Morgunblaðið - 24.02.1951, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 24. febr. 1951
Framhaldssciga 16
iiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiii*i*iitiiiii:iiii>il(3
IVIilli vonar og ótta
LiiiiHiiiiitiiiiiiiiiiiiuiiiiuiMiiMiMiiiMMiunnmmniniiiii*
EFTIR BRUNO FISCHER
IIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIa
,,Helm segir að hver sem er
geti fengið upplýsingar um það
niðri í bænum hvaða vini og
ættingja þú átt annars staðar
og síðan gæti sá farið á milli
og leitað þig uppi“. Hann tók
vindilstubbinn upp úr ösku-
bakkanum og beit í endann á
honum. „Hann segir að hjerna
heima sjert þú að minnsta kosti
vör um þig. En það sje hætt
við því að þú verðir óvarkár
ef þú ferð eitthvað burt“.
„Jeg vil miklu heldur yera
lokuð inni hjer heldur en hjá
Mörtu frænku.“
„Rebekka. Hvað ertu að
gera?“
Hún starði á hann.
„Þú ert búin að gefa mjer
þrettán spil“, sagði hann.
„Ó“. Hún tók saman spilin
og stokkaði þau.
„Helm er fullviss um það að
þú sjert örugg á meðan einhver
er hjá þjer, sem hægt er að
treysta. Hann segir, að það sje
ekki um að ræða- afbrotamann,
sem ekki er hægt að verjast
■— Hann segir að þetta sje
maður, sem láti höggið að-
eins ríða í myrkri og þegar
hann er viss um að þú sjert
ein“.
í myrki .... og út úr myrkr-
inu, skuggi af mannveru, og
tvær stórar, fálmandi hendur
.... Hún gaf spilin aftur.
„En hvernig getur Helm vit-
að það með nokkurri vissu?“,
heyrði hún að faðir hennar
sagði. „Hann hefur verið hjer
aðeins nokkra klukkutíma. —
Hann viðurkenndi það fyrir
mjer, að honum hefði ekkert
orðið ágengt enn“.
„Mjer líst vel á hann eftir
samtalið í dag“, sagði Rebekka.
„Já, jeg býst við því að hann
sje nokkuð sniðugur“. Jay
Sprague bar eld upp að vindils-
stubbnum. „Jeg hef tíu spil,
Rebekka. Jeg á að fá eitt í við-
bót“.
Hún lagði frá sjer spilin. —
„Pabbi, er þjer sama þó að við
hættum. jeg er þreytt“.
Henni fannst hún myndi
æpa upp yfir sig, ef hún þyrfti
að horfa á fleiri spil. „Jeg get
einhvern veginn ekki haldið
huganum við spilin“.
„Já, jeg sje það“. Hann leit á
úrið. „Klukkan er orðin ellefu.
Kominn háttatími“.
Hún bauð góða nótt.
Þegar hún sat við snyrtiborð-
ið í herbergi sínu, nokkrum
mínútum síðar og var að bursta
hár sitt, heyrði hún að tekið var
í hurðarhúninn, bakdyramegin.
Hún stirnaði af hræðslu. Svo
heyrði hún þungt fótatak föður
síns í eldhúsinu og síðan í and-
dyrinu. Hún brosti að sjálfri
sjer. Það var tekið í forstofu-
hurðina. Allar þrjár hurðirnar,
sem lágu inn í húsið voru læst-
ar dag og nótt, en þó vildi hann
reyna þær, til þess að vera ör-
uggur.
Hún afklæddi sig og tók blá-
an silkináttkjól upp úr skúffu,
Það var barið að dyrum.
„Rebekka?“.
„Bíddu augnablik“. Hún
steypti náttkjólnum yfir höfuð
sjer og skreið undir ábreiðuna.
„Komdu inn, pabbi“.
Hann nam staðar á þröskuld-
jnum og leit inn í herbergið.
„Gluggarnir eru opnir hjá
þjer“, sagði hann.
„Það er net fyrir þeim“.
„En þau eru fest að utan-
verðu“.
„Jeg gæti ekki sofið í þess-
um hita við lokaða glugga“.
„Nei, það er víst ekki gott“.
Rödd hans var þreytuleg. „Hvar
er byssan þín?“.
„í töskunni minni, þarna á
borðinu".
„Þú ættir að hafa hana undir
koddanum“. Hann tók litlu
skammbyssuna upp úr töskunni
og rjetti henni hana. „Settu
hana undir koddann".
Þetta var hreinasti óþarfi og
barnaskapur, hugsaði hún. Al-
veg eins og það að taka í hurð-
ir, sem maður vissi að voru
læstar. En úr því að honum
yrði rórra .... Hún stakk byss-
ur.ni undir koddann.
„Helm ætti að vera hjer á
næturna“, sagði hann.
„Hann veit hvað er fyrir
bestu“.
„Jeg vona það“. Hann gekk
fram að dyrunum, en snjeri
sjer aftur við. „Á jeg að
slökkva?“.
„Já, þakka þjer fyrir, pabbi.
Góða nótt“.
„Láttu dyrnar standa opnar,
svo að jeg heyri, ef þú kallar
í mig“.
Hún heyrði að hann fór inn
í svefnherbergi sitt, sem var
hinum megin við lítinn gang.
Hún sá ljósið í gegn um opnar
dyrnar. Hún lokaði augunum.
Koddinn hennar var þunnur.
Hún fann fyrir byssunni í gegn
um hann. Hún ýtti henni upp
í hornið. Ljósið var slökkt í her
bergi föður hennar. — Fluga
suðaði einhvers staðar í her-
berginu. Hún heyrði í bíl í
fjarska.- Það brakaði einhvers
staðar í húsinu.
Venjuleg næturhljóð. Engin
ástæða til þess að verða hrædd
við þau. Þetta þrusk gat verið
í einhverju litlu dýri fyrir ut-
an. Helm hafði sagt að morð-
inginn myndi ekki reyna að
komast inn í húsið. — Hann
myndi vita það með vissu. —
Hann hlaut að vera búinn að
komast að einhverju, úr því að
hann var svona öruggur.
Þetta þrusk gat verið í trjá-
grein, sem....
„Rebekka“.
Rödd hvíslaði nafn hennar í
draumi. Rödd, sem tilheyrði
manni í myrkrinu, manni með
fálmandi hendur ...
„Rebekka“.
Allt í einu var hún glað-
vöknuð. Hún heyrði öran and-
ardrátt, en uppgötvaði brátt, að
það var hennar eigin andar-
dráttur. Hún fann hvernig kald
ui sviti spratt fram af enni*
hennar, eins og hún væri að
vakna úr martröð.
„Hver er það?“, hvíslaði hún.
„Tony. Jeg er hjerna undir
glugganum“.
Hún snjeri höfðinu til á kodd
anum. Tunglið varpaði daufri
birtu inn um gluggann. Hún sá
mannsmynd standa upp við trje
og hún sá litla glóð. Líklega í
sígarettu.
Hún teygði höndina í byss-
una. Hún minntist þess, sem
Cooperman hafði sagt:
„Gleymdu því ekki, að þú get-
ur ekki hleypt af fyrr en þú ert
búin að spenna öryggislásinn
frá“. Hún spennti hann frá og
steig fram úr rúminu. — Hún
gekk fram að glugganum og
hjelt byssunni fyrir aftan bak
sjer. Henni fannst það næstum
hlægilegt að halda á byssunni.
Það var hvort eð var ekki ann-
að en látalæti. Hún myndi
aldrei geta fengið sig til þess að
hleypa af henni.
Tony Bascomb stóð við stóra
trjeð, upp við húsvegginn. Þessi
hluti af húsinu var næstum í
jarðhæð. Hann stóð lítið lægra
en hún.
Hún sá í tunglsljósinu að
hann brosti út í annað munn-
vikið. „Vel vopnuð, sje jeg“.
„Jeg var ekki viss um að það
værir þú“, sagði hún.
„Þú tókst byssuna, þegar jeg
var búinn að segja að það væri
jeg“.
„Það gat verið einhver annar
fyrir því“.
Tony dró að sjer sígarettu-
reykinn og glóðin lýsti á andlit
hans.
„Farðu í föt og komdu út“,
sagði hann.
Rebekka leit niður á fleginn
og hálfgagnsæjan náttkjólinn.
Hún gekk inn í herbergið, lagði
.byssuna frá sjer á kommóðuna
og tók bláan morgunslopp út úr
skápnum. Hún heyrði hroturn-
ar í föður sínum í gegn um
ópnar dyrnar. Hún fór í slopp-
inn, lokaði dyrunum gætilega
og fór síðan aftur út að glugg-
anum.
„Ætlarðu ekki að koma út?“,
sagði Tony.
„Við getum talað saman
hjer“.
„Hrædd við mig?“.
Hún vissi þacT gkki. Hún
minntist þess þegar hún hafði
sjeð hann síðast og reiðin vakn-
aði aftur.
„Hvað viltu mjer?“.
„Mig langar bara til að sjá
þig. Og vita hvað hefur skeð.
Jeg kom hingað á miðvikudag-
inn, eftir að jeg frjetti um
árásina. Faðir þinn sagði að þú
lægir fyrir. Auk þess gaf hann
það í skyn, að hann kærði sig
ekki um að jeg kæmi aftur Jeg
fór með mömmu í dag til Peeks
hill. Hún fór til að versla og
svo fórum við í kvikmyndahús.
Við komum heim rjett áðan“.
Hann fleygði sígarettustubbn-
um frá sjer og steig á hann.
„Þetta virðist vera eina leiðin
til að sjá þig“.
„Þjer var ekki svona umhug-
að um að koma hingað þegar
dyrnar stóðu þjer opnar Og
þegar jeg kom til þín á þriðju-
dagskvöldið, kastaðir þú mjer á
dyr“.
Það var eins og skuggi færi
yfir andlit hans. „Jeg hefði átt
að fylgja þjer heim“.
„Ef til vill var það gott fyrir
mig, að þú gerðir það ekki“.
„Hvers vegna?“.
„Hann hefði þá kosið sjer
annan stað og tíma og herra
Trumble hefði þá ekki komið
og hrætt hann burt. Nú er jeg
vör um mig“.
„Hvernig þá?“, sagði hann.
„Með þessari leikfangabyssu?“.
„Pabbi hefur ráðið til sín
leynilögreglumann“.
„Lífvörð?“. Tony leit fram
eftir húsinu. „Hann gerir lítið
gagn úr því að hann veit ekki
að jeg er hjer“.
„Hann er enginn lífvörður.
Hann er að reyna að komast að
því hver myrti Isabel“.
81.
Höfðingjarnir höfðu ekki neitt á móti því. Annar þeirra
barði á stóra bumbu. Villimennirnir hættu að dansa og Jens
gekk inn í hringinn. Hann gat ekki notast við tónlistina
þeirra, svo að hann bað Mary að syngja og hún söng' vísu,
sem í neyð var hægt að dansa eftir hallingjadans.
Söngurinn virtist vekja mikla aðdáun og þegar Jens byrj-
! aði á fjörugum halhngjadansi, varð mikill fögnuður meðal
áhorfenda. Jens dansaði vel og jafnvel Mary fannst hann
standa sig prýðilega.
Loksins hætti Jens að dansa. Hann gekk til stríðsmann-
anna og spurði þá, hvort þeir vildu leika það eftir honum,
sem hann ætlaði nú að sýna þeim. Hann ljet Mary standa
mitt í hringnum og halda á tómri kókoshnetu á langri spýtu
| f'vo tók hann aftur að dansa. Hann sneri sjer hægt í hringi,
: svo hraðar og hraðar og allt í einu tók hann hátt stökk og
sparkaði í kókoshnetuna, svo að hún þaut langt yfir höfuð
hinna gapandi áhor.tenda.
Það vantaði ekki, að þeir vildu reyna að leika þetta eftir.
En í fyrsta lagi voru þeir síður en svo leiknir í norrænum
listum, og í öðru lagi voru þeir orðnir svo fullir, að það var
allt annað en þægilegt fyrir þá að snúa sjer í hringi.
Eftir þetta báru villimennirnir meíri virðingu fyrir hvíta
risanum. En það stóð því miður ekki lengi. Brátt komust
, vinir okkar að því, að höfðingjarnir tveir áttu bágt með að
lifa saman í sátt og samlyndi. Fyrst og fremst voru þeir
; ósammáía, hvernig þeir ættu að skipta föngunum — Jens
1 og Mary — á milli sín.
Nú vildu þeir hafa þau bæði.
Og það leið ekki langur tími, þangað til fjandskapurinn
á milli þeirra var búinn að skipta þorpinu í tvo hópa, sem
hvor hjelt með sínum höfðingja.
Að lokum voru allir elstu mennirnir kallaðir saman á
ráðstefnu, en Jens, sem áður hafði fengið að vera á þessum
fundum, var skipað að vera heima. Mary fjekk aldrei að
vita, hvað um hafði verið rætt, því að snemma morguninn
eftir lokkuðu nokkrar konur hana niður í fjöruna og um
!borð í bát. Síðan komu þar að fleiri bátar og svo var lagt
af stað til Apaeyjar.
vnahquAikaMi/nLi j
; „Jeg vil ekki hafa, að þu sjert
rið lesa. ÞaS er svo drusiulegt í
bókahillunni.“
★
„Jæja, litlu stúlkur og drengir",
sagði kennarinn. „Nú eigið þið að
,vera stillt og hljóð, svo hljóð, að það
’megi heyra títuprjón detta á gólfið.“
| Dálitla stund var allt kyrrt, en þá
■ hrópaði lítill drengur: „Láttu hann
detta.“
★
Tannlæknir: „Mjer fannst þjer
I segja, að það hefði aldrei verið ■ gert
við þessa tönn áður.“
i Viðskiptavinur (veiklulega): „Það
hefir ekki verið gert.“
Tannlæknirinn: „Nú, en það er
gull á bornum mínum.“
| Viðskiptavinurinn (enn veikluleg-
ar): „Ef til vill hafið þjer hitt aftan-
í-flibbahnappinn minn.“
/ ★
„En hvað þetta er yndislegt barn“,
ságði taugaóstyrkur, ungur prestúr,
sem var að húsvitja í fyrsta sinn.
„Og hvað er — e — hún, harm, það
— gamalt?"
„Nýlega fimm vikna“, svaraði móð
irin stolt, I
..Og, og“, sagði ungl presturinn,
„er þetta yngsta barnið yðai ?“
★
Þegar William Dean Howells rit-
höfundur, var konsúll í Feneyjum,
var hann mjög feitur, og einnig mjög
góðlyndur, eins og margir feitir
menn. Einn dag heimsótti hann vin-
ur hans, sem var óvenju hár og mjó-
sleginn.
„Howells," sagði hann. „Ef jeg
væri eins feitur og þú, myndi jeg
hengia mig.“
,.Hm,“ sagði Howells, „ef jeg ein-
hverntímann ákveð að fara eftir þess-
ari ráðleggingu, ætla jeg að nota þig
fyrir snöru.“
★
Allnr konur halda að það sjeu
tvær hliðar á hverju máli, hennar
hlið og vitlaus hlið.
! Fyrirtæki
| Litið verslunar eða iðnfyrirta-ki
: óskast til kaups. Kaup eða leiga
= á verslunarpléssi kemur einnig
í til greina. Tilboð sendist afgr.
= blaðsins fyrir þriðjudagskvöld
: merkt: „Verslun — Iðnaður —•
í 598“.
tiiitiiiiiimiriiitiiiiiiiiiiiiiiifinTfiTminmiiiiiiitiiiiiiiii
I Get leigt I
| 1—2 herbergi og eldhús, þeim :
| sem getur lánað eða útvegað |
§ 25—30 þúsund krónur. Góð :
| trygging, æskilegt að geta feng- |
| ið fæði á sama stað. Tilboð send §,
| ist Mbl. fyrir kl. 12 á sunnud. |
s merkt: „Hitaveita — 600“,
i i
ittmtiifiiiiirifirritttitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifmimmij