Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 12
Þriðjudagur 12. febrúar 1952 \ 12 MORGVNBLAÐIÐ Þjóðdansar á Nemendamótinu 1951. ? Halda nemecndamót og selja blað sitt 1 KVÖLD halda Verzlunarskóla- nemendur 21. nemendamót sitt há- tíðlegt, og selja blað sitt á götum bæjarins í 19. sinn. Hvort tveggja Jiefur verið vel undirbúið sem að venju, því Verzlunarskólinn er annálaður fyrir hið mikla félags- líf meðal nemenda skólans. Meðal skemmtiatriða á nem- endamótinu, sem nemendur hafa undirbúið eru þáttur úr leikritinu „Jóhannes v. Háksen“ e. Holberg •— Rasmus Rask, þá er Tónlistar- þáttur, Danssýning undir stjórn Þorgerðar Gísladóttur, Hljómsveit Skólans leikur, Söguþáttur er 6. bekkingar sjá um: Síðasta kennslu stund Sveinbjainar Egilssonar. (Þá er leikfimissýning pilta og stúlkna, Leikþátturinn „Færið út kvíarnar", eftir H. Á. S. og loks sýngur blandaður' kór. Efni blaðsins er mjög fjölbreytt að vanda. Af efni þess má nefna iþátt úr skólasetningarræðu Vil- hjálms Þ. Gíslasonar 1951. Eggert Krist.iánsson skrifar greinina: Skólastjóri í tvo áratugi, síðan eru greinar eftir nemendur: Svif- flug, Dansskemmtun, Islenzk mynd list, Myndlist, Sjóferð, Á togara austur fyrir járntjald, Útför VI. bekkjar 1951, Félagslífið í skól- ‘anum o. fl. Velheppnað Árnes- ínpamói s.l. föstudag ÁRNESTNGAMÓT var haldið í Tjarnarkaffi föstudaginn 8. þ. m. Mótið var sett af formanni fé- lagsins, Hróbjarti Bjarnasyni, stórkaupm. Minntist hann sér- staklega Eiríks Einarssonar frá Hæli, með hlýjum orðum, en hann hafði verið fyrsti hvatamað- ur að stofnun félagsins og lengst af í stjórn þess, unz hann var kjörinn 1. heiðursfélagi. Risu menn að því loknu úr sætum sín- um til heiðurs hinum látna og velmetna félaga og forystumanni Árnesinga um langt árabil. Sigurður Skúlason, magister, las síðan upp úr ljóðabók Eiríks Einarssonar. Síðan tók Steindór Gunnlaugsson, lögfræðingur, til máls og flutti aðalmótsræðuna, sem þótti snjöll og þróttmikil, enda mjög vel tekið. Síðan var tíans stiginn til kl. 2 og söng Soffía Karlsdóttir auk þess gam- envísur við góðar undirtekir. — Skemmti fólk sér hið bezta og þótti mótið vel íakast. — Atvinnulaus braggabúi Framh. ef bls. 6 aftur og sé hann því fallinn út af skrá. Því sendi ég yður, hr. borgar- Btjóri, skýrslu þessa og úrklippu úr blaðinu ásamt afriti af bréfi mínu til „ræðumanns", að þér getið svarað ásökunum út af þessu, svo sem efni standa til, cg sem vænta má að séu á kreiki meðan ekki er skýrt frá því Eanna í málinu, eins og sjá má é smá grein í Þjóðviljanum í dag, sem einnig fylgir hér með. Það skal að lokum tekið fram Bð framfærslufulltr. telja sér Ekylt að koma til hjálpar, ef Unnt fer, þeim sem hjáiparvana eru, þó beiðni komi ekki beint frá hjálparþurfandi aðilja sjálfum cg þess vegna fór umrædd at- þugun fram.“ Virðingarfyllst, v Magnús V. Jóhannesscn. Injóbílar halda uppi samgðngum ÞRÁNDHEIMI, 11. febr. — Marg ir snjóbíl’ar halda uppi áætlunar- ferðum um Finnmörku í vetur. Hreppar, sem langtímum saman hafa verið einangraðir, komast smám saman í samband við um- heiminn fyrir atbeina snjóbílanna. íþróliir 25 kg þorskyr KAUPMANNAHÖFN — Stærsti Jjorskur, sem menn vita, að hafi eézt á sölutorgum á Norður-Sjá- Jandi, barst til Hornbæk á dögun- jum. Vó hann 25 kg og þótti á itærð við hákarl. Framh. af bls. 6 endur, en í yngri flokki voru 5 sveitir og 20 keppendur. í eldri flokki sigraði sveit Harð ar, ísafirði, á 5,36,4 mín. 2. sveit Þróttar, Hnífsdal á 6.06.2 mín. Qg 3. Sveit Skíðafélags ísafjarðar á 6,40,8 min. í sveit Harðar voru: Einar V. Kristjánsson, Jijhann R. Símonaríon og Hallgrímur P. Njarðvík. I yngri flokki sigraði einnig sveit Harðar, ísafirði, á 3,40,8 mín., 2. sveit Þróttar á 4,01,1 mín. og 3. sveit Ármanns, Skutuls- firði, á 4,01,8 mín. Úrslit einstaklingskepninnar: Eldri flokkur: 1. Einar V. Kristjánsson, Herði, 1,47,4 mín., 2. Jóhann R. Símonar- son, Herði, 1,52,6 mín., 3. Björn Helgason, Þrótti, 1,54,6 mín„ 4. Óskar Benediktsson, Herði, 1,56,3 mín., 5. Hallgrímur P. Njarðvík, Herði, 1,56,4 mín. Yngri flokkur: 1. Njörður Njarðvik, Átmann, 1,07,2 mín., 2. Viðar Hjartarson, Herði, 1,10,5 mín., 3. Kristinn Bérediktsson, Þrótti, 1,11,0 mín. Veður og færi var gott á meðan keppnin fór fram. — J. Lóðakaupin myndu nema 6 lil 7 millj. kr. 1 SAMBANDI við byggingu hins fyrirhugaða Menntaskóla, en Mbl. sagði nokkuð frá því máli fyrir skömmu, barst blaðinu í gær svo- hljóðandi fréttatilkynning frá Menntamáiaráðuneytinu: Um langt skeið hefir verið rædd og viðurkennd þörfin á tiý.ju húsi fyrir Mcnntaskólann í Re'ykjavík, en ágreiningur hefir verið um staðarval. Ýmsir hafa viljað iáta byggja í námunda við núverandi skólahús. Menntam'Siaráðuneytið lét gera áætlun síðastliðið sumar um verð- mæti lóða og mannvirkja, er teija mátti nauíjsynlegt að kaupa eða taka eignarnámi handa skólanum, ef horfið væri að því ráði að byggja í námunda við gamia skóla- húsið. Verðmæti allra ióða og mann- virkja ofan menntaskólahússins milli Bókhlöðustígs, Þingholts- strætis og Amtmannsstígs var á- ætlað 6—7 millj. króna. Síðan þessi áætlun var gerð hefir bygg- ingarkostnaður hækkað. Minna svæði en hér er greint kem- ur ekki til greina, ef reisa á skóla- húsið á þessum stað. Þegar lokið var athugun þess- ari, ákvað menntamálaráðherra, að hið nýja skóiahús yrði ekki reist þar sem skólinn er nú og var bæjarstjórn Reykjavíkur ritað um málið 13. nóvember 1951. Var farið fram á að fá lóð fyrir skól- ann sunnan íbúðahverfis háskóla- kennaranna eða í túninu vestan Lönguhlíðar. Hefir bæjarstjórn með bréfi til rúðuneytisins, dags. 2. þ. m. gefið fyrirheit um lóð á fyrrnefnda staðnum og mun nú ráðuneytið gera ráðstafanir til að hafizt verði handa um að koma byggingarmálum skólans í fram- kvæmd. Handknattleiksmól íslands Á SUNNUDAGSKVÖLD- fóru fram 2 leikir^ í Handknattleiks- meistaramóti íslands. Víkingur vann Fram, 15:11 og Valur vann ÍR, 19:3. Fyrri leikurinn var sérstaklega skemmtilegur og spennand', eink um þó seinni hálfleikur, sem Fram vann, 8:7. Næstu leikir fara fram í kvöid kl. 8 í íþróttahúsjnu við Háloga- land. Keppa þá Ármann við KR og Fram við Val. Verða það án efa jafnir og skemmtilegir leikir. Kvartar um semagang PARlSARBORG, 11. febr. — Her- ráðsforingji Eisenhowers, yfir- manns Atlantshafshersins, lét svo um mælt "í dag, að hershöfðingj- anum þætti of mikiil seinagangur gera vart við sig, flugvellir, hafn- armannvirki og samgöngur væru ekki í því lagi í Atlantshafsríkj- unum sem æskilegt væri. Markú*: tiiiiiiiiiiimiiiiiniiiii ■ iii 1111111111111111111111111111111 iuif 1) — Siggi, nú er öllum höml- um rutt úr vegi. Það stöðvar eng- inn okkur úr þessu. Við förum til Flcrida og það strax á morgun. — Mikið er ég glaður. Jöklarannsóknarfélag Islands % „ „Vantar 5000 krónur“ SkiSagrein um fJársöfnurs fslenzk lónverk á mótum erlendis Á FUNDI Norræna tónskáldaráðs ins í Kaupmannahöfn nýiega voru samþykktar óbreyttar allar tillög- |Ur nefndar þeirrar, sem valdi hér á landi íslenzk verk til flutnings á norrænu tónlistarmóti í Kaup- mánnahöfn í maí næstkomandi. Þar verða því flutt þessi verk frá Islandi: Mótettur fyrir blandaðan söng- flokk eftir Hallgrím Helgason. Svíta fyrir fiðlu og píanó eftir Helga Pálsson. Strengjakvartett og þættir úr Eddu-óratóríum eftir Jón Leifs. Söngvar með hljómsveit eftir Jón Þórarinsson. Sónata fyr- ir trompet og i>íanó eftir Karl Ó. Runólfsson. Forleikur og fúga fyr- ir einleiksfiðlu eftir Þórarinn Jóns son. Auk þess hefir alþjóðleg dóm- nefnd nýlega valið verkið eftir Karl O. Ruiiólfsson til flutnings á alþjóðamóti í Salzburg í júní næstkomandi. Heimsmelið bælt ennþá - um 40 sek. NORÐMENN unnu „Hinar þjóð- irnar“ í skautakeppninni í Hamar s. 1. laugardag og sunnudag. Stiga- munur varð þó aðeins 3 stig Norð- mönnum í vil að keppnisgreinun- um fjórum afstöðnum. Hjalmar Anderssen bætti enn einu sinni heimsmetið í 10 km. skautahlaupi. Tími hans var 16:32.6 sem er tæpum 19 sek. betri timi en heimsmetið sem hann setti fyrir nokkrum dögum síðan. — Van der Voort, Hollandi vann 1500 m. hlaupið á 2:18,9 mín. —G. A. Snjómoksfurinn fór úf um þúfur PEERSTRUP — Kaupmaður cinn i Peerstrup leit fyrir skömmu út um glugga sinn að morgni dags og sá þá, að húsagarðurinn var snæ- hvítur. Tók kaupmaður sér þá reku í hönd, og ætlaði að skófla burtu frá dyrunum. En þegar bet- ur var að gætt, kom í ljós, að þetta var allt hænsnafiður. Rebbi hafði komizt í hænsnastiuna og kálað fiðurfé kaupmanns, svo að ekkert varð úr snjómokstid að því sinni. Nýr sendir BERLÍNARBORG — Ný útvarps stöð Rússa í Austur-Þýzkalandi hefir gert Vestur-Þjóðverjum og Vesturveldunum mikinn óleik við útvarpssendingar. ^TIL MBL. hafa fram til þessa borizt kr. 6950,00 og eru .gefendúr þessir: Ó. Johnson & Kaaber kr. 1000, Eimskipafélag íslands 1000, H. Benediktsson & Co 500, Nat- han & Olsen 500, Ásg. Þorsteins- son 100, Eggert Kristjánsson & Co 500, H. Ólafsson & Bernhöft 500, J. Þorláksson & Norðmann 500, S.S. 50, SVanbj. Frímanns- son 100, Tryggvi Ófeigsson 100, Helgi Tómasson 100, Vilhj. Þór 100, Björn Pétursson 200, Vilhj. Þ. Gíslasön 200, Hans R. Þórðar- son 100, Silli & Valdi 500, Þórð- ur Sveinsson & Co h.f. 300, Kjöt- búðin Borg 300,^ ólafur Gíslason & Co h.f. 200, Ólafur Þorgríms- son 100 kr. Formanni félagsins hafa borizt kr. 2570 frá þessum gefendum: S.B. kr. 500, Jónas Jónsson 500, Hannes á Núpsstað 500, A.B. 200, Bjargmundi Sveinssyni 100, Guð- mundi R. Ólafsyni 25, P.J. 25, starfsfólki ríkisútvarpsins 520, Flosa Björnssyni, Kvískerjum, 100, Skarph. Gíslasyni, vagnstj. 100 kr. Auk þess hafa gjaldkera félags- ins, Sigurjóni Rist, borizt um 6000 kr., en sakir fjarveru hans verður skilagrein að bíða. Okkur vantar enn um 5000 kr. til þess að ná þeim árangri, er við gerðum okkur vonir um, þegar fjórsöfnun þessi var hafin. Marg- 'ir hafa sýnt félaginu likla rausfi, og vil ég hér með tjá þeim öllum beztu þakkir. Jón Eyþórsson. _A_ Morgunblaðið mun enn um stund veita móttöku væntanleg- um framlögum til kaupa á snjó- bílum Jöklarannsóknafélagsins. Hverjir fylla mælinn með 5000 krónum? Meiri ferðamanna- gjaldeyrir HELSINGFORS — Finnar hafa hækkað ferðamannagj aldeyrinn. Þeir, sem fara vilja til Svíþ.jóðar fá 100 sænskar krónur, til Dan- merkur 300 danskar krónur, til Noregs 300 norskar, til Frakk- lands 30 þús. franka, til Banda- ríkjanna 10 dali. — Ferðafélag Akureyrar Framh. af bls. 6 laugsson, Herbert Tryggvason og Jón Sigurgeirsson. FORMANNI ÞAKKAÐ I fundarlok var Birni Þórðar- syni þakkað langt og vel unnið starf í þágu félagsins, en hann hefur átt sæti í stiórn þess síðan 1940, fyrst sem gjaldkeri og síðan formaður. Timaritið Ferðir og ferðaáætl- un fé'agsins eru í undirbúningi. — H. Vald. 2) — Markús, þetta er dásam- legt. Ég vissi, að þú myndir láta Ragga bíða. 3) — Það geri ég ekki. Raggi ætlai líka til Pálmalundar. — Pla?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.