Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 9
[ Föstudagur 28. des. 1951
MORGUNBLAÐIÐ
v'JBsmwmm&' fjncW7**" g "j
VIB VORUM HRÆDDUST UM AÐ DÖRNIN OKKAR FA-
KLÆDD MYNDU FÁ LUNGNADÖLGUIF JÁRHUSHLÖDUNNI
SNEMMA á Þorláksmessumorg-
un tókst Siglfirðingum úr slysa-
varnadeildinni á Siglufirði að
koma fólkinu í Málmey til hjálp-
ar. Voru öll börnin, ásamt kon-
um Málmeyjabænda, svo og ann-
ar þeirra, Erlendur Erlendsson,
flutt til lands. Eftir urðu í eyj-
unni hinn bóndinn, Þormóður
Guðlaugsson og vinnumaður, sem
Jakob heitir. Frá því á Þorláks-
messu hefur ekki tekízt að lenda
við Málmey, svo sem ráðgert
hafði verið. — Hingað til Reykja-
víkur kom Erelndur Erlendsson
með konu sína og 6 börn. — A
Hofsósi dvelur kona Þormóðs
með börn sín hjá foreldrum sín-
um. Yngsta barn hennar er 8
mánaða.
FÓR MEÐ KOFA MEB SÉR
í gærmorgun lagði Erlendur
Erlendsson af stað héðan úr bæn-
um, áleiðis til Hofsós með einum
af bílum vitamálastjórnarinnar,
en Erlendur er jafnframt vita-
vörður í Málmey. Á bílnum var
fluttur skúr í flekum sem fluttur
verður út í eyju. í honum verður
höfð veturseta í Málmey. Ýmsan
annan útbúnað hafði Erlendur
meðferðis, svo sem nýja sendi-
stöð, matarílát, potta o. fl.
Á annan í jólum átti Mbl. tal
við Eriend.
— Það er ekki að sjá, að börn-
unum hafi orðið meint af, en'
þess vorum við mjög kvíðandi, [
sagði Erlendur. Er eldurinn kom
upp voru þau flest mjög fáklædd
og þar sem litlu tókst að bjarga
er verða mætti þeím til skjóls,
óttuðumst við að þau kynnu að
fá lungnabólgu.
ÞEGAR ELDURINN KOM UPP
Þegar eldsins varð vart, vor-
um við öll niðri, sagði Erlendur.
Ég var, ásamt Jakobi, að mála,
en Þormóður var í herbergi inn
af eldhúsinu, en £ því var tal-
stöðin. Hann hafði verið í sam-
bandi við Siglufjarðarradíó
nokkrum mínútum fyrr, en kl.
10 mín. gengin í sjö. — Var Þor-
móður að hlusta eftir bátum og
hafði því ekki slökkt á stöðinni.
Ef svo hefði verið, hefði ekki
unnizt tími til að kalla eftir
hjálp. — Húsið orðið alelda áður
en tækin hefðu hitnað nægilega
til að hægt væri að nota þau.
Eldurinn kom upp í kjallara
hússins, en þar var rafvélin. —
Reykinn lagði upp í eldhusið með
hlera í gólfinu, en þar voru kon-
ur okkar.
Ég brá þegar við og ætlaði
niður í kjallarann en varð að
snúa við. — Ég kallaði upp:
Grípið börnin. — í sömu and-
ránni var ég kominn upp og fram
í ytri gang hússins með þrjú
börn. Konurnar og Þormóður
voru þar og um leið og við hlup-
um út úr brennandi húsinu, grip-
um við yfirhafnir. Náði ég t. d.
í stakk og hettuúlpu. — Þormóð-
ur hljóp inn aftur og upp á loft
og náði í þrjár sængur. Allt gerð-
ist þetta á fáeinum augnablik-
[EÐ BÖRNIN FÁKLÆDD
T í FJÁRHÚSHLÖBU
Þar eð flest yngri barnanna
>ru fáklædd og í hópraim reifa-
irn, en úti sunnan storrnur, var
ir farið strax með börnin beint
ður í fjárhúshlöðuna, sem er
n 300 m. leið frá bsenum. —
geil, rúmlega. mannliæðar
iúpri og um 3 m. á hvern veg-
in, var búið um börnín í snatri.
fir geilina settum við tjaldræf-
. Það kom sér vel þegar byrj-
5i að snjóa um nóttina og snjó-
úk smaug undir þakskeggið.
Heim höfðum við sent Jakob
L þess að bjarga kúnum úr fjós-
iu sem var áfast við húsi®. Hon-
■n gekk það erfiðlega. Fór
ormóður honum þá til hjálpar.
ýrnar vildu snúa ínn aftur er
ær höfðu rekið höfuðíð út um
ft við annan Nálmeyj
llsiiin vbSI Eiefja kúskap þar á ný
Erlendur Erlendsson, bóndi og vitavörður í Málmey, kona hans
og sex börn þeirra. — Myndin var tekin á heimili bróður Erlendar.
— Hér er fjölskyldan öll komin í föt er bæjarbúar færðu henni.
— (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
fjósdyrnar, en vindurinn stóð
upp á þær. — Kýrnar ásamt
tarfi voru rekin niður í fjárhús.
Þar höfðum við um 150 ær. Lét-
um við allmargar út, svo við
kæmúm kúnum þar inn.
NÓTTIN
Um nóttina varð okkur ekki
svefnsamt fullorðna fólkinu. —
Við Þormóður fórum úr öllu því
er við máttum missa, til þess að
geta skýlt konum okkar og börn-
unum. Konurnar höfðu verið við
eldhússtörfin, eins og ég sagði áð-
an, t.d. var kona Þormóðs sokka-
laus og í inniskóm. Börnin sofn-
uðu, eri ekki vært og þau eldri
skulfu í svefninum. Handa
minstu börriunum mjólkuðum við
beint á pelann úr kúnum. Um
nóttina ræddum við um horfurn-
ar á björgun. Fyrst ekki varð
komizt út til okkar strax um
kvöldið, en þá var lítill sjór við
Málmey, þar eð suðlæg átt var,
töldum við sennilegt að það
myndi geta dregizt í nokkra daga
að komizt yrði út í eyna. Okkur
fannst sennilegt að flugvél yrði
send með klæðnað. Um kl tvö
um nóttina gekk vindur til norð-
austan áttar og tók þá að snjóa
og gerði brátt brim. — Við það
minnkaði björgunarvonin mjög.
— Alla nóttina fórum við Þor-
móður til skiptis þangað sem
„Aífall“ heitir á eyjunni en þar
er gengið upp á hana. — Milli
þess vorum við eiginlega á stöð-
ugum hlaupum í f járhúshlöðunni.
til að halda á okkur hita.
ÆTLUÐU AÐ ELDA
í KOLUNUM
Þar sem húsið hafði staðið, var
aðeins rjúkandi rúst, en í kola-
forðanum til vetrarins, sem var
í kjallara hússins,, logaði glatt.
Við höfðum ákveðið að strax á
laugadagsmorgun, er björgunin
barst, skyldi sækja kjöt sem
grafið var í snjóskafl og mat
búa yfir kolaglóðunum í húsa
rústunum. Með því mætti fá
heitt soð handa börnunum.
Ég veit ekki gjörla hvað kl.
var, er Þormóður fór út og
drógst þá á langinn að hannkæmi
aftur, sennilega milli kl. 6.30 og
7 árdegis. Höfðum við í fjárhús-
hlöðunni orð á því, að sennilega
myndi Þormóður hafa orðið var
við skipaferðir. Þetta var rétt.
Hinir áræðnu og dugmiklu Sigl-
firðingar, sem fóru úr fötum sín-
um fyrir okkur, voru komnir
með föt og hlýan ferðaútbúnað.
Þeir höfðu klifrað upp i eyjuna
á mannbroddum, eftir kaðlinum,
sem liggur eftir Affallinu.
SIGLFIRÐINGARNIR SEGJA
FRÁ BJÖRGUNINNI
Um aðkomuna í Málmey og
björgun fólksins, átti Guðjón
Jónsson, fréttaritari Mbl. á Siglu-
firði, tal við slysavarnadeildina
þar og fer frásögn hans hér á
eftir.
— Björgunarsveit Siglufjarðar
var beðin aðstoðar og brá hún
þegar við og fékk vélskipið
Skjöld, skipstjóri Jón Jóhanns-
son frá Sauðanesi, til að fara og
fóru 6 menn úr björgunarsveit-
inni undir stjórn Sveins Ás-
mundssonar, þegar af stað, en
vegna veðurs urðu þeir að snúa
aftur. Vindur var af vestri, 6—8
vindstig og blindhríð. Var svo
beðið í bátnum.
Allt hugsanlegt var haft með,
sem að gagni gæti komið hinu
bágstadda fólki, nema læknir. Kl.
6 var svo lent við eyna. Vind
hafði þá lægt og var austlæg-
ur. Var nú beðið með að lenda,
því stórbrim var og sæta varð
lagi. Þegar upp á eyna kom,
var þar ömurleg sjón að líta.
Allt brunnið, sem brunnið gat, að
eins glóð eftir í kolabing vetr-
arforða bændanna. Eitt fjárhús,
stóð niður á túninu. Þar hafðist
fólkið og búpeningur við. í
eynni voru 15 manns, þar af
10 börn, það yngsta átta mán-
aða. Engin matvæli, ekkert hit-
unartæki, að undanskildum göml
um olíuofni, sem einhverra hluta
vegna hafði verið utanhúss og
kom hann í góðar þarfir. Sjö af
börnunum voru klæðlaus, aðeins
í skyrtum, en eitthvað hafði bjarg
azt af sængum og var það börn-
unum til lífs.
SELFLUTT í BÁT
Var nú hafizt handa um björg-
unina og 4 börn, þau elztu, flutt
í sængum og fötum björgunar-
manna, því sjálfir voru þeir á
skyrtunum, en færðu fólkið í sín
eigin föt. Voru svo börnin bor-
in niður einstigið og látin í bát-
inn og hann studdur á þurru,
þar til lagið var tekið. Þannig
var farið með fólkið í fjórum
ferðum og sængur og föt flutt í
land aftur, til að klæða það
næsta í, en börnin háttuð í koj-
urnar í bátnum. Tveir menn voru
eftir í eynni, til að hirða skepn-
urnar og færði Skjöldur þeim
vistir og annað í bakaleiðinni.
Tveir menn, kunnugir lendingu
þar við eyna voru hafðir með,
síðustu ábúendur þar, þeir Gísli
og Jóhann Sigurðssynir, og eru
þeir mjög kunnugir öllum stað-
háttum þar. Fór svo báturinn
með allt fólkið til Hofsóss og
voru móttökur þar allar hinar
ákjósanlegustu.
Sýndi Sveinn Ásmundsson og
björgunarsveitin enn einu sinni
sérstakan dugnað og hugpi'ýði við
þessa björgun, sagði Guðjón Jóns
son, fréttaritari Mbl. á Siglufirði
að lokum.
Við þetta er aðeins því að bæta,
að bátinn hálfíyllti tvisvar áður
en komizt varð um borð með
Erlend, en vel gekk að selflytja
börnin og konurriar.
ÞAKKLÁT FYRIR
HJÁLPSEMINA
— Á Ilofsósi voru allir boðnir
og búnir að hjálpa okliur er við
komum þangað, sagði Erlendur,
eins og reyndar aðrir. Vil ég
biðja Mbl. að færa öllum þeim
þakkir okkar er hjálpað hafa okk
ur með fata- og peningagjöf-
um. — Því þyrftum við að fata
okkur öll upp aftur, væri bruna-
tryggingin á innanstokksmunun-
um að mestu eydd. Þessa miklu
hjálpsemi Reykvíkinga og ann-
ara þökkum við af heilum hug.
VILL BÚA ÞAR ÁFRAM
Þeir Þormóður og Erlendur
hafa síðan þeir hófu búskap í
Málmey unnið öllum stundum
við að lagfæra íbúðarhúsið, sem
brann og útihúsin hafa þeir byggt
upp. — Við höfum ekki rætt það
enn, hvað við gerum, sagði Er-
lendur. Sjálfur vil ég hefja bú-
skap þar á ný. Það eru miklir
möguleikar til stórbús í Málm-
ey. Beitiland er þar bæði mikið
og gott. Talið er að hafa megi
þar á þriðja hundrað fjár og um
20 stórgripi.
Nú þegar ég fer út í Málmey,
mun Þormóður fara í land. Þann
ig munum við skiptast á í vetur
um að halda búinu gangandi, þar
til séð verður hvort við munum
halda áfram að búa í eynni eða
ekki, sagði Erlendur.
MEIRA GAMAN I MÁLMEY
Hér í Reykjavík hefur hann
dvalið hjá bræðrum sínum, Ein-
ari og Leifi. Verður kona hana
hjá Leifi, en börnunum komið
fyrir eftir því sem hægt er. —
Lítill sonur Erlendar sagði við
tíðindamann Mbl., að hann hefði
haft ánægjulega daga hér í bæn-
um um jólin. — En ég vildi nú
heldur vera út í Málmey, sagði
hann. Mér þykir svo gaman að
leika við dýrin. — Ég á eina
rollu, sem Golsa heitir.
I\!etasvæðið viö Vestmamiaeyjar
NÚ fer að líða að því að þorsk-
vertíðin fyrir Suðvesturlandinu
fari að byrja. Komum við þá að
vandamáli sem verður að leysast
fyrir þann tíma. Á ég þar við
netasvæði Vestmannaeyinga. Neta
svæði það á heimastöðvunum við
Eyjar, er auglýst hafði venð til
útgerðarmanna erlendis og hér-
lendis, var ekki notað á einustu
vertíð, nema örlítið seinast á ver-
tíðinni. Aftur á móti notuðu bát-
arnir svæði útaf Þjórsá, allt vest-
ur á móts við Eyrarbakka, er var
að stærð ca. 130 ferkílómetrar.
Kringum 10. apríl fóru bátar að
tínast út á Selvogsbanka og leggja
net sín þar, og er þá komið að
vandamálinu er ég gat um í upp-
hafi. Bæði íslenzkir og erlendir
togarar fiska á Selvogsbanka á
vertíðinni eins og vitað er. Neta-
bátarnir eru orðnir það stórir að
þeir geta auðveldlega sótt vestur
á banka, og sé gott fiskirí þar,
er engin furða að þeir vilji nota
sér það. En togaramönnum finnst
að vonum, að bátarnir séu að út-
rýma þeim af þeirra beztu fiski-
miðum, sem þeir hafa notað árum
saman. Allir vita að þorskanet og
togvörpur geta ekki samrýmst á
sama svæði. Ég tel að réttast væri
að togaraskipstjórar og Útvegs-
mannafél. Vestmannaeyja reyndu
að koma sér saman um að af-
marka svæði fyrir netin, svo ekki
þyrfti að koma til endurtekinna
árekstra, og þyrfti að vinda bráð-
an bug að því að það yrði gert.
Gæzlu netasvæðisins er hagað
þannig, að eitt skip gætir þess og
hefur að jafnaði úti 2—3 bojur
með ljósum. Nú er það ljóst mál,
að mjög erfitt er fyrir eitt skip
að hafa yfirsýn yfir svæði sem
nær yfir, við skulum segja 130—•
150 ferkílómetra, ef ágangur tog-
ara er mikill. Auk þess kom það
fyrir á s. I. vertíð að bátarnir
lögðu net sín á 3 svæðum sam-
tímis. Ég hefi oft bent Vestmanna-
eyingum á það, að ef hver bátur
hefði a. m. k. 1—2 ljósbojur á
netum sínum, mundi veiðarfæra-
tap þeirra verða mun minna en
áður, og jafnvel alveg hverfa. Ég
skrifaði um þetta í blað Eyja-
manna á vertíðinni 1938, en ár-
angur hefur aldrei íengist.
Nokkrar luktir eru eldci það
dýrar, að ekki borgi sig að nota
þessa aðferð til þess að komast
hjá hinu gífurlega netatjóni sem
Vestmannaeyingar verða fyrir ár-
lega. Ég vil taka sem dæmi: 50
bátar leggja net sín nokkuð reglu-
lega á svæði sem er 130 ferkíló-
metrai', hver bátur hefur 4 tross-
ur og setur ljósbojur á 2 þeirra.
Það verða þá 100 ljósbojur á svæð-
inu. Ég fullyrði að togarar era
ekkert ginkeyptir fyrir að fara
með vörpur sínar inn í þessa
þvögu, því netin loka vörpunni og
geta þeir jafnvel mist hana alveg.
Að sjálfsögðu afmarkar svo gæzlu
skipið netasvæðið og sendir út til-
kynningar um það til togaranna á
ensku og íslenzku, en það var gert
á seinustu vertíð og reyndist vel.
Vestmannaeyingar góðir, ég
vona að þið verðið vel við ósk
minni um Ijósbojurnar, enda kem-
ur það ykkur sjálfum til góðs, og
ég vil einnig vona að þið komist
að samkomulagi við togaraskip-
stjórana um Selvogsbankann.
Þórariwn Björnsson,
skipherra. .
AðaKundur Sjáíf- i
stæðisfélagsins í
í Kefiavík !
NÝLOKIÐ ER aðalfundi í Sjálf-
stæðisfélagi Keflavíkur. í stjórn
voru kosnir eftirtaldir menn:
Formaður Karvel Ögmundsson
og varaformaður Ingimundur
Jónsson, kaupmaður. Aðrir með-
stjórnendur eru Þórarinn Eyj-
ólfsson, Karl Eyjólfsson, Björn
G. Snæbjörnsson, Eyjólfur Guð-
jónsson og Sigurður Guðmunds-
son, Þórukoti. Varamenn í átjórn
eru Guðjón Hjörleifsson, múrarí
og Helgi S. Jónsson.
í fulltrúaráð voru kosnir þeir
Alfreð Gíslason, bæjarfógeti,
Guðmundur Guðmundsson, Þor-
grímur Eyjólfsson, Guðjón Hjör-
leifsson og Helgi S .Jónsson og
varamenn í fulltrúaráð Friðrik
Þorsteinsson, Eyjólfur Bjarnason,
Hreggviður Bergmann og Stefám
Sigurfinnsson. Á fundinum voru
rædd ýmis félagsmál og var með-
al annars kosin nefnd til að und-
irbúa og annast fjáröflun fyrir
sjóð félagsins, þá var einnig kos-
in nefnd til að undirbúa árshá-
tíðina, sem er ákveðin hinn 6.
jan. n. k.
Önnur félög Sjálfstæðismanna
í Keflavík hafa einnig kosið
nefndir í sama tilgangi.
‘ Mikill einhugur ríkti á fund-
inum og eru Sjálfstæðismenn
staðráðnir í því að láta sinn
hlut hvergi, enda eykst flokknum
fylgi allra hugsandi manna, þó
ýmsar óvinsælar ráðstafanir hafi
þurft að gera í tíð stjórnarsam-
, vinnunnar við Framsóknarflokk-
inn, en næstu kosningar munu
| færa flokknum hreinan meiri-
i hluta, ef vel er unnið að hinum
pólitísku málum.
Hsj.