Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 28. des. 1951
V 8
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
Þekking og frelsi
!ÞAÐ hefur réttilega verið sagt
að þekkingin muni gera mennina
frjálsa. Hún hljóti að vera sá
grundvöllur, sem hið sanna og
raunverulega frelsi verði byggt á.
Það er ómaksins vert að athuga
lítillega, hvernig þjóðir heimsins
vinna í dag að því að treysta
þennan grundvöll. Við þá athug-
un verður það auðsætt að stuðn-
ingur þeirra við þekkingarleit
fólksins er mjög með misjöfn-
um hætti. Meðal vestrænna lýð-
ræðisþjóða er áherzla lögð á að
skapa sem víðtækust kynni og
þekkingu milli þeirra. Öll mennt-
un og uppeldi er við það miðuð
að gera hina uppvaxandi kynslóð
sem hæfasta til þess að verða
sjálfstæðir og víðsýnir einstak-
lingar. Lönd þessara þjóða eru
opin. Um þau geta allir ferðazt
til þess að kynnast högum þeirra,
atvinnuháttum, efnahag og menn
ingarlífi.
Þessu er allt öðru vísi farið
í þeim löndum heims, sem lúta
skipulagi kommúnismans. Þau
lönd eru svo að segja lokuð.
Sovét-Rússland hefur reist
„jámtjald" yfir þvert megin-
land Evrópu, allt frá Eystra-
salti til Adríahafs. Löndin að
baki þessu tjaldi og þær þjóð-
ir, sem byggja þau, eru slitin
úr tengslum við umheiminn.
Landamæri þeirra eru lokuð
öllum nema örfáum útvöldum.
Ailt er gert til þess að hindra
samskipti milli þeirra og þjóð-
anna fyrir vestan þau. Sjálft
Rússland er harðlæst.
Það er af þessu auðsætt að
kommúnistar líta á þekking-
una sem óvin skipulags síns.
Þeir viija hvorki að vestrænar
þjóðir, sem búa við annað
skipulag, kynnist stjórnarhátt-
um þeirra eða högum fólksins
austan járntjaldsins né að
fólkið þar eystra þekki vest-
ræna lifnaðarhætti eða menn-
ingu vestrænna þjóða.
Skipulag kommúnismans bygg-
ir þannig á vanþekkingu ein-
staklinganna á því, sem er að
gerast í heiminum. Hinar vest-
rænu þjóðir hlynna hins vegar
að þekkingarleit þeirra, viðleitn-
inni til þess að vita hið sanna og
rétta um rás viðburðanna og eðli
hlutanna.
Ef gengið er út frá því, að
þekkingin sé líklegust til þess að
gera mennina raunverúlega
frjálsa, verður auðsætt að það
skipulag, sem berst gegn henni og
torveldar útbreiðslu hennar með-
al hundruð milljóna manna,
hlýtur að sporna gegn frelsinu
sjálfu. Það afneitar þeirri leið,
sem líklegust er til að gera mann
inn óháðan og frjálsan, þekking-
arleitinni.
í þessu er í raun og veru öll
ógæfa nútímans fólgin. Af því
sprettur það óvissu- og hættu-
ástand í alþjóðamálum, sem nú
skapar ugg og kvíða meðal allra
þjóða.
Um það þarf ekki að efast, að
milljónir manna í löndunum
austan járntjaldsins þrá frið og
öryggi alveg eins heitt og þjóðir
hins vestræna lýðræðis. En fólk-
ið austur þar veit lítið um það,
sem gerist meðal nágranna þess
í vestri. Það hefur ekkert tæki-
færi til þess að kynnast því af
eigin sjón og raun. Því er bannað
að ferðast út fyrir landamæri
sín. Því er jafnvel fyrirboðið að
hlusta á erlent útvarp. Til þess
að framfylgja því banni hefur
sovétstjórnin komið upp þéttu
kerfi útvarpsstöðva, sem hafa
það hlutverk, að trufla allar út-
varpssendingar vestrænna út-
varpsstöðva. Fólkið í Rússlandi
má ekki heyra rödd hins frjálsa
heims á öldum ljósvakans. Einn-
ig þar hindrar járntjaldið leit
þess að þekkingunni. Vestrænar
þjóðir geta hins vegar hlustað á
útvarp frá Rússlandi. Engri vest-
rænni lýðræðisþjóð hefur komið
til hugar að banna einstakling-
um sínum að hlusta á rússneskar
útvarpsstöðvar, enda þótt mikill
hluti útvarpsefnis þeirra sé harð-
skeyttur áróður gegn skipulagi
hins vestræna heims. Fólkið má
hlusta á það, sem það vill, það
má velja og hafna að geðþótta
sínum.
Kjarni þessa máls er sá, að
fjandskapur sovétskipulagsins
gegn þekkingarleit fólksins, er
beint gegn þeim verðmætum,
sem öll barátta mannsandans
hefur í margar aldir reynt að
tryggja, sjálfu hinu andlega
og efnalega frelsi. Þess vegna
stefna kommúnistar að því að
stöðva framsókn mannkynsins
til aukins þroska og farsæld-
ar.
Af þessum ástæðum hlýtur
það að vera helg skylda hvers
manns, sem kýs frelsið frekar
en kúgun og þrældóm, að
styðja stefnu framþróunarinn-
ar en berjast gegn því skipu-
lagi, sem leiðir myrkur van-
þekkingarinnar yfir fólkið og
lönd þess.
Tíðindaliilir dagar.
UNDANFARNA hátíðisdaga hef-
ur verið fremur tíðindalítið í
heimsmálunum. Er það vel þegar
þess er gætt, að mikil tíðindi eru
oftar ill en góð. Um jólin var lýst
yfir sjálfstæði Libyu og verður
landið konungsríki. Ber jafnan að
fagna því er ný lönd bætast í
tölu sjálfstæðra ríkja. Tímar ný-
lenduveldisins eru að líða undir
lok. Arðrán og yfirdrottnan stór-
velda yfir frumstæðum smáþjóð-
um er að hverfa í hinum frjálsa
heimi.
Vopnahlésviðræðurnar í Pan-
munjom ganga enn hvorki nér
reka. í gær var útrunninn 30 daga
fresturinn, sem aðiljar höfðu orð-
ið sammála um í sambandi við
væntanlega vopnahléslínu og gert
var ráð fyrir að yrði miðuð við
þáverandi víglínu. Höfðu full-
trúar kommúnista því slakað
nokkuð til- frá þeirri kröfu sinni
að hún yrði miðuð við 38. breidd-
arbauginn. Hefur Ridgway hers-
höfðingi Sameinuðu þjóðanna nú
fengið umboð til að framlengja
þennan frest af þeirra hálfu.
í Egyptalandi hefur ólguna
gegn Bretum ekki lægt ennþá.
Virðist mega búast við vaxandi
óróa þaðan á næstunni. Auðsætt
er þó, að konungur Egypta vill
gjarnan sefa þegna sína og draga
úr offorsi þeirra gegn samningn-
um við Breta.
Hér heima hafa jóladagarnir
liðið í kyrrð og spekt. Bruninn í
Málmey sætir hér helzt tíðind-
um. Hann var hörmulegt óhapp,
sem full ástæða er til að reynt
verði að bæta því fólki, sem fyrir
því varð. Slysfarir hafa einnig
orðið nokkrar á sjó og landi. En
yfirleitt hafa þessir hátíðisdagar
skapað þjóðinni hvíld og kyrrð
£rá önn dagsins.
Níu fnilSfénir „hætfulegra bóka" verða
seftar i pappírsmyllurnar í A-Þýzkalam
STJÓRN kommúnista í Austur-
Þýzkalandi hefir nú sagt bókum
landsins stríð á hendur. Hún ætl-
ar að vinza úr bókasöfnum og
skjalasöfnum rúmlega níu millj.
bóka, sem á að tortíma. Yfir tíu
þúsundir bókasafna til almenn-
ingsnota verða fyrir barðinu á
kommúnistunum. Þessi hat-
ramma herferð stendur fyrir dyr-
um, henni á að vera lokið 15.
marz n.k.
VERK RUSSELS OG
SINCLAIRS BRENND
Til er hópur manna, sem kall-
ast menntamálanefnd miðstjórn-
ar hins sósíaliska einingarflokks,
kommúnistaflokksins. Það er hún
sem segir fyrir um stefnuna og
ræður, hvaða bókum skuli tor-
tímt og hvaða höfundar bannaðir.
Herferðin beinist að öllum
skemmtibókmenntum og auk
þess verða tekin rit um iðju og
vísindi, einkum þjóðfélags-
fræði, líka verk um hljómlist
og listasögu auk allra bóka
eftir ýmsa „óæskilega, erlenda
höfunda.“ Þeirra á meðal eru
Bertrand Russel og Upton
Sinclair.
Verk Nóbelsverðlaunahöfund-
arins Bertrand Russels verða
bönnuð í Austur-Þýzkalandi.
Jafnframt fer fram ný, gagn-
ger rannsókn á háskólabókasöfn-
um og skjalasöfnum í Austur-
Þýzkalandi í því skyni að skilja
úr allar bókmenntir, sem ekki
falla í kennisetningar kommún-
ista. Öllum þessum „hættulegu“
bókum á að safna saman í hverri
sýslu landsins og borg og senda
í pappírsmyllurnar.
NÝJAR BÆKUR f ANDA
STJÓRNARINNAR
Þá verður rúmlega 7500 bóka-
söfnum, sem lána út og eru í
einstaklingseigu, breytt í „alþýðu
eign“. Slík bókasöfn verða líka
Verk eftir Berlrand Russeli, og
fjpton Sincðair með öliu böranuð
stofnuð við allar ríkisstofnanir og
á ríkisbúunum., Nýjar bækur
verða héðan í frá ekki gefnar út,
ef efni þeirra er ekki í samræmi
við stefnu stjórnarinnar, efna-
hagslega, andlega eða stjórnmála-
lega.
ÞÁ VAR RITSKOÐUNIN
EANTALEG
Þegar bókabrennurnar stóðu í
Berlín fyrir hálfum mannsaldri
og Göbels fór í ræðum sínum
háðulegum orðum um lélegan
skáldskap fortíðarinnar, sem ver-
ið væri að brenna,,þá vorU komm
únistar hneykslaðir og ætluðu af
göflunum að ganga vegna þess-
arar fantalegu ritskoðunar.
Sú ritskoðun var fantaleg. Hún
hafði á-sér miðaldaþef.. Hún var
viðvörun til allra þeirra, sem ekki
höfðu enn skilið niðurlægingu
hins nýja Þýzkalands, um hve
villimennskan gæti komizt á hátt
stig þar.
IIUGSANIR ERU
HÆTTULEGAR
Það verður ekki með sanni
sagt, að stefna kommúnismans
og nazismans sé eins. En sama
er hatrið á andlegu frelsi,
hatrið á bókum og blöðum,
sem eru ekki þý valdhafanna,
er sama. — Traðkið á hugsun-
eru hættulegar. Bækur, sem
eru ekki í anda þess, sem vald
hafarnir kenna, eru Hanvænar.
um annarra, því að hugsanir
Skólabækurnar í Austur-
Þýzkalandi hafa verið endur-
samdar, einkum sögubækurnar.
Mannkynssagan er einræðisstefn
unum hættuleg. Fólk gæti farið
að hugsa og bera saman menn og
atburði. Þess vegna verður að
endursemja kennslubækur í sögu.
Ef einhver af stórriddurum
kommúnismans fellur í ónáð, þá
verður að endurskoða söguna á
Framh. á bls. 12.
Velvakandi skriíar:
ÚR DAGLEGA LEFINU
Aldan reis
ALDAN, sem hófst fyrir um
mánuði og bar æ hærra eftir
því sem nær dró jólum, hefir nú
risið til fulls og skyndilega
hnigið.
Þysinn er horfinn af götunum,
og nú flýta menn sér ekki framar
utan þeir, sem aldrei mega vera
að neinu. Auglýsingarnar eru
hljóðnaðar og í mörgum búðum
er ekki kveikt ljós, meðan verk-
ljóst er, sem hefði þótt goðgá fyr-
ir fimm dögum. Og eftirvænting-
er liðin hjá, gott ef hún er ekki
gleymd.
Of fáar snjókerlingar.
SUMS staðar sjást þess merki,
að jólasnjórinn hafi rumskað
við listamannseðlinu og sköpun-
arþránni í brjóstum yngstu þegn-
1
Upton Sinclair og verk hans
fara þar sömu leið eins og fjöl-
margir erlendir rithöfundar aðr-
ir, sem kommúnistar telja „ekki
æsldlega rithöfunda.“
anna. Snjókerlingarnar eru
| skemmtileg kvennti, gæddar lífs-
anda, sem börnin hafa blásið
þeim í nasir. Ef til vill hefir ekk-
ert verið krökkunum eins hollt
af öllu því, sem þau lögðu fyrir
sig um jólin og að búa til snjó-
kerlingar. Því miður eru þær allt
of fáar.
Leikföngin höfðu sál.
LEIKFÖNGIN eru góð, en íburð
ur þeirra er of mikill. Þau eru
fullkomin, svo að ■ krakkarnir
þurfa þar engu við að bæta, enda
verða þau fljótt leið á þeim. Á
tímum ærkjálkans og hrútshorsn-
ins gegndi öðru máli, þá var
krökkum ekki íþyngt með leik-
föngum, sem þrengdu að hug-
myndaflugi þeírra, sköpunarget-
an fékk svigrúm, sem þeim var
lífsnauðsyn. Leggurinn var gædd
ur lífi hestsins, hornið hafði alla
eiginleika sauðkindarinnar o. s.
frv.
Tveir flokkar
dægradvalar.
ALLA tíma hefir mátt skipta
leikjum barna og fullorðinna
í tvo meginflokka. Annars vegar
er sú dægradvöl, þar sem þátt-
takandinn leggur ekkert frá sjálf
um sér, heldur er hlutlaus áhorf-
andi að kalla. Þetta gildir til að
mynda um kvikmyndir, lélegar
bækur o. fl. Hins vegar eru þeir
leikir eða viðfangsefni, þar sem
þeir, er njóta, eru jafnframt skap
arar, virkir þátttakendur. Af því
sauðahúsi eru tómstundaiðkanir
manna og ótal leikir barna, eins
og að búa til snjókerlingar.
Um mismuninn á hollustu þess
ara tveggja flokka er óþarft að
íjölyrða.
Bílstjóri sendir
mér þetta bréf.
VELVAKANDI minn. — Mig
furðar satt að segja á, hve
lítið var gert til að greiða fyrír
umferðinni í bænum í mestu jóla-
ösinni.
Innarlega á Laugaveginum
hófst þvagan, svo að bílar kom-
ust ekki einu sinni lestaganginn,
þegar verst lét. Einkum þótti mér
þetta brenna við á aðfangadag.
Færð var þá ill, snjór og flug-
hálka á götunum.
Menn óku um Laugaveginn,
margir áreiðanlega í grandaleysi,
og komust þar í mestu úlfakreppu
því að ekkert gekk. Og þessi
þvaga náði alveg vestur á Vest-
urgötu, varð ég var við.
Strætisvagnarnir héldu ekki
áætlun, og bílstjórar flestir bölv-
andi seinaganginum.
Ég efni hér heit mitt.
NÚ ER mér spurn: Gat lögregl-
an ekki tekið í taumana og
létt á umferðinni um Laugaveg
til að mynda inni á Barónsstíg?
Ég held, að engum hefði orðið það
til stórbaga, þó að annar hver bíll
eða svo hefði verið látinn fara
einhverja aðra leið.
Þó að enginn viti, hvar við döns
um næstu jól, þá langar mig til,
að þessu komirðu á framfæri fyr-
ir mig. Ég hét því eiginlega á að-
fangadaginn, að gera mitt til að
koma í veg fyrir, að slíkt umferð-
aröngþveiti skapaðist framar, ef
ég slyppi úr þvögunni með vagn
minn óskaddaðan. Og það tókst.
Bílstjóri.“ _j