá því
þar til hann fórst 31. janúar s.l.
Hann giftist 10. nóvember
1950, Ellen Sigurðardóttur
Waage.
Ólafur sálugi var söngelsk-
ur og hafði mikla ánægju af
tónlist. En áhugi hans og vilja-
kraftur beindist að flugvjelinni
fyrst og fremst, að þekkja í
henni hvert hjól og hvern hlut
og vita sem nákvæmlegast
hvernig ætti að fara með hvað
eina og farartækið i heild.
Hann mun hafa farið mörgum
sinnum á alla flugvelli innan-
lands og nokkuð til annara
landa. Nokkuð gerði hann af
því, að sækja sjúklinga og fór
þá stundum hættulegar ferðir
er mikið lá við. En alt heppn-
aðist vel og giftusamlega.
Traust hans sem flugmanns fór
því rnjög vaxandi, bæði meðal
yfirboðara hans og annarra er
honum kynntust.
Hugsunarháttur hans var
hreinn og drengilegur. Að gera
skyldu sína skilyrðislaust var
hans regla og hann fylgdi henni
trúlega til loka. Hann var alúð-
legur við alla, greiðvikinn og
ósjerhlífinn svo af bar. Hann
hafði unun af að svífa í sínu
volduga farartæki með stóran
hóp manna; svífa yfir fjöll og
dali heiðar og jökla, og stund-
um upp í heiðríkjunrii ofan við
ský og vætu. Vafalaust er þvi-
líkt starf vel til þess fallið, að
hreinsa hugarfarið. Útrýma að
fullu smámunalegum sjónar-
miðum, en gefa þá yfirsýn, sem
stói'fenglegust er og mest í ætt
við þann hraða og það útsýni
sem daglega blasir við.
Þannig fanst m.ier hugarfar
Ólafs og án efa gildir hið sama
um marga flugmenn. Það er
svo sameróið starfinu að miða
meira við frægð en langlífi eins
og forfeður vorir komust forð-
um að orði um göfugan hugs-
unarhátt.
Þeir, sem um sárast hafa að
binda við fráfall þessa unga
og ásræta manns: kona hans,
foreldrar, systurnnr og aðrir
nánustu vinir, hafa þá huggun
í sorginni að minningarnar um
hann eru allar Kreinar og bjart-
ar.
Það var sagt til forna, að þeir
sem guðirnir elska væru kall-
aðir ungir á fund feðra sinna.
Þeir væru til þess settir að taka
á móti þeim sem á eftir koma.
Fi'amh. á bls. 8.
PÁLL GARÐAR GÍSLASON,
eins og hann hjet fullu nafni,
var sonur hjónanna Gísla Jó-
hannssonar og Grímheiðar Páls-
dóttur, sem búsett eru að Mið-
stræti 6, Reykjavík.
Garðar var einn af sex börn-
um þeirra hjóna. Er þeim mikill
harmur kveðinn við fráfall síns
efnilega sonar, sem nýlega hafði
flutst úr föðurhúsum og stofnað
sitt eigið heimili að Drápuhlíð 9,
hjá mági sínum, Brandi Tómas-
syni.
Margir eru þeir sem þjást og
sakna um þessar mundir, á meðal
þeirra eru systkini Garðars,
tengdaforeldrar og aðrir ættingj-
ar og vinir. — En mestur mun
þó harmur hinnar ungu konu
hans með börnin litlu tvö, er
biðu hans, sem ekki kom heim
að kvöldi hins 31. janúar.
Garðar var fæddur 28. febrú-
ar 1928. Hann hafði lokið gagn-
fræðaskólamenntun áður eri
hann hóf flugnám sitt. Hann gift
ist eftirlifandi konu sinni, Ethel
Bjarnasen, 12. nóv. 1949 og eign-
uðust þau hjón tvö börn.
mm
mM
fSÍÍL
Minningarorð
málefna, ef svo mætti að orði
komast, sem Garðar virtist eink-
um leggja sjerstaka álúð við. ■—
Annað þessara málefna var flug-
ið. Hitt var hið unga heimili hans
og hugsunin um það að framtíð
þess væri tryggð sem best.
Flugið var það lifsstarf er hann
hafði umfram öll önnur störf
valið sjer. Heimilið var það at-
hvarf, sem hann átti með elsku-
legri konu og tveim ungum börn-
um. Mikill mun sá harmur er þar
ríkir um þessar mundir.
Nú er hann horfinn, þessi hug-
ljúfi ungi maður og heimilisfað-
ir, sem að morgni hóf sitt lífs-
starf, en náði ekki að komast
heim að kvöldi hins rnyrkít
skammdegis. — Hann er horfinrv
okkar sjónum um stund, en eftir
er minningin ein um góðarv
dreng og starfsbróður. Örlög
manna eru oft nístandi nöpuij,
ömurleg og óskiljanleg; en um
slíkt fáum við jarðar börn litlu
ráðið.
Við skiljum ekki þau skapa-
dægur er svo miskunnlaust og ó-
vænt binda enda á samverustunél
ir ættingja og vina í þessum,
heirrú hverfulleikans.
Það er mín ósk og von, að
allir þeir, sem þjást og liða j.
heimi hjer, megi njóta blessun-
ar guðs um ókomna tíð og guð
gefi þeim eilífa huggun í harml
þeirra.
Sig. Ólafsson.
Sigurbjörn Meyvanfsson
verslunarmaður. - Mlnningarorð
Garðar mun hafa byrjað flug-
nám sitt, haustið 1946, við einn
stærsta flugskóla Bretlands. Hon
um sóttist námið mjög svo vel,
enda mjög áhugasamur um flug.
Hann lauk námi sínu vorið 1947
og ltom þá heim til íslands.
Fyrstu persónuleg kynni mín
af Garðari hófust er hann byrj- 1
aði sem aðstoðarflugmaður hjá
Flugfjelagi íslands í ársbyrjun
1948. Við áttum síðan margar
samstarfsstundir, fyrst er hann
flaug sem aðstoðarflugmaður
minn á Catalinaflugbátum og
síðar á Douglasflugvjelum.
Mjer eru hugstæðar þær sam-
vinnustundir, einkum vegna þess
hve samvinnuþýður Garðar va'.’
og áhugasamur fyrir því að
þroska flugmannshæfileika sína.
í daglegri umgengni var hann
sjerstkalega geðþekkur ungur
maður, rólegur og prúðmanr.-
legur í allri framkomu — glað
vær á gleðistund ,en undir niðri
hugsandi maður og hvers manns
hugljúfi er honum kynntust.
Eftir því sem reynsla hans sem
flugmanns varð meiri og tæki-
færi buðust, þá varð vegur
hans einnig meiri — hann
var vaxandi maður í lífsstarfi
sínu. Hugurinn stefndi hærra og
hann fór til framhaldsnáms í
Bretlandi 1949, að loknu því námi
hóf hann starf að nýju hjá Flug-
fjelagi íslands og skömmu síðar
hóf hann sjálfstæða flugstjórn,
með því að stjórna tveggja
hreyfla flugvjel af de Haviland
gerð, flaug hann þeirri flugvjel
eftir því sem verkefni voru fyr-
ir hendi og fóvst honum flug-
stjórnin prýðilega vel.
Síðar varð hann flugstjóri á
einum af Catalina flugbátum fje-
lagsins og hafði verið flugstjóri
um nokkurt skeið, er verkfall
flugvirkja hófst í ársbyrjun
1950. Varð þá nokkur breyting á
hjá Flugfjelagi íslands og fast-
ráðnum flugstjórum fækkað
eftir starfsaldri hjá fjelaginu,
vegna ýmsra breyttra aðstæðna.
Síðan hafði Garðar, af þessum
orsökum, stai'fað aðallega sem
aðstoðarflugmaður á Douglas og
Catalina flugbátum fjelagsins.
Jeg minnist aðallega tveggja
HANN var einn þeirra mætu |
drengja, sem þjóð vor mátti ekki
við að missa svo snemma frá
starfi, en á nú á bak að sjá eftir
flugslysið mikla þann 31. f, m.
Hann var fæddur 26. júní 1913,
sonur hjónanna Meyvants Sig-
urðssonar og Elísabetar Jónsdótt-
ur, en ólst að mestu upp hjá afa
sínum og ömmu, Jóni Bjarnasyni
og Þórunni Bjarnadóttur frá
Fögrueyri, Fáskrúðsfirði, og var
þeim svo kær, sem eigið barn
væri. Þau búa nú hjer í bæ, há-
öldruð.
Hann giftist í febrúar 1937, eft-
irlifandi konu sinni, Unni Guðna-
dóttur frá Stardal, Stokkseyri, og
eignuðust þau 2 efnilegar dætur,
Erlu, sem nú er 12 ára og Guð-
finnu, sem er 6 ára.
Sigurbjörn átti til atorku- og
myndarfólks að telja og bar það
með sjer í öllu starfi sínu og hátt
um. Hann var greindur vel og
átti þá háttprýði, sem kemur frá
hjartanu. Grandvarleiki og góð-
vild var honum eins eðlilegt og
andardrátturinn. — Hann hafði
næmt auga fyrir því spaugilega
í lífinu og kunnu kynstrin öll af
skemmtilegum sögum, sem vöktu
gleði í vinahópi, en allt var það
græskulaust.
Það er nú mjög í tísku hjá
þjóð vorri að líta smáum augum
flest, sefn verslun viðkemur, en
hvorki ber það vott góðu minni
nje skilningi, að vanmeta þann
stóra skerf, sem innlend verslun
hefur lagt og leggur til þess
sjálfstæðis er vjer nú njótum og
þykjtimst meiri menn af.
Það má deila um það hvaða
fyrirkomulag henti okkur best í
verslun, sem öðru. Um hitt verð-
ur varla deilt að hvert, sem fyrir
komulagið er, eru þeir menn
nýtir þegnar þjóðar sinnar og
lofs verðir, sem rækja starf sitt
af samviskusemi og dugnaði og
hafa til þess að bera óvenjulega
hæfileika, en allt átti þetta við
um Sigurbjörn, að áliti þeirra,
sem best til þekkja og dómbærir
hljóta að teljast.
Starf sölumannsins er vanda-
samt ábyrgðarstarf og til þess að
teljast þar í fremstu röð þarf að
sameina marga og mikla kosti.
Góðir sölumenn eru því allsstað-
ar mjög eftirsóttir, enda eru það
þeir, sem fyrirtækin byggja að
verulegu leyti starfsem! slna á
og eiga lif sitt undir.
Sigurbjörn útskrifaðist úr
Verslunarskólanum vorið 1932,
með ágætri einkunn og gerðist
skömmu síðar starfsmaður firma
þess, sem sá er þetta ritar er með
eigandi í. Hann valdi sjer sjálfur
sölumannsstöðuna og reyndist
strax ágætlega til starfsins fall-
inn, var góður verkmaður, ósjer-
hlífinn og starfsglaður.
A tímabili rak Sigurbjörn
sjálfstætt fyrirtæki, fyrst í íje-
lagi við Sighvat Bjarnason, en
síðar einn. Örðugleikarnír í vegi
nýrra firma voru þá svo miklir,
að við ofurefli var að etja og
hætti firma þetta þvi störfum.
Síðustu árin starfaði Sigur-
björn hjá Heildverslun Ásbjörns
Olafssonar og ferðaðist nú um
landið meira en nokkru sinni
fyrr, bæði sumar og vetur. —■
Ferðalög áttu vel við hann. Hann
var orðinn þeim þaulvanur og ef
eitthvað bar út af var hann úr-
ræðagóður og æðrulaus. Sam-
komulag og samstarf hans og
eiganda fyrirtækisins var með
ágætum. Þar hittust dugnaðar og
hæfileika menn, sem kunnu vel
að meta hvor annan og hlaut að
fara vel á með þeim, eins og
raun varð á.
Hjer á landi er ekkert það
kauptun, sem Sigurbjörn Mey-
vantsson hafði ekki komið í, oft
og mörgum sinnum, og hvar, sem
hann fór og ferðaðist, kynnti
hann sig' að góðu einu og eignað-
ist vini, sem ácamt fjölskyldu
hans og ættmennum, sakna hans
nú og trega góðan dreng.
Vinir hans hjer í bæ og um
land allt biðja honum guðs bless-
unar, og senda konu hans, dætr-
um, foreldrum, afa hans og
ömmu og öðrum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur.
Ólafur H. Ólafsson,
★
Lagt var upp í litla för
um loftin, stefnt var heim á leið.
Farkostur var fleygur knör.
Fólkið heima beið — og — beið.
Horfinn ertu hjeðan burtu.
Skjót varð þín för í skamm-
deginu.
Hyldjúpt kom sár og harmur
kveðinn,
aldrei mun það með öllu gróa.
Minningar um þig, mæti vinur, '
okkur geymast,-sem eftir lifum.
Vildir þú hvers manns vanda
leysa,
Hjálpfús varstu og hjartagóður.
Gleði þú veittir græskulausa,
kátt var því oft í kunningjahópi.
Kveðjur þjer senda: kona og
dætur
og foreldrár sínum fyrsta syni,
systkini þín sömuleiðis,
afi og amma og aðrir vinir.
Söknuður er sár og þungur,
en Alfaðir mun alla styðja.
H.Þ.