Morgunblaðið - 15.05.1952, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 15. maí 1952
iffniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiimmuinimnifniiiiiimniimriniiirTnrTiiiiiiiiiiiimiuiniunmi
nmmipmimmmmmimmnng
RAKEL
Skáldsaga eftir Daphne de Maurier
immiiimimmmmiimmmmmmmmmimmmimimmmmmmmmmmmmmimmimimmmmimiiimimmimmMmimmmimMDimmmiiimiimmiimimiii
Framhaldssagan 17
því að hún kraup alveg niður á
hnén, en hálf-sat ekki á stólnum
eins og' við Ambrose vorum van-
ir að gera.
Þegar farið var að syngja
sálminn, lyfti hún slæðunni og
ég sá að varir hennar hreyfðust
eftir orðunum í sálminum, en ég
heyrði ekki hvort hún söng. Svo
dró hún slæðuna aftur fyrir and-
litið. Presturinn hóf upp raust
sína og byrjaði aftur ræðuna.
Ég velti því fyrir mér hvaða
kona hefði síðast setið hér í þess-
ari stúku. Sennilega Phoebe,
frænka, eða móðir Ambrose, en
hana hafði ég aldrei séð. Ef til
vill hafði faðir minn setið hér
áður en hann fór í stríðið við
Frakkana, þar sem hann iét lífið.
Eða móðir min, sem lifði föður
minn, aðeins í fimm mánuði. Það
hafði Ambrose sagt mér. Ég
hafði aldrei hugsað mikið um
þau. En nú þegar ég horfði á
frænku mína, Rakel, fór ég að
hugsa um móður mína. Hafði
hún kropið hér á pallinum við
hlið föður míns? Séra Pascoe
þrumaði ræðu sína, en ég hugs-
aði um það hvernig það mundi
hafa verið að liggja í fangi móð-
ur minnar. Hafði hún brosað og
strokið yfir hárið á mér, kysst
mig á vangann og látið mig svo
aftur í vögguna? Allt í einu lang-
aði mig til að muna eftir henni.
.....og í nafni föðursins, son-
arins og heilags anda....“ Ég
rankaði við mér við þrumandi
rödd prestsins og stóð á fætur.
Ég hafði ekki heyrt eitt einasta
orð í ræðu hans. Ég hafði setið
eins og í draumi og horft á
frænku mína, Rakel.
Við gengum út úr kirkjunni
og út í sóls.kinið fyrir utan. Þar
stóð lítill hópur og beið okkar,
leiguliðar, kunningjar og vinir.
Meðal þeirra var frú Pascoe og
dætur hennar, ásamt guðföður
mínum og Louise. Þau komu
hvert á eftir öðru til að láta
kynna sig fyrir frænku minni,
Rakel. Hún hafði tekið slæðuna
frá andlitinu, og ég ákvað að
stríða henni með því seinna.
Við gengum niður á götuna,
þar sem vagnarnir biðu. Hún
snéri sér að mér og sagði svo hin
heyrðu: „Philip, vilt þú ekki
sitja í vagninum með ungfrú
JCendall og þá ek ég með herra
Kendall í vagni hans“.
„Jú, vissulega, ef þú vilt“,
sagði ég.
Hún brosti til guðföður míns.
Hann hneigði sig og bauð henni
handlegg sinn. Mér var ekki
annar kostur en setjast upp í
vagninn hjá Louise. Mér fannst
ég vera eins og skóladrengur,
sem hafði fengið refsingu. Well-
ington hottaði á hestana og við
ókum af stað.
„Ég þarf að biðja þig afsök-
unar, Louise", sagði ég, „en ég
komst ekki að heiman í gær. —
Frænku mína langaði til að sjá
landareignina, svo að ég fóu með
henni. Mér vannst ekki einu
sinni tími til að gera þér boð,
annars hefði ég sent einhvern
til þín með skilaboð“.
„Þú þarft ekki að biðja mig
fyrirgefningar. Ég beið í tvo
klukkutíma,- en það gerir ekk-
ert. Mér datt í hug að þú hefðir
tafist við eitthvað slíkt. Hvað
hefur skeð? Hafa engir árekstrar
orðíð enn á milli ykkar? Segðu
mér allt“.
Ég dró hattinn fram á ennið
og krosslagði hendur á brjóstinu.
„Allt?“ sagði ég. „Hvað áttu
við?“
„Nú, bara allt. Hvað sagðir þú
við hana og hvernig tók hún því?
Sýndi hún engan sektarsvip?"
*—0—
Hún taiaði lágt svo Welling-
jton heyrði ekki hvað hún sagði,
jen þó gramdist mér.
J „Við hðfum haft lítið tæki-
færi tíl'að tala saman‘‘, sagði ég.
„Fyrsta kvöldið var hún þreytt
og fór snemma að hátta. Og í
gær vorum við úti allan daginn“.
,,Þú hefur þá ekki talað alvar-
lega við hana ennþá?“
„Það er undir því komið hvað
þú átt við. með „alvarlega““,
sagði ég. „Ég, veit bara að hún
er allt öðru vísi en ég bjóst við.
Þú getur lífea séð það sjálf“.
Louise þagð.i. Hún hallaði sér
ekki aftur á bak í vagnsætinu,
eins og ég, en sat teinrétt með
hendurnarí handskjólinu.
"„Hún' eif falleg“, sagði hún
loks.
Ég lyfti fótuhum ofan af sæt-
inu á móti og snérí 'mér að henni.
„Falleg?“ át ég eftir henni.
„Kæra Louise, þú hlýtur að vera
gengin af vitinu“.
„Nei, hreint ekki“, sagði Lou-
ise. „Spurðu bára -.-föðúf jninn.
Spurðu hvern sem er“.
„Ég hef aldrei héyrt' öðra eins
vitleysu á ævi minni“, sagði-ég,,
„Hún hefur ef til vill falleg augu,
en að öðru levti er hún mjög
hversdagsleg. Ég þeld að hún sé
hversdagslegri en nöfekur önhur
kona, sem ég þekki. Ég get sagt
við hana hvað sem mér dettur í
hug. Eg get talað um hvað sem
er. Og ekkert er sjálfsagðara en
setjast á móti héiínr-og kveikja
sér í pípu“.
-- -o.— ,.4 .f.
„Mér heyrðist þú segja áðan
að þú hefðir ekki fengið tæki-
færi til að tala við hana“, sagði
Louise.
„Vertu ekki að snúa út úr fyrir
mér. Auðvitað töluðum'við sam-
an við borðið og þegar við vór-
um úfi á landareigninni í - gær.
Ég er bara að segja þét að það
er enginn vandi að tala við
hana“.
„Mér skilst það“.
„En hvað það snertir að hún
sé falleg — ég ætla að segja henni
það. Hún fer ábyggilega að
hlæja“. f—
„Hún'vifðist að minnsta kosti
hafa haft mikil áhrif á þig. Auð-
vitað er hún fullorðin kona. Að
minnsta kosti þrjátíu cg fimm
ára, skyldi ég halda. Eða heldur
þú að hún sé yngri?“ ■
„Eg hef ekki minnstu hug-
mynd um það og mér stendur
nákvæmlega á sama“, sagði ég.
„Hún gæti verið níutíu og níu
ára fyrir mér“.
..Hvaða vitleysa. Níutíu og niu
ára konur hafa ekki svona augu
og ekki svona hörundslit. Hún
klæðir sig smekklega. Kjóllinn
hennar vai’ fállegur, þótt hann
væri látlaus. Hana klæðir vel
sorgarbúningur“.
„Hvað gengur að þér, Louise?
Ég hef aldrei heyrt svona kjána-
legpr athugasemdir frá þér fyrr“.
„Ég hef heldur aldrei heyrt
þig tala með slíkri hrifningu um
konu. Hvílík breyting á einum
fjörutíu og átta klukkustund-
um! Jæja, föður mínum léttir
sjálfsagt. Hann óttaðist blátt
áfram blóðsúthellingar eftir að
þú talaðir við hann síðast, og þáð
var engin .furða heldur“.
Ég ■ var fegin að við vorum
komin'að brötfu brekkunni svo
,ég þurfti að fara út og ganga með
Wellington til að létta vagninn.
Ég undraðist framkomu Louise:
I stað þess að vera glöð yfir því
að heimsókn Rakelar frænku
minnar skyldi ganga svo slysa-
lausL -yirtigKhún vera sárgröfh.
Mér...-£annst það bera vott um
litla vinsemd.
Þegar við vorum komin upp á
hæðina settist ég aftur við hlið
hennar.. Hvorugt okkar mælti
orð af vörum alla leið heim. Það
var hlægilega afkáralegt, en hún
gerði enga tilraun til að rjúfa
þögnina og þá ekki ég heldur.
Við stigum úr vagninum við dyrn
ar og biðum eftir guðföð-ur mín-
um og frænku minni, Rakel. -—
Þau spjölluðu saman eins og
gamlir kunning.iar.
„Var. ökuferðin ánægjuleg?“
Spurði frænka mín, Rakel, og
leit á mig. Ég var viss um að
hún gat lesið úr svip okkar,
hvernig samtalinu hafði undið
fram.
ARMMESB
I^22opgmmmlm
VI. ÆVINXÝRI IVIIKKA
Eyfa drottningarinnar
Eftir Andrew Gladv/yn
22.
nú að. Og með einu handtaki svipti hann þeim frá og opnaði
giuggann, sem var út á svalirnar. í einu hendingskasti hljóp
hann út, og heyrði um leið háreisti mikið í fólkinu, sem
inni var.
Mikki klifraði nú niður.áf svölunum og lét sig falla létti-
lega niður í skógarkjarrið.
Þó að komið væri kvöld, var bjart sem af degi, þar eð
funglið skein svo bjart,
Mikki hafði góðan tíma fyrir sér áður en honum yrði veitt
eftirför, og hann var glaður í hjarta sínu og vongóður, þar
sem hann hljóp léttilega í áttina til skógarins og árinnar.
Hann var sem sagt kominn á flótta.
Þegar Mikki var kominn svolítinn spöl frá höllinni, leit
hann við og sá þá.hóp hirðmanna og hermanna og var prins-
inn einn á meðal þeirra.
Allt í einu varð.hann var við einkennileg fyrirbrigði. Allt
í kringum hann risu upp tré, sem ekki höfðu verið þar áður.
Sömuleiðis klettar, sem ekki höfðu heldur verið þar áður,
urðu nú á vegi- hans, og hann varð að sæta lagi til þess að
komast fram hjá þeim.
Þá varð einnig mikil leðja, sem tafði hann mjög, þvi að
hann var alltaf að festa sig. Þetta var allt mjög einkennilegt,
en hann hafði engan tíma til þess að virða þetta fyrir sér.
Allt í einu skauzt hræðileg mannsmynd út úr stórum helli,
sem þarna var.
Þetta var gríðarlega stór og ljótur risi, sem öskraði á hinn
hræðilegasta hátt. Mikki reyndi að smjúga fram hjá honum,
S u ni a r f í z k a si
'gtM. Kdpur
Dragtir
Stuttkápur
Pils
Frá Iðiusýningunni
Vegna hins mikla undirbúnings, sem ekki
er hægt að hefja fyrr en þátttökutilkynn-
ingar hafa borizt, hefur sýningarneíndin
ákveðið, að frestur til að tilkynna þátttöku
skuli styttur þannig, að tilkynningar skulu
hafa borizt skrifstofu sýningarinnar Skóla-
vörðustíg 3, sími 81810 fyrir miðvikudags-
kvöld 21. maí (kvöldið fyrir uppstigning-
ardag).
Tilky nsiiia
Hér með skal athygli vakin á auglýsingu verðlags-
skrifstofunnar, sem birtist í Lögbirtingablaðinu í dag, um
gildandi verðlagsákvæði á vörum og þjónustu.
Reykjavík, 14. maí 1952.
Verðlagsskrifstofan.
"UIIIUIL..
hatauieÍ iu t
Hinar gömlu,
I
m
-a
í rauðy kéfun-
um m m
k®mnar affur á
Frá Ste
AUSTURFE
Frá Reykjavík
alla daga
kl. 10.30 árd.
Frá Stokkseyri kl. 4,45 s. cl.
Frá Eyrarbakka Id. 5.00 s. cl.
Frá Se’fossi kl. 5.33 s. cl.
Frá liveragerði kl. 6.00 s. d.
'daótöÉ Steiadóró
Sérleyfissími 1585
■ ^