Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 11
triSjudagur 12. febrúar 1952 MORGVNBLAÐIÐ 11 Valgeir Vaigeirsson Hermann Gnðmunds — Kveðja frá skóia- son iælur aS for- bróður SÚ vertíð sem nú er nýlega byrj- uð hjá sjómannastéttinni, hefir márkað djúp og þung spor sem seint verða bætt. Margir vaskir synir þjóðarinnar úr hópi sjó- mannastéttarinnar hafa fallið í valinn og gist hina votu gröf. Barátta þeirra er hörð við æðis- gengni náttúruaflanna, og margir fórna miklu í lífinu fyrir göfug- an og fagran málstað, hugsjón sína og ástfólginn vin. Engir bó meir en sjómennirnir sem pefa líf sitt heilögu stríði fy’rir ástvini sína og fósturjörð. Þegar ég heyrði það hörmulega slys er véibáturinn Grindvíking- ur fórst þ. 18. jan. s.l. rétt við landsteinana, setti mig hljóðan. Einn þeirra vösku manna sem þar fórst var Valgeir Valgeirsson frá Norðurfirði í Strandasýslu. Þann hugprúða og góða dreng þekkti ég vel. Kynning okkar var veturinn 1941—1942 er við vorum báðir við nám á Bændaskólanum á Hvann eyri í Borgarfirði. Maður þurfti ekki marga daga til þess að kynn- ast Valgeir sál., svo heiisteyptur og góður drengur var hann í þess orðs fyllstu merkingu. Dagleg framkoma hans bar órækan vott um það, hvern mann hann hafði að geyma. Heilstevptur og prúður <lrengur, sem öllum vildi rétta hjálparhönd o« öllum vildi gjöra gott, voru eðliseinkenni hans. Hann var elztur okkar, sem vor- um við nám þennan vetur á Hvanneyri, enda leyndi það sér ekki að hann var mest þroskaður og lífsreyndastur, því frábært þrek hafði hann við dagleg störf. Ég hygg að bað hafi ekki margir Vaskari menn, unnið við verklegt nám á Hvanneyri. Skilningur hans á lífinu var ótvíræður, eins og þrek hans og þroski bar öruggt vitn'i um, því einmitt þennan vet- Ur missti hann móður sína. Þá sorg bar hann með karlmennsku þótt hann tregaði móður sína mjög. Við skólabræður hans svrgjum hann nú, hann mun vera sá fyrsti af okkur sem fellur í valinn. Minningin um hann mun ætíð lifa í hugum okkar, minningin um félaga okkar, sem við bárum allir mikla virðingu fyrir og mátti margt fallegt af læra, því í eðlis- fari hans voru þeir göfugustu mannkostir sem einn rnaður get- ur tileinkað sér. Blessuð sé minning þxn, kæri Skólabróðir. Borg í Miklaholtshreppi 7. febrúar 1952. Páll Pálsson. 1 eliir 12 ár Sexlugur: Egger! Gflfer, skáfe- meistari V í Ð F Ö R L VERKAMANNAFELAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði hélt aðalfund sinn s. 1. sunnudag og gaf formaður jfélagsins skýrslu um störf þess j á s. 1. ári. Þá voru reikningar .lesnir upp og samþykktir. Fráfarandi formaður, Hermann Guðmundsson, lýsti kjöri stjórn- ar, en samkomulag varð í upp- ’ stillingarnefnd og kom því að- eins fram einn listi til stjórnar- kjörs og var hann sjálfkjörinn. Stjórnin er þannig skipuð: For- maður er Ólafur Jónsson, vara- form. Jens Runólfsson, íútari Sig- urður Þórðarson, gjalakeri Þor- steinn Auðunsson, varagjald- keri Bjarni Erlendsson, vararit- 'ari Pétur Kristbergsson og fjár- málaritari Sigurður Einarsson. LÆTUR AF FORMENNSKU EFTIR 12 ÁR t Hermann Guðmundsson, sem hefur verið formaður Hlífar í 12 ár, skoraðist eindregið und- an endurkosningu. Um leið og hann lét af störfum til hins ný- kjörna formanns minntist hann nokkrum orðum, á það, sem gerzt hafði í félaginu á s. 1. 12 ára tíma bili, þakkaði félagsmönnum gott samstarf og árnaði félaginu allra heilla í framtíðinní. IIERMANNI ÞOKKUB VEL UNNIN STÖRF ! Ólafur Jónsson, hinn nýkjörni formaður, þakkaði Hermanni Guðmundssyni vel unnin störf í þágu Hlífar og gat þess jafn-1 framt, að það tímabil, sem Her- j mann hefði verið formaður, hefði verið það viðburðarríkasta í sögu Hlífar. Árangurinn, sem náðst hefði á þessu tímabili sannaði ' bezt, hve vel hefði verið unnið. Bað hann síðan fi^ndarmenn að þakka Hermanni með því að hrópa ferfalt húrra fyrir hon- . um. I j Ritari félagsins, Sigurður Þórð arson, þakkaði Hermanni einn- ig fyrir hið mikla starf hans í þágu Hlífar. | Hermann Guðmundsson þakk- | aði hlýleg orð í sinn garð og bað fundarmenn að hrópa húrra fyr- ir Hlíf. I Aðalfundarstörfum að öðru leyti en frá hefur verið skýrt I var frestað. PARKEB og SHEAFFERS Verð frá kr. 79.00. — Ókeypis áletrun. GLERAUGNAVERZLUNIN INGÓLFSSTRÆTI 2 Sími 6456 í DAG er Eggert Gilfer skák- meistari sextugur, og hefur hann nú um fjörutíu ára skeið skemmt Islendingum með skáklist og hljómlist. Tvímælalaust er Eggert Gilfer kunnastur ailra íslenzxra skák- meistara erlendis. Fjöldi af hin- um snjöllustu skákum hans hefur verið birtur í skákbókum og skák tímaritum víða um heim. Strax þegar Islendingar sáu sér fært að byrja að taka þátt í skák- mótum erlendis, var Eggert Gilf- er sjáifkjörinn til að keppa af þeii-ra hendi. Hann hefur marg oft keppt á skákþingum erlendis, bæði Norðurlanaa skáKþingum og aiþjóða sKákþmgum, og jafnan vakið þar mxkia eítirtekt með sín um frumlegu og snjöllu skákum. Það er ekki txigangur mmn að skrifa hér neina frásógn af skák- .afrekum Eggerts Giifer. I aímæiis riti Taflfeiags Reykjavíkur 50 ára, sem geíió var út árið 1950, eru prentaðar margar úrvals skákir eftir Eggert Gilíer, er hann hefur teflt fynr hönd Islendinga á alþjóða skákþingum erlendis. Skáksaga Eggerts Gilfer er að nokkru skráð í þeirri bók; og heí- ur skákmeistari Norðurlanda, Baldur Mölier, tileinkað Eggerti Gilfer þann hluta bókarinnar, er hamx hefur skrifað, og fjaliar um íslenzka skákmenn á alþjóðamot- um. Allir, sem kynnst hafa Eggerti Gilfer pérsónulega, vita að hann er einstakt ljúfmenni, sem ávallt er boðinn og búinn til að Ijá hverju góðu máli lið. Þeir, sem bezt þekkja til þróunar íslenzkra skákmála, vita vel að þakka má það Eggerti Gilfer öllum öðrum fremur, hve oft hefur tekizt að stofna til utanfara íslenzkra skák manna á skákmót. Má óhætt mll- yrða, að án hans ljúfmannlegu samvinnu, hefðu að minnsta kosti sumar utanfarirnar farist fyrir. Ég þakka Eggerti Gilfer fyrxr hin ágætu kynni er ég hefi haít af honum um meira en þrjátíu ára skeið, og ómetanlega sam- vinnu þau tuttugu ár, er við unn- um saman að íslenzk’um skák- málum. íslenzkir skákmenn árna honum í dag allra heilla á sextugs afmælinu, þakka honum af alhug fyrir allt það, sem hann hefur gert íslenzkri skáklist til efling- ar, og vona að fá að njóta hans síungu skáklistar um mörg ókom- in ár. Eíís Ó. Guðmixndsson. tímarit um guðfi'seði og kirkju- mál. — Ritstjóri séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor. | HEFTI þetta er hið síðasta af hinum fjórum heftum, sem koma út af Víðförla. í hinu síðasta hefti eru tvö hefti samstæð, en þetta er desemberhefti. Hefið á undan þessu var fyrir I septembermánuð. Mér finnst rétt að minnast Víðförla, með því að ég hefi stundum í tómstundum mínum sett saman grems’- um timarit, ef það gæti oi'ðið rit-1 unum til góðs og ritstjórunum, til gengis á ritstjórabrautinni. En blaðaútgáfa er áreiðanlega erfið nú á þsssu herrans ári 1952 eins og oftsinnis fyrr með því að fjárhagur manna þrengist eins , 0? raim v>er vitnj á ýmsum svið-1 un' þjóðlíísins. Nú harðnar í ári, eins og vér minnumst fyrr hér á landi. ,,Víðförla“. eins og nafnið bend ir til, er ætlað’ að fara víðsvegar eins og hinum forna ti'úboða Þor- j valdi. Ekki veit ég um kaunenda tölu Víðförla, en ef trúmálin og kristnidómur vor manna er ekki I eintóm nafnkristni eða til að sýn- ast, hygg ég, að þeim, sem láta sig þau máli skipta. þyki varið í rit- ið og lesi bað sér til fróðleiks og sálubóta. Því ekki mun af veita á þessum miklu breytinga og upn lausnartímum í veraldlegum og andlegum málum. Og „Víðförli" flvtur „Guðs o’-ð hreint og ómeng að“ eins og það er að finna í hin- um spámannlegu og postullegu ritum, eins og brýnt er fvrir oss prestsefnum, er vér vígjust í þjón ust,u kirkiunnar Raunar mimu allir reta lesið Víðförla og hlotið af fróðleik og blessun. Það er vissuleea sanrmæli. að góð bók er góður vinur. Vér mennirnir bregðumst oft hver öðr um og hvor gaenvart öðrum marg víslega, en fróðleg og vel rituð bók, hvort sem hún er stór eða ! smá, um andleg eða veraldleg mál | er vinur, sem ekki bregst oss oa. sem vér stöðugt getum leitað til og sótt styrk og fróðleik í. Séra Sigurbjörn Einarsson er einkar vel lærður í guðfræði, enda háskólakennari í þeirri fræðigrein. og minnist ég frá veru okkar í háskólanum, að hann leysti fljótt og greiðlega úr vanda fjpurningum kennaranna, og virt ist mér strax auðfuhdið, að þarna væri fræð'maður, sem myndi auðga garð ísienzkra guðfræði- vísinda að fögrum skrautblóm- Áður en gengið er til hvílu, niá ekki gleyma því að núa NIVEA-CREMI vandlega um hendur, andlit og háls. — NIVEA bætir hörundinu upp efni, sem tapast hafa að deginum, og hefur holl áhrif á það alla nóttina. — Þess- vegna er það fyrir öllu að vanrækja ekki notkun NIVEA að kvöldinu. — Notið NIVEA á hörundið, og það heldur frískleika sínum og þokka. um í líkingu talað. Fyrir framan mig ðru 15 hefti af Víðförla, sem út eru komin, en hann hefir nú á þessu ári 1952 6. árgang sinn og má með sanni segja, að árin líði fljóft; fyrr en varir eru þau lið- in brott og vér fljúgum burt eins og spekingurinn komst að orði. Þurfurn vér því ekki að hreykja oss upp. Efni þessara tveggja hefta (3—4) af Víðförla er þann veg greint framan á kápu ritsins: Áramót, eftir ritstjórann; Vor- yrkja, eftir Helga Tryggvason, cand. theol.; Nútímaviðhorf í guð fræði, eítir ritstiórann; Á slóð postulanna, eftir Sigurð Magnús- son, Skólarnir og bióðin, eftir ritstiór-ann; Um Skálholtsdóm- kirkju, eftir Þóri Baldvinsson, húsameistara, Magnús Már Lárus son, settan prófessor í guðfræði, og ritstió,'ann; Vottar .Te'nova, eftir ritstjórann; Bókáfregnir o. m. fl. Væri óskandi að Skálholtsstáð ur risi úr rústum eins og fleiri merkir sögustaðir hér á landi, en prestssetrin eru víða illa farin, enda hefir áhugi þjóðarinnar beinst inn á aðrar brautir og kirkjunni ekki verið nægur sómi sýndur yfirleitt, en það er annað mál. Hirði ég ekki að fiölyrða frek- ar um Skálholt, en ritst.iórinn er brennandi af áhuga fyrir því, að staðurinn rísi úr rústum þeirrar niðurlægingar, sem hann er í Er ætlunin að flvtja prestssetrið í framtíðinni frá Torfastöðum og að Skálholti. TTm Víðförla p' ástæðuTaust að fjölyrða meir. Hann mælir bezt með sér sjálfur, ef fóík hirðir um að kauca hann, gerast fastir á- skrifendur og lesa ritið. Þetta síðasta hefti. knstar kr. 12.50 í lausasölu, en 30.09 árgsng urjnn oa munu engir verða „fjár- minni“ þó hann kaupi ritið, held- ur auð^ast andlega oa boða ekki trúmábn oss, að það sé aðalatrið- ið í lífinu? Hvgg ég það vera kenninvu Jesú Krists. sem vér m»nn höfum Htt viliað sinna. Levfi ég mér nð senda Mórgun bGðinu be«sar línur o» vænti ég að bað birti b°tta sniall mitt. sem er ennínn ritdómur. he’dur að°ins í X--TÍ f,V-r„í rrS athvgli á Uíðförla, því það góða skaðar o]-V i Hofi ritstjórinn þakkir fyrir ritað. R. B. Húseigendur Get nú annast sölu húsa og annara fasteigna. — Þeir, ; sem ur.danfarna mánuði hafa leitað til mín um kaup á á húsum eða íbúðum og ekki hafa þegar fest kaup, eru • vinsamlegast beðnir að tala við mig sem fyrst. MAGNÚS JÓNSSON, héraðsdómslögmaður, j Austurstræti 5 (5. hæð). Sími 5659. Viðtalstími kl. 1,30—4. ; Atvisftfftca Miðaldra maður, vanur vélgæzlu og vélaviðgerðum, óskast til iðnfyrirtækis hér í bæ. Húsnæði gæti fylgt. — Tilboð merkt: Framtíð — Reglusemi —999, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld. Verzlunarviðskipti Búsáhaldaverzlun óskar að komast í samband við inn- flytjanda, sem hefir góð verzlunarsambönd í nýsilfurs- vörum og einnig í ýmiskonar búsáhöldum úr plast.ic. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt; „Hag- kvæm viðskipti“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.