Morgunblaðið - 04.10.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1951, Blaðsíða 1
16 siður 'J i 38. árgangur. 226. tbl. — Fimmtudagur 4. olitóber 1951 Prentsmiðja Morgunblaðsins. { fiikfEtnlisg frú Suuð- fíársjúkdómctnefnd AÐ GEFNU tilefni vill sauðf.iárs.iúkdómanefnd lýsa yfir því, að sanikvæmt lögum eru allir fjárflutningar STRANGLEGA bannaðir yfir þær varnarlínur, sem settar hafa verið og settar verða og viðhaldið er af vörnunum, nema með leyfi sauðt'jársjúkdómanefndar. Ennfremur tilkynnir nefndin að engir sauðfjárflutning- ar aðrir en vegna fjárskipta munu fyrst um sinn leyfðir yfir varnarlínur. Jafnframt er hreppsljórum og hreppsnefndaroddvitum falið að ganga ríkt eftir því að allt það fje, sem kann að hafa farið yfir varðlínur i sumar verði slátrað nú þegar. ÖIl lungu úr umræddu fje er grunsamlcg þykja. skal svo fljótt scm unnt er senda til tilraur.astöðvarinnar á Keldum. Þá ber og öllum vegfarendum að loka hliðum varnargirð- inganna og skylt er að gjöra aðvart ef í Ijós koma bilanir á þeim. Verða menn hlífðarlaust látnir sæta ábyrgð fyrir biot á umræddum fyrirmælum. SAUÐFJÁRSJÚKDÓMANEFND Mý kjcrnoirkuspreaig- ing i Hússlandi Sönnun þess, að Hússar vinna aö smíði kjarnorkuvcpna Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB UEW YORK, 3. okt. — Bandaríska ríkisstjórnin hefir tilkynnt, að ný kjarnorkusprenging hafi orðið í Rússaveldi fyrir skömmu. For-_ mælandi stjórnarinnar hefir neitað að veita nánsri vitneskju um mál þetta, en segir, að sprengingin hafi orðið seinustu vikur eða daga. — MISHEPPNUÐ TILRAUN --------------------- Þá segir og, að Rússar hafi nýlega gert misheppnaða tilraun til að fá kjarnorkuvopn til að springa. Hafi sjálft efnið, sem í því var, brunnið upp án þess, að eprenging yrði. •M1 NÝ SÖNNUN ’ „Þcssi sprenging hefur orðið í Rússaveldi á sama tíma og Rússar fullyrða, að þeir noti kjarnork- una aðeins til friðsamlegra þarfa. En hjer er ný sönnun þess, að Rússar vinna að smíði kjarnorku- vopna“, sagði formælandi stjórn- arinnar. Aðgsrðir kommúnisfa í Indó-Kína SAIGON, 3. okt. — Um 8000 Vietminh-hermenn hafa gert inn- rás í norðvesturhorn Tonkinhjer- aðsins i Franska-Indó-Kína. Yfir- hferstjóm Frakka telur hermenn sína halda velli, en þeir fá ekki iiðsauka. Er flughernum ætlað að hafa úrslitaáhrifin. Reuter-NTB 141 drepinn þann eina dag HONG KONG, 3. okt. — í tilkynningu ltínversku stjórn- arinnar segir, að 28. sept. hafi 141 maður verið tekinn af í Shanghai fyrir andbyltingar- sinnaða starfsemi. Þá var þann dag frestað um 2 ára skeiö aftöku 8 manns til að þeim veitist kostur á að gera yfir- bót. Þeir verða látnir vinna þrælkunarvinnu. Reuter—NTB iíommúnistarn- ír fóro í fússi STOKKHÓLMI, 3. okt. — Her- málafulltrúarnir frá Rússlandi, Póllandi, Tjekkó-Slóvakíu og Kína neituðu að horfa á sænsku haust- heræfingarnar í dag í andmæla- skyni, þar sem þeir fengu ekki að fara allra ferða sinna inni á sjálfu æfingasvæðinu. Sænska stjórnin hafði boðið öllum hermálafulltrú- um í Stokkhólmi að vera við her- æfingarnar í Vestur-Svíþjóð. NTB Arabaríkin svara ekki enn PARÍS, 3. okt. — Enn stendur á svari Arabaríkjanna við boði ísraels um að gera við þau griða- sáttmála. Af þeim sökum hafa störf sáttanefndar S. Þ., er situr á rökstólum i París um þessar mundir, tafist. Sigur Bevans íhalds- mönnum í hag! I.UNDÚNABLAÐIÐ „The Star“, sem fylgir Attlee og stjórn hans að málum, segir í fyrradag í rit- stjórnargrein, að sigur Bevans og fylgifiska hans í miðstjórnarkosn- ingum Verkamannaflokksins hafi verið reiðarslag fyrir forsætisráð- herrann og fylgismenn stjórnar- innar. Telur blaðið, að líkurnar fyrir sigri íhaldsflokksins hafi stóraukist, þar sem vafaatkvæði, er Verkamannaflokkurinn hefði ella fengið færast nú yfir á Ihalds- menn, en blaðið telur, að niður- stöður kosninganna geti einmitt oltið á því, hver hlýtur vafaat- kvæðin. Oanska fjárlaga- frumvarpið KAUPMANNAHÖFN, 3. okt. — 1 dag lagði danski f jármálaráð- herrann, Thorkil Kristensen, fram fjárlagafrumvarpið fyrir fjár- hagsárið 1952 til ’53. Gert er ráð fyrir, að framlag til landvarna hækki upp í 550 miljónir í stað 360 miljóna nú. Þá hækkar fram- lag til fjelagsmála um 60 millj. meðal annars af auknum útgjöld- um vegna elli- og örorkutrygginga og eftirlauna. Tekjur eru áætlað- ar 2435 milj., en gjöldin 2425 millj. — NTB. Ungkommar óþekkir Olíudeilan z Bresku iðnaðarmennirn* ir eru komnir til Iraks Mosxadeq fer til New York á sunnudaginn j Einkaskeyti til Mbl. frá Reutcr—NTB 1 BASRAH, 3. okt. — í kvöld komu bresku Oiíuiðnaðarmennirnir1 frá Persíu til hafnarbæjarins Basrah í írak í breska beitiskipmu Mauritius, en þeir fóru um borð í það í Abadan. Hundruðum sam- an höfðu Persar safnast niður við höfnina til að sjá Bretana leggj a frá landi. Allt fór fram með ró og spekt. Persneskir hermenn vopn- aðir rifflum og vjelbyssum hjeldu mannfjÖldanum frá iðnaðar- mönnunum. ; BERLlN, 3. okt. — Hundruð austur-þýskra kommúnista á gelgjuskeiði reyndu í dag að stofna til hópgangna í Vestur-Berlín, í æsingaskyni. Lögregla Vestur-Ber- línar stöðvaði aðfarirnar. Ungir kommúnistar reyndu að stofna til ræðuhalda og dreifa út áróðurs- plöggum. Síðast þegar til frjettist, hafði lögreglan handtekið 50 óláta belgi. Höfðu óeirðirnar þá borist inn á franska hernámssvæðið. ■—Reuter. álvary öascoigne Hann var fyrir skömmu skip- aður sendiherra Breta í Rúss- landi. S jónvarp í Danmörku KAUPMANNAHÖFN, 3. okt. — í kvöld hefjast sjónvarpssending- ar í Danmörku. Sjónvarpið nær þó ekki nema til Kaupmannahafn- ar og nágrennis. Ekki hafa fleiri en* 400 Danir sjónvarpstæki. —Páil. Sjéður siofnaður iil efiíngar vísindum KAUPMANNAHÖFN, 3. okt. — 1 þessum mánuði leggur danska ríkisstjórnin fram lagafrumvarp í Ríkisdeginum, og verður í því gert ráð fyrir, að ríkið stofni sjóð, sem hafi það eitt markmið að vefða að liði vísindarannsóknum. Sjóður þessi á að vera á stærð við Carlsbergsjóðiun. Búist er við, að vextirnir nemi 1,75 milljónum árlega. Stjórn sjóðsins á að vera í hönd- um vísindamanna sjálfra, sem skipta styrkjum úr honum milli 4 rannsóknargreina, fornmennta- vísinda, náttúruvísinda, lækna- vísinda og landbúnaðarvísinda. Þegar vísindamenn og stúdent- ar fóru í kröfugöngu til Christians borgar í fyrra, báru þeir m. a. fram kröfu um stofnun vísinda- sjóðsins. — Páll. ’ Persnesku tollyfirvöldin C Abadan höfðu fengið fyrirmæli um að gera tollskoðun á farangri þeirra eins einfalda og unnt væri. MOSSADEQ FER TIL NEW YORK í Teheran er tilkynnt, aS Mossadeq, forsætisráðherra, hafi nú ráðið af að fara til New York og veita forstöðu nefnd Persa, sem sækja mun fundi Öryggis- ráðsins vegna olíudeilunnar. Fer" ráðherrann af stað á sunnudag, loftleiðis. Vegna vanheilsu kem- ur til mála, að hann leggist í sjúkrahús, meðan hann dvelst í New York. SENDIHEKRANN í HAAG FER I.ÍK V Jafnframt er frá því skýrt, aS persneski sendiherrann í Haag muni fara til New York til að setja ráðherrann inn í bráða- birgðaúrskurð alþjóðadómsins. ‘ Nokkrir starfsmenn breska olíufjelagsins eru enn í Persíu. Þeir fara þaðan á morgun, fimmtudag. Þjóðverjar kaupa hvallýsi FRANKFURT, 3. okt. — Inn- flutningsráð Vestur Þýskalanda tilkynnti í gær, að það hefði leyft; innflutning á norsku hvallýsi fyr- ir 400.000 dollara. —NTB Tjekkneskur embæftismaður scm flúði segir 78000 hafo látið lífið í vinnu- fangabúðum frú valdatöku komma „TJEKKÓSLÓVAKÍA er ein- ar stórar vinnufangabúðir. Þessvegna flúði jeg“ — sagði Maximilian Jiri Lom við frjettamenn i Frankfurt fyrir um það bil viku síðan. Honum hafði tekist að flyja ættland sitt ásamt konu sinni og dótt- ur. Jiri Lom var yfirmaður þeirrar deildar verslunarráðu neytisins tjekkneska sem sjer um Ameríkuviðskiþti. Hann vann þar til í júni í fyrra í sendiráði Tjekka í New York en var þá kallaður heim og settur í verslunarráðuneytið. 78 ÞÚS. HAFA LÁTID LÍFIÐ — Jeg komst að því að föð- uiiandi mínu hafði verið breytt í vinnuherbúðir, þar sem 78 þús. landar mínir hafa látið lífið síðan kommúnistar náðu völdum. Það er enginn efi á, sagði þessi fyrrverandi embættis- maður -ennfremur, að 85% landsmanna eru á móti stjórn- inni. Það þýðir þó ckki að lík- urnar fyrir uppþoti sjeu mikl- ar. KommúnistaHokkurinn og hin leynilega ríkislögregla hafa skapað þann ótta meðal fólksins að virk mótstaða er vart hugsanleg. Lom sagði og að efnahags- ástand landsins væri í dag vonlaust. Allt færi til vígbún- aðarins og skemmdarverk þau seni bændur og framleiðendur ynnu, kæmu liarðast niður á fólkinu sjálfu. Hann kvað verslunarbann Bandaríkjanna hafa haft afdrifaríkar afleið- ingar í för með sjer og sömu- leiðis flugbannið fyrir tjekk- neskar flugvjelar yfir V- Þýskaland. HERINN STERKARI EN NOKKRU SINNI FYRR Lom lagði ríka áherslu á aðvörun til Vesturveldanna. Kvað hann tjekkncska herinn sterkari en nokkru sinni fyrr. Hann væri útbúinn að rúss- neskri fyrirmynd og útbúinn öllu því besta sem Tjekkar gætu framleitt. Hann skýrði og frá að ýms Vesturlanda seldu Tjckkum ennþá ýmsar hernaðarlega mikilvægar vör* ur og hráefni, sem þegar væru send Rússmn eða send til her- gagnaiðnaðarins. Nefndi hann í því sambauli Svíþjóð og Bretland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.