Morgunblaðið - 10.04.1952, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. apríl 1952
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Rísandi dagur
AÐ ÁLIÐNUM erfiðum vetri
fagnar þjóð þessa norðlæga lands
rísandi degi. Hver heiðyr og sól-
bjartur dagur er fyrirheit um vor
og hlýindi eftir frost og fánnir.
En ennþá í dymbilviku er allra
veðra von. Hret og áhlaup getur
enn borið að garði. íslenzkt veð-
urfar er dutlungafullt og aldrei
verður sagt með vissu, hvenær
vor og sumar sé raunverulega
komið. Þessi óvissa og tortryggni
gagnvart hinum mest þráðu árs-
tíðarskiptum þroskaði á liðnum
öldum ríka varúðarkennd með
þjóðinni.
En nú er páskahelgi framund-
an. í kaupstöðum landsins hefur
hún í för með sér iengsta vinnu-
hlé ársins. Framundan eru kyrr-
látir dagar. Margt fólk leitar að
vísu upp til fjalla og heiða, þar
sem fannhvít víðáttan veitir dá-
samlega hvíld og upplyftingu frá
önn dagsins. Borgarar hinna ungu
kaupstaða lands okkar barfnast
þessarar tilbreytingar. Kyrrð og
hreinleiki hinna snævi þökktu
fjalla er gjörsamleg andstæða
uppnáms og hraða kaupstaðalífs-
ins.
Mennirnir eiga að vera herrar
véla sinna og tækja en ekki þræl-
ar þeirra. Á það brestur þó ennþá
mjög veruiega. Hraðinn, sem
siglir í kjölfar vélamenningarinn
ar hefur ært mikinn hiuta mann-
kynsins að meira og minna leyti.
Hugsunarháttur þess hefur mót-
ast af vélrænum vana. Hraðinn í
störfunum hefur oft skapað eirð-
arleysi, sem rýrir gildi hinna var-
anlegustu og sönnustu verðmæta
lífsins. Þefes vegna leitar nútíma-
maðurinn oft hamingju sinnar í
tilgangslitlum þeysingi og ráfi
fjarri hinni raunverulegu upp-
sprettu hennar, sínum eigin
þroska og jafnvægi hugans.
Við Islendingar höfum á undan
förnum árum lagt kapp á að íil-
einka okkur tækni og vélamenn-
ingu. Það er vel og víst hefur hún
fært okkur bætt lífskjör og vax-
andi öryggi um afkomu okkar. En
við megum ekki gleyma því, að
í kapphlaupi tækninnar má sál
fólksins ekki dragast aftur úr.
Þroski einstaklingsins er grund-
völlur framtíðarinnar. Ef við van
rækjum að legg.ia rækt við hann
getur bætt verkmenning og vél-
ræn vinnubrögð ekki orðið að
vara.nlegu gagni.
Um það þarf ekki að fara í
neinar grafgötu að þær hætt-
ur, sem nú steðja að mannkyn-
inu spretta fyrst og fremst af
slíkri vanrækslu fjölda þjóða.
Framieiðslan eykst, hin verald
legu gæði vaxa, tækin verða
fullkomnari en hættan á að
mannkynið tortími sjálfu sér
verður stöðugt ægilegri. Hver
ný styrjöld skapar hraðvirk-
ari manndrápstæki. En hæfi-
leikar þjóðanna til þess að
koma í veg fyrir mannvíg og
blóðsúthellingar þroskast ekki
að sama skapi. Stór hluti
mannkynsins á þess jafnvel
engan kost, að fylgjast með,
vita í hvaða átt straumurinn
ber hann.
I þessu felst hin skelfilega
hætta fyrir framtíð mannkyns
inS.
En hér í bessu norð’æga landi
er daginn að lengja og við hinn
rísandi dag eru tengdar miklar
vonir nú eins og jafnan áður.
Þessi vetur hefur verið mörg-
um ísler.dir.guia þungur í skauti.
Hörð veðrátta hefur hindrað fram
kvæmdir og sjósókn. Tregur afli
hefur rýrt hlut sjómanna. Snjóa-
lög hafa torfveldað afurðaflutn-
inga bænda og hráefnaskortur og
fleiri atvik hafa gert iðnaðinum
erfitt um rekstur.
Allt þetta hefur haft í för með
sér óvenjulega mikið atvinnu-
leysi og vandræði fjölda fólks í
kaupstöðum og sjávarþorpum
landsins.
Atvinnuleysi er ævinlega böl,
sem leikur þá hart, sem verða
fyrir barði þess. Það hefur í för
með sér skort og þjáningar. í
hugum margra vekur það von-
ieysi ðg beiskju. Fullhraustur
maður sem vill vinna en fær ekk-
ert verkefni bíður ekki aðeins við
það efnalegt tjón heldur einnig
andlegan hnekki, sem getur haft
djúptæk áhrif á lif hans. Skortur
og þrengingar nokkurs hluta þióð
arinnar breikkar bilið milli stétta
og starfshópa, veikir þjóðfélag
þeirra og gefur öfgum og ofbeldi
byr undir báða vængi.
Það hiýtur þess vegna að vera
fnark og mið allra þjóðhollra
I manna að vinna gegn því að at-
vinnuleysi slsapizt. Þjóðfélagið
í þarfnast starfskrafta alira borg-
ara sinna. Það hefur ekki efni á
því, að láta þá ónotaða um lengri
eða skemmri tíma.
! Bjargræðisvegir okkar íslend-
: inga eru ennþá fábreyttir og
standa auk þess engan veginn á
traustum grundvelli. Hér getur
J SVO að segja allt brugðist. Fiski-
; göngur og grasspretta ráða lang-
, samlega rnestu um afkomu fó’ks-
ins og atvinnuöryggi.
En við getum gert atvinnu-
vegi okkar fjölbrevttari. Við
getum skapað aukið jafnvægi
í byggðina, þannig að fólkið
safnist ekki á skömmum tíma
saman þar sem ekki eru næg
verkefni fyrir það í skaplegu
árferði. Við verðum að gera
okkur þetta Ijóst ef við ætlum
okkur að vinna bug á erfið-
Ieikum og böli atvinnuleysis-
ins. Það er ekki nóg að við
kennum hver öðrum um það,
og gerum kröfur um að úr
því sé bætt. Raunsætt mat á
orsökum vandkvæðanna er
Hklegasta leiðin til þess að
ráða niðurlögum þeirra.
Því miður verður ekki gengið
framhjá þeirri staðreynd, að mik-
ið brestur á, að við íslendingar
kunnum að leggja raunsætt mat
á þær aðstæður, sem bera okkur
að höndum. Við lesgjum alltof
miWa áherzlu á, að saka hver
annan um ábyrgðina á erfiðleik-
unum en of litla á hið raunsæja
mat á eðli þeirra. Okkur er um
of óljúft að gera okkur grein fyr-
ir ýmsum þeim lögmálum efna-
hagslífs og hagþróunar, sem
ómögulegt er að sniðganga opn-
um augum. Hinsvegar grípum
við fúslega til yfirborðslegra
ályktana, sem við lítil rök styðj-
ast.
Framtíð þessarar þjóðar,
eins og allra annarra byggist
á þroska einstaklingsins og
hæfileikum hans til þess að
hugsa og álvkta sjálfstætt.
Aukið útsýni hans yfir hag
heildarinnar og vaxandi skiln
ingur á mikilvægi þess að
starfa saman að lauSn hvers
vanda er leiðin til bjargálna
og öryggis. Þess skulum við
minnast þá kyrrlátu daga, sem
' framundan eru.
EINS OG kunnugt er var Carl
Hermansen kirkjumálaráð-
herra Danmerkur viðstaddur
útför forseta íslands Sveins
Björnssonar, hinn 2. febrúar
s.l. Hermansen hefur ritað
grein nm íslandsferðina í Aal-
borgs Amtstidende, þar sem
hann lýsir þeim áhrifum, sem
hann varð fyrir hér. Greinin
er mjög vinsamleg í garð ís-
lands og fer ráðherrann lof-
samlegum orðum um allt það
er hann kynntist hérlendis,
ekki sízt íslenzku kirk.iuna og
þjónustumenn hennar. Fer hér
á eftir stutt ágrip af frásögn
hans.
HÖFUÐBORG í SORG
Það var enginn hversdagsblær
yfir höfuðborg íslands er ég kom
þangað föstudaginn 1 febrúar.
Hún var í sorg, því að daginn
eftir átti að jarðsetja fyrsta for •
seta íslenzka lýðveldisins Svein
Fjörnsson. Alla aðfaranótt laug-
ardags mátti heyra vélardyn
snjóýtanna á götunum sem ruddu
braut í snjónum fyrir líkfylgdina.
í björtu vetrarveðri á laugar-
dagsmorguninn voru fánar dregn
ir í hálfa stöng um alla borgina.
Islenzki fáninn er vafalaust einn
fegursti fáni Norðurlandanna, og
ekki sízt með hvítan snjó að bak-
grunni, eins og í þetta sinn, er
fegurð hans og virðuleiki hríf-
andi.
ÍSLENZk TUNGA
Það var sami virðuleikinn, sem
setti svip sínn á útíararathöfnina,
segir ráðherrann. Hann lýsir síð-
an ræðum forsætisráðherra og
forseta Alþingis í Alþingishúsinu
og aðdáun sinni á íslenzkri
tungu. Hann segir m. a. að í ís-
lenzkunni megi glöggt skynja
hinn gagnorða og glyslausa frá-
sagnarmáta fornsagnanna, yfir
íslenzkunni hvíli svipuð heið-
ríkja og yfir sjálfri latínunni.
í FOSSVOGI
Athöfnin í dómkirkjunni ein-
kenndist af virðuleika, yfir-
lætisleysi og falsleysi. Að henni
lokinni var ekið langa leið að
kapellu bálstofunnar. Aldrei hef
ég séð bálstofu, sem hæfir betur
hugarfari alvöru og hátíðleika,
segir ráðherrann. Hér kastaði
rekunum vígslubiskup séra
Bjarni Jónsson, einn af elztu og
virtustu ítirkjunnar mönnum á
íslandi. Síðan fór fram einn
áhrifamesti þáttur athafnarinnar.
Séra Bjarni gekk niður úr
kórnum, og um leið og síðasta
versið var sungið var himinblátt
tjald dregið fyrir og kistan hvarf
sjónum. Ég hef aldrei séð tjald
með þvílíkum lit. í fyrstu hélt ég
að það væri flóðlýst, svo mjög
lýsti af himinbláma þess. Það var
eins og það segði: Nú skilja okk-
ur að allir bláir himnar, allir
himnanna himnar.
VIÐ MESSU
Dagina éftir var sunnudagur
og ég nataði tælrifærið til að
hlýða á rr.essu í Reykjavík hjá
séra Óskari Þorlákssyni. Dansk-
ur prestur, sem heimsótt hefur
ísland hefur fundið hvöt hjá sér
til að kveða upp þann dóm, að
ís’enzka kirkjan væri hnignandi.
Ég get aðeins sagt, að þau kynni,
sem ég hafði af íslenzku kirkj-
unni staðfesta ekki þann dóm.
Það var fjölmennur söfnuður við
messu og það sem einkum vakti
athygli mína var, að sá aldurs-
flokkur, sem átti þarna fæsta
fulltrúa var gamla fólkið. All-
margir voru miðaldra, margir
ungir og fjöldi unglinga, þeirra
sem við söknum svo mjög í
dönsku kirkjunum. Prédikunin
var góð, evangelisk predikun, trú
og sönn hugleiðing um texta
dagsins, Jesús kyrrir vindana á
vatninu.
ono se
fil íslands
Kyii’jifist sfaðgóðri guðfræði-
nnennt íslenzkra presfa
SOMU VANDAMALIN
Daginn eftir átti ég viðræður
við nokkra íslenzka presta á
heimili biskups og kynntist ég
þar staðgóðri guðíræð'm-nnt
þeirra og nútíma viðhorfi til
þeirra vandamála, sem einnig
verða á vegi íslenzku kirkjunn-
ar. Afskekkt lega íslands gefur á
engan hátt til kynna, að guð-
fræðin hafi orðið þar aftur úr,
vandamálin eru hin sömu og hér.
REYKJAVÍK
Annars bendir raunar ekkert
til þess að ísland sé afskekkt,
þegar maður ferðast um Reykja-
vík.
Borgin, sem hefur aðeins 55,000
íbúa sýnist vera miklu stærri, en
hún er í raun og veru. Þetta staf-
ar af því, að Reykvíkingar hafa
lítt notað þá aðferð að reisa há
hús, þannig að byggðin er dreifð
um víðáttumeira svæði en ella
væri og svo er umferðin tröll-
aukin. Umferðarþunginn er
meiri sökum þess, að byggðin er
dreifð og bifreiðin er eina um-
ferijartækið. — Á aðalgöt-
um Reykjavíkur má heita að
aldrei verði lát á umferðinni
langt fram á nótt.
| Eitt af því sem einkerínir
Reykjavík er bað hversu hreinn
og þriflegur bær hún er. Enginn
reykur er til að spilla andrúms-
loftinu þar sem hús eru yfirleitt
hituð heitu uppsprettuvatni, sem
er ein af hinum mörgu auðlind- .
um íslands.
'AUÐUGT LAND
| Enda þótt allt sé dýrt á íslandi
miðað við verðlag í Danmörku.
fer ekki leynt að Island er ekki
einungis auðugt land heldur
einnig land þar sem markvisst er
unnið að hagnýtingu þeirra auð-
linda, sem það býr yfir.
Og þegar maður yfirgefur fs-
land og sér Esjuna og Faxaflóa
fyrir neðan sig vaknar sterk til-
^hneiging til að trúa sannleiks-
(gildi ummæla Edv. Munchs, þar
sem hann segir, að meðan ljómi
Norðurlanda bliknaði annars
| staðar varðveitti ísland hinn nor-
:ræna þrótt fyrir komandi kyn-
slóðir.
| _ Að lokum óskar Hermansen
íslandi velfarnaðar, sem útverði
Norðurlanda í Atlantshafi milli
lEvrópu og Ameríku.
Velvakandi skrifar:
ÚR DAGLSGA fJl’lMU
Lengsta frí ársins.
IDAG hefst lengsta almenna frx
ársins, og hefir margur talið
til þess. Hundruðum saman fara
menn úr bænum, ef veður leyfir.
<ae>
kannski dálítið af
sólskini líka.
Hundruðum saman leita menn
upp um fjöll og firnindi og sækja
þangað þrótt í líkama og sál og
kannski dálítið af sólskini líka.
Veitir af fríunum?
STUNDUM er vikið að því, að
frídagarnir séu of margir, og
víst er um það, að við stöndum
flestum þjóðum framar að þessu
leyti. En hvað skal segja? Er ekki
gerandi ráð fyrir, að hvert Iand
skapi mönnum starfsskilyrði við
sitt hæfi?
Það er líka út í bláinn að miða
okkar frí við frídaga annarra
þjóða, sem ekkert eiga skylt við
okkur.
Vantar skýli fyrir
sjúkravagnana.
FRÓÐIR menn segja, að lítið
stoði að hafa glæsilega sjúkra-
vagna, ef þeir séu ekki vel hit-
aðir og aðbúð sjúklingsins sé að
cðru leyti ábótavant í flutningn-
Um.
Nú höfum við eignazt nýja
sjúkravagna, en þeir standa allt
af úti eins og fyrirrennarar
þeirra, sem teknir voru úr um- ,
ferð fyrir aldur fram
Málið stendur þá þannig, að
kunnugir telja bráðnauðsynlegt
að fá skýli yfir vagnana, ef þeir
eigi að geta rækt hlutverk sitt til
hlítar, en skýlið fæst ekki, af því
að stendur á lóð undir það.
Einu sinni var sótt um Báru-
lóðina, þar sem glæsivagnar bíó-
gestanna standa á kvöldin, en
hún fékkst eltki. Virðist hlutað-
eigandi hafá orðið harðla mikið
um þessa synjun, því að síðan
virðast árarnar hafa legið í bátn-
um.
Þar sem Ijósin hoppa.
BRÉF hefir mér borist úr Selás-
byggð.
„Velvakandi góður. Vænt bætti
mér um, að þú birtir þennan bréf-
stúf héðan af hala baéjarins, bess-
um bæjárhluta, sem í bögn býður
fyrirgreiðslu vandamála sinna.
Eitt er það með öðru, að raf-
magn hefir verið miög lélegt hjá
okkur til skamms tíma, en nú ný-
lega hefir Rafveitan rumskað og
bætt úr skák, svo að l.iósin eru
hætt að hoppa eins gífurlega og
þau gerðu. Þetta ber að þakka.
Strætisvavnar of sjaldan.
MEÐ strætisvagnaferðirnar eru
menn ekki abs kostar ánægð-
ir, þó að nokkur bót fengist í
haust fyrir linurð hins nýja for-
stjóra strætisvaf'nanna. Sem
stendur eru f'itrni ferðir á dag, og
sjá allir, að bnð er of lítið. Helzt
mættu þær aldrei vera færri en
þær eru að sumrinu og bó ein
að auki skömmu fvrir hádegi —■
hraðferð, sem héldist allt árið.
Við bíðum með mikilli óþreyju
frekari úrbóta,
Vatnsleysið til baga.
STÆRSTA vandamálið er vatns-
leysið og trúlega það, sem
torveldast er að leysa vegna þess
að byggðin liggur hátt og er strjál
en mikið má, ef vel vill. Og von-
andi lætur hinn skeleggi borgar-
læknir ekki sitt eftir liggja að ýta
á framgang málsins vegna holl-
ustuhátta og hreinlætis.