Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 2
MORGÚNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. febrúar 1952 Varðarfundurinn Framh. af Ms. 1 I skipastól og möguleika tíl að hagnýta aflann mætti tetja i samsvarandi afla og fékkst 1944 rneðalveiði nú. Síðan hefði aldrei komið veiði, sem i jafnast gæti á við afla þeirrar vertíðar. FARIÐ Á MIS VIÐ HAGNAÐINN Ef svipað aflamagn hefði f komið á land af NorðurJands- j ; síld árin 1946—1951 mætti reikna með að útflutningstekj ur íslendinga hefðu á þessu tímabili orðið um 885 millj. kr. meiri en þær hafa reynzt 1 þessi ár. Ef ennfremur hefði verið sæmilegur síldarafli í Ilval- j firði eða svipaður og árin j 1947 og 1948, mætti bæta við j í 2—300 miHj. kr. auknu út- flutningsverðmæti fram yfir það, sem varð. Ef við heíðum þannig verið I meðalheppnir á þessu íímabili og getað hagnýtt okkur hin auknu afköst síldariðnaðarins, sem svo mikið fé hefði verið fest í, þá væri varlega áætlaö að útflutningsverðmætið hefði orðið um 1000 millj. kr. meira en það varö. Hversu gífurlegur þessi hagn- aðarmissír væri sæist bezt á því að heildarútflutningur þjóðar- innar árin 1946—1951 hefði að- eins orðið 2400 millj. kr. að verð- *næti. Til þessara staðreynda verður að taka tillit þegar rætt er um erfiðleika þjóðarinnar um þess- ar mundir. Sannleikurinn er sá, að afla- bresturinr á síldveiðunum er ein meginorsök erfiðleilta þjóðarinnar í dag, sagði utan- ríkisráðherrann. Það er ekki liægt að segja að þær tölur sem ég hef nefnt, hélt ráðherrann áfram, séu þýðingarlausar bollalegging- ar. Ef ekki var skynsamlegt og varlegt, að áætla þessar tekjur af hinni miklu fjárfest- ingu í síldariðnaðinum, þá hefði verið óforsvaranlegt að verja svo miklu fé til hennar. Kommúnistar ganga manna lgngst í að kenna valdhöfunum erfiðleika þjóðarinnar í dag. En þeir voru síður en svo mótfalln- ir hinni miklu fjárfestir.gu í síld- ariðnaðinum, sem til þessa hefur 'verið gagnslaus vegna aflabrests- EFNAHAGSSAMVINNAN JDREGUR ÚR þRFIÐLEIKUNUM Bjarni Benediktsson ræddi því rijest um þátttöku íslands í efna- bagssamyinnu hinna vestrænu þjóða. Með henni hefði verið uhnt að draga úr verstu afleið- ingum aflaleysisins og harðind- anna. Fyrir Marshallfé væri nú výrið að framkvæma stórvirki l»ér á Jandi. Kommúnistar segðu efnahagssamvinnan væri or- J3(ik allra okkar erfiðleika. Er það ájit verkamanna í Reykjavík og á'Ákureyri að framkvæmdirnar og atvinnan við Sog og Laxá ejgi ríkan þátt í atvinnuskortin- uin, spurði raðherrann. ! Sannleikurinn væri sá, að hér hþfðu skapazt miklu stórfelldari effiðleikar án efnahagssamvinn- upnar. Þó hefðu Marshallfram- lðgin til síðustu áramóta aðeins verið rúmlegd einn þriðji hluti af þáí hagnaðartjóni, sem leitt hef- xif af aflatarestinum á síldveið- víium. BREYTT STEFNA í i VERZLUNARMÁLUNUM !Ráðherrann drap þessu næst á aSgei’ðir ríkisstjórnarinnar í vérzlunarmálunum. Hann kvað efnahagssamvinnuna hafa gert ftjálsari verzlunarhætti mögu- láiga. Vegna þess, hve við íslend- iagar værum háðir milliríkjavið- skiptum ættu fáar þjóðir eins rikra hagsmuna að gæta í hafta- láusri verzlun og einmitt þeir. Það væri fjarstæða að við hefð upi verið neyddir til þess að rýmka um innflutninginn. Vitað væri að stjórnir Socíal-demo- krata í ýmsum löndum legðu ekki minni áherzlu á það en núver- andi ríkisstjórn hér, að koma á frjálsri verzlun. Vitnaði ráðherr- ann í því sambandi til aðgerða norsku stjórnarinnar. Við Sjálfstæðismenn töld- um, sagði Bjarni Benedikts- son, að haftaskipulagtð væri nægilega búið að sanna ókosti sfaia og að það væri til ills eins. Sannleikurirn er sá að það eitraði allt stjórnmálalíf í landinu. Eilíf deila var um skiptingu innflutningsins. Öll samkeppni var útilokuö. Þetta ástand var orðið gjörsamlcga óþolandi. Á almenningi bitnaði þctta í gííurlegum vöruskorti, bið- röðum, svörtum markaði og margs konar spillingu. ERF13LEIKAR IÐNABARINS | En aukinn innflutningur hlaut að leiða til stundarerfiðleika fyr- ir nokkurn hluta hins innlenda I iðnaðar, sem vaxið hafði upp í skjóli innflutningshafta og banna. , Innlendur iðnaður á rétt á sér og það ber að hlúa að honum. En það er nauðsynlegt fyrir neytend- ur að hann hafi aðhald í einhverri samkeppni. Ég er ekki í neinum vafa um það, að það á að ívilna inn- lendum iðnaði, sagði ráðherr- ann. En aldrei þó svo mjög að það nálgist algert bann á allri samkeppni. Eina ráðið í þessum efnum er að iðnrekendur geri sér og öðrum hreinlega Ijóst, hvaða skjól þeir þurfa fyrir iðnrekst ur sinn. Ilve mikið það má verða er mjög undir mati komið. En það má aldrei verða of dýrt fyrir þjóðina. Það er nauðsynlegt að á þessu fari fram rannsókn í hverri ein- stakri grein iðnaðarins. — Siík rannsókn á vel að vera fram- kvæmanleg hér. Hitt, að taka haftaskipulagið upp að nýju til verndar iðnaðinum cr fráleit leið og ófær. Sjálfstæðismenn hafa sýnt iðnaðinum fullkominn skiln- ing, m.a. með því að knýja fram setningu laganna um stofnun Iðnaðarbanka íslands á síðasta þingi. Atvinnuleysið í iðnaðinum er mikið vanda- roál fyrir iðnrekendur, verka- fólkið og þjóðina í heild. En það verður ekki leyst nema með náinni samvinnu við iðn- aðinn sjálfan. GREIÐSLUHALLALAUS FJÁRLÖG Ráðherrann ræddi þessu næst um afgreiðslu fjárlaganna. Hann kvað Sjálfstæðismenn leggja meg ináherzlu á greiðsluhallalausan ríkisbúskap. Hann drap á forustu Sjálf- stæðismanna um að tryggja bæj- ar- og sveitarfélögum nýja tekju- stofna og minnti á að fyrir for- ystu þeirra hefðu 12 millj. kr. ' verið varið til verkamannabú- | staða, smáíbúða og til útrýmingar , heilsuspillandi húsnæði í kaup- stöðum og sjávarþorpum. Bjarni Benediktsson lauk máli sínu með því, að beina eindreg- inni hvatningu til Sjálfstæðis- manna um að standa saman og j efla flokk sinn til gagns fyrir ! landið og hina íslenzku þjóð í heild. Ræðu utanríkisráðherra var ágætlega tekið. Að henni lokinni hófust frjáls- ar umræður, sem stóðu lengi kvölds. Fundarstjóri á fundinum var Ragnar Lárusson. Las hann í fundarbyrjun allmargar inntöku- beiðnir i félagið. Voru þær sam- þykktar með samhljóða atkvæð- um. Til máls tóku auk frummæl- anda þessir menn: Hannes Tóns- son, Einar Guðmundsson, Krist- inn Helgason, Gunnar Thorodd- sen, Sveinn Benediktsson, Sigurð j ur A. Björnsson og Lúther Hró bjartsson. reyfilsfél ommúni AILSHERJARATKVÆÐA- GREÍBSLA um stjórnarkjör í Bifreiðastjórafélaginu H.reyfli fer fram í skrjfstofu félagsins í Bo-t artúni 7 i dag og á morgun. — Hefst kosningin báða dasrana bl. 10 árdegis og stendur til 10 síð- degis. i Tveir listar e’’u í kjöri. A-Iisti, sem er skipaður og studdur aí lýðræðissinnum í félaginu, og 3- listi kommúnista. | Listi lýð æðissirma er skipaður þekktum fornstumönnum úr s°m tökum bifreiðastjóta, sem um ára | raðir bafa unnið ötullega fvrir samtökin, en formannsefnið á lista kommúnista, er fyrir það eitt þekktur í félaginu, að vera auð- | sveipur sendisveinn kommúnista- j flokksins, er aldrei fer út af „lín- unni“. ttrns og ykkar Kosning hefsi kl. 19 árdegis þeim takist a‘ð rjúfa eirtingu lýð- rscð scflsnna og treysta því, að þeim takist að blekkja einhverja lýðraeðissinna til fylg's við sig. EINHUGUR LÚHRÆOTSSINNA En Hreyfilsfélagar vita hvað undir býr hjá kommúnistum. — Þcir þekkja þá „einingu", sem kommúnistar mundu bjóða, ef þeim tækist að ná vcdurn. F'átt- skapur þeirra mun engan blekkja. j Hreyfilsfélagar munu nú, scmt i fyrr standast áhlaup Moskvusínu- manna og sýna sendimönnum þeirra í eitt skipti fyrir öll, að sundrungarsíefna kommúnista er dauðadæmd í félaginu. Bergsteinn Guðjónsson, fórm. ÓVINSÆLT FRAMBOH Þetta frambo'ð kommúnista- flokksins mæltist syo illa fyrir hjá flreyfilsfélögum, að komm- únistum ætlaði lengi vel ekki að takast að koma Iistanum fram og gripu því til þess óyndisúrræðis að taka nöfn ýmissa lýðræðis- sinna í .heimildarleysi. Ingimundur Gestsson. Ólafur Jónsson. Jens Pálsson. öl Birgir Ilelgason. Gestur Sigurjónsson. BLEKKINGAR KOMMÚNISTA í fyrra buðu kommúnistar ekki fram í Hreyfli. Var það vegna þess, að vitað var að þeir höfðu tapað allmiklu fylgi í félaginu, sem þeir vildu ekki láta koma fram í kosningunum. Nú ganga þeir til kosninga í von um að áfhyglisvsrf, að böðiin m jjar aljs sfaðar nýlokið F, IRICJUBÆJARKLAUSTRI, 11. febrúar: — Undanfarið hafal nokkur brógð verið að því, aðallega á tveimur bæjum í Vestur- Skaftafellssýslu, að fé hefir drepizt, eftir að því hefir verið gefiS inn ormalyf. Á Þverá á Síðu hjá Ólafi bónda Vigfússyni, eru dauð*- ar rúmlega 20 ær, tíu til viðbótar eru veikar, en þær virðast flest-* ar ætla að ná sér. Ilaukur Bogason, Efri-Ey i Meðallandi, þar sem ’ búa bræðurnir Jón og Bjarni Árnasynir, eru 11 ær dauðar og nokkrar veikar. Á bænum Hóli, næsta bæ við Eíri-Ey, voru fjórar ær dauðar síðast er fréttist. VEIKTIST EFTIR OEMA-' LYFISGJÖFINA Veikindin á fénu á þessum bæjum komu fyrst fram daginn eftir að því hafði verið gefið ormalyíið, en það er vant að gera á þessum tíma eða síðar. Ekki virðist þetta þó vera lyfinu sjálfu að kenna, því að bóndi einn í Meðallandi, sem gaf lömb- um lyfið inn um jólin, varð ekki fyrir neinu tjóni. En á þeim bæjum, .þar sem fjárdauðans hefir nú orðið vart, hafði féð verið baðað rúmlega viku fyrir inngjöfina. Ef til vill er því þarna eitthvað samband a milli, en ekki geta menn hér eystra gert sér neina grein fyrip því, hvernig því er varið. Böð- un og inngjöf ormalyfs hefir ofk farið fram með skömmu milli- bili án þess að tjón hafi hlot- izt af. VERÐUR RANNSAKAÐ Innyfli úr kindum, sem drep- izt hafa, verða nú send til Rann- sóknarstofu Háskólans, en þar er ormalyfið framleitt. Við rann- sókn á þeim fæst vonandi úr skor1 ið, hvernig á þessum fjárdauða stendur, svo ao bændur verði ekki fyrir frekara tjóni. G. Br. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.