Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 11
[ Föstudagur 28. des. 1951
MORGUNBLAÐ1Ð
111
Tímaritið
5?
Morgunn“
Frú Jónína M.
TÍMARIT um andleg mál 32. árg.
II. hefti, hefir borist í mínar
liendur. Séra Jón Auðuns dóm-
prófastur í Reykjavíkurprófásts-
dæmi er ritstjóri Morguns, og
forseti Sálarrannsóknarféíags ís-
Jands og hefir verið það frá and-
láti skáldsins Einars Hjöiieifsson-
ar Kvaran (1938).
Einkunnarorð ritsins em hin
isígildu orð Hannesar ráðherra
Hafstein ur ljóðmælum hans, sem
fTómas skáld Guðmundssoit hefir
fcúið undir prentun á 90 aldurs-
ári skáldsins, sem fæddist 4. nóv.
1861 (fl922):
Hugsjónir rætast, þá mun aftur
inorgna.
Ritstjórn Morguns hefir séra
3ón Auðuns Dómkirkjuprestur
fcaft á hendi frá árinu 1940, er
Béra Kristinn Daníelsson fyrrum
prestur og prófastur á Útskálum
Sét af ritstjórn, en hann verður
91 árs í febrúar næstkomandi og
iná með sanni segja að þar hafi
drengur góður lokið góðu og far-
gælu dagsverki, enda nýtur hann
góðrar ellihvildar.
Eins og fyrr kennir margra
ferasa í ritinu og munu flest líf-
grös hugdöprum mönnum, sem
Ikunna að örvænta um gengi mann-
kynsins eftir allt sem yfír oss hef-
sr dunið á þessum tímum hamfara
Ög umbrota.
Betur væri að dagrenning sæist
fnitt í sorta næturinnar, í líkingu
talað.
Efnisyfirlit 32. árgangs fylgir
aftast í ritinu, sem er eins og
jafnan áður, vel gert úr garði og
ekki þurfa lesendur að hafa fyrir
því að „Skara upp úr“ ritinu eða
^pota pappírshníf. Morgunn kem-
ur „fullgerður“ frá bókbíndaran-
pm.
Efnisyfirlit árgangsins 1951
þessara tveggja hefta, sem nú eru
komin út á árinu er þannig greint:
Úr ýmsum áttum, eftir ritstjór-
pnn.
Almennur bænadagur.
Til S.R.F.I., eftir séra Kristinn
Haníelsson.
Orðsending frá Sir Arthur
jConan Doyle.
Það er yfir oss vakað, eftir
Snæbjörn Jónsson skjalaþýðanda,
fyrrum bóksala.
Fögur sjón, Hallgrfmur Jónsson
fyrrum skólastjóri þýddi.
Bréf frá Guðmundi heitnum
Hannessyni prófessor í Iæknis-
fræði: 1 Svartaskóla.
Á fund, eftir Sn. J.
I Lög gegn göldrum.
Selma Lagerlöf og Spiritisminn.
Undursamleg hjálp, eftir Eyþór
Erlendsson.
Minningarspjöld S.R.F.f.
Er þorandi að trúa Spiritism-
knum? eftir J. Fridegaard.
Sálarrannsóknir í Þýskalandi,
ieftir Sn. J.
Hvað varðar vísindin um sál-
l'æna reynslu? Dr. J. B. Rhine.
Ljós og skuggar Spiritismans,
feftir Dr. C. A. WickJand.
Ófögur orð, eftir Vigfús Guð-
tnundsson.
Óvenjulegt atvik, eftir séra
Hrayton Thomas.
Reimleikinn í svefnherberginu,
ieftir Einar Friðriksson.
Frú Carrie M. Sanyer.
Tilviljun?, eftir M. Gordon
Morre.
Draumur. H. J. skrásetti.
Hvaðan? Hvert? Endurminn-
fngar frú Thil Jensen.
Karl tólfti birtist, V. v. Heid-
tenstam.
Draumur fyrir daglátum, eftir
Guðmund Stefánsson.
Það, sem enginn jarðneskur
tnaður vissi.
Bræðralagið, eftir Dr. C. A.
JWichland.
Bréf frá Guðmundi Hannessyni
prófessor (framhald).
John Wesley.
Vænti ég að lesendur virði það
feil betri vegar að ég rtta þetta.
Því það er gert til þess aS vekja
athygli á hinni andlegu hlið
Morguns en ekki í því skyni ein-
yörðungu að efla sölu ritsins. Oft
og einatt hefir það glatt hug minn
pð „blaða í gegnum“ árganga
Morguns frá byrjun. Ég átti rit-
ið allt en ákvað fyrir nokk'rum
árum að ánafna að bókasafni
Guðfræðideildar Háskóla Islands,
og lét ég verða af því og mig
iðrar þess ekki. Nemendur í guð-
fræðivísindum hafa einnig bless-
un af að kynnast Morgni og
hverjir ættu fremur að gera það
en vér, sem höfum hlotið heilaga
vígslu með yfirlagningu handa,
þótt vér hinsvegar berum fjár-
sjóð vorn í brothættu leirkeri eins
og postulinn'kemst að orði. Menn
deila um lífið og dauðann meðan
þeir eru ofar moldu á veginum.
Vér eldumst óðfluga. Ég lít nú
á úrið mitt og sé vísana færast
til hægt og hægt en markvíst.
Innan fárra ára birtist andláts-
fregnin ef til vill í þessu blaði
og jörðin tekur við líkamsleifun-
um. Sviðið er autt, hvort sem fáir
eða margir sakna og horfa á eftir
oss.
Hvað tekur við?
Enginn veit það með vissu. En
„Autt er sviðið og harðlæst hvert
hlið“, (Einar Benediktsson skáld).
Sálarrannsóknir nútímans reyna
að leysa gátu lífsins og dauðans.
Og Morgunn er „vakningarit".
Það er ekki æsingarit, en það vek-
ur oss alla til umhugsunar um
eilífðarmálin, og þá er vel farið.
Þökk fyrir ritið. R. B.
Árni og Berit
FÁTT er jafn þýðingarmikið og
það, að kunna að verja frístund-
um sínum á réttan hátt, og á það
við jafnt um unga sem gamla. —
Sumt fólk er þannig sett, að frí-
stundir verða fáar og hefur það
stundum vakið undrun mína, hve
það stendur oft lítt að baki þeim,
sem nægan tíma hafa til að sinna
sínum hugðarefnum. Getur manni
þá til hugar komið, að betur hefði
mátt með tímann fara. Ýmsir hafa
talsverðan tíma aflögu frá dag-
legum störfum og mörgum er það
alvarlegt áhyggjuefni, hvernig
þeim tíma er varið, einkum hjá
æskulýð þessa bæjar.
Ein bezta og þjóðlegasta tóm-
stundaiðja er lestur góðra bóka
og kemur þá til greina, að kunna
að skilja hismið frá kjarnanum.
Nú er gefið út mikið af bók-
um hér á landi, margar ágætar,
einkum margar gamlar bækur,
sem hafa verið endurprentaðar.
Stór hluti þessarar bókaútgáfu er
ætlaður börnum og unglingum og
af slíkum bókum selst mikið, eink-
um fyrir jólin. Mjög eru þessar
bækur misjafnar að gæðum, og vil
oft vera að lagleg umgerð sé um
lítið og ómerkilegt efni. Þó eru
þar á meðal margar prýðilegar
bækur, þýddar og frumsamdar,
sem börn lesa sér til ánægju og
sem eru jafnframt lærdómsríkar
og þroskandi. Á eina slíka bók
vildi ég minna. Hún heitir Árni
og- Berit, eftir Anton Mohr og
gefin út af Isafoldarprentsmiðju.
Bókin er þýdd af Stefáni Jónssyni
námsstjóra og eru það, út af fyrir
sig, beztu meðmæli með bókinni,
því að Stefán er þekktur skóla-
maður um land allt, og einhver
vinsælasti barnafræðari, sem í út-
varpið kemur. Las hann upp kafla
úr bókinni í fyrravetur í útvarp-
inu og þótti öllum það skemmtun
góð, jafnt ungum sem gömlum.
1 bókinni segir fyrst frá hinu
ægilega sjóslysi, þegar stórskipið
Titanic fórst árið 1912 og hvernig
tvö systkini björguðust á undra-
verðan hátt. Segir frá ævintýra-
legu ferðalagi þeirra yfir þvera
Afríku og er það mjög spennandi.
Inn í söguna er ofið geysimiklum
fróðleik um lönd og lýði og keni-
ur það á svo eðlilegan hátt, að það
tel ég mestan kost bókarinnar. —
Má segja að hún sé allt í senn,
ævintýraleg lífssaga, landafræði
og náttúrufræði. Hygg ég að eigi
finnist öllu hentugri jólagjöf
handa greindum unglingum en
þessi bók er og öllum þeim, er
hana lesa mun hún verða eftir-
minnileg og til ánægju.
Helga S. Þorgilsdóttir.
Dáin 4. ágúst 1951.
M I N N I N G
Hún fékk hjartans yl að arfi,
orku í sínu mikla starfi,
hyggjufestu og tök á taum,
Ekkert hik við aur og svaðið,
alþýðunnar tæpa vaðið
óð hún margan stríðan straum.
Henni fylgdu hugir góðir;
hún var níu barna móðir,
fögur í vexti og fríð á kinn.
Aldrei sást hún óvinnandi,
ef að höndum sótti vandi,
raulaði hún við rokkinn sinn.
Er hún missti mitt í vörnum
manninn sinn frá ungum börnum:
það var hjartans svöðu sár.
Þegar harðast þrengi að kjörum,
þótti hún fremur stutt í svörum.
Svo voru hulin sorgartár.
Bað þá guð um styrk að standa,
stöðug þennan mikla vanda,
og blessa litlu börnin sín.
Margar vökumyrkar nætur,
móður hjartað hlýja grætur,
unz árdagssólin aftur skín.
Tíðast ára upp var risið
eftir þetta mikla slysið,
til að afla búi björg.
Fátæk ekkja, fús að vinna
— faðir og móðir barna sinna —,
handtök bæði hröð og mörg.
Oft vann hún þá aðrir sváfu
inni verk í heima þágu,
skildi ein sitt æðsta kall.
Það bar við á þessum árum,
þegar augun fylltust tárum,
lág þá oft við lykkjufall.
Tæpast meiri tryggð og festu
tel ég eiga nú þá beztu,
hjarta hlýju og hreinni sál.
Aðeins kaus hún sannleik segja,
svona vildi hún lifa og deyja.
Það var hennar hjartans mál.
Mætti okkar hver ein kona,
kjarna sínum beita svona,
orku slíka og festu fá.
Þá mundi greiddur þungur vandi,
sem þrengir fast að voru landi,
sólaröldin sigri ná.
Bak við nætur hljóða húmið,
haut að síðustu hvílu rúmið.
Sofnaði þreytt, einn sætan blund.
Svo mun ljóssins liknar kraftur
til lífsins kalla hana aftur.
í dýrðarríki á drottins fund.
Hjálmar frá Hofi.
Brezkur sjómaður
deyr á leið í sjúkra-
hús
SEYÐISFIRÐI, 22. des. — I gær-
kvöldi kom brezkur togarinn Lord
Irwen frá Grimsby með dauðvona
skipsmann hingað. — Hann var
með lífsmarki er togarinn kom í
höfn hér, en á leið til sjúkra-
hússins gaf maðurinn upp önd-
ina. — Þ3ð var sprungið magasár
er dró manninn til dauða. Tog-
arinn var á Veiðum hór úti fyrir.
er hinum látna skipverja elnaði
sóttin. —B, ,1 ,
Endurskoðun fasteignamotsins
Seibir af sér mikSa skattáækkun
Mál, sem varðar allan almenning
EINS OG kunnugt er liggur nú
fyrir Alþingi frumvarp um end-
urskoðun fasteignamatsins. Segir
svo í greinargerð þess, að verð-
lagsþrcunin í landinu valdi því,
að „það er með öllu óhæfilegt
að færa ekki mat fasteigna í átt
við hið almenna verðlag ann-
arra eigna“og er sýnilegt af þessu
orðalagi að ætlast er til að mat-
ið hækki mjög mikið. Hins vegar
er það glöggt að hækkun mats-
ins leiðir einnig af sér stór-
felldar hækkanir á mörgum op-
inberum gjöldum, enda virðist sá
vera tilgangurinn með frum-
varpinu.
FASTEIGNAMATIÐ ER
GRUNDV ÖLLTJR
MARGRA GJALDA
Ef til vill gera ménn sér ekki
almennt ljóst hve fasteignamatið,
eins og það er á hverjum tíma,
hefur gífurleg áhrif á opinber
gjöld almennings. Mörg gjöld eru
miðuð við fasteignamat og eru
þessi hin helztu: Eignaskattur,
eignaútsvar, fasteignaskattur,
fasteignagjald, vatnsskattur og
lóðarleigugjald. Þessi gjöld
skipta flest almenning verulegu
máli og munu öll hækka mjög
verulega, ef fasteignamatið hækk
ar, eins og gert er ráð fyrir í
frumvarpinu.
Auk ofantaldra gjalda eru
nokkur gjöld miðuð við fasteigna
mat. sem skipta fólk úti um
byggðir talsverðu máli, svo sem
sýslusjóðsgjöld, sýsluvegasjóðs-
gjöld og framlag sveitarfélaga til
Tryggingarstofnunar ríkisins.
Auk þessa hefur fasteignamat-
ið ýmis áhrif á opinber gjöld og
má í því sambandi minna á, að
eigin húsaleiga til tekjuskatts og
útsvars er miðuð við tiltekinn
hundraðshluta af fasteigna-
matj.
Eru hér hvergi nærri upptalin
öll áhrif, sem fasteignamat hef-
ur á upphæð opinberra gjalda,
er, af því, sem hér er talið má
sjá, að þau eru mjög mikil.
ALMENNINGUR
BORGAR
„Tíminn“ gerir hækkun fast-
eignamatsins að umtalsefni ný-
lega og telur, að hún hafi enga
þýðingu gagnvart öðrum en þeim,
sem hafi „breið bök“. Þetta er
ekki rétt. Hækkun fasteignamats
ins, á þann hátt, sem gert er
ráð fyrir í frumvarpinu, mundi
þyngja álögin á miklum fjölda
manna, sem ekki getur talizt
hafa „breið bök“. í því sam-
bandi er rétt að minna á, að
langsamlega flestar fasteignir í
landinu eru í eign almennra
borgara, sem alls ekki teljast til
efnamanna, í þeim skilningi, sem
Tíminn á við. Sé það rétt, sem
Tíminn heldur fram og ekki skal
dregið í efa, að „veruleg tekju-
bót“ yrði fyrir það opinbera ef
matið yrði hækkað, þá verður
það fé fyrst og fremst tekið úr
eign almennings, en alls ekki
fárra efnamanna, eins og Tím-
inn gefur í skyn. Tíminn telur,
að það séu aðeins hinir „fáu og
ríku“, sem beri uppi gjöldin, sem
miðuð eru við fasteignamatið, en
þetta er svo rangt sem verða
má, eins og allir geta séð, sem
líta á upptalningu gjaldanna hér
að ofan. Hækkun fasteigna-
gjalds, fasteignaskatts, eignaút-
svars, eignaskatts og vatnsskatts
kemur hart niður á mjög mörgu
fólki, sem er efnalítið, þó það hafi
eignarhald á fasteign. Þegar hækk
un allra þessara gjalda yrði lögð
saman, sem leiddi af hækkun
matsins. mundi þar verða um að
ræða mjög tilfinnanlega gjald-
hækkur. fyrir margan efnalítinn
mann.
Hvað viðvíkur svo þessum
„fáu og riku stóreignamönnum",
sem Tíminn talar um, þá má
minna á, að nýlega var með stór-
eignaskattinum höggvið mjög
verulegt skarð í eignir þeirra
manna, sem í almennum skiln-
ingi geta talizt efnamenn og sýn-
ist ekki búmannlegt af þeim,
sem eiga að hafa forsjá opinberra
fjármála að ganga þar öllu nær
en orðið er.
ALLT SKATTAKERFIÐ
ÞARF AÐ ENDURSKOÐA
Framkoma frumvarpsins um
hækkun fasteignamatsins er enn
eitt dæmið um ringulreiðina í
skattamálunum. Þetta frv. minn-
ir á mjög áberandi hátt á þá
staðreynd, að það má ekki leng-
ur dragast að taka allt skatta-
kerfið. eins og það leggur sig, til
ýtarlegrar endurskoðunar og
breyta því í mjög verulegum at-
riðum,
En þangað til sú endurskoðun
hefur farið fram, er það mjög
vafasamt, svo ekki sé kveðið
sterkara að orði, hvort rétt er
að stofna til nýrra og stórfelldra
skattahækkana á almenningi,
eins og frv. um hækkun fast-
eignamatsins gerir ráð fyrir.
--------------------- J
Jólafundur Hús-
mæðrafélagsins
JÓLAFUNDUR Húsmæðrafé-
lagsins 17. desember var hátíðleg-
ur og fjölsóttur.
Salarkynhi félagsins í Borgar-
túni 7, voru jólaskreytt og fagur-
lega skreytt borð blöstu við með
uppljómuðu jólahúsi og hvers-
konar borðskrauti svo sem: Jóla-
tré úr eplum, sem voru um leið
kertastjakar með kertum í, sem
logaði á, en grænir tréteinar voru
stugnir í eplin, jólatré úr kökum
haglega útbúið og skreytt, jóla-
sveinn búinn til utan um ölflösku
úr rauðum crepepappír og bómull,
er sómdi sér vel, karfa úr mel-
ónuni með vínberjum og þess hátt-
ar, skál með logandi ljósum og
allavega smá körfur o. s. frv. —
Einnig var matborð dekkað með
öllum tilheyrandi borðbúnaði og
skreytingu.
Formaður félagsins, frú Jónína
Guðmundsdóttir, bauð gesti vel-
komna. Kvað þennan jólafund fé-
lagsins vera með líku sniði og í
fyrra, en hann hefði mælst mjög
vel fyrir. Kennari félagsins í mat-
reiðslu myndi ræða við okkur um
jólamatinn og gefa ýms holl ráð
og leiðbeiningar, einnig svara
fyrirspurnum.
Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir út-
skýrði síðan jólamatinn fyrir þi'já
jóladagana, bæði dýrari og ódýr-
ari mat, en félagið lét í té upp-
skriftir þeim að lútandi. Einnig
gaf hún leiðbeiningar með ábætis-
rétti og hvernig borðskreytingu
væri bezt fyrir komið á einfaldan
og smekklegan hátt. Er hún hafði
talað máli sínu, þakkaði formað-
ur henni góða tilsögn, fór því
næst nokkrum orðum um hið ytra
og innra gildi jólanna, sem þó
mesta þýðingu hefði og að góð-
vild væri til hvors' annars og gjaf-
•mildi til þeirra, er litils mættu
sín. Bauð svo öllum gleðilegra
jóla og guðsblessunar. Síðan voru
sungnir jólasálmar og söngvar með
undirleik frú Ingrid Markan.
Sest var að kaffidrykkju og
skoðuð betur skreytingarborðin, en
kennari félagsins svaraði ýmsum
fyrirspurnum og leiðbeindi í þess-
um efnum.
Þökkuðu fundarkonur ánægju-
legan fund. t