Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1952, Blaðsíða 6
6 Þiiðjudagur 12. febrúar 1952 MORGXJTSBLAÐIÐ íÞRÓTTIR Mynd þessi er frá Skautamóti fslands, sem hófst á íþróttavellinum í gær. Lengst til vinstri er Iljalti Þorsteinsson, sem vann í 500 m. hlaupi karla, þá er Edda Indriðadóttir, er vann 500 m. hlaup kvenna á nýju íslandsmeti og Björn Baldursson, sem varð annar í 500 og 2000 m. hlaupi, öll frá Akureyri. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Stautðiirát íslands hófst í ÍSLANDSMEISTARAMÓT í skautahlaupi hófst á íþróttavellinum í gær, en brautir vallarins höfðu verið sprautaðar vatni, þannig rð þær voru nú ísi þaktar. í gær var keppt í 500 og 3000 m. hlaupi, en í dag verður þá keppt í 1500 m. hlaupi fyrir konur og karla og 5000 m. hlaupi karla. Úrsiit í gær urðu þessi: 500 m.: — 1. Hjalti Þorsteins- Fon, SA, 52,0 sek., 2. Björn Bald- vinsson, SA, 52,8 sek., 3. ólafur Jóhannesson, SR, 53,0 sek., 4. Þor- Eteinn Steingrímsson, Þrótti, 53,2 sek., 5. Kristján Árnason, KR, 53,4 sek. og 6. Þorvaldur Snæ- Ljörnsson, AS, 53,6 sek. (Kepp- endur voru 11). 3000 m. hlaup: — 1. Kristján 'Árnason, KR, 5.56,3 min., 2. Björn Baldursson, SA, 6.02,2 mín., 3. Þorsteinn Steingrímsson, SA, 6.18,4 mín., 4. Hjalti Þorsteinsson, SA, 6.07,8 mín., 5. Þorvaldur Snæ- bjömsson, SA, 6.18,4 mín. og 6. Jón D. Ármannsson, SA, 6.22,2 mín. (11 keppendur). 500 m. hlaup Icvenna: — 1. Edda Indriðadóttir, SA, 63,3 mín. (ísl. met) og 2. Guðný Steingrímsdótt- ir, KR, 73,2 sek. Mótið heldur áfram í dag kl. 2 e. h. Allir íbúar Óslóborpr undirbúa vetrarleikiita ■PORMAÐUR norsku Óljnnpíu- nefndarinnar, O. Dietlev-Simonsen j r., hélt útvarpsræðu s. 1. sunnu- dag. Hóf hann mál sitt með því að vitna í stofnskrá Ólympíuleik- anna: „Engin þjóð má útiloka aðra þjóð vegna litar hennar trúar eða síjórnmálaskoðana. Ríkisborgara- l’éttur gefur mönnum rétt til þátt- t'.-ku, ef viðkomandi uppfyllir að Öðru leyti sett skilyrði m. a. um áhugamennsku". Einni borg er faiið að sjá um 1‘ikina, það er aldrei landið í heild eða þjóðin sem um þá sér. Alþjóða clympíunefndin er skipuð 68 mönn tm frá 45 löndum en í fram- Jc væmdanefnd eru 6 menn. Nú skipa það þessir menn: Forseti Udström, Svíþjóð, varaforseti J rundage, Bandaríkjunum, Bona- cossa, Italíu, Scharroo, Holland, Massard, Frakkland og Burghley lávarður, Englandi. Það hefur verið sagt, hélt Ditlev Simonsen áfram, að Osló hefði ekki efni á að sjá um framkvæmd vetrarleikanna, en ég segi, að við Jiöfum ekki efni á að hafna boð- jnu. Við viljum að sem flestir út- lendingar sjái borg okkar og land. Kannski koma þeir aftur. Minnist þess, að allir Norðmenn eiga að vera gestgjafar, gamlir sem ung- jr. Sýnið menningu og íþrótta- anda. Forðizt árekstra, — hvernig sem þeir kunna að verða. Fyllið ekki sæti gesta vorra. Sitjið ekki lehg'i á veitingahúsum. Lofið öðr- um að komast að. Horfumst í augu víð glaða, fjöruga og góða íþrótta- hátíð svo við eftir á getum verið ístolt af framkvæmd okkar, sagði Ditlev-Simonsen. Allir íbúar Oslóarborgar undir- búa nú leikana og ég efast ekki um að í Osló fari fram mikil íþróttahátíð. Við þá sem í dag fara með Gullfaxa til Oslóborgar vil ég segja: „Góða ferð. Þið eruð velkomin". -—G. A. Uiniu Horgunblaðs- íil elgitar AKUREYRI, 11. febr. — Stór- hríðarmóti Akureyrar lauk síð- astliðinn sunnudag með keppni í stórsvigi og stökki. Hófst mótið kl. 1,30 e. n. Stórsvigið fór fram hjá Breiða- hjalla, og var svigbrautin 1300 m löng hjá A og B flokkum, en 900 m hjá C flokki. Torfærur \oru nokkrar á brautinni, svell- bunkar og smáhengjur. 20 hlið vorou í braut A og B flokks, en 15 hlið í braut C flokks. Brautar- stjóri var Magnús Brynjólfsson. Helztu úrslit. Stórsvig A flokks 1. Magnús Brynjólfsson KA á 1.39 mín., 2. Freyr Gestsson KA 1.48 mín., 3. Bergur Eiríksson KA 1.48. B flokkur. 1. Magnús Guðmundsson KA, 1.40 mín. 2. Þráinn Þórhallsson KA, 1.41 mín. 3. Halldór Ólafsson KA 1.44 mín. C flokkur. 1. Árni B. Árnason MA 1,08 mín. 2.—4. Baldur Ágústsson KA 1.19 mín. Jens Sumarliðason Þór 1.19 mín. Guð- mundur Guðmundss.on KA 1,19 mín. Stölckið hófst í Miðhúsaklöpp- um kl. 3 e. h. Stökkstjóri var Björgvin Júníusson. Aðeins einn keppandi tók þátt í stökkinu. Stighæstir urðu eftirtaldir menn: Bergur Eiríksson KA, 225 stig. Þráinn Þórhallsson KA 215.1, Jens Sumarliðason Þór, 194,5. C flokkur, 17—19 ára. Sig- tryggur Sigtryggsson KA 223,0 stig, Guðm. GuðmundSson KA 218.1, Freyr Gestsson KA 206,6 stig. í þriggja manna sveitar- keppni var fyrst A sveit KA með 666,1 stig, önnur B sveit KA og þriðja sveit Þórs. Sveit KA vann til eignar bik- ar, sem Morgunblaðið gaf fyrir nokkrum árum og keppt hefur verið um á stórhríðarmótinu und anfarin ár. Þetta var í fimmta sinn, sem KA vann bikarinn. — H. Vald. Hæsfa viSfangsefni L.R.: Tony vaknar til lífsins * eftir Harald A. Sigurðsson Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ verður frumsýndur hjá Leikfélagi R.eykjavíkur í Iðnó nýr gamanleikur eftir Harald Á. Sigurðsson, sem hann nefnir Tony vaknar til íífsins. Haraldur er löngu þjóð- kunnur fyrir ritstörf sín og er óþarfi að kynna hann landsmönn- um. Hann hefur skrifað fjölda gamanþátta, sem fram hafa komið bæði í útvarpi og á leiksviði jafnan við miklar vinsældir. í félagi við aðra hefur Haraldur áður samið stór leikrit og minnast menn í því sambandi Leynimels 13, sem þeir gerðu Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Haraldur. Þá hefur Haraldur skrifað bækurnar, Bak við tjöldin, Holdið er veikt og Blátt blóð. LEIKENDUR I Með aðalhlutverkið, Tony, fer hinn vinsæli gamanleikari Alfreð Andrésson, Er þetta 40. hlutverk Alfreðs hjá Leikfélaginu. Þorfinn Oks, útgerðarmann leikur Stein- dór Il.jörleifsson, en hann tók við því hlutverki af Hauki Óskars- I syni, sem varð að hætta æfingum sökum veikinda, Unni Oks, konu hans, leikur Kristjana Breiðfjörð, ! Þóru Jónsdóttur, þjónustustúlku á heimili Oks hjónanna leikur Soffía Karlsdóttir, Hermann Pétursson einkabifreiðarstjóri er leikinn af | Jóni Leós, Ragnar Ingólfsson, I garðyrkjumaður, af Árna Tryggva syni og Brandur Antonsson upp- finningamaður af Brynjólfi Jó- hannessyni. LEIKSTJÓRN Leikstjóri er Brynjólfur Jó- hannesson, en hann hefur leikið lengur og farið með fleiri hlutverk hjá L. R. en nokkur annar starf- andi leikari. Er þetta 6. stykkíð sem hann stjórnar. Leiktjöld hef- ur Magnús Pálsson gert. STÆRSTA LEIKRIT HARALDAR Tony vaknar til lífsins, er Svigkeppnin um ISAFIRÐI 11. febr. — I gær fór fram í svikbrautinni í Stórurð, hin árlega svigkeppni um svig- bikara Ármanns. Keppnin fór fram í tveim flokkum. í eldri flokki voru 4 sveitir og 18 kepp- Framh. á bls. 12. lúmlegalÖÍO manns á veg m FerSafélags Ákureyrar Haraldur A. Sigurðsson. stærsta verk Haraldar Á. Sigurðs- sonar, sem enn hefur verið fært upp á leiksvið. Verður að svo stöddu ekkert annað sagt um efni leiksins en það, að hér er á ferð- inni ósvikinn gamanleikur, sem gerist í nágrenni Reykjavíkur á okkar dögum. Tony vaknar til lífsins, er 222. viðfangsefni Leikfélagsins og á vori kománda vei’ðúr ef allt gengur að óskum þrjú þúsundasta leik- sýningin í gömlu Iðnó. Rannsókn á heimllisásfæðum atviniBuEauss hragphúa Grelnargerð írá yiirframfærstelulHrúa AKUREYRI, 11. febr. — Ferða- félag Akureyrar héit aðalfund sinn sunnudaginn 10. febrúar. í upphafi fundarins minntist for- maður Kristjáns heitins Skag- fjörð og hins mikla starfs hans í þágu Ferðafélags ísiands. Fundar menn risu úr sætum til heiðurs minningu þessa mæta manns. Samkvæmt skýrslu formanns voru félagar í árslok 1951 503 talsins. Hafði þeim fækkað um 22. Félagið gaf út blaðið Ferðir, en það hefur komið út mánaðarlega. Á SÍÐASTLIÐNU SUMRI 19 skemmtiferðir voru farnar s.l. sumar. Þátttakendur voru 1010 alls. Sú nýbreytni hafði ver- ið tekin upp að fara stuttar kvöld ferðir um nágrenni Akureyrar, og mæltust þær vel fyrir. Farnar voru fjórar vinnuferðir í Vatna- hjallaveginn og að sæluhúsi fé- lagsins við Laugafell. Félagið á nú skuldlausa bók- færða eign kr. 48,340,77. Rætt var um nærtækustu verk eíni, komandi ferðalög og ef til vill nokkuð breytta tilhögun á þeim. STJORNARKJOR Þrír menn áttu að ganga úr stjórn að þessu sinni. Björn Þórð- arson, sem hefur verið formaður félagsins síðan 1948, baðst undan endurkosningu. Eyjólfur Árnason og Björn Bessason voru endur- kosnir og í stað Björns Þórðar- sonar var kosinn Kristinn Jóns- son og er hann nú formaður fé- lagsins. Stjórnina skipa því nú: Krist- inn Jónsson, formaður, T3jörn Bessason, varaform., Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldkeri, Eyjólfur Árnason, ritari. Meðstjórnendur eru: Edvard Sigurgeirsson, Jón Sigurgeirsson og Aðalsteinn Tryggvason. I varastjórn eru: Ármann Dal- mannsson, Þorsteinn Davíðsson og Karl Magnússon. I ferðanefnd: Þorsteinn Þorsteinsson, Kristófer Vilhjálmsson, Þorsteinn Svan- Framh. á bls. 12. FYRIR noklcrum dögum hafði „Þjóðviljinn11 það eftir ræðu- manni á fundi atvinnuleysingja, að á tilteknu heimili hér í Reykja vík væri svo komið að húsbónd- inn hefði orðið að selja spari- fötin sín og væri nú „að reyna að selja hráolíuofninn í braggan- um, sem hann býr í“ til þess að komast hjá að leita opinberrar aðstoðara til þess að draga fram lífið. „Það stór sér á börnun- um“, sagði ræðumaður ennfrem- ur, samkvæmt fiásögn „Þjóð- viljans“. Af tilefni þessara ummæla lét yfirframfærslufulltrúi Reykja- víkurbæjar rannsaka ástandið á þessu heimili. Gaf hann síðan borgarastjóra skýrslu um málið. Lagði borgarstjóri hana fram á fundi bæjarráðs í gær. Hefur Mbl. fengið þessa greinargerð til birtingar og fer hún hér á eftir: „í gær, 7. febr., kom út í Þjóð- viljanum ummæli sem höfð voru eftir einum ræðumanni á fundi atvinnuleysingja 5. þ. m., þar sem lýst er því að ástandið vegna atvinnuleysis sé orðið mjög al- varlegt og að ræðumaður hafi vitnað í ákveðið heimili, þar sem „stór sér á börnunum.“ Út af ummælum þessum taldi ég það skyldu framfærslufulltr. að sannprófa ummæli þessi og bæta úr án tafar ef þörf krefði. Ritaði ég því ræðumanni bréf, þar sem ég fór þess á leit að hann gæfi méh upplýsingar um viðkomandi heimilisföður. Ég sendi með bréfið á heimili ræðu- manns kl. 11 f. h., svo hann gæti gefið mér upplýsingar strax eftir matinn, hvað hann og gerði. Þegar ég hafði fengið þessar upplýsingar sneri ég mér til barnaverndarnefndar og bað framkvæmdastjóra nefndarinnar, hr. Þorkel Kristjánsson, að fara á staðinn og athuga heimilis- ástæður og útlit barnanna, svo hægt væri þegar í stað að koma heimilinu til hjálpar ef með þyrfti. Hr. Þorkell Kristjánsson skýr- ir mér svo frá í morgun, að hann hafi farið, svo sem um var beðið, ásamt hjúkrunarkonu barna- verndarnefndara á umgetið heim ili. Þar hafi maðurinn skýrt frá því að hann væri atvinnulaus og að hann hafi boðið olíuofn til sölu, en ástæða fyrir því að hann vildi selja ofninn taldi hann vera þá að það væri sér hagfelldara að selja olíuofninn og fá kolaofn í staðinn, þar sem sér áskotnaðist cft spítnarusl til að brenna. Taldi hann sig vita að hann gæti leitað til bæjarins um hjálp og hann myndi gera það heldur en að láta börnin svelta, en svo væri nú ekki komið enn fyrir sér. Þorkell tók það fram að þau hefðu ekki séð þess nein merki !að börnin hefðu liðið skort og kvað hann sig og hjúkrunarkon- una hafa farið af heimilinu í fullu trausti þess að heimilisfað- irinn myndi heldur biðja aðstoð- ar en láta börnin líða. | Um viðkomandi mann upplýsir Ráðningarastofa Reykjavíkur, að hann hafi fyrst látið skrá sig !4/ll ’41, síðan ekki aftur fyrr en 10 árum síðar þ. 21/11 ’51 og hafi ekki mætt til skráningar | Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.