Morgunblaðið - 27.10.1951, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
14
Laugardagur 27. okt. 1851«1
Fiamhaldssagan 33
n\
JEG ESA ALBEBT RAND?
EFTIR SAMUEL V. TAYLOR
bílstjórann. „Ekki stoppa. Haltu
á£ram.“
„Hvert?“ spurði hann.
Jeg sagði honum fyrir. Fyrst
til hægri, síðan til vinstri, upp
brekkuna og niður hana aftur.
Svo ljet jeg hann nema staðar við
litla matvöruverslun. Jeg bað
hann að bíða. Jeg fór í búðina og
hringdi aftur í „The Title Bay
Insurance Company“. Jeg spurði
eftir Davis.
„Jæja láttu mig hafa það“,
Bagði jeg þegar Walt kom í sím-
ann.
Honum brá auðheyrilega.
„Svona láttu mig hafa það“,
hrópaði jeg.
„Guð minn góður, ætlarðu að
láta þá gera henni eitthvað?
Fórstu ekki þangað? Fórstu
ekki?“
„Eru þeir búnir að ná henni?“
Bpurði jeg.
„Já“, sagði hann svo lágt að
Varla heyrðist.
„vers vegna í ósköpunum sagð-
ir þú mjer það ekki“.
„Hvernig komstu að þv?“
„Jeg lagði saman tvo og tvo.
Hvernig þú talaðir. Varaðir mig
við að segja nokkrum frá. Og þú
vissir ekki hvað hún vildi mjer.
Það er ó þarfi að tala meira um
það. Hvað skeði?“
' „Chick, þú mátt ekki ásaka
mig. Þeir náðu henni. Jeg varð
að gera þetta. Jeg skal segja þjer
hvernig það var. Nokkrum mín-
útum eftir að hún kom frá þjer,
hringdir þú til hennar....“.
„Jeg hringdi ekki“.
„Hún hjelt að það værir þú.
Hún sagði að þú hefðir náð í
Buster og fengið hann til að játa.
Hún fór til að hjálpa þjer og hrað
rita það sem hann játaði“.
„Já, það var auðvitað nóg til
Jpess að hún fór“, sagði jeg.
„Chick,.í guðanna bænum. Við
verðum að gera eitthvað. Þeir
geta einmitt á þessari stundu ver-
ið....“.
„Þegiðu og segðu mjer hvað
skeði. Hvernig fjekkstu þetta
heimilisfang við Bushþ“
„Skömmu eftir að hún var far-
in kom sendill hingað til mín með
böggul. I honum var hanskinn
hennar og hárlokkur og varalitur
inn með upphafsstöfunum henn-
ar, sem jeg gaf henni í afmælis-
gjöf. Jeg var rjett búinn að opna
böggulinn, þegar síminn hringdi
og mjer var sagt að Mary mundi
aðeins lifa einn klukkutíma nema
jeg gerði eins og mjer var sagt.
Chick, klukutíminn er bráðum
liðinn“.
„Reyndu að stilla þig. Hún er
aðeins gisl fyrir rnig. Hún er
einskis nýt fyrir þá dáin.“
„Það er Alexander-stúlkan
heldur ekki. Reyndu ekki að telja
mjer trú um að henni sje óhætt,
Því fórstu ekki þangað sem jeg
sagði þjer að fara?“
„Láttu ekki eins og fífl, Walt.
Þegar þeir væru búnir að ná okk-
ur tveim, þá mundi röðin koma
að þjer. Víð skulum reyna að
hugsaskynsamlega. „Hvað skeði
meira?“
„Ekkert meira, Chick. Maður-
inn sem talaði ivið mig í símann
sagði mjer að ná í þig og segja
þjer að fara í þetta hús við Bush.
Jeg sagði manninum að jeg gæti
ekki náð sambandi við þig. Jeg
yrði að bíða þangað til þú hringd
ir. Hann sagði að ef þú kæmir
ekki innan stunda, þá, mundu
þeir gera útaf við Mary. Hann
sagði að það mundi fara eins fyr
ir henni og Aliciu Alexander, og
ef jeg gerði lögreglunni aðvart
.... Chick, jeg var viti mínu
fjær. Drottinn minn, hvað er
klukkan orðin? Hvað eigum við
að gera?“
„Walt, gefðu mjer hálftíma
frest. Þá verður klukkan þrjú.
Ef þú heyrir ekki frá mjer fyrir
klukkan þrjú, þá hringir þú í lög
regluna. Segðu þeim allt. Tíndu
allt til. Það verður auðvitað á
minn kostnað, en það skiptir ekki
máli. Við verðum að hugsa um
Mary. Gefðu mjer hálftíma,
Walt.“
Jeg lagði frá mjer tólið áður en
hann fjekk tækifæri til að svara.
Ef hann hringdi ekki í lögregluna
sem auðvitað gat verið að hann
gerði, þá hafði jeg hálftíma til
umráða.
Jeg fór út úr búðinni og upp í
14. kafli.
bílinn. Bílstjórinn leit á mig.
„Hvert á að aka?“
Jeg hugsaði mig um andartak.
Mary mundi ekki vera í þessu
húsi við Bush. Það var aðeins jeg
sem átti að fara þangað. Mjer
datt í hug að Bill Meadowes
mundi vera þar með Doberman-
hundinn. Þá var eftir íbúð Bust-
ers og skrifstofan. Það er að
segja ef hún væri þá ennþá ....
já, hún varð að vera á lífi.
„Cox og Graham skrifstofan“,
sagði jeg. Hún er við Mission. Jeg
skal segja þjer hvar er stysst að
fara“.
Umferðin var mikil um göt-
urnar. Umferðaljósin töfðu okk-
ur. Mig langaði hvað eftir annað
til að hlaupa út úr bílnum.
Klukkuna vantaði tólf mínút-
ur í þrjú þegar við komumst loks
alla leið. Jeg bað bílstjórinn að
bíða.
„Augnablik", sagði hann og
benti á mælirinn. „Þú virðist
svo sem vera heiðarlegur, en
þetta er orðin álitleg upphæð. Og
eins og þú veit eru alltaf bakdyr
á húsum“.
Jeg þreif alla peningana, sem
jeg fann í vasanum og skellti
þeim í lófa hans og fór inn. Jeg
hljóp upp tröppurnar, inn gang-
inn og að skrifstofudyrunum sem
jeg þekkti svo vel. Jeg lagði eyr-
að upp að dyrunum. Ekkert hljóð
heyrðist að innan.
Jeg stakk lyklinum í skráar-
gatið og svifti upp hurðinni.
Ethelene sat við skrifborðið í
fremri skrifstofunni. Hún rak
upp stór augu og opnaði munn-
inn. Jeg greip fyrir munninn á
henni áður en hún æpti. Hún
barðist um, klóraði mig, reyndi
að bíta í hendina á mjer og
reyndi að koma fyrir mig fæti.
Jeg mátti ekki sýna henni nokkra
vægð. Jeg rak hnefann í bring-
spalirnar á henni eins fast og jeg
gat. Hún kastaðist niður á gólfið
og engdist sundur og saman.
Jeg opnaði dyrnar að innri
skrifstofunni og fór inn. Var var
enginn nema Mary. Hún var
bundin við gamla stólinn minn
með sterku bandi, kefld og með
klút fyrir augunum.
„Mary, það er jeg“. Jeg klippti
á bandið með skærum sem lágu
á borðinu. Hún greip í hárið á
mjer og var næstum búin að húð
fletta mig áður en jeg náði klútn
um Jfrá augunum á henni. Þá
sleppti hún mjer og gaf frá sjer
niðurbælt hljóð. Hún náði kefl-
inu frá munni sjer á meðan jeg
klippti á það sem eftir var af
böndunum.
Við fórum fram í fremri for-
stofuna. Ethelen sat enn á gólfinu
og hjelt fyrir bringspalirnar á
sjer. Hún opnaði munninn. Hún
lokaði munninum aftur eins og
hún ætti bágt með að draga and-
ann. Jeg tók símann af borðinu
og hringdi í „The Title Bay
Insurance Company". Þegar
Walt svaraði, sagði jeg honum
að allt væri í lagi.
„Já“, sagði Mary, til að sann-
færa hann. „Jeg er laus, Walt“.
Svo flýttum við okkur út.
„Golden Gate skemmtigarð-
inn“ sagði jeg við bílstjórann. !
Um leið og bíllinn rann af stað,
fór Mary að gráta. Hún þrýsti
sjer að mjer og gaf tárunum laus
an tauminn.
Á horninu við Franklin og Fell
bað jeg bílstjórann að nema stað
ar. Jeg sagði honum að hann
mætti fara. Hann yppti öxlum og
ók þurt. Um leið mundi jeg eftir
því að jeg hafði látið hann fá
alla peningana mína. Nei, ekki,
alla. Jeg fann tuttugu og fimm
sent í vasanum. Jeg fjekk þeim
skipt i búð og hringdi í Walt. Jeg
ARNALESBOK
I Mlorúuntáaðsíns 4
Ævintýri iVlikka I:
Töfraspegillinn talandi
Eftir Andrew Gladwyn
15.
— Jeg er eldri en jeg sýnist, svaraði Mikki. Samt áleit hann
ráðlegast að segja henni ekki aldur sinn. Það kom henni heldur
ekkert við, hvað hann var gamall.
— Hvaða biðla ertu að tala um? spurði Mikki.
— Náttúrlega alla biðlana, sem koma hingað og biðja um hönd
mína.
— Hefurðu ekki heyrt talað um þá? — Nei, auðvitað ekki, þú ert
svo framandi hjer í þessu landi, er það ekki?
— Jú, jeg kom frá öðru landi.
— Jæja, sagði María. — Þá skal jeg skýra þetta út fyrir þjer.
Kóngurinn, það er að segja pabbi minn, álítur, að það sje kominn
tími til að jeg gifti mig, svo að fyrir nokkru ljet hann birta til-
kynningu, þar sem þeir aðalsmenn, sem óskuðu að taka mig fyrir
konu, gæfu sig fram á þriðjudögum og föstudögum. Svo á jeg
að giftast þeim besta þeirra. En guð minn góður. Þeir, sem hafa
gefið sig fram eru allir svo hræðilegir, jeg -hef aldrei sjeð annað
eins samsafn af aulabárðum.
Þá er hún dóttir konungsins, hugsaði Mikki, en upphátt sagði!
hann: — Þú sjerð þó, að jeg get ekki verið biðill, því að það er
fimmtudagur í dag. Auk þess er jeg alls ekki neinn aðalsmaður. |
María kóngsdóttir varð undrandi. — Ha! sagði hún. Ertu ekki
aðalsmaður. —Mjer sýndist það á þessum dásamlega hjálmi, sem ,
þú ert með. En hvað eru þá að gera hjer í höllinni?
Áður en Mikki gæti svarað þessari nærgöngulu spurningu var
hringt bjöllu í næsta sal.
— Komdu með mjer, sagði María. Það var verið að hringja til
matar. Jeg er orðin glorhungruð.
María vísaði Mikka inn í geysistóran eikarklæddan sal, þar sem
voru mörg langborð hlaðin Ijúffenguin rjettum. Við háborðið sat
Stór-Karl konungur. Konungurinn tók vingjarnlega á móti Mikka
SAMHOMVSMWm \
ÍAVGAVEG 162 \
Dansleikur
í KVÖLB KL. 9.
Hljómsveit Magnúsar Randrup
Aðgöngiuniðar á kr. 20,00 seldir
í anddyri kússius
eftir kl. 8,30.
S. A. R.
foaHAleikur
í IÐNÓ í KVÖLD KL. 9.
Hljómsveitinni stjórnar Óskar Cortez,
Söngvari: Haukur Morthens.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. -— Sími 3191.
-^Ípðnyumi&ar ie ÍJir frá U. 5 / cLay
F. I. H.
FJELAG LÆKNANEMA:
Almennur dansleikur
f TJARNARKAFE í KVÖLD KL. 9.
Aðgöngumiðar seldir klukkan 5—6 og við
innganginn.
Fulltrúaráðs-
fundur
■ Fundur verður haldinn í Fulltrúaráífi Sjálfstæðisfjelag- ■
j anna í Reykjavík, sunudaginn 23. október í Sjálfstæðis- •
! húsinu og hefst kl. 2 e. h., stundvíslega.
i . S
I DAGSKRA:
»
■ 1. Kosnir fulltrúar á Landsfund Sjálfstæðis- ;
flokksins. S
■
I 2. Kosning 10 manna samkvæmt 3. gr. laga
' r r ■
Fulltrúaráðsins til endurskoðunar á umdæma- ;
; skipun og umdæmafulhrúum.
: Fulltrúaráðsmenn sýni skýrtekú við innganginn,
■ Mætið stundvíslega.
“
a
STJÓRN FULLTRÚARÁÐSINS
S
5