Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1952, Blaðsíða 12
Veðurúllif í dag: N'orðaustan stinningskaldi. Víða léttskýjað. Lundúsiabréf Sjá bls. 7. Skipshöfn „Bláfells” hafði nær gefið upp alla von Skipið hreppfi fárviðri þrisvar á ieið- inni hingað lil lands og slorma þess á milli Frá fréttaritara vorum. PATREKSFIRÐI, 21. jan.: — Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær, kom vélskipið Bláfell hingað til Patreksfjarðar kl. 5—6 á sunnu- dagsmorgun eftir mikla og langa hrakninga í hafi á leið sinni frá Gautaborg til Norðfjarðar, en skipið var lestað kolum frá Gdynia. BREPPTU VONT VEÐTJR — Við fórum frá Gautaborg 7. jánúar- ög ætluðum okkur fimm daga til Norðfjarðar, sagði skipstjórinn á Bláfelli, er ég átti tal við hann. En brátt hrepptum við hið veráta veður í hafi, sér- Staklega norður af Orkneyjúm. - SÁU LAND — VÉLIN BILAR Á sjöunda degi, 14. janúar,* töldum við okkur sjá land og á- litum það Eystra-Horn við Lóns- vík. Þá gerði aftur fárviðri af suð-vestri og í því veðri bilaði í vél skipsins, sömuleiðis dýptar-! mælir, miðunarstöð og hitakerfí skipsins. VISSU EKKI HVAR ÞEIR VORU Strax var reynt að gera við j vélina og tókst það fyrst ! eftir 36 klukkustundir. All- an þann tíma rákum við : stjórnlaust og án minnstu liugmyndar um, hvar við vor- um. — Þegar vélin svo komst 1 í lag, tókum við stefnu til lands að ég héit, en straum- ur og vindur hafa ráðið öðru. } VÍRAR URÐU SEM l TRJÁBOLIR Mikil ísing tók nú að setj- * ast á skipið, Ioflnet slitnaði, vírar urðu sem trjábolir og tveggja feta klakalag var á þilfari, og mjög illt að athafna sig þar. Lúkarinn hafði hálf- fylltr þanrúg að skipshöfnin varð að hafast við aftur-’í. •Ógerningur Vár og að ná sam- 1 bandi við land. KULDINN OG VATNSLEYSIÐ VERST Þó vél skipsins væri nú aftur Lomin í sæmilegt lag, varð hún aldreí eins og áður og bilaði allt- af öðru hvoru. Verstur var.-þó kuldinn, eftir að hitakerfið bil-' að', ásamt vatnsleysinu. Vatn var þrotið fyrir sex dögum, er við kotnum hingað, sagði skipstjpr-;. inn. Undanfarha daga höfðum við aðeins til neyzlu vatns- ekammtinn úr -björgunarbátn- Vm. . .. SKIPSHÖFNIN HAFÐI NÆR GEFIÐ UPP ALLA VON Bláfell hreppti þrisvar fár- ! viðri í þessari söguríku ferð og storma þess á milli. Skips7 höfnin hafði nær gefið upp alla von, þegar Bláfell af hreinni tilviljun hitti togar- ann Júní frá Hafnarfirði, sem • var á veiðum út undir Hala. j Stefndi sænska skipið þá í norðvestur. — Skipstjórinn j sagðist vart hafa trúað því, í að skip hans væri út af Vest- f jörðum. Taldi hann það helzt einhversstaðar fyrir austán lapd. — Þegar Júní-menn sáu | skipið var það sem eitt klaka- hröngl. GÓÐAR MÓTTÖKUR Skípverjar á Bláfelli (níu tals- ins, allir sænskir), fengu hinar beztu móttökur hér. Voru þeir fluttir í sjúkrahús Patreksfjarðar til aðhlynningar, en þeir voru crðnir allþjakaðir. Hafa þeir nú allflestir náð sér eftir volkið. Skipið er hér til viðgerðar og lagfæringar. Mun það fara héðan á morgun. SKIPSTJÓRINN ÞAKKAR Skipstjórinn bað blaðið um að skila innilegasta þakklæti til skipstjóra og skipshafnarinnar á Júní fyrir aðstoðina og einnig færa fram beztu þakkir fyrir rausnarlegar móttökur og góðan beina á Patreksfirði. ______________Gunnar. Lík skipverja al Grindvíkingi hefur rekið LlK þeirra félaga, er fórust með vélbátnum Grindvíkingi í föstu- dagsveðrinu, hefur nú öll rekið. Nafn eins skipverjans var rang- hermt í sunnudagsblaðinu. Var það Valgeir, sem sagður var Jóns- son, en er Valgeirsson. Hann var frá Norðurfirði í Árneshreppi á gtröndum. Hann var 36 ára og einhleypur. Eldborg í ferðum fyrir Laxfoss FYRST um sinn mun vélskipið Eldborg frá Borgarnesi, skipstjóri Gunnar Ólafsson, annast ferðir þær er Laxfoss hélt uppi milli Borgarness, Akraness og Reykja víkur. Verða ferðirnar með sama fyrirkomulagi og áður, og auk þess sem Eldborg mun ann- ast venjulega póst- og vöruflutn inga, mun skipið Og flytja far- þega. __________________ Siaur í háspennu- línunni brann ÞAÐ á ekki af háspennulínunni til Vífilsstaða og Kópavogsbyggð ar að ganga. í gær kviknaði í staur og var línan þá straumlaus. í nótt lauk þeirri viðgerð. I fárviðrum þeim er geisað hafa í þessum mánuði, hafa jafnan orð ið umfangsmiklar bilanir í lín- unni. Hafa bráðabirgðaviðgerðir verið látnar nægja unz veður leyfði fullnaðarviðgerð. En slíkir dagar hafa varla komið sem vitað er. Hefur því línan haldið áfram að verða fyrir meiri og minni bilunum í veðrunum undanfarið. í gær þegar viðgerðarmenn voru að störfum í Silfurtúni, kom upp eldur í einum staur háspennu línunnar, á milli Vífilsstaða og Fífuhvamms. Staurinn brann all- mikið. Slíkar íkviknanir eru mjög fátíðar, en fullvíst þykir að víratengingar við staurinn hafið látið sig í einhverju stórviðrinu. Rafmagnsveitan mun á næst- unni, strax og veður leyfir, láta endurbæta bæði Vífilsstaða og Hafnarfjarðarlínuna. Má því búast við að straumlaust verði í fáeinar klukkustundir í tvo til þrjá daga meðan á verkinu stend- ur. STRAIMDIÐ ión Karl Sigurðsson sigrar sænska ölympiyfara í svigð ÁKVEÐIÐ HEFIR verið, að ísfirðingurinn Jón Karl Sigurðsson taki þátt í Holmenkollenmótinu í Noregi, sem hefst í byrjun næsta mánaðar. Keppir hann þar í svigi, stórsvigi og bruni. Jón Karl hefir í nokkur ár verið í fremstu röð íslenzkra svigmanna. Ekki er enn afráðið hvort fleiri íslendingar taki þátt í mótinu. Jón Karl hefur frá því á s. I.1 vori dvalizt í bænum Aare í Sví- þjóð hjá skíðakennaranum Hans Hanson, sem hér var við kennslu á vegum Skíðasambands Islands. í vetur hefur hann notið ágætrar tilsagnar Hansons og auk þess fengið tækifæri til að keppa við beztu skíðamenn Svía. ur í æfingakeppninni varð Jon Frederiksson á 84.4 sek (42.2 og 42.2), 2. Jón Karl Sig- urðsson á 86.4 (43.0 og 43.4), 3. S. Isberg á 87.0 sek (42.0 og 45.0), A. Hallberg fór ferð- ina á 45.0 sek en í síðari ferð keyrði hann út úr brautinni. GLÆSILEG FRAMMISTAÐA Á Nýársdag fór fram svig- keppni í Are og voru þátttakend- ur 15. Fyrstur varð Jon Frede- riksson á 37.0 sek. Hann er tal- inn einn af þremur beztu svig- mönnum Svía. Hann er nú ný- kominn frá Austurríki, en þar hafa Olympiufarar Svía æft und- ir leikana. Hann varð 3. í bruni á Holmenkollenmótinu 1950. — Annar í keppninni á Nýársdag varð Karl A. Engman á 39.8 sek. Hann varð Svíþjóðarmeistari í svigi 1950 og er einn af væntan- legum Olympíuförum þeirra. Þriðji varð Jón Karl Sigurðsson á 40.2 sek. og fjórði Ingvar Lar- son á 40.9 sek. Hann var einn af Holmenkollenförum Svía í fyrra. í keppni þessari voru farnar tvær ferðir og betri ferðin talin. Úrslit í æfingakeppni sænsku Olympíufaranna 16. jan. s. I., en þar náði Jón Karl cinnig ágætum árangri. Fyrst- Slýrisvéim í Reyfcja- fossi bilar tvívegis VEGNA bilanna hefur för Reykja foss til hafna úti á landi tafizt, síðan fyrir helgi, að skipið varð að snúa við, er það var komið suður að Gayðskaga. Það eru þfálátar bilanir í stýris vél, sem hér er um að ræða. Á sunnudaginn var Reykjafoss dreg inn af ytri höfninni að bryggju. Var þá strax farið að athuga stýr- isvélina. Var svo ákveðið að skip- ið færi af stað í gærmorgun snemma. Er það kom út á ytri höfnina kom enn í ljós, að eitt- hvað var í ólagi í stýrisvélinni og var þá snúið við. Var í gær unnið að því að lagfæra bilunina og reynt að finna hverjar orsakir lægju til þessara bilanna í vél- inni. SVONA er nú komið fyrir Laxfossi, þar sem hann er strandaður á Kjalarnesi. Er önnur myndin tekin úr landi, af Gísla Jónssyni forstjóra Arnarholtshælisins. — Mynd- ina úr loftinu, sem sýnir strandstaðinn og umhverfi hans, tók Ijósmyndari MÍ>1. í gærdag. — Óvíst er hvort hægt verði að bjarga Laxfossi. Eru horfurnar taldar síður en svo góðar. Kristján Gíslason, vélsmiður, sem nú fyrir skemmstu náði vélskipinu Eldborg á flot, fór í gær til að kanna aðstæður. Hann varð- ist allra frétta er blaðið átti tal við hann í gærkvöldi. Það er allt undir veðri komið. Við minnstu hreyfingu getur skip- ið runnið af klettinum sent það stendur á, og horfið í djúpið, en við klettinn er 15 faðma dýpi. Eitt er víst, sagði Kristján Gislason, að björgua skipslns er erfitt verk. “ —— i Mjög góð sala hjá í Agli Skalfagríimsyni TOGARINN Egill Skallagríms- son seldi i Bretlandi í gær, 2648 kit, fyrir 14,594 pund. eða til jafnaðar fyrir 5,51 sterlings pund kitið, sem er með allra hæsta fiskverði, er fengizt liefir. Hann seidi í Grimby. Hann var með taísvert af ýsu. Skipstjóri á Aglí er Kolbeinn Sigurðsson, sem kunnugt er. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.