Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. des. 1951 i T 6 Landsanálafélagið Vörður I JOLATRESSKEMMTUN ■ 5 fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra í Sjálfstæðis- |: húsinu laugardaginn 29. þ. m. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í Sjálf- |; stæðishúsinu í dag og á morgun. s ;■ : Stjórn Varðar. Ahaífundur í Byggingarsamvinnufélagi starfsmanna S.V.R. verður haldinn að Þórsgötu 1 í kvöld kl. 8,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Við seljum ■ ■ ■ sælgætispoka i ■ ■ ■ fyrir jólatrésskemmtanir. ; ■ ■ ■ Lilju sælgæti j Höfðatúni 10 — Sími 6644 s i Iðnaðar- og verzlunarhúsnæði eða iðnaðarhúsnæði, óskast til leigu. Tilboð sendist Mbl. fyrir Gamlársdag, merkt: „570“. ■ ■■■ ■ ■■» ■■■■■■ ■ ■ ■■• PJI • ■JLIJLIIJLP • Citrónur fyrirliggjandi. \ JJ^ert ^JJriótjánóóon CJ CJo. L.). ■ ■ \ 4. hluthafafundur Í ■ ■ ■ ■ ■ ■ 5 : j verður fialdinn í kjaliara Þjóðlcikhússins í \ 'w ■ ■ ■ ■ ■ i dagkl. 3s.h. i J)óievizL encLtrtn luliuní Reykjafoss kom í gærmorgun. REYKJAFOSS, áttundi Fossinn^ sem nú er í eigu Eimskipafélags- ins, kom hingað til Reykjavíkur í fyrsta sinn í gærmorgun. Skip- ið var talsvert á eftir áætlun, ' bæði vegna veðurs og svo þess að vél skipsins var í ólagi. Brúarfoss fór til móts við Reykjafoss suður undir Reykja- nes. Var hér um öryggisráðstöfun að ræða, þar eð veðurstofan spáði miklu veðri ög hefði Reykjafoss þá ekki getað siglt móti því vegna vélbilunarinnar. Reykjafoss var allur fánum skreyttur er hann lagðist að bryggju og með mikið af vörum, en hann ber um 2300 tonn. Minningarorð um Elías Péíursson 20. SEPTEMBER s. 1. andaðist í Landakotsspítala Elís Pétursson, málari og trésmiður, Njálsgötu 5. Var hann búinn að liggja í sjúkra- húsinu í 7 ár og oft þungt hald- inn.' Með Elísi er genginn vinsæll maður og góður drengur, trygg- lyndur og hverjum manni trúrri við öll störf. Hann var árrisull áhugamaður og lét enga stund ónotaða til starfs meðan kraftar leyfðu. Vinnugleðin, sú hin mikla náðargjöf, var aðall hans og eink- unn í lífinu. í þeirri gleði fórnaði hann ástvinum sínum kröftum og öðrum af fúsum hug. Elís Pétursson var glaðlyndur tilfinningamaður og bar með sér hressandi tilþrif í orðum og at- höfn hvar sem var. Frændum sín- um reyndist hann æ hið bezta, og eiga þeir um hann góðar minning- ar, um rækt hans og tryggð alla tíð. Ég er einn þeirra. Elís vann lengst af ævinnar við húsasmíðar, og málun, byggði fjölda húsa í bæ og sveit og málaði enn fleiri. Hann var afkasta- mikill og góður iðnaðarmaður, enda glöggur á samræmi og unni því, sem fagurt er. Elís var fæddur 20. ágúst 1867 að Nýjabæ í Vogum, sonur hjón- anna Péturs Jónssonar og Guð- laugar Andrésdóttur, ljósmóður, er síðast bjuggu á Brekku undir Vogastapa. Elís var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingveldur Sveinsdóttir, missti hann hana eftir stutta sambúð frá 4 börnum ungum, en naut þá hjálpar og kærleika systra sinna, sem tóku börnin að sér og gengu þeim í móðurstað. Er nú einn sonur lif- andi þeirra barnanna, Stefán Elísson, bifreiðastjóri hjá Eim- skipafélagi íslands. Síðari kona Elísar er Ingibjörg Ólafsdóttir, sem nú dvelur á heimili þeirra á Njálsgötu 5, í sambýli við Guðmund, son þeirra hjóna, og konu hans. Annað barn þeirra Elísar og Ingibjargar er Guðrún, ekkja Adolfs heitins Bergssonar, lögfræðings. Hafa þau börnin reynzt foreldrum sínum í alla staði svo sem bezt má vera, og goldið þar með umhyggju alla þeirra vegna, sem ástríkum for- eldrum var jafnan ljúft að veita þeim. Með fyrri manni sínum eignað- ist Ingibjörg einn son, Björn Clafsson ráðherra. Hefir Björn jafnan verið sínurn hinn bezti vin- Framh. á bls. 7 Áslaug Pétursdóftir Maack Minningarorð; ÞAÐ HVERFUR nú óðum af sjónarsviðinu fólkið, sem fulltíða var orðið, er ég og mínir jafn- aldrar vorum að alazt upp. Einn af fulltrúum þeirrar kynslóðar var ágætiskonan Áslaug Kátrín Pétursdóttir Maack. Saga hennar er e. t. v. ekki mikið frábrugðin sögu margra annarra alþýðu- kvenna þessa lands. En undirrit- uðum er hún sérstaklega minnis- stæð sakir glæsileika hennar og góðmennsku á alla lund. Áslaug Maack, en svo var hún venjulega nefnd í daglegu tali, var fædd 27. janúar 191; að Stað í Grunna- vík í Norður-ísafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru séra Pétur M. Þorsteinsson, prestur þar, og kona hans^ frú Vigdís Einarsdóttir. Þegar Áslaug er um það bil tveggja ára missir hún föður sinn á þann sviplega hátt, að hann drukknar í lendingunni rétt við bæjardyrnar. Var hann að koma úr kaupstaðarferð frá ísafirði ásamt fleiri. Fóruzt þar 8 manns, einn komst lífs af. Eftir þetta sviplega fráfall föður hennar var hún tekin í fóstur af Sakaríasi Sakaríassyni, bónda í Stakkadal í Aðalvík, og konu hans, Helgu Friðriksdóttur, en hún var afasystir Áslaugar. Dvaldist hún þar til 10 ára ald- urs, er hún fluttist aftur til móð- ur sinnar og systkina að Faxa- stöðum í Grunnavík. Þegar Áslaug er 17 ára gömul, flyzt hún austur að Víðivöllum í Fljótsdal til föðursystur sinnar, Sigríðar _ Þorsteinsdóttur og Tryggva Ólafssonar, bónda þar. Árið 1913 fór Áslaug til Ameríku og dvaldi þar I nærri 4 ár. Stuttu eftir heimkomuna, eða 29. janúar 1917, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Þorsteini Pálssyni, kaupmanni. Voru þau eitt ár í Tungu í Fáskrúðsfirði, en flutt- ust síðan til Reyðarfjarðar. Þar bjuggu þau lengst af eða til árs- ins 1945, er __ þau fluttust til Reykjavíkur. Á Reyðarfirði ráku þau gisithús og verzlun, stund- uðu kvikfjárrækt og garðrækt. Eignuðust þau 6 börn og eru 4 þeirra á lífi, öll í Reykjavík. En þrátt fyrir stórt_og oft mann margt heimili, átti Áslaug mörg áhugamál á sviði líknar- og menningarmála. Um skeið störf- uðu á Reyðarfirði stúkur tvær, bæði fyrir fullorðna og börn. — Var hún ein af stofnendum beirra og starfaði lengi í þeim. í Kvenfélagi Reyðarfjarðar var hún frá stofnun þess. Kirkju- og kristindómsmál voru henni hjart- fólgin, og sýndi hún það m.a. með því, að hún starfaði alltaf í kirkjukórnum. Hún hafði þrótt- mikla og undurfagra sópranrödd, sem unun var á að hlýða. Mun ég ávallt minnast þeirra stunda, er ég átti sem barn í litlu kirkjunni heima á Reyðar- firði. Ég skildi þá ekki vel mikil- vægi boðskaparins um fagnaðar- erindið. En ég hreifst af orgel- leiknum og söng kórsins. — Við þessar minningar er nafn Ás- laugar Maack tengt órjúfandi böndum. Áslaug var óvenjulega hjálp- söm og úrræðagóð, ef vanda bar að höndum. Það þótti sjálfsagt að leita til hennar, ef slys vildi til í nágrenninu og ekki náðist til læknis. Var hún þá boðin og búin til að gera sitt bezta, enda naut hún trausts og virðingar ná- granna sinna í þessum efnum. Nú er þessi ágæta kona horfin af sjónarsviði hins jarðneska lífs, en minningarnar lifa í hugum þeirra, er voru svo lánsamir að kynnast henni. Hún var góð kona í orðsins beztu merkingu. Hún unni öllu því, sem göfugt var og til heilla horfði. Hennar áhrif voru alls- staðar til góðs. Slík kona er öll- um harmdauði. Vissulega verða nú daprari jól á heimili hennar og barnanna hennar en ella hefði orðið, því að það veit enginn nema sá, sem reynir, hvað það er að missa góða eiginkonu og ástríka móður. En mitt í raunum mannanna er þeim gefin von og trú, trúin á sigur lífsins yfir dauðanum •— trúin_ á boðskap jólanna. Þá trú átti Áslaug Maack í ríkum mæli. Ég mun ætíð minnast hennar, er fagur söngur hljómar um helgi dóm Guðs. Ég minnist hennar sem hjálpsömu og fórnfúsu ná- grannakonunnar, sem öllum vildi gott gera. Blessuð sé minning hennar. Guðm. Magnússon, RafveiSar fogara á íslandsmið BREZKT blað hefur skýrt frá því fyrir nokkru, að Þjóðverjar muni senda rafmagnsveiðatogara sinn á íslandsmið. Togarinn hef- ur hlotið nafnið R 96. Á skipinu verða þrír kunnir vísindamenn. Hér er um tilraunaveiðiför að ræða, en fram til þessa hafa raf- magnsveiðitilraunir farið fram í saltlausu vatni. Hafa tækin verið hin margbrotnustu og mjög dýr. Nú hefur rafmagnstækjaverk- smiðjunni Simens tekizt að smíða minni tæki að því er segir í frétta grein Northern DailyVTelegraph. Eru hin nýj.u veiðitæki ekki fyrir ferðarmeiri en ferðakista. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.