Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1951, Blaðsíða 7
Tvliðvikudagur 19'. sepí. 1951. MORGlXBLÁÐIÐ rmrr 7 i Tl£ EFTIRBRlffNI liffir sr. Halldór Jórssson, fyrv. sóknarprest að Reynivöllum SÚ nýbreytni hefir verið tekin supp við guðsþjónustur Óháda Fríhirkjusafnaðarins í Reykjavík, að sungið hefir verið einraddað, fp. e. lagið án fyfgiradda. Hefir verið og er þar allfjölmenn söng- sveit úrvalsfólks, sem hefir ásamt hljóðf ærinu haft forystuna nm Sönginn og hefir henni þar til alveg íiýlega verið stjórnað af ágaetum og vandvirkum manni, Jóni Isleifs- syni söngkennara og organleikara, að annar maður, Árni Bjömsson píanóleikari, tók við af honum. Markmiðið er að koma upp al- vnennum, sönnum stifnaðarsöng <eg hefir þetta tekist ágætlega til jþessa. Viðstatt fólk hefir tekið | mvaxamdi þátt í söngnum og haft með sjer sálmabækur eíns og vera Iber. Síðast, er jeg var þar stadd- ur, 28. janúar síðastliðixm, mátti J heita söngur um allan salinn. Upp . á síðkastið má heita, að þvi erj mjer hefir virst, að flestir hafi tekið undir, er þeir kunnu sálma- lögin. Þetta hefir verið mjög fagurt, og áhrifaríkt. Að láta syngja ein-! raddað, er einnig áhrifaríkasta ráðið til þess að koma á almenn- um, safnaðarsöng. | Þegar messuathöfninni er lokið í hvert sinn, hefir prestur safn,- aðariná, sjera Emil Bjömsson, beðið alla viðstadda um að syngja sálmvers, er hann hefir valið í það og það skiftið. Hafa þá allir stað- íö upp og sungið, allir, er sungið gátu. Hefir presturinn valið það, er gera mátti ráð fyrir, að allir kynnu. Iíefir þessi söngur verið sjerstaklega fagur og þróttmikill. Þetta er prýðisgott ráð til að venja fólkíð á að syngja og að kenna því að skilja, hvers virði er liinn almenni saf na/iarsöngur. Þar sem einnig að fólk hefir tn.jög f jölmennt við umræddar guðs þjónustur, hefir þetta verið þeim imun fegurra og tilkomraneira. Hjer er heldur ekki ieiðum að líkjast, því frændþjóðir olskar láta syng.ja aðeins lagið og hafa þannig j komið upp hjá sjer sönnum safn-' aðarsöng, aðeins Iátið hljóðfærin <orgelin) hafa forystuna og styðja söng safnaðanna. Má þar nefna úani, Norðmenn, Svía og fleiri 'þjóði r, er þessum hætti hafa kom- að á hjá sjer. Með þeim hætti, að láta syngja <einraddað, þ. e. lagið sjálft, er •margfalt auðveldara en ella að koma við fjölbreyttara og frjáls- nra vali sálma og sálmalaga. Það «er ólíku fljótlegra og auðveldara fyrir organleikarann að kenna lagið, en allar raddir. Með því að láta syngja fleirraddað, er sein- I.egt að brjóta upp á nýjungum. Hafa ýmsir gullfallegir sálmar og sálmalög að miklu Ieyti orðið út- ■undan af því að fólkið kunni ekki íögin. Einnig er auðveldara að Ikynna fagra sálma og sálmalög, sem ekki eru í sálmabðkum eða sálmasöngsbókum vorum. Hjer er ekki verið að ympra á því, að varpa fyrir borð hinu gamla og góða, Iheldur að fylgjast með þróun lífs- Sns sjálfs og gefa fólkinu tæki- i’æi-i til að kynnast merkum nýj- vmgum. Sjálfur kjaminn stendur ohaggaður, þó um nokkuð frjáis- ara val væri að ræða. Fagrir sálmar og fögur sálma- Sög, sem söfnuðimir hafa ekki iáður kynnst, eiga að styðja bcð- jskapinn sjálfan, auðga fólkið að aiýjum verðmætum og veita því nýja gleði. Sumir, því ber ekki að neita, láta sjer fátt um finnast hinn teini-addaða söng. Við því verður ekki gert. En á eitt má benda, að við konmm í allt öðrum erindum S Guðs hús en í s' -gs; ■ í söng- ísal gerum við v" - ‘ ikröfur hg gefum þar ekT í Guðs- hús kfiTrium við pbyggj- ast, til lofgerí Jbfiðslu, jsem bræður og ! aS með- iaka orðið og s G . .. lof og klýr'ú tii þesn r. gin þátttöku í sovgnum að *yrkja aðra og hljóta sjálf styrk um leið í lífs- baráttunni með þeirri gáfu sem Guð hefir gefið, söngröddinni. —O— Að) ir söngstjórar og organleik- arar og söfnuðir í höfuðborginni ættu að veita athygli því, sem er að gerast meðal þess safnaðar, sem um liefir verið rætt. Eiginlega bera.st að þeim böndin um að koma á hjá sjer, hverjum fyrir sig, sams konar starfsemi. Það mundi reyn- ast allöruggt ráð til að minna einnig aðra söfnuði landsins á að koma á hjá sjer almennum safn- aðarsöng. En þess her þó að geta, að nokkurn tíma þarf til þess að venja fólkið við þessa breytmgu. En ekki fellur eik við fyrsta högg hjer fremur en ella. Jeg fullyrði, að hjer í Dómkirkj unni eða Fríkirkjunni til dæmis og einkum, ef þær væri fullskip- aðar eða því sem næst, mundi hinn almenni safnaðarsöngur þykja fagur og áhrifamikill með stuðningi hinna hljóðmiklu hljóð- færa. Áminnst nýbreytni ætti að minna marga, sem tæpast virðast muna eftir því, að kirkjurnar sjeu til á það, að þær eru til og á það, að kirkjan er starfandi, lifandi stofnun með því verkefni, að veita lífi, Ijósi og yl hins heilaga orðs í sálir allra, er þiggja vílja. Heill og heiður sje þeim, ei hjer hafa hafið forystuna um merki- legt velferðarmál. 8. maí 1951. Halldór Jónsson. Orein um ísland í júgóslavnesku fímarift GREIN um ísland birtist fyrir skömmu í ritinu Filatelista, en það er málgagn sambands serb- neskra frímerkjasafnara. Er rit- ið gefið út í Belgrad. Greinin er skrifuð af Nikola Pavlovitch og virðist hann hafa staðgóða þekkingu af landinu. Greinin er skrifuð í tilefni þess að íslenska póststjórnin gaf út ný frímerki á 175 ára afmæli þóstþjónustunnar. Fyrst lýsir greinarhöfundur ís- landi landfræðilega og því næst sögu þjóðarinnar. Að því búnu lýsir hann nútíma íslandi og lyndiseinkennum þjóðarinnar Hann segir m. a. að hjer sjeu engar járnbrautir, en ferðalög sjeu með strandferðaskipum og langferðabílum. Hann segir að íslendingar sjeu vinnusöm þjóð og vegna atorku hafi þeim tek- ist þrátt fyrir fæð sína að kom- ast í tölu mestu menningarþjóða heimsins. Þar sjeu allir t. d. læsir. Hann minnist og á‘ Þjóð- leikhúsið, og hinn mikla fjölda glæsilegra bygginga á íslandi, kvikmyndahúsin, hitaveituna o. s. frv. Er óvenjulega lítið af rang færslum, eins og fjarlægðin þó er mikil. Að lokum minnist hann á nú- tíma bókmenntir íslendinga og getur í því sambandi Gunnars Gunnarssonar, Kristmanns Guð- mundssonar og Halldórs Laxness. Grein eins og þessi er mikils virði fyrir íslandskynningu, því að líklegt er að upplýsingar um landið sjeu heldur af skornum skammti annar's suður á Balkan- skaga.__________________ Þátttaka ír Ippiku leikunun að sumri HÉLSINGFOiíS, 18. sept. — Chi c c F -e. hafa tilkynnt, að þaú muni taka þátt í Olympsku leikunum í Hclsingfors að sumrl Hafa þá 2r þjóðir þelckst boð ið. — NT3 I Frá fundi Alþjóða þingmannasambandsins. — Fulltrúar íslands, Gunnar Thoroddsen og Jéa Sigurffsson sjást í 2. röff. « w.ái cft.- I* Vinnur ni þróun þingræðisstofn- nnn og bættum stnrfsháttnm þeirr ÞEIR GUNNAR THORODDSEN borgarstjóri og Jón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis áttu í gær fund með blaðamönnum. Skýrði Gunnar Thoroddsen þar frá fundi Alþjóða þingmanna- sambandsins, sem haldinn var um síðustu mánaðamót í Istan- bul í Tyrklandi og ýmsu, sem varðar þessi samtök. RÚMLEGA CO ÁRA GAMAl.T Alþjóða þingmannasambandið er stofnað árið 1889 í París, segir borgarstjóri. Aðalaðsetur þess er í Genf í Sviss. Stefnuskrá þess er Samkvæmt lögum þess að efla persónuleg samskifti milli þing- manna allra þjóða og sameijja' þá til baráttu fyrir lýðræðislegu skipulagi. Sambandið vill vinna að þróun þingræðisstofnana og reyna að bæta starfshætti þeirra og auka áhrif þeirra og álit. Hvenær gekk ísland í alþjóða- þingmannasambandið. Aðdrag- andinn að inngöngu íslendinga í sambandið er alllangur. Á fund- um þingmannasambands Norður- landa hafa hinar Norðurlanda- þjóðirnar hvað eftir annað ósk- að þess, að íslendingar gengju í Alþjóða þingmannasambandið. Þegar breska þingið bauð tveim- ur íslenskum þingmönnum ný- lega heim, þeim Bjarna Ásgeirs- syni og Sigurði Bjarnasyni, var þess einnig mjög óskað af hálfu Breta, að íslendingar gengju í sambandið. Á ársþingi þess í Dublin í Irlandi í fyrra var Jó- hann Þ. Jósefsson áheyrnarfull- trúi fyrir hönd Alþingis. ALLIR FLOKKAR SAMMÁLA I mars s. 1. samþykkti Alþingi svo með samhljóða atkvæðum að ganga í Alþjóða þingmannasam- bandið. Lýsti ráð sambandsins þá þegar yfir ánægju sinni yfir inngöngu elsta þings heimsins í samtökin, og beindi sjerstökum tilmælum til Alþingis um að senda fulltrúa á ársþingið í Istam bul. Stjórn íslandsdeildarinnar skipa alþingismennirnir Bern- harð Stefánsson, Einar Olgeirs- son, Stefán Jóhann Stefánsson og Gunnar Thoroddsen, sem er formaður deildarinnar. Stjórnin ákvaft einróma að for- maður og skrifstufustjóri Alþing- is, sem er ritan deildarinnar, skyldu sækja' ársþingið fvrir hönd Alþingis. SKIPULAG ÞINO MANNASAMB* NDSÍNS Gunnar Thoruddsen ræddi því næst um skipulag Alþjóða þing- mannasambandsins. Er það í st r um dráttum þannig, að í ráð'i Frásögn Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra, af 40. þingi álþjóða þingmannasambandsins í MikiagarðL Gunnar Thoroddsen flytur ræffu á fundi Alþjóffa þing- mannasambandsins. þess eru 2 fulltrúar frá hverju landi. Fulltrúar íslands þar eru Gunnar Thoroddsen og Stefán Jóh. Stefánsson. Ráðið stjórnar fjármálum sambandsins, skipar framkv.stj., og markar stefnuna milli þinga. í öðru lagi er fram- kvæmdanefnd, sem skipuð er 7 fulltrúum kosnum til 4 ára. Þá eru í þriðja lagi almennar fastanefndir starfandi, s. s. stjórn málanefnd, fjárhags- og efna- hagsmálanefnd, laganefnd, fje- lags- og mannúðarmálanefnd, menntamálanefnd o. fl. nefndir. Einn fulltrúi frá hverju ríki a sæti i þessum nefndum. Hlut- verk þeirra er að undirbúa í sam ráði við aðalskrifstofuna mál fyrir ársþingið, þannig að þegar einstök mál koma til umræðu á þinginu hafa þau jafnan verið vandlega undirbúin og skýrslum útbýtt um þau fyrirfram. Aðalhvatamenn að stofnun samtakanna voru Englendingar og Frakkar. Á þeim tíma var fátt um alþjóðastofnanir. Má raunar segja, að alþjóða þingmannasam- bandið sje fyrsta alþjóðastofn- unin, sem sett er á laggirnar til eflingar friði í heiminum. Áttu samtökin mikinn þátt í friðar- fundunum 1899 og 1907. Dóm- stóll í alþjóða deilumálum var ein af aðal hugsjónum sam- bandsins frá upphafi. Varð frum- varp er það hafði samið um gerð- ardóm í milliríkjadeilum aðal- grundvöllurinn að stofnun shks gerðardóms á Haagfundinum ár- ið 1899. Einnig vann samband- ið mikið að stofnun hins al- menna alþjóðadómstóls og að' því að koma á miðlun og sáttum í deilumálum ríkja. Samræming löggjafar og heildarlöggjöf urn alþjóðarjett hefur sambandið einnig látið verulega til sín taka. Eitt af aðalviðfangsefnum þess hefur einnig verið vernd og rjett indi þjóðernisminnihluta. Þingmannasambandið hafði á sínum tíma náið samband. við Þjóðabandalagið og nú við S. Þ. FULLTRÚAR FRÁ * g 32 ÞJÓÐUM Sambandið heldur þing einu sinni á ári. Var það að þessu sinni i Istambul í Tyrklandi og. var hið 40. í röðinni. Á fyrsta þingi samtakanna áttu 9 riki fu.ll trúa. Nú mættu þar fulltrúar frá 32 ríkjum. Voru þeir 250 talsinu. Flestir fulltrúar voru frá ítalíu eða 22, þar næst 18 frá Egypta landi og Þýskalandi. Hvert ríki hefur að minnsta kosti 5 atkvæði föst á þinginu. En í öðru lagi hefur það atkvæði miðað við i- búatölu og í þriðja lagi miða.ð við það, hve margir þingmenn i neðri málstofu þings þess eru meðlimir í hlutaðeigandi þjóð- deild. ísland átti samkvæmt þessu 10 atkvæði á þinginu e.n índland og Bandaríkin 28 atkv. hvort, Sýrland og Libanon höfðu 7 atkvæði hvort. Þingið í Miklagarði stóð yfir í 7 daga. Voru fundir frá kl. 10 árd. til 6 síðd. með matarhljei um miðjan daginn. Nefndar fundir hófust kl. 9 á morgnann, ÝTARLEG SAMÞYKKT UM FRIÐARMÁL — Hvaða mál voru aðallega rædd á þinginu? — í fyrsta lagi fóru þar fram almennar umræður um skýrsl-u framkvæmdastjóra sambandsins Boissier prófessors frá Frakk- landi, en ársskýrslur hans þykja jafnan mjög merkilegar. Rekur hann þar gang alþjóðamála. Urðu miklar umraeður um skýrsluna nS þessu sinni Tók jeg þát' ; :m og skýrði aðstöðu Islar.ús. Áður en jeg hó_f mál mitt bauS forseti þingsins ísland sjerstakiega vel- komið í samtökin. Að loknum þessum umræðum var samþykkt svohijóðandi yfir- lýsing frá samtökunum um fri3«' armál: „aj^úl' Framh. á bls. 8, ’j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.