Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. febrúar 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Lesbók: Árni 01«, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjðm, auglýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintakiC. Kr. 1,25 meO Lesbók. Minning Mnnnerheims liiar með Orðin ein nægja ekki A SÍÐASTA Alþingi var sam- þykkt svohljóðandi þingsálykt- Unartillaga frá tveimur þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, þeirn Jóhanni Hafstein og Jónasi Rafnar, um heildarendurskoðun 4 skattalögum, tekjuskiptingu og yerkaskiptingu ríkisins og bæjar Cg sveitarfélaga: „Alþingi ályktar að beina þc-irri áskorun til ríkisstjórnar- innar, að hún beiti sér fyrir beildarendurskoðun laga um skatta og útsvör, senr stefni að því, að lögfest verði heilsteypt kerfi skattamála, sem byggist á cðlilegri og samræmdri tekju- og verkaskiptingu ríkisins annars vegar og bæjar- og sveitarfélaga hins vegar. Sé jafnframt við það miðað að ofþyngja ekki ein- staklingum, hjónum, félögum og atvinnurekstri í opinberum gjöldum, tryggt samræmi og jafn rétti við álagningu gjaldanna, sem mundi auðvelda eftirlit með því, að framtöl séu rétt. Lögð skal einnig áherzla á að gera skattalöggjöfina svo einfalda í framkvæmd sem frekast er unnt. Rannsókn og undirbúningi jnálsins sé hraðað svo, að ríkis- Stjórnin leggi frumvarp til laga um málið fyrir næsta reglulegt Alþingi." Vissulega er samþykkt þess- arar þingsályktunartillögu góðra gjalda verð. Óhætt er að fullyrða að fyrir flutnings- mönnum hennar vakir það, að fá raunverulega bætt úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir um skattheimtu og álagningu opinherra gjalda hér á landi. En fögur orð og fyrirheit um úrbætur nægja ekki. Nú kem- ur til kasta ríkisstjórnarinnar að framkvæma þessa tillögu, láta þá endurskoðun fara fram sem þar er ráðgerð og leggja síðan fram skynsamlegar til- lögur um óhjákvæmilegar breytingar skattalaganna. Frá því hefur áður verið skýrt hér í blaðinu að fyrir nokkrum árum beitti Jóhann Þ. Jósefsson, sem þá var fjármálaráðherra, sér fyrir endurskoðun skattalag- anna. Nefnd var skipuð. Hún skilaði áliti en þar með var draumurinn búinn. Ekkert sam- komulag náðist um nokkrar breytingar á skattalöggjöfinni á grundvelli þess álits. Sjálfstæðisflokkurinn stóð ó- skiptur að samþykkt fyrrgreindr- ar tillögu þeirra Jóhann Haf- steins og Jónasar Rafnar. Fyrir honum vakir ekkert annað en það, að tilraun yrði gerð til þess að koma skattheimtu hér á landi i skaplegra horf en hún er nú. Sjálfstæðismenn hafa þrásinnis vakið athygli á þeirri hættu, sem 5 því felst, að ganga svo langt í álagningu opinberra gjalda, að hvöt. einstaklinganna til þess að leggja sig fram, afla sér tekna og treysta hag sinn sé rýrð til muna. En það er einmitt það, sem nú- gildandi skattalöggjöf gerir. Hún beinlínis refsar mönnum fyrir að sýna dugnað og sparsemi. Engum kemur annað til hugar en að af háum tekjum beri að greiða háa skatta til sameigin- legra þjóðarþarfa. En sú skatt- heimta, sem dregur úr framtaki borgaranna og sviptir þá að meira og mipna leyti áhuganum fyrir að afla sér tekna og skapa verðmæti, gengur mikils til of langt. Hún er í senn andstæð hagsmunum einstaklinganna og þjcðíélagsins í lieild. Hinn þáttur þingsályktunartil- lögu Sjálfstæðismanna fjallar um skiptingu opinberra gjalda milli ríkisins annars vegar og bæjar- og sveitarfélaganna hins vegar. Hag flestra bæjarfélaga er nú þannig komið, að þau fá ekki ris- ið undir nauðsynlegustu útgjöld- um sínum. Til lengdar verður því ekki hjá því komizt að tryggja þeim nýja tekjustofna. Loks er þess að geta að mikla nauðsyn ber til þess að gera innheimtu opinberra gjalda einfaldari, t. d. með því að innheimta skatta og út- svara yrði framkvæmd í einu lagi. Að þvi myndi í senn verða verulegur sparnaður fyrir hið opinbera og hægðar- auki fyrir skattgreiðendur. — Þegar á allt þetta er litið verð- ur að vænta þess, að ríkis- stjórnin láti ekki sitja við orð fyrrgreindrar þingsályktunar- tillögu ein. Hún verður að framkvæma þá endurskoðun, sem þar er lögð til og leggja síðan fram frumvarp um mál- ið á næsta þingi. Sú málsmeð- ferð ein er sæmileg eins og þessum málum er nú komið. YngsSa menningarstofnunin SYMFÓNÍUHLJÓMSVEIT fs- lands er yngsta menningarstofn- un þessarar þjóðar. Hún hefur á sinni stuttu æfi átt mjög mis- jöfnum móttökum að fagna. Um hver áramót hefur nokkur vafi leikið á því, hvort henni yrði lengra lífs auðið. En allir þeir, sem skilja hlutverk hennar í menningarlífi þjóðarinnar hafa fagnað starfi hennar og tilveru. Fleira og fleira fólki hefur orðið það ljóst, að starfsemi hennar er beinlínis eitt af frumskilyrðum margháttaðs menningarstarfs á sviði hljómlistar ög leiklistar. | Frá því að Symfóníuhljóm- sveitin var stofnuð hefur hún verið í nánum tengslum við Rík- isútvarpið. Það hefur í raun og veru gengið henni í fóstru stað. Allmiklu af dagskrárfé útvarps- ins hefur verið varið til hennar. Fyrir það hafa hlustendur fengið | fjölbreyttari og betri tónlist. — (Fjárframlögin til hljómsveitar- innar hafa því ekki verið nein góðgerðarstarfsemi. Reykjavíkurbær hefur einnig sýnt mikinn skilning á menning- arhlutverki hljómsveitarinnar tmeð myndarlegum fjárveitingum til hennar. Á Alþingi hefur hins vegar verið nokkru þyngra undir fæti. Einstakir þingmenn hafa gengið þar svo herfilega villtir vegar, að þeir hafa álitið það þóknanlegt kjósendum sínum, að sýna þessari ungu menningar- stofnun takmarkaðan skilning og velvild, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Á síðasta þingi rofaði þó nokkuð til í þessum efnum. Fyrir frumkvæði Björns Ól- afssonar menntamálaráðherra var samþykkt, að af 10% álagi á skemmtanaskatt sé ráðherra heimilað að greiða helminginn til Symfóníuhljómsveitarinn- ar. Mun það þýða um 200 þús. kr. árlegar tekjur fyrir hana. Hefur Alþingi með þessu rétt nokkuð hlut sinn gagnvart þessum nýgræðingi í íslenzku listalífi. HINN 28. janúar s.l. var eitt ár liðið frá láti Gustafs Manner- heim marskálks Finnlands. Eftir að Mannerheim lét af embætti sem forseti Finnlands 1946, hefur hann mestmegnis dvalizt erlend- is sér til heilsubótar, lengst af í Sviss, og var í Lausanne, er hann lézt. Hann leit ekki Finnland oft síðustu æviárin, en hugur hans var heima. í hvert skipti, sem kosningar voru í Finnlandi, kom hann heim til þess að neyta at- kvæðisréttar síns, jafnvel þótt heilsu hans væri mjög tekið að hraka. ER ENN SYRGÐUR Marskálkurinn var syrgður við fráfall sitt, og hann er enn syrgður. Minningarguðsþjónust- urnar, sem fram fórú á árs dánar- degi hans mótuðust ekki aðeins hefur ekki verið ákveðið hvar styttunm verður valinn staður, en flestir munu fallayt á þá skoð- un, að hún eigi að standa fyrir framan þinghúsið, sem er við Mannerheimvágen, — aðalgötu Helsingfors-borgar. Einnig koma aðrir staðir til greina. VIÐ LEIBI MARSKÁLKSINS Á dánardægri marskálksins minntust fjölmargir íbúaj: höfuð- borgarinnar hans með því að leggja leið sína út í hetju-kirkju- garðinn, þar sem hann hvílir, og leggja blómsveiga á leiði hans. Um kvöldið gengu opinberir full- trúar að grafreitnum í snjóhríð, en þar stóðu fjórir hershöfðingj- ar heiðursvörð. Loftvarnarleitar- ljósum var beint til himins, þar sem þau mynduðu risastjörnu. — Prófessor Erik Lönnrith, háskóla rektor hélt ræðu og lagði mikinn krans á leiðið fyrir hönd 60 mis- munandi stofnana. Paasikivi forseti var viðstadd- ur mikla minningarhátíð, sem fram fór í Másshallen í Helsing- fors síðar um kvöldið. — Þar voru einnig fjöldi fulltrúa frá stjórnarvöldum landsins og full- trúar menningarsamtaka. — Frá hernum voru m. a. 37 hershöfð- ingjar. Af skyldmennum mar- skálksins var t. d. dóttir hans, fríherrinna Ariastarie Manner- heim. Heimili Mannerheims í Brunns parken í Helsingfors hefur verið opnað almenningi og var þár mjög gestkvæmt á dánardægri hans. Þar kemst áhorfandinn ekki hjá því að verða fyrir mikl- um áhrifum, þar vitnar allt um hinn mikla persónuleika Mann- erheims. Þar er t. d. minjar um rannsóknarför hans um Asíu í byrjun aldarinnar, minjar um veiðiferðir hans um Indland og ! Aíríku, minjar um hermennsku hans og margt, margt fleira. — M.-L.-H. Rúnar Guðmundsson vann Ármanns- 'Skjöldinn | SKJALDARGLlMA Áimanns s.í. fsunnudag lauk með sigri Rúnars I Guðmundssonar, Á, sem lagði alla keppinauta sína að velli og hlaut 12 vinninga. Ármann J. Lárusson, UR, varð annar með 11 vinninga, 3. Sigurð- ur Sigurjónsson, KR, 9 vinninga, 4. Gauti Amþórsson, UÍA, 9 v., 5. Erlingur Jónsson, UR, 7 v., 6. Guðmundur Jónsson, UR, 514 v., 7. Kristinn Guðmundsson, Á, 5 v. og 8. Grétar Sigurðsáon, Á, og Har aldur Sveinbjarnarson, KR, 4 v. hvor. — Alls voru keppendur 13. Velvokondi skrifar: tJR DAGLEGA LlrZNU Manncrheim marskálkur af sorg og djúpum söknuði, held- ur einnig og um fram allt af hátíðleik, aðdáun og virðingu. — Marskálkurinn var dáður í lif- anda lífi, en nú lifir hann í minn- ingu finnsku þjóðarinnar. MINNINGAR MARSKÁLKSINS Nokkru fyrir dauða sinn lauk Mannerheim marskálkur við ævi minningar sínar, sem hann skrif- aði í Sviss. Minningarnar eru í tveimur bindum, og kom það fyrra út fyrir síðustu jól. Síðara bindið kemur út í vor, en kaflar úr því hafa þegar verið birtir í blöðunum. Minningar Mannerheims er stórmerk bók, sem nær yfir tím- ann frá bernsku höfundarins til ársins 1946, er hann lét af for- setaembætti. Öruggt má teljast að bókin, sem skrifuð er af sann- girni og réttsýni, veki mikla at- hygli og jafnvel deilur. Þegar hefur meira að segja borið á því* Sögulega séð, er bókin einstætt heimildarrit í sögu finnska lýð- veldisins: frelsisstríðið 1918, stríð ið 1939—40 og 1941—44. í öllum þessum ófriðum var Manner- heim sjálfkjörinn yfirmaður finnska hersins. VERÐUR REIST MINNISMERKI Fánar blöktu hvarvetna í Finn- landi 28. janúar, frí var gefið í skólum og minningarathafnir fóru fram um allt land. Sama dag var hafin fjársöfnun til þess að reisa marskálknum veglegt minnismerki í Helsingfors. Söfn- unin gekk mjög vel. Paasikivi Finnlandsforseti og kona hans lögðu fram fyrsta skerfinn. Enn Þorri hristir fannafeldinn STILLUR og góðviðri hafa tekið við af veðurofsanum og snjó- komunni, sem allt ætlaði að drepa hér áður. Samt skulum við ekki hrósa happi um of, því að ,„þorri hristir fannafeldinn, fer í bæ og drepur eldinn"- eins og segir í stökunni. Margt hefir verið rætt og ritað um tíðarfarið fyrirfarandi, og allt á eina lund. En ég er hræddur 1 um, að bæjarmenn hafi almennt miklað veðurfarið hér fyrir sér um of. Mönniim þykir eins og þeir hafi unnið þrekvirki með því að skrimta af, þar sem sjaldan þarf þó að ganga lengra en nokkr ar húslengdir í vonzkuveðrum, og leiðin er malbikuð gata eða gang- stétt. Æðruleysi eða f jas. SUMUM þykir mesta þrekvirki að skrönglast eftir mjólkinni. Þeirri sömu mjólk, sem flutt hef- ir verið hingað um langan veg og við ótrúlega mikla erfiðleika. Öðrum vex í augum ófærðin á götunum, en geta þó hve nær sem er vippað sér upp í strætisvagn. Það er satt, að veðráttan hefir skapað okkur mikla erfiðleika, en j það sæmir okkur engan veginn að býsnast og fiargviðrast, þegar við vitum að fjöldinn býr við miklu meiri vanda, jafnvel harðrétti, og æðrast þó hvergi. Þakkað fyrir lesturinn. VELVAKANDI. Kona, sem iðu lega hlustar á útvarpið, bið- ur þig að bera beztu þakkir fyrir upplesturinn úr ritningunni á morgnana ásamt kirkjuhljóm- leikum. Yndislegt er að hefja daginn þannig og senda um leið bænar- andvörp sín á öldum þessara unaðsóma til hans, sem gaf okkur orðið.“ Tvívegis í röð KÆRI Velvakandi. Ég bý í Bú- ( staðahverfinu og nota mikið( strætisvagninn, sem þangað geng-. ur. Mér líkar rekstur hans yfir-1 leitt ágætlega, en þó þykir mér þar einn galli á. Leiðin liggur gegnum Hlíðarn- ar og þykist ég vita, að Hlíðabú- um finnist það ekki leitt, enda nota þeir vagninn óspart, svo að mér þykir of langt gengið, þegar . . . verða frá að hverfa. íbúar Bústaðahverfisins, sem vinna í Austurbænum, verða að hverfa frá vagninum vegna þrengsla og það jafnvel tvívegis í röð eins og komið hefir fyrir, er þeir ætla heim að kvöldi. Þeg- ar vagninn svo kemur upp í Hlíð- ar, fer helmingur farþeganna út. Ætti ekki að aka Lönguhlíð og Miklubraut ÞESSI vagn er sérstaklega ætl- aður íbúum Bústaðahverfisins nágrenni þess og Sogamýrinni, og er því alveg afleitt, ef Hlíðabúar leggja hann undir sig. í Hlíðarn- ar eru sex ferðir á klukkustund auk Bústaðavagnsins, en aðeins tvær 1 Bústaðahverfi. Nauðsynlegt er að gera á þessu einhverja bót sem fyrst. Væri ekki ráð að aka upp Háteigsveg og austur Sogaveg inn að Háa- leitisvegi í stað Löuguhlíðar og austur Miklubraut? Engu að síður mætti aka vestur Miklu- braut á leið í bæinn. Eínnig gæti bætt úr, að vagn- inn Háteigsvegur-Hlíðahverfi hefði sama brottfarartíma og Bú- staðavagninn. íbúi Bústaðahverfisins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.