Morgunblaðið - 28.12.1951, Blaðsíða 16
Veðurúíiif í dag:
A gola eða kaldi. Skýjað
með köflum.
Hraknifigar
Málmeyjarfólksins. — (Sjá
viðtal á bls. 9).
Rafmagnsnoktun á Aðfangadag
minni nú en þrjú síðustu ár
Reynl verður a5 komast hjá skömmlun á Gamlársdag
EKKI kom til þess á Aðfangadag jóla að grípa þyrfti til rafmagns-
skömmtunar. Rafmagnsnotkunin fór aldrei yfir 23 þús. kilowött
en þegar notkunin nemur 30 þús. kilowöttum er náuðsynlegt að
grípa til skömmtunar. Var rafmagnsnotkunir> á tímabilinu frá
kl. 16—18 á Aðfangadag nú minni en á sama tíma 3 undanfarin ár.
BÁRU GÓÐAN ÁRANGUR
Ingólfur Ágústsson verkfræð-
ingur hjá Rafveitunni skýrði blað
inu frá þessu í gærkvöldi. Kvað
hann reykvískar húsmæður hafa
sýnt þann bezta þegnskap sem
hægt væri að vonast eftir, og að
árangurinn að tilmælum Rafveit-
unnar til húsmæðranna hefði orð
ið betri en björtustu vonir stóðu
til.
BETUR MÁ EF DUGA SKAL
En eftir er enn að yfirstíga
einn þröskuldinn — Gamlárs-
dag. Er það von Rafmagnsveit
unnar að húsmæður fari að til-
mælum og ráðleggingum henn
ar, svo ekki þurfi að grípa til
rafmagnsskömmtunar á tíma-
bilinu frá kl. 16—18. Með hlið-
sjón af þeim góða árangri sem
ráðleggingarnar báru á að-
fangadag, hefur ekki verið aug
lýst skömmtun, sagði Ingólfur
að lokum.
Eplum úlhlutað
S. L. SUNNUDAG úthlutaði
Vetrarhjálpin eplum til þeirra, er
stuðning hennar hafa hlotið að
þessu sinni. Ekki vitjaði þó nema
röskur helmingur þeirra, sem epl-
in eiga að fá, sinna skammta. —
Hefur því verið ákveðið að út-
hlutun fari fram í skrifstofu
Vetrarhjálparinnar Hótel Heklu,
í dag frá klukkan 10—:5 og á
morgun frá kiukkan 10—3. Verða
þetta síðustu úthlutunardagar.
Almenningur kom
Hálmeyjarfcændum
lil hjálpar
Á ÞORLÁKSMESSU tókst slysa-
varnadeildinni á Siglufirði að
koma hinu nauðstadda fólki í
Málmey til hjálpar. — Voru þá j
flutt til lands börnin öll, hið
elzta 9 ára, en hið ýngsta átta
mánaða, konur Málmeyjarbænd-1
anna, Þormóðs Guðlaugssonar og !
Erlendar Erlendssonar, svo og
Erlendur sjálfur, Fólkið hafði
allt sloppið ómeitt, en klæðlítið.
í eynni eru nú Þormóður og
vinnumaður Málmeyjarbænd-
anna, Jakob að nafni.
Erlendur kom hingað til
Reykjavíkur með fjölskyldu sína
með flugvél. Nokkru síðar beitti
Slysavarnafélagið sér fyrir því að
efnt var til fatasöfnunar. Kom þá
enn einu sinni í ljós hin mikia
hjólpfýsi almennings. Svo mikið
safnaðist af nýjum og lítt notuð-
um fatnaði til fólksins, að meira
varð en það gat notað og þurfti
á að halda. — Einnig bárust
Málmeyjarbændum peningagjaf
ir á Þorláksmessukvöld, alls 7085
krónur.
Slysavarnafélagið hefur beðið
Mbl. að færa öllum þeim sem
sýndu þessu fólki samúð og stuðn
ing þakkir sínar. — Rétt er sð
geta þess, að Grímseyingar sendu
í símaávísun rúmlega 1200 krón-
nr, sem sameiginlegt framlag
eyjarskeggja til Málmeyjarbænd-
anna. Á bls. 9 er sagt nokkru
nánar frá brunanum og högum
fólksins aðfaranótt Þorláksmessu,
er það lét fyrirberast í fjárhús-
lalöðu.
«--------------------------
Askur og Bjarni
riddari í stórviðri
úi af Hvarfí
TOGARINN Askur frá Rvík
og Bjarni riddari frá Hafn-
arfirði komu um jólin af
Grænlandsmiðum, án þess að
hafa kastað vörpn þar. —
Urðu togararnir báðir að
snúa þaðan aftur vegna stöð-
ugra stórviðra. Var veðrið
svo óskaplcgt, að í tvo og
hálfan sólarhring sá ekki
fram fyrir hvalbakinn á skip
unum. Ofært var fram á
skipið, svo skipverjar urðu
að vera þar, sem þeir voru
komnir, er veðrið skall á. —
Höfðu þá bæði skipin leitað
alldjúpt út af Hvarfi á Græn
landi. VVð Hvarf mun vera
cin mesta röst í heimi, að
sögn kunnugra og sjólagið
eftir því í sllíkum veðrum. —
Radsjá beggja togaranna
bilaði og því ekki unnt að
sjá til ferða ísreks eða jaka.
Bjarni riddari fékk brotsjó
á hvalbakinn og urðu þar
nokkrar skemmdir.
Kari .Tónsson skipstjóri á
Ask, lét þau orð falla á Pat-
reksfirði á jóladagsmorgun,
er hann kom þangað inn, að
þetta veður væri með því
allra versta, sem hann hefði
verið á sjó í, alla sína sjó-
mannstíð. Bjarni riddari kom
til Hafnarfjarðar á aðfanga-
dag. Var unnið að viðgerð-
inni á hvalbaknum um há-
tíðarnar, en nú er togarinn
kominn á veiðar. __ ____
Hæiisni og svín
brenna á Seitjam-
arnesi
ÁJÓLADAG_ kviknaði í hænsna-
og svínabúi ísaks Vilhjálmssonar
að Bjargi á Seltjarnarnesi. Vegna
þess hve hvasst var, magnaðist
eldurinn mjög skjótt, og brunnu
húsin tíl grunna.
Af 100 svínum tókst að bjarga
40, en hænsnin, sem munu hafa
verið um 300, brunnu. — íbúðar-
hús stendur ekki allfjarri bruna-
staðnum, en það sakaði ekki.
Eining um
Evrópuherinn
PARÍS, 27. des. — Fyrsti fundur
sexveldaráðstefnunnar í París
um Evrópuherinn var haldinn í
dag og stóð í rúmar 4 klukku-
stundir.
Samkomulag varð um það at-
riði hvernig hagað skuli yfir-
stjórn hersins. — Reuter-NTB
íbúar Ástralíu
SAMKVÆMT síðasta manntali í
Ástralíu eru íbúar landsins nú
8,431,000 og hefur því fjölgað á
árinu um 248,000 manns. 1
Á jóladagsnótt tók Ijósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon, þessa mynd hér í Reykjavíkurhöfn*
af Fossunum þrem skrautlýstum. Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að höfn til þess að sjá þessa
sjaldséðu og fögru jólalýsingu á skipunum. j
Ákveðið hvaða skíðamenn keppa
í Vetrar-Olympíuleikunum í Oslo
ÁKVEÐIÐ HEFUR nú verið hvaða skíðamenn keppi af íslands
hálfu á Vetrar Ólympíuleikunum 1952 í Ósló. í skíðagöngu verð-
ur keppt í 17 krh. og 50 km. og 4x10 km. boðgöngu. Þessir
göngumenn hafa verið valdir:
Háseli á Júlí
UM jólin vildi það sviplega slys
til á togaranum Júlí frá Hafnar-
firði, að einn hásetanna, Marteinn
Jónsson tók út og drukknaði
hann.
Júlí var á heimleið er þetla
gerðist, um 70 mílur út áf Garð-
skaga. Var Marteinn að vinnu við
að hnýta net á þilfari, ásamt
nokkrum mönnum öðrum. Kom
skyndilega hnútur á skipið, en
við það kom mikill halli á það og
féll Marteinn þá fyrir borð. Ekki
tókst að ná honum.
Marteinn hefur verið háseti á
togara í allt að fjögur ár, en þetta
var fyrsta ferð hans á Júlí. Hann
var sonur' Jóns Sveinssonar
bryggjuvarðar í Hafnarfirði, og
hélt hann til hjá föður sínum og
móður, en hjá þeim dvelst sonur
hans tveggja ára gamall. Mar-
teinn var aðeins 21 árs.
Ebenezer Þórarinsson, írþótta-
fél. „Ármanni", Skutulsfirði.
Gunnar Pétursson, íþróttafél. „Ár
manni“, Skutulsf.. ívar Stefáns-
son, Ungmennafél. „Mývetning-
ur“. Jón Kristjánsson, Umf. Mý-
vetningur. Matthías Kristjáns-
son, Umf. Mývetningur. Oddur
Pétursson, íþróttafél. „Ármann“,
Skutulsfirði.
Verður nánar skýrt frá því
síðar, í hvaða göngukeppni hver
þessara manna keppir.
í skíðastökki keppir einn ís-
lendingur, Ari Guðmundsson,
Skíðafél. Siglufjarðar.
í syigi, bruni og stórsvigi keppa
þessir menn:
Haukur Ó. Sigurðsson, Knatt-
spyrnufél. „Hörður“, ísafirði,
Magnús Brynjólfsson, Knatt-
spyrnufél. Akureyrar. Stefán
Kristjánsson, Glímufél. Ármann,
Rvík, Ásgeir Eyjólfsson, Glímu-
fél. Árm., Rvík.
Hjón slórslasasl
í bifreiðarslysi
LAUST eftir miðnætti á jólanótt
vildi það sviplega slys til á Suð-
urlandsbraut á móts við Tungu,
að bifreið var ekið aftan á öldruð
hjón er voru á gangi vestur Suð-
urlandsbraut. Voru þetta hjónin
Magnús Guðmundsson og Guðrún
Sigurðardóttir til heimilis að
Meðalholti 8. Höfðu þau á að-
fangadagskvöld dvalið hjá syni
sínum er býr að Sigtúni 39 en
voru á heimleið er slysið vildi ti],
Hafði hann fylgt þeim áleiðis en
var nýskilinn við þau.
Þau hjónin gengu á vinstri
vegarbrún og uggðu ekki að sér.
Bifreiðastjórinn sem ók á þau
kveður orsök slyssins þá, að hann
hafi blindast af Ijósum annarar
bifreiðar er var á austurleið. Hef-
ur sú bifreið fundist og var Ijósa-
útbúnaði hennar áfátt.
Þau hjónin voru flutt í sjúkra
hús. Hafði Magnús hlotið oplð
brot á vinstra fæti en talið er að
Guðrún hafi hryggbrotnað.
Fólbrolnaðl undir
strælisvagni
AÐ kvöldi annars dags jóla varð
maður að nafni Árni Jónsson til
heimilis að Barmahlíð, 42, fyrir
strætisvagni á Miklubraut. Árni
mun hafa verið ölvaður og hljóp
á bílinn og lenti undir vagnhjól-
inu. Hlaut hann opið fótbrot.
Aðafundur Sjáif-
„Skjaldar"
STYKKISHOLMI, 21. des.: —
Mánudaginn 17. þ. m. var aðal-
fundur Sjálfstæðisfél. Skjaldar í
Stykkishólmi haldinn í samkomu
húsinu þar og var kosin stjórn
fyrir félagið.
Formaður var kosinn Sigurður
Magnússon, hreppstjóri. Með-
stjórnendur: Árni Helgason, Jón
Brynjólfsson, Zakarías Hjartar-
son, Inga Kr. Bjartmars, Sigurð-
ur Hallgrímsson og Björgvin
Þorsteinsson.
Endurskoðendur voru kosnir:
W. Th. Möller og Kristján Bjart-
mars. — Fr.
I Káfíðablær
yfir Reykjavík !
IHÉR í Reykjavík var hið fegursta
jólaveður. — Á aðfangadagskvöld
gekk á með éljum fyrri partinn,
en létti síðari til. Var frost lítið.
Svipað veður var á jóladag og
annan í jólum. i
Sannkallaður hátíðablær var
yfir bænum á aðfangadagskvöld.
Um allan bæ gat að líta í húsa-
görðum, marglituð ljós, húsin
uppljómuð og niður við höfra
settu svip sinn á umhverfið, tvö
stærstu skip flotans, Tröllafoss og
Gullfoss, sem voru öll upplýst
stafna á milli, svo og Brúarfoss.
Háskólinn var allur upplýstur
sterkum kastljósum. Við messur
allar voru kirkjur fullskipaðar.
Umferð var mikil um göturn-
ar og voru það einkum einkabíl-
ar, en talsverður akstur var hjá
bílastöðvunum, sem höfðu nú i
fyrsta skipti opið á aðfangadags-
kvöld. |
Ýms slys urðu á mönnum í um-
ferðarslysum i bænum, en frá þvl
er sagt á n?fr,lrn stað í blaðinu.
,Hvalur II' dreginn úf
í GÆRDAG um fimmleytið náð-
ist hvalfangarinn „Hvalur 11“ út,
en hann rak, sem kunnugt er á
land í Hvalfirði fyrir nokkru. Það
var togarinn Röðull, sem dró hval-
fangarann út, en beðið hafði verið
eftir stórstraumsflæði.
Ekki er að svo stöddu hægt að
segja um hvert skemmdir hafa
oi-ðið miklar á skipinu, en það lek-
ur eitthvað í olíutönkunum. „Hval-
ur 11“ sigldi sjálfur hingað til
Eeykjavíkur og fer í slipp í dag.