Morgunblaðið - 24.02.1951, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. febr. 1951
Otg.: ELf. Arvakur, ReykjavUk
^ramkvjrtJ.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgtJarm./
Frjettaritstjóri: ívar GuBmundsson.
í.Æsbók: Arnl Óla, simi 3045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstuuaon
Ritstjórn, auglýslngar og aígreiBsia
áusturstrœti 8. — Sírrd 1600
Asknftargjald kr. 16.00 á mánuBi. tnnanianða.
t lausasölu 76 aura elntakiB. 1 króna me8 Lesbók.
Sorgaratburðar minnst
8
í DAG og á morgun fara fram
í Dómkirkjunni í Reykjavik og
Landakirkju í Vestmannaeyj-
um minningarathafnir um á-
höfn og farþega er fórust með
flugvjelinni „Giitfaxa“ hinn
31. janúar s. 1.
Með „Glitfaxa“ fórust 20
manns. Öll þjóðin sendir
venslamönnum og vinum þessa
fólks innilegar samúðarkveðj-
ur í sorg þess. Tjón og harmur
ættingja og ástvina er mestur
og sárastur. En glötun 20 manns
lífa er einnig mikið áfall fyrir
fámenna þjóð.
Hörmuleg slys og mann-
skaðar hafa oft mætt þess-
ari þjóð. Hún hefur oft átt
stórum hópum vaskra manna
á bak að sjá. Skip og bátar
hafa týnst og áhafnir þeirra
farist á hafinu við strendur
landsins eða á siglingum
milli landa. En hvert nýtt
slys skapar nýja harma og
nýtt tjón.
★
Flugsamgöngurnar eru ungav
á íslandi. Síðan að reglulegt
farþegaflug hófst hjer eru að-
eins liðin 12—13 ár. Að því er
sjerfræðingar í flugmálum telja,
hafa flugslys ekki verið tíðari
hjer á þessu tímabili, en ger-
ist með öðrum þjóðum, nema
síður sje. Frá 1. janúar 1938 til
31. des. 1950 hafa samtals 47
menn farist með íslenskum
flugvjelum. Sú tala hefur nu
hækkað upp í 67. En á fyrr-
nefndu tímabili hafa íslenskar
flugvjelar flutt rúmlega 207
þús. farþega og flogið rúmlega
10 millj. kílómetra. Má af þess-
um tölum marka, hversu geysi-
mikið flugvjelar hafa verið not-
aðar hjer á landi sxðan að þær
bættust í tölu samgöngutækja
okkar. Flugið hefur hjer eins
og annarsstaðar skapað marg-
háttað hagræði og þægindi fyr-
ir mannlega starfsemi og við-
skipti.
★
En það, sem að mestu máli
skiptir í þessum málum er að
einskis verði látið ófreistað til
þess að skápa sem mest öryggi.
Allt kapp verður að leggja á
það, að komið verði í veg fyr-
ir slysin. Samanburður við
tíðni slysa meðal annara þjóða
er fánýtur, þó að hann hvarfii
eðlilega að þegar þessi mál eru
rædd. Takmark allra þjóða
hlýtur að vera það að útrýma
orsökum ógæfunnar.
■ir i
Við íslendingar vitum að
ýmsu er ábótavant í flugmál-
um okkar. Marga flugvelli
okkar skortir nauðsynlegan
útbúnað og öryggistæki. Það
er afleiðing hinnar öru þró-
unar í þessum málum. Fje-
leysi á þar einnig sinn þátt
{ í. En úr þessu verður að
bæta eins fljótt og frekast
er kostur. Öryggið er fyrir
* öllu. Aðeins bættur útbúi:-
aður, strangari kröfur til
allrar framkvæmdar flug-
samgangna og slysavarna
geta hindrað ný slys og nýja
I harma.
ÚR DAGLEGA 1 H iMU
GEST BER AÐ GAItÐI
GEST ber að garði í dálkunum í dag. Hann er
dr. Jón Stefánsson, hinn aldraði vísinda- og
fræðimaður, sem við könnumst við frá fornu
fari af góðu einu. Dr. Jón er 88 ára, en er
sístarfandi að áhugamálum sínum og hann
gefur sjer tíma tii að hugsa um dægurmálin
og fylgist vel með þeim, bæði innanlands og
utan.
„Þjer er óhætt að birta þetta“, sagði dr.
Jón, er hann kom í heimsókn til mín. „Það
þorir enginn að vera á móti málinu af ótta
við að hann verði kallaður sóði“.
Og svo hefur gesturinn orðið:
•
IIUGVEKJA TIL
REYKVIKINGA
„FYRIR nokkru minntist jeg á systurnar,
kæruleysi og hirðuleysi, sem búa í Reykja-
vik. Til eru tvær aðrar systur, sem ber ennþá
meira á, framtaksleysi og úrræðaleysi.
„Jeg man eftir, að í Reykjavík, fyrir 70 ár-
um, gerðu húseigendur og húsleigjendur
hreint á gangstjettinni fyrir húsdyrum sínum
og eilítið út á götuna — af sjálfsdáðum. Nú
er manndrápskálka, og fótakefli úr klaka,
ekki aðeins fyrir húsdyrum í bænum en líka
fyrir dyrum Alþingishússins og stjórnarráð-
anna — dögum saman. Götusópararnir hafa
gert skyldu sína — finnst þeim, er þeir moka
burt snjó af miðgötu, svo bílar og strætis-
vagnar komist áfram.
•
ER ÞETTA FRAMFÖR
EÐA AFTURFÖR?
„Á LÝÐVELDISTÍMANUM vildu íslendingar
enga stjórn. Hinn eini embættismaður þeirra,
lögsögumaðurinn, sagði: upp lög, en hafði
ekkert framkvæmdavald. Framtakssemi ís-
lendinga var svo mikil, að þeir höfðu sjálfir
framkvæmdavaldið í höndum sjer. .
„Nú dettur engum í hug að vinna eins sjálf-
sagt verk og að hreinsa fyrir húsdyrum sín-
um. Þeir ætla bæjarstjórninni að gera það og
bíða þolinmóðir, eftir því að hún geri það. Er
framtakssemi þeirra minni en hún var seint
á 19. öld? Er karlmennska og sómatilfinnirrg-►
in minni á 20. öld?
SEKTIR
„EF bæjarstjórnin sektaðí þá, sem gera ekki
hreint fyrir húsdyrum sínum, mundu þeir
gera þetta smáræði heidur en að borga sekt,
þ. e. verðlaun fyrir slóðaskap.
„í Stokkhólmi, Gautaborg og öðrum sænsk-
um borgum gera menn sjálfkrafa hreint fyrir
húsdyrum sínum. Jeg man, á stúdentsárun-
um í Höfn, hvað hissa jeg var á muninum á
Helsingaeyri og Helsingjaborg, táhreinar gang
stjettir Svía megin sundsins -— en Dana meg-
in. —
„Almenningsálitið hjá Svíum sjer um þetta,
en ekki bæjarstjórn. Engar sektir fyrir van-
rækslu, en nábúar vanrækjandans þegja ekki
um hana.
•
ÁSKORIJN
„BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur ætti fyrst að
hvetja bæjarbua til að vinna þetta handartak,
Ef það dugir ekki, sektar hún þá, sem svikj-
ast undan borgaraskyldu sinni.
„Jeg leyfi mjer að skora á hinn ágæta borg-
arstjóra Reykjavíkur, að gangast fyrir því, að
bærinn fái gangstjettir sínar hreinar, kostn-
aðarlau.st, og um leið, tekjur af sektum þeirra,
er vanrækja borgaraskyldu sina.
Jón Stefánsson“.
TEKID UNDIR
í EINU dagblaði borgarinnar er stungið upp
á, að bifreiðaeigendur, sem aka tómum bílum
sínum um götur borgarinnar og þá einkum í
úthverfunum, bjóði vegfarendum upp í hjá
sjer þessa dagana meðan strætisvagnarnir
ganga ekki. Tekið skal undir þá hugmynd og
einkum er það góðverk að hjálpa öldruðu
fólki og börnum, sem brjótast um í ófærðinni.
Það er lítil töf að því að taka mann upp
í bíl og billinn endist hvorl i lengur eða skem-
ur fyrir það, þótt manni og manni sje lofað
að setjast í spölkorn.
Iðnaðarfólk þarf að hrista af sjer eymd-
ÚtfíutRÍirgurmn í j»ar
NÝLEGA hefur verið birt
skýrsla um útflutning okkar í
janúarmánuði. Reyndist hann
nema 64,4 millj. kr. að verð-
mæti og mun sjaldan eða aldrei
hafa orðið meiri í þeim mán-
uði. Til samanburðar má geta
þess að á s. 1. ári nam útflutn-
ingurinn í janúar rúmlega 17
millj. kr. miðað við þáverandi
gengi.
Hraðfrystur fiskur var verð-
mesta varan, sem út flutt. Nam
verðmæti hans 15,4 milj. kr. |
Þar af keyptu Bandaríkin fyrir
6,3 millj. kr„ Bretland 3,4 millj.
kr., ísrael fyrir 2,8 millj. kr.
og Austurríki fyrir 1,5 millj.
kr. — Verðmæti útflutts salt-
fiskjar nam 13,8 millj. kr. og
var hann seldur til Spánar ogj
Ítalíu. ísfiskur var seldur til
Bretlands fyrir 11,3 millj. kr.
og saltsíld til Finnlands, Sví-
þjóðar og Danmerkur fyrir 5,7
millj. kr. Þá var flutt út karfa-
mjöl, upsamjöl og síldarmjöl
fyrir um 7,4 millj. kr., freðsíld
til Póllands fyrir um 1 milíj
kr. og kindakjöt til Bandaríkj-
anria fyrir 1,8 milj. kr.
★
Af þessum tölum er auðsætt*
að fyrsta mánuð ársins 1951!
hefur útflutningurinn verið all-j
mikill. Þess er þó að gæta, að
flestra þeirra afurða, sem þá
voru fluutar út, var aflað á ár-
inu 1950 þegar undan er skil-
inn ísfiskurinn, sem að sjálf-
sögðu var framleiddur í mán-
uðinum. Ennfremur er athug-
andi, að meginhluti vjelbáta-
flotans hóf ekki veiðar á vetr-
arvertíð fyrr en í byrjun febrú-
ar. Hlýtur það að bitna á út-
flutningnum síðar á árinu.
★
Engum gelur dulist að
það, sem öllu máli skiptir
fyrir afkomu þjóðarinnar,
er að útflutningur hennar
og afurðasala sje sem mest
og jöfnust frá mánuði til
mánaðar. Á arði framleiðsl-
unnast byggjast allir okkar
möguleikar til kaupa á
margvíslegum nauðsynjum,
neysluvörum og efnivörum
til fjölþættra framkvæmda.
Hin eina raunhæfa bar-
átta fyrir kjarabótum og
bættri aðstöðu þjóðarinnar,
felst því í eflingu framleiðsl-
unnar, í senn þeirrar, sem
skapar útflutningsverð-
mæti og hinnar, sem sparar
gjaldeyriseyðslu. Þau sann- |
indi mega aldrei Iíða þjóð-
inni úr minni.
UM 10 ÁRA skeið hafa kommúnistar
verið einráðir í Iðju, fjelagi vexk
smiðjufólks. Þeir hafa ráðið bar lög-
um og lcfum þrátt fyrir einmuna
slóðahátt að því er snertir öll hags-
munamál iðnverkafólks. En við kosn-
ingamar til Alþýðusambandsþings sl.
haust urðu þeir í algerum minni-
hluta, fengu engan fulltrúa kjörinn.
Þá sýndi iðnverkafólkið að það hafðx
loks skilið sinn vitjunartima.
Nú standa aftur fyrir dyrum kosn-
ixigar l Iðju, í dag og á morgun fer
fram allsherjaratkvæðagreiðsla um
kosnirigu stjórnar og annarra trún-
aðai-manna. Að undanförnu hafa
kommúnistar haft uppi mikinn áróð-
ur meðal fjelagsmanna til þess að
freistar þess að halda völdum i Iðju.
Þeir hafa sent fjelagsmönnum dreifi-
brjef, þar sem þeir hafa lofað og
prísað forustu sína i fjelaginu. Eitt af
helstu afreksverkum sínum telja þeir
dóm, sem hæstirjettur kvað nýlega
upp xxm skyldu atvinnurekenda tii
þess að greiða fastráðnu fólki veik-
indadaga. Er þetta fyrst og fremst
gert til þess að dylja þau einmuna
afglöp sem stjórn Iðju framdi í samn-
ingum við atvinnurekendur fyrir sex
árum, en þá samdi stjórn Iðju um að
fella niður greiðslu fyrir veikinda-
daga, nema um atvinnusjúkdóma
væri að ræða. f’að mun vera eins-
dæmi í sögu verklýðssamtaka, að
verklýðsfjeiag semji af sjer lilunn
indi, sem áður hafa verið viður-
kennd með samningum. En hjer
var fjelagi Björn Bjarnason að
framkvæma eitt af helstu stefnu-
málum sinum, því hann hefur alla
tíS fjandskapast viS öllum launa-
greiSslum í veikindatilfellum.
Þetta athæfi Iðjustjórnarinnar mælt-
ist mjög illa fyrir meðal fjelagsmanna
en þrátt fyrir það var ekkert gert
til þess að rjetta hlut þeirra i næslu
samningum. Stefna Björns Bjarna-
sonar hjelt velli, þ. e. enga greiðslu
til iðnverkafólksins í veikindatilfell-
um.
Loks á sl. ári var óánægja fjelags-
rnanna orðin svo megn og kommún-
istar orðnir svo hræddir við að halda
arforystu kontmúnisla
þessari stefnu Björns Bjamasonar til
streitu, að þeim hugkvæmdist að fara
i mál við Vinnufatagerð Islands og
vann Iðja málið. En sagan er ekki
öll sögð. Dómur hæstarjettar hyggð-
ist á ákvæðum laga, sem iögfest
vom nteð almannatryggingunum
árið 1937, þ.e. að greiðsluskylda
atvinnurekenda Iiíifði verið í lög-
um 11 ár áður en fjelagi Björn
samdi um iiiðurfellingu veikinda-
dagagreiðslunnar og rúnilega
finim ár eftir aS Björn kom þessu
slefiiuniáli sínu fram, eða Björn
þurfti rútnlega 12 ár til þess að
koma auga á þennan Iögfesta rjelt
iðnverkafólksins til greiðslu í veik-
indaforföllum. — Þetta getur maS-
ur nú kallað árvakra forystu!
Ef litið er til daglegs starfs Iðju-
stjórnarinnar í fjelagsmálunum al-
mennt, þá er það almennt viður-
kennt að tilgangslaust sje fyx-ir með-
lirni fjelagsins að leita aðstoðar Iðju-
skrifstofunnar, til þess að fá hlut
sinn íjettan. Kaunin er líka sú, að
iðnverkafólk er löngu hætt að bera
sig upp við skrifstofu fjelagsins, þótt
samningar sjeu brotnir á þvi. Enda
er slíkt tilgangslaust, þvi maður sá
er veitir skrifstofu fjelagsins for-
stöðu, Halldór Pjetursson, hefur
aldrei haft neitt til brunns að bera
í verklýðsmálum. Maður þessi er
greindur meinhægðarmaður álíka
snar í sminingum og skjaldbaka.
Halldór þessi var á sínum tíma
sendur til framhaldsnienntunar til
SvíþjóSar. Sat þar í kommúnistisk-
um áróðursskóla. Átti aS verða
blaSamaður viS Þjóðviljann, vann
þar ekki fyrir prentsvertunni sem
fór í ritsmíSar hans, og var svo
settur niSur hjá ISju til þess að
Ijetta framfærslunni af flokknuni.
Hjer skal ekki nánar rætt xim ágæti
þessa manns, en látið nægja að visa
til yfirlýsingar, sem hann birti eitt
sinn í Þjóðviljanum, um að hvorki
harin, eða Iðju varðaði neitt um það
hvort iðnverkafólk fengi orlofsfje eða
ekki, þegar leitað var eftir aðstoð
Iðu urn greiðslu orlofsfjár.
| Það er í fyllsta máta broslegt þeg-
ar kommúnistarnir í stjórn Iðju eru
að belgja sig út vcgna ágætrs síns
og forustuhæfileika. Um þá hæfileika
þeirra til forustu þarf ekki að fara
mörgum orðum. En bsnda mætti á
það, að fjölmargir atvinnurekendur,
sem ekki hafa samninga við Iðju,
hafa sótt það með ofurkappi að knýja
starfsfólk sitt til þess að ganga í
Iðju. Hver trúir því að það sje gert
til þess að hækka kaup þessa fólks
eða tryggja öryggi þess og hags-
muni almennt. Nei, sannleikurinn er
sá, að það er ósk sumra at-
vinnurekenda, að þeir megi semja
| við Björa Bjarnason um katip og
kjör starfsmanna sinra og verða á
þann hátt aðnjótandi þess sleifarlags
og eymdarskapar sem iðnverkafólk á
við að búa undir forustu kommúnista.
Hver trúir því að atvinnurekendur
vilji frekar semja við Iðju en önnur
' verklýðsfjelög vegna þess að stjórn
Iðju sje skeleggari en stjómir ann
I arra verklýðsfjelaga. Því má hver
'trxia sem vill.
j „Hálfnað er verk þá Irafið er“.
Sl. haust töpuðu kornmúiiistar öll-
um fulltrúum sínum í Iðju. Nú er
koinið að lokaþættinum, að velta
kommúnistum úr stjórn Iðju fyrir
fullt og allt. f dag og á morgun
sameinast allir lýðræðissinnar með-
al iðnverkafólks um B-listann —
lista lýðræðissinna.
IfinverkamaSur.
Hiýfur bókmennfa-
verðlaunin 1950
OSLO, 23. febr. — Fjelag bók-
menntagagnrýnenda í Noregi
hefur ákveðið að skáldkonunnx
Torborg Nedreaas bókmennta-
verðlaunin 1950 fyrir bók henn
.ar Trylleglasset. — NTB