Morgunblaðið - 25.05.1952, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.05.1952, Qupperneq 9
Sunnudagur 25. maí 1952. MORGUNBLAÐIÐ 9 KURBKE Laugardagur 24. maí Lýðræði — einræði EFTIR að nazisminn, sem um skeið ógnaði hinum frjálsa heimi, lýðræðinu og jafnrétti manna í fjölmörgum löndum, hafði verið lagður að velli í hatrammasta hildarleik, er sagan getur um, ihugðu menn, að frá ofbeldinu, hin- um uppreidda hnefa, hefði verið að fullu gengið, að minnsta kosti um langt skeið. Vopnað siðleysi hafði lagt meiri hluta álfunnar í rúst, J>ar stóð vart steinn yfir steini og milljónir manna ráfuðu um á vergangi, þjáðar sjúkdómum og hvers kyns harðrétti. Orsök alls þessa var sú feyra sem fólst í lýðræðisskipulaginu, <er Evrópulöndin byggðu öll stjórn- arfar sitt á að fyrri heimsstyrjöld- inni lokinni. Lýðræðið var ekki Srógu sterkt í gæzlu sinna eigin frelsishugsjóna, svo ofbeldismönn- íim nazista og fasista var auðveld- air leikur að leggja það að velli eftir nokkrar atrennur. Þannig hrundi Weimarlýðveldið Jjýzka í rúst, undan stormsveitum Adolfs Hitlers og Miissolini greip stjórnartauma Italíu skjótt eftir fasistagöngu sína til Itómar 1922. Það var gamla sagan. And- varaleysi og samtakaleysi þeirra scm frelsisins nutu, varð óbeint til þess að svipta þá hina sömu því hnossi, og greiða ofbeldinu braut. íslendingum sem sáu þessa liryggðarsögu stjórnmálanna á Bneginlandi álfunnar gerast, á ár- smum milli styrjaldanna, varð ó- sjálfrátt hugsað til sinnar eigin eorgarsögu sjö öldum fyrr. Þær deilur og sú hatramma valdabar- étta Sturlungaaldarinnar, er varð Þjóðveldinu foma að fjörtjóni var isprottin úr keimlíkum jarðvegi og tútför lýðræðishugsjónarinnar á áðurnefndum árum, þótt aldir ekildu þar á milli. í beeði skiptin skorti samhenta og öfluga réttar- og lagagæzlu til verndar frelsi og lýðræðishug- sjónum þegnanna. — í bæði skipt- ;in skorti trausta samvinnu allra |>eirra er ofbeldi og valdarán vildu hindra. Slíkur er ókostur hins frjálsa lífsháttar lýðræðisins, án skipu- lagnir.gar eða valdsstjómar þeg- ar markvissri einræðisstjóm er að mæta hlaut hið veikara að láta jmdan, ef ekkert var að gert. Slík Var hin örlagaríka feyra hins and- Varalausá lýðræðisstjórnarfars. Kommúnisminn rauður fasismi EN þrátt fyrir göfugar og góðar vonir er lýðræðisþjóðir Vesturálfu ólu í brjóstum sínum um framtíð friðarins, eftir að hafa lagt nazism ann að velli með sameiginlegum átökum, og unnið bug á einræðis og ofbeldisöflunum, fór brátt öðru vísi en þær hugðu. Grasið var ekki gróið á gröf- um nazistaleiðtoganna, þegar kommúnistar í æ fleiri löndum Ineð Ráðstjómarríkin í farar- broddi, hófu að feta í fótspor hinna föllnu einræðisherra og gera sífellt opinskárri tilraunir, til að koma lýðræðisríkjunum á kné með sömu vopnunum er nazistar höfðu beitt. Á þeim sjö árum, sem frá stríðs- lokum eru liðin hafa fimmtu her- íieildir kommúnista í flestum lönd- am Vestur-Evrópu unnið Ieynt og Ijóst að því, að hrinda fyrirætl- imum sínum í framkvæmd á sem skjótastan liátt. Menn þurfa ekki að ganga að l'.ví gruflandi lengur hverjar fyr- íræílanir þessar eru. Það skyldi mega ætla að hver sæmilegur Islendingur með óbrjálaða skynsemi gæti séð hvert flokkur þessi stefndi og hvert væri hans baráttumarkmið í íslenzku stjórnmálalífi. Á Austurvelli 30. marz sáu Is- lendingar svo ekkí var um villzt ofbeldi hins skefjalansa úa^ispia Lýðrœði — einræði • KommúnÍGminn rauður íasismi • Friðsem- in vort aðalsmerki • Hvers er af kommúnistum krafizt ® Friðun Reykjanesskaga •’Skógar á Reykjanesi • Frjdlsræði sauðkind- arrna spillir ræktun • Byggingar í sveitum • Ræktunin sitji fyrir • Nýir þjóðhættir og gamlir og fasisma afturgengið í gerfi hinna íslenzku kommúnista. Þar sóru þeir sig svo skírlega í ætt við uppreisnarmennina, flokks- bræður sína í austurátt að hið sameiginlega innræti fékk ekki lengur á sér leynt. Það skiotir eneu máli bótt stormsveitir Hitlers sáluga hafi h'aupið fram til víga uudir hakakrossfánanum, í-1 klrí^clar brúnum bardaga-1 skyrinm, en kommúnist->r frenji sama athæfi undir rauðum fána hins alþjóðiega Atlolf Hitler Hann stjórnaði brúnum ofbeldis- sveitum. kovnmúnisma. Verknaðurinn er sá sami og hugarfarið ná- I skylt. Báðir þekkja mál kylfunn- ar bezt, hvort sem þeir heita Adolf Hitler ættaður frá Austurríki -eða Brynjólfur Bjarnason frá Hæli í Árnes- sýslu, lærður í Berlín á fyrstu árum nazismans. Eftir að hafa séð kommúnista geysast fram til árásar með bar- efli og hraungrjót á lofti, með það í hyggju að skerða starfsfrið æðstu stofnunar þessa lands og búa þingmönnum örkuml, þarf enginn Islendingur lengur að ef- ast um að hann elur snák við brjóst sér styðji hann kommún- istaflokk þann er hér starlar. Veiti menn flokki þeim er slíka hefur stefnuskrá hið minnsta brautargengi, taka menn jafn- framt á sig þá ábyrgð, að hafa átt þátt í því að rauður fasismi vaði hér uppi, þegar minnst varir svo sem aðfarir Þórsgötulýðsins ljósiegast sýndu hinn minnisstæða 30. marzdag, fyrir þremur árum síðan. Frijsemin vcrí aðulsmerki ÍSLENDINGAR hafa .iafnan ver- ið taldir manna fricsamastir, þjóð in hefur stært sig af því að hafa ekki borið vopn um sjö alda skeið, og það hefur verið hennar aðals- merki með erle :dum mönnum að vita ekki hvað bardagar og víg hafa verið nær alit frá öndverðu. Islendingar hafa verið friðar- ins menn, er beitt hafa orku sinni fremur til andlegra fræðiiðkana en mannvíga og verið með réttu hreyknir af slíkri hegðun. Ekkert hefur verið þeim fjær en beiting ofbeldis og undirbúningur róstra og uppþota. Því vekur það furðu og sorg allra sannra Islendinga að all- margir hvatvísir æskumenn hafa látið flekast til ofbeldisbeitingar við þing þjóðarinnar og lögkjörna fulltrúa hennar. Slíkt framferði var svo annar- legt og fjarri öilu íslendingseðli að furðu sætti. En skýringin var nærtæk og auðvelt að sjá hvar fiskur lá undir steini. Þeir piltar er fóru með ár- ásarhug gegn Alþingi 30. marz fundu það ekki upp hjá sjálfum sér án nokkurrar hvatningar. Þeir höfðu illu heilli látið ánetjast af fjötr- um erlendrar ofbeldisstefnu, hinum alþjóSlega kommún- isma, sem gert hefur tilraun- ir, er sumar hverjar hafa heppnazt, til þess að leggia undir sig hvert þjóðríkið á fætur öðru. Það virðist ekki vera fjarri sanni að álykta, að piltar þessir séu í eðli sínu ekki þeir ofbeldis- seggir, er framferði þeirra á Aust urvelli gæfi tilefni til að ætla. lívers er af kommún- nistum krafizt? EN þegar þeir gengu kommún- ismanum á vald, gerðust félagar í Æskulýðsfylkingunni eða flokkn- um, hafa þeir án efa ekki gert sér það ljóst hvers yrði af þeim krafizt sem góðra flokksmanna. Þeir hafa ekki gert sér neina grein fyrir því, eða svo verður maður að minnsta kosti að ætla, að sem meðlimum í kommúnista- flokk er þess af þeim krafizt að þeir hiýði skipunum flokksforingj- anna til hins ýtrasta sem í þjálf- uðum her, því óhlýðni getur boðið ósigrinum heim á örlagastund. Þess er af þeim krafizt, að þeir treysti því á skynsemi foringjanna framar sinni eigin dómgreind, vilji þeirra hlýtur að lúta flokks- viljanum í einu og öllu. Þannig er auðveldara, eftir að þeim hefur verið kennt að láta sína eigin hugsun að mestu ónot- aða og fylgjast með straumnum, að æsa þá til uppþota og ofbeldis, sem dæmin sanna. Þá er þegar fyrir hendi samstilltur ofbeldis- flokkur, er lifir og berst í þeirri ofstækistrú, að allt, sem hann vilji og.geri sé eitt rétt og fyrir það sé öllu öðru íómandi. Þá fyrst, þegar svo er komið, er félaginn orðinn sannur komm- únisti, hollur flokki sínum. Þannig vinnur Brynjólfur Bjarnason að sama marki og Hitler á sínum tíma hafði náð, — að hafa yfir að ráða SOVIET PANORAMA Skriðdrekum er ekið austan megin járntjaldsins og vígbúnaður hafinn, en jafnframt veifa kommúnistarnir friðardulum í vestur- átt og sleppa friðardúfum á flug. Brynjólfur Bjarnason Hann stjórnar rauðum. öflugri, þjálfaðri sveit of- beldismanna er framkvæmi vilja foringjanna skilyrðis- laust. En spurningin er aðeins þessi, gera hinir ungu menn, er r-I árásinni á Alþingis- húsið stóðu sér Ijóst undir hvert jarðarmen þeir hafa gengið, þegar þeir gáfu sig kommúnismanum á hönd? Eru þeir þess fullbúnir að beita sína eigin þjóð ofbeldi, fara með ofstopa gegn féiög- um sínum, er aðhyllast aðr- ar stjórnmálaskoðanir? Vilja þeir kasta burtu allri menningararfleifð fecira sinna og friðarhugsjónum mæðra sinna með því einu að taka út meðlimaskírteini í Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum? Þeir ættu að skoða hug sinn betur. Friðiin Reykjanesskaga REYKJANESSKAGINN er það byggðariag landsins sem einna verst er leikinn af uppblæstri og gróðureyðingu. Af þeim 900 ferkm. láglendis er hverfandi lít- ið eftir af samfelldu gróðurlendi. Telja má víst, að allur skag- inn, að frádregnum nýrunnum hraunum, hafi á landnámstíð verið þakinn þj>kkum jarðvegi og rnikið af hinu gróna landi ver- ið skógur eða kjarrlendi. Á síð- ustu öldum hafa skogarleifarnar horíið að mestu, landið breytzt í örfoka hrjóstur. í byrjun 18. aldar áttu t. d. um 70 jarðir skóg- arítök í almenningum skagans, það mikil, að það mun hafa svar- að kostnaði að starfa þar að viðarkolagerð. Þá hafði öldum saman tiltölu- lega mikill fólksfjöldi verið bú- settur á skaganum vegna hinna nærtæku fiskimiða. Hætt er við, að sá siður hafi legið í landi, að láta sauðfé lifa þar að miklu leyti á útbeit og þess vegna hafi gróðurinn eyðst örar en annars staðar og uppblásturinn tekið yfirhöndina. Skógar á Reykjanesi ÞEGAR mönnum varð það kunn- ugt, að hér á landi væri hægt að gera sér vonir um að koma upp stórbrotnum sitka-greniskóg- um og menn vissu að skógar dafna þeim mun betur, sem úr- koman er meiri, skaut upp þeirri skemmtilegu tilhugsun, hvort ekki mundi hægt að koma upp greniskógum á Reykjanesi úr því loftslagið leyfði tilveru þeirra. I Haglendi skagans er orðið svo lélegt, að útbeitarlandið er þar rcjög rýrt og lítil eftirsjá að sauðfjárbúskapur verði lagður þar niður. Ýmsir velviljaðir menn sem um þetta mál hafa hugsað, hafa ekki hugleitt það nægilega vel, að enda þótt skaginn verði I alfriðaður fyrir ágangi beitarfén- aðar, á það langt í land að auðn- ir hans verði skógi vaxnar. Það yrði með núverandi fólksfjölda í landinu óvinnandi verk að koma þar upp gagnviðarskógum af sitkagreni eða öðrum trjátegund- um. Fyrst í stað verður lögð áherzla á að koma upp afurða- miklum nytjaskógum, þar sem skilyrðin eru bezt, svo sem í kjarrivöxnum fjallshlíðum, er liggja vcl við sól. Aðalnotin af friðun skag- ans, eða hagræði sem af því hlýzt, verður það, að ræktun- armenn í verstöðvunum fá frið fyrir ágangi búfjár með garðlönd sín. En Reykjanes- skaginn getur orðið „kartöflu- kista“ landsins, þó hann sé nú ömurlegur yfir að líta. Frjálsræði sauðkindarma Á FUNDI, er haldinn var hér nýlega um þetta mál með hrepp- stjórum, oddvitum og öðrum áhrifamönnum skagans kom það greinilega í ljós að þeir fundar- menn voru í meirihluta, sem töldu íbúunum hentugast að hverfa frá fjárbúskap. En þó ríkir enn sú skoðun meðal all- margra, að í þessu héraði sem annars staðar eigi að ríkja hið óskoraða frjálsræði sauðkinaar- innar. Tregða manna á að friða lönd í stórum stíl fyrir útbeit á vafa- laust rót sína að rekja til sam- úðartilfinningar manna með skepnunum, sem víða eru van- hirtar, og því talið hart, ef þeim er meinað að bjarga sér, eftir því sem náttúran sjáif leyfir. Jafnvel ber á því hér í höfuð- staðnum, að menn eru tregir til að friða næsta nágrenni bæjar- ins fyrijr beitarfénaði, enda þótt það liggi í augum uppi, að ár- legt tjón, sem beitarfénaðurinn vinnur í garðlöndum bæjar- manna nemur hærri upphæðum en hagnaðurinn ailur, sem af fjórræktinni fæst, og er þá ekki hinn árlegi kostnaður reiknaður með, er lagður er í girðingar og vörzlu. Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri hcfur leitt rök að því í greinargerð sinni um friðun Reykjanesskaga, að það sé hagkvæmara og kostnaðar- minna fyrir íbúa skagans, að rækta eina tunnu af kartöfl- um á ári fyrir hverja sauð- kind, sem nú er látin draga þar fram lífið að miklu leyti upp á eigin spýtur á hrjóstr- um skagans. • By^gingar í sveitum ÓLAFUR JÓNSSON, fyrrverandi Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.