Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 14
r m MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. des. 1951 Framhaldssagan 31 Herbergið á annari hæð Skaldsaga eftir MILDRID DAVIS „Það hljóta að hafa verið geð- veikissjúklingar“, sagði hún og settist á legubekkinn. Hún tók upp sígarettuhylki, kveikti sér í sígarettu og lygndi aftur augun- um. „Hvernig væri að sýna mér almenna gestrisni?“ Erancis gretti sig, opnaði skúffu í borðinu, tók fram flösku og tvö glös. Hann hellti víninu í glösin og gekk með þau að legu- tiekknum og rétti Helen annað. Hún fitjaði upp á nefið. „Ég á ekkert annað“, sagði hann. „Annar sjúklinganna fær alltaf ofsalegan kláða þegar hún er komin upp í rúm og hún vill fá að vita, hvaða mat hún hefur ofnæmi fyrir. Hin var með nef- kvef og ég held að hún hafi vilj- að láta mig snýta sér“. Helen leit á hann og lyfti brún- um. „Talar þú móðurmálið?“ „Þú hlustar ekki á mig“, sagði hann og settist. „Ég er að tala um sjúklingana tvo, sem ég fékk í gær. Þessi með kláðann getur orðið góður viðskiftavinur. Ég get gert rannsóknir á henni til að vita, hvort hún hafi ofnæmi fyrir fjöðrum, andlitsdufti, sápu, grænmeti, ávöxtum, kjöti eða einhverju öðru. Það gæti tekið mörg ár. Og að lokum segi ég henni að hún hafi ofnæmi fyrir eiginmanninum og krefst góðrar borgunar fyrir vikið“. „Því ekki aðeins að segja henni að hún hafi ofnæmi fyrir sápu. Það gæti verið skemmtilegra. Maður getur lifað án eiginmanns í mörg ár, en að lifa án....“ „Þetta byrjar alltaf þegar hún ætlar að fara að hátta“, sagði Francis. „Það hlýtur að vera eig- inmaðurinn. Fyrir hverju eigum við að skála?“ „Konunni með kláðann. Það getur verið að það sé bara eigin- maðurinn". Hún saup á glasinu. Francis tók tókan sopa og setti glasið frá sér á_ gólfið. „Það gæti vel verið ryk. Ég verð að komast að því hvar hún á heima“. „Er hún lagleg eða stafar þessi áhugi einungis af starfinu?“ „Lagleg? Ertu frá þér. Hún er eins og Wallace Beery. Alice hlýtur að hafa heimilisfang henn- ar. Ég verð að vita hvort hún býr í ryksælu hverfi“. Hann ætlaði að rísa á fætur, en Helen lagði hendina létt á hand- legg hans. „Þú mátt ekki trufla þessa svokölluðu hjúkrunarkonu þína. Hún er á kafi í einni ástar- sögunni. Satt að segja kom dálítið fát á hana þegar ég kom inn“. „Það þarf ekki meira en dyrnar opnist þá hrekkur hún í kút“, sagði Francis. Hann settist og fékk sér aftur stóran sópa úr glasinu. „Hún sligast aldrei á fæt ur til að tilkynna mér ef einhver kemur. Einhvern tímann á for- setafrúin eftir að koma að mér þar sem ég er að blanda mér í glas eða hneppa upp um mig bux- urnar“. „Ég skil ekki í því, ef dæma má eftir þessum óspillta áhuga, sem þú ert að fá fyrir faginu. Auk þess máttu þakka fyrir, ef kona dyravarðarins kemur til þín“. „Vel á minnst“, sagði hann. „Ekki vænti ég að það ami neitt að þér. Þú þarft víst ekki á smá- uppskurði að halda eða....“ „Það kemst varla annað að hjá þér en starfið“. Hún yppti öxl- um, lét sígarettuna detta á gólf- teppið og steig ofan á hana með fætinum. Hún hélt á glasinu með annarri hendinni og lagfærði kragann á kjólnum með hinni. „Þetta er fallegur kjóll, sem þú ert í“, sagði Francis annars hugar. „Sumir mundu segja: þú ert falleg. Þú segir alltaf: þetta er fallegur kjóll, eða þetta er falleg- ur hattur“. „Ég er sú manntegund sem kvenfólk lætur sig dreyma um“, sagði Francis. „Ég tek eftir nýj- um fötum. Þú þarft annars ekki að treina þennan sopa, sem þú átt eftir í glasinu, eins og það sé von- laust um að þú fáir meira“. | Hún leit á glasið og saup á því. Svo varð stutt þögn. Francis strauk yfir vanga sér, krosslagði fætur, rétti úr þeim aftur og Ispennti greipar. „Ég vona að ég hafi ekki kom- ið á óhentugum tíma?“ sagði hún. Francis renndi fingrunum hugs , andi yfir hár sér. „Kannske er . það af einhverju, sem hún borðar I á kvöldin. Ég verð að komast að því hvort einhver réttur er end- urtekinn á hverju kvöldi“. | Hún stóð á fætur og gretti sig - framan í hann. j „Ha?“ Hann leit upp undrandi. * „Það er þarna“. Hann benti á dyr til vinstri við legubekkinn. I„Ó, í guðanna bænum....“ „Eða kannske er það sálrænt", sagði Francis hugsandi. | ,,Að fara fram á baðherbergið eða þetta tóma augnaráð þitt?“ | „Óafvitandi viðurstyggð á því að hátta hjá manninum sínum“. | „Fjandinn hirði þennan kven- mann“, sagði Helen gröm. „Sama væri mér þótt hún væri með þennan kláða sinn í sjö ár sam- fleytt“. Francis áttaði sig. „Seztu nið- ur. Þú gerir mig taugaóstyrkan þegar þú stendur svona fyrir framan mig“. Hann dró hana niður á legubekkinn og horfði í augu hennar. „Vel á minnst, hvað áttirðu við þarna á sunnudaginn þegar þú fórst út?“ Helen lyfti brúnum spyrjandi. * „Hvað áttu við?“ „Hættu þessu, þú veizt það vel. Þú sagðir: Bjargað í þetta sinn“. . „Nú, það“. Hún yppti öxlum kæurleysislega. „Nú, var þér ekki bjargað. Þú vildir í rauninni ekki giftast“. | „Þú átt við að ég hafi kannske hrint henni niður stigann til að losna við það?“ I„Já, kannske“. Francis kveikti sér í sígarettu og sagði letilega. „Við erum ekki öll fædd með hæfileika til að • myrða“. I „Og hvað áttu við með því?“ Hún kveikti sér í sígarettu og Iblés ákaft frá sér reyknum. „Ef maður vill myrða undir dá- leiðslu, þá getur maður það eins í raunveruleikanum“. „Hvers vegna viðurkennir þú það ekki? Þú vildir í rauninni ekki giftast Doru, eða hvað?“ „Hvers vegna bað ég hana þá að giftast mér?“ „Fólk var farið að búast við því. Auk þess er Corwith vell auðugur“. „Nei, þetta kemur úr hörðustu átt. En þér dettur ekki í hug að ég geti orðið ástfanginn, eða hvað?“ Hún stakk hendinni undir hand legg hans og lagði lófann ofan á handarbakið. „Geturðu það?“ Francis svaraði ekki strax. — Hann horfði á reykinn úr sígar- ettunni. Svo hló hann við. „Það veiztu vel að ég get. Ég hef verið ástfanginn meira en tuttugu sinn um“. „Eg hlýt þá að vera númer tuttugu og eitthvað“. Francis leit á úrið. „Ég verð víst að fara og reka út úr bið- stofunni. Ég get ekki tekið á móti fleirum. Það er kominn tími til að loka“. Helen hreyfði sig ekki. „Sittu kyrr. Þú græðir kannske á því að vinna eftirvinnu“. „Það er ekki gott fyrir hjúkr- unarkonur að vinna í eftirvinnu". „Lofaðu henni að ljúka við sög una. Hún veit ekki ennþá hvort Gloria á eftir að steypa sér fram af klettunum eða ganga í kirkju- félagið“. „Ég ætla að fara út með kunn- ingjum mínum í kvöld“. Hún teygði sig og tók sígar- ettuna úr munni hans og fleygði hans og sinni sígarettu á'gólfið og steig ofan á þær. Svo renndi hún hinni hendinni utan um háls inn á honum og þrýsti vörum sín- um að vörum hans. Önnur hendi hans lá á stólbríkinni; en hinni hélt hann kæruleysislega utan um hana. Þau heyrðu bæði þegar dvrnar opnuðust og hrukku við. Helen sá Doru yfir öxl Francis. Hún stóð á þröskuldinum og hélt um hurðarhúninn. 14. kafli. Seinna sama dag. Dora sneri sér við og lokaði á eftir sér. Svo leit hún aftur inn í skrifstofuna. Helen var að skoða mynd sína í litlum vasa- ARNALESBÓK 1322orazmélaðsins 1 Ævintýri IVSikka III. Veikgeðja risinn Eftir Andrew Gladwin — Nei. — Ertu sjóræningi eða stigamaður? — Hvernig kemur þér það til hugar? — Ertu örvhentur? — Nei, svaraði Mikki hissa. — Bryðurðu nokkurn tíma matinn þegar þú borðar? — Nei, aldrei nokkurn tíma, svaraði Mikki enn meira undrandi. — Blístrarðu nokkurn tíma? — Já, auðvitað geri ég það einstöku sinnum, svaraði Mikki. Gamli maðurinn hrissti hausinn vonsvikinn. Það er leiðinlegt, sagði hann. — Þér er betra að láta Ribbalda risa ekki komast að því. Hann getur ekki þolað ( íólk, sem blístrar. En fyrst þú ert hvorki njósnari né bryður matinn þegar þú borðar hann, þá er mér víst óhætt að sleppa þér í gegn. ^ I — Þakka þér kærlega fyrir. Ég skal reyna að blístra ekki. • En hver er þessi Ribbaldi risi? Ég hef aldrei heyrt hans getið. Þú hlýtur að koma langt að. Hann er drottnari yfir öllu þessu landi. Og hann býr í stóru höllinni þarna yfir frá,1 sem gnæfir við himin. ' — Nafnið á honum gefur til kynna, að hann sé ekkert ■<11* Hæð og rishæð í nýlegu sleinhúsi við Slárholt, fil sölu. ! Hæðin er 115 fermetrar. Fjögur herbergi, eldhús og bað. — I risi eru fjögur herbergi og salerni. — Geymsla í kjallara og hlutdeild í þvottahúsi og mið- stöð. Sameiginlegur inngangur og sameiginleg mið- stöð er fyrir hæðina og risið, NÝJA FASTEIGNASALAN Hafnarstræti 19. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30, e. h. 81546. Aðvörun til skattgreiðanda í Reykjavík. Skattgreiðendur í Reykjavík, sem enn hafa ekki lokið greiðslu skatta sinni í ár, eru hér með áminntir um að greiða þá að fullu fyrir áramót. Eftir áramótin hækka dráttarvextir úr %% á mánuði í 1% á því, sem þá verður ógreitt. Sérstök athygli er vakin á því, að eignarskattur, al- mennt tryggingarsjóðsgjald, slysatryggingagjöld, fast- eignaskattur og söluskattur eru frádráttarbær við tekjur næsta framtals, séu gjöld þessi greidd fyrir áramótin. Strax í byrjun janúar verður lögtökum haldið áfram fyrir öllum ógoldnum gjöldum án frekari fyrirvara, Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5. LOKAÐ VEGNA w Vaxtareikaiings þann 31. þessa mánaðar. Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis. Minningarspjöld fyrir Byggðasafn Borgarfjarðar, — Útsölustaðir: Akranes: Haraldur Böðvarsson & Co. Jón Arnason verzlunarstjóri. Kaupfélag Suður-Borgfirðinga. Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga. i ' Vl i Verzlunarfélag Borgarfjarðar. Rcykjavík: Aðalstræti 8 (Skóbúð Reykjavikur). r Bankastræti 12 (rakarastofan). Hafnarstræti 17 (Rammagerðin). Grettisgötu 28 (Þórarinn Magnússon). ! #' -J i. • ■■•nnrmio inyminun AUGLÝSING UM ÚTSVÖR Enn á ný er alvarlega skorað á útsvarsgjaldendux í Reykjavík, aðra en þá, sem greiða útsvör sín reglulega af kaupi, að gera full skil nú fyrir áramótin. Við niðurjöfnun útsvara á næsta ári, má telja víst, að tillit verði tekið til þess — til lækkunar — að gjald- andi hafi greitt útsvarsskuldir sínar. Laugardaginn 29. þ. mán. verður afgreiðslustofa bæj- argjaldkerans opin til kl. 6 e. h.s til móttöku bæj- argjalda. Borgarritarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.