Morgunblaðið - 27.07.1952, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunaudagur 27. júlí 1952 1
10
| EINU SINNI VAR |
Skáldsaga eítir I.A.R. WYLIE |
amiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
lllllllllllllllllll•lmlllmlllll■lllllll■lllllll■l1lllllllllllltlnlllllllll•lml•lUl•
Framhaldssagan 7
Hún sá hvernig hnúarnir á
höndunum sem héldu um stýrið,
hvítnuðu. Henni fannst að enda
þótt hann talaði við hana, þá
hefði hann eiginíega gleymt ná-
vist hennar.
„Enginn veit hvernig það er að
hafa eyðilagt líf og möguleika
ungs manns á þennan hátt, vegna
þess að ekki var hægt að gera
betur .... vegna þess að það var
ekki nógu gott, sem hægt var að
gera“.
„Mig langar ekkert til að
hlusta á svona frásagnir".
„Já, þér getið líka vel farið út
úr bílnum og gengið heim.... “
Hún hallaði sér aftur á bak í
sætinu og blés sígarettureyknum
framan í hann.
„Ég þakka, en þetta er minn
bíll .... eða ég á hann að
minnsta kosti meira en þér. Og
mér finnst ekkert gaman að
ganga“. Hún hló með sjálfri sér
eg bætti svo við; „Ég held að
Lucy frænku muni falla vel við
yður. Mér þykir sjálfri dálítið
gaman að yður“.
—O—
Það var komið kvöld, þegar
Chrissy fékk loks samtalið frá
New York. Síminn hafði verið
lagður upp í hið gríðarstóra
svefnherbergi Luthers Hythe. —
Hún sat á stóra rúminu og þaðan
sem hún sat sá hún ógreinilega í
hálfrökkrinu myndina af kon-
unni, sem máluð hafði verið
skömmu eftir aldamótin. Málar-
inn hafði undirstrikað sterka
drættina í andlitinu, og enda þótt
málverkið væri af ungri konu,
mátti greinilega sjá að hún hafði
gert sér ákveðnar skoðanir um
hitt og annað í lífinu. Það var
líka eitthvað sigri hrósandi yfir
svipnum, eins og hann hefði vilj-
að segja með myndinni: „Hún
fékk það, sem hún vildi.
Loks hringdi síminn. Hún tók
upp tólið og heyrði fyrst aðeins
óm af glaðværum kvenröddum
og hlátursköll. Og svo heyrði hún
röddina, sem hún þekkti svo vel.
Hún reyndi að láta ekki bera á
geðshæringunni í rödd sinni.
„Lou, hvaða hávaði er þetta
.... hvað gengur eiginlega á?
Það er eins og þarna sé fullt
kvennabúr. Hvers vegna hringd-
ir þú ekki til mín .... Jú, víst
.... ég hef verið hérna í tvo
daga og þrælað með tvö gamal-
menni. Við erum að reyna að
gera þetta að mannabústað ....
Lucy frænka kemur með fylgd-
arliði í næstu viku .... jú, auð-
vitað kemst hún alla leið. Eng-
inn gat aftráð henni .... Hún
ætlar að koma hingað til að
deyja hér .... og það er nú
líka ekki mikið annað hægt að
gera hér. Þetta er eins og heims-
endir .... ekkert nema fjöll og
hæðir svo langt sem augað eygir.
Ekki einu sinni kvikmyndahús“.
Hún hlustaði svolitla stund og
sagði svo lágri röddu: „Það verða
ekki meira en nokkrir piánuðir
.... eða varla það“.
Rödd hans var orðin blíðari.
Það var eins og hann myndi nú
betur eftir ölium ánægjustundum
þeirra saman. „Reyndu að sakna
mín“, sagði- hún. „Ég sakna þín
mikið. Hér er ekki nokkur ein-
asti karlmaður, sem er þess virði
að iíta á .... nema ef væri
kannske læknirinn. Skrítinn ná-
ungi. Hann stal bíl Lucy frænku
til að komast á milli sjúkling-
anna. Eina leiðin til að ná bíln-
um af honum aftur, var að fara
með honum. Ég held að við höf-
um farið meira en tvö hundruð
mílur og ég er aum um allan
skrojkkinn eftir. Ég sk'al ségjá
þér betur frá honum seinna. Jú,
auðvitað var gaman. Ég vissi
ekki einu sinni að svona fólk
væri til .... Nei, við skulum ekki
tala meira um það .... Þú hefur
ekkert gaman að því. Mig langar
bara til að tala við einhvern. Ég
er svo einmana".
„Veslingurinn. En þú hefur þó
haft þennan lækni til að tala við“.
„Ég var bara eins og hver ann-
ar farangur. Hann leit varla á
mig. Webb éamli og konan hans
eru eina hjálparlið mitt .... hann
gerir furðulegustu kraftaverk.
Ég held að það endi með því að
hægt verði að búa hér....“
„Láttu hann ekki gera einu
kraftaverki of mikið“.
„Enginn hætta. Honum líkar
ekki fólk'af okkar tagi. Honum
finnst að betur væri ef allir af
Hythe-ættinni væru komnir und-
ir græna torfu“.
Það var stutt þögn. Hún þótt-
ist vita að hann var að hugsa sig
um .... hann var alltaf varkár
um það, sem hann sagði.
„Já, ég sakna þin líka. Ef ég
gæti útvegað mér nóga peninga,
mundi ég koma með næstu flug-
vél .... aðeins til að fá að sjá
þig-...“
Af einhverjum ástæðum varð
henni litið á myndina af kon-
unr.i, sem hékk á veggnum fyrir
íraman hana.
„Lou .... Lou, ég get það ekki.
Ég þori það ekki. Ég á svo lítið
eftir. Ég held að gömlu konuna
sé líka farið að gruna mig. Hún
sagðí við mig rétt áður en ég
fór: Þú notar aldrei brjóstnálina,
sem ég gaf þér. Ég laug því að
henni, að hún væri í viðgerð.
Hún trúði mér þó ekki. Já, auð-
vitað veit hún það. Og henni
þykir gaman að því í Iaumi“.
Aftur varð þögn.
„Jæja. Við verðum þá að
bíða“.
„Þú verður að vera þolinmóð-
ur, Lou“.
„Þolinmæði er mitt eina hald-
reipi“, sagði röddin í símanum.
—O—
Dreek Radnor stóð inni á bíla-
verkstæðinu hjá Gus Carter og
horfði á leifarnar af „Delilhu".
Þær voru ekki burðugar. Gus
sagði að c-;ullinn í henni væri
líka brotinn.
„Mér var meinilla við að selja
þér hana, svo ég segi frómt frá“,
sagði Gus, „en þú varst ókunn-
ugur hér og ég þurfti á pening-
um að halda í svipinn".
Dreek strauk skítbrettið á
henni í kveðjuskyni. Hún hafði
þjónað honum dyggilega í tvö
erfið ár, en nú var hún búin að
vera. Hann hafði heldur ekkí
haft fé nema til brýnustu nauð-
synja. Hann átti ekki marga vini,
og hann hafði yfirleitt verið álit-
inn þver og þrjóskur og farið
sínar eigin götur. Síðan hann
mundi eftir sér hafði búið í hon-
um einhver kraftur, sem hafði
orðið að fá útrás. Honum hafði
fundist hann vera að þjóna ein-
hverri köllun, en nú var hann
ekki viss um það lengur. Þegar
öllu var á botninn hvolft, var
ekki nægilegt að eygja takmark-
ið. Maður varð líka að ná því.
Ef ekki voru ráð til þess, var
hætta á að maður gæfist upp. —
Ef hann gæti ekki betlað sér bíl
eða stolið frá einhverjum myndi
Syd Harris verða að komast yfir
veikindi sín hjálparlaust. Chrissy
Hythe og bíllinn hennar voru
farin. Webb gamli hafði sagt hon-
um það i símanum, að hún hefði
farið á járnbrautarstöðina við
Great Rocks, til þess að taka á
móti frú Hythe, en hún kom
nokkrum dögum á undan áætl-
un.
Tad litli Foster mundi standa
allan daginn við hliðið og horfa
út á veginn, en hann mundi ekki
koma. Unga konan hans Bill
Strange átti von á fyrsta barninu
sínu. Þau voru bæði kvíðin, alein
langt uppi í fjalli. Bill hafði sagt
við hann" síðast: „Við treystum
þér“. Og hanri hafði sagt að það
væri óhætt.
Honum datt í hug Chrissy
Hythe og það sauð í honum reið-
in. Hann langaði til að láta hana
fá að finna fyrir því einhvern
tíman hvernig var að þjást af
kvíða og sulti.
—O—
En það var ástæðulaust að
hugsa um hana, eða hella sér
yfir Gus. Hann átti við nóg vanda
mál að stríða fyrir því. „Jæja,
minnstu mín í bænum þínum“,
sagði Dreek og gekk út á Main
Street. Þar sást varla nokkur
hræða. Það var eins og bæjar-
búar væru annað hvort sofandi
eða fluttir burt. Gluggatjöldin
Karlmanaisföf
Og
eftir Grimmsbræður
Þegar kóngurinn sá blóðið á svuntunni, trúði hann þessu
og varð svo reiður, að hann lét byggja turn, þar sem hvorki
sá til sólar né mánar, og þar lét hann drottninguna. í 7 ár
átti hún að vera í turninum, án þess að fá vott né þurrt.
Drottinn sendi tvo engla til hennar, sem komu í dúfulíki
tvisvar á dag með mat.
I Matsveinninn hugsaði nú með sjálfum sér, að það væri
kannske réttara fyrir hann að flytjast úr höllinni, ef það
j reyndist rétt, að drengurinn byggi yfir óskagáfu. Hann sagðx
svo u; p vinnunni og fluttist þangað, sem drengurinn hélt tiL
Þá var drengurinn orðinn nokkuð stór, og gat orðið talað. j
Matsveinninn skipaði honum nú að óska sér, að húsið
þeirra yrði að skrautlegri höll með fögrum skemmtigarði. j
Drengurinn var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu, en höllin
stóð þar fullbyggð.
I „Það er ekki rétt, að þú sért hérna aleinn“, sagði mat-
sveinninn. „Óskaðu nú eftir fallegri stúlku til þess að vera
þér til skemmtunar.“
j Drengurinn gerði eins og matsveinninn bað, og um leið
stóð hjá honum gullfalleg stúlka. Þau léku sér saman, og
leið ekki á löngu þar til þeim þótti orðið mjög vænt um
hvort annað. En matsveinninn lagði stund á veiðar, og hélt
sig að hætti ríkra manna.
Einu sinni datt matsveininum það í hug, að ef til vill myndi
drengurinn taka upp á því að óska sér að komast heim til
föður síns.
Verzlunin Nolað o" Nýlt
Lækjargötu 8.
Pragfir
Vandaðar dragtir úr ensku
ullarefni og gabardine. —
Verð frá kr. 380,00.
Venslunin Notað og Nýtt
Lækjargötu 8.
TIL LEIGti
2ja herbergja íbúð, ca. 70
fermetrar á hæð í nýju
húsi. Sérinngangur. Tilboð
merkt: „Sólvangur — 789“
sendist afgr. blaðsins fyrir
þriðjudagskvöld 29. þ.m.
TriElubátair
4 tonna trillubátur, rreð ný-
legri vél til sölu strax. Uppl.
í síma 1419.
liúseigsi
til sölu
á góðum stað í bænum. 1
húsinu eru tvær 3,ia her-
bergja íbúðir ásamt verk-
stæðisplássi í kjallara. Hús-
ið getur verið allt laust ef
um semst. Nánari uppl. gef-
ur
Hannes Einarsson
fasteignasali Óðinsgötu 14B
Sími 1873.
Veið fjarverandi
til 11. ágúst. Hr. læknir
Elias Eyvindsson, Aðalstr.
8, gegnir heimilislæknis-
störfum mínum á meðan.
Viðtalstími kl. 4—-5 alla
daga nema laugardaga. Sími
2030.
Ólafur Tryggvason
læknir.
Siominn heim
Vallýr Albertsson,
læknir.
Fíúnc|
Röndétt, einlit.
UrJ Jnylljarcja' Jolin40*
rySvarna- og
ryðhreinsunar*
efni
Geogrette
rósótt í upphlutsskyrtur og
svuntur.
B E Z T
Vesturgötu 3.
Nýjasta tízka
Nylan-sokkar með grænum,
rauðum, brúnum og biáum
hæl og saum eru komnir.
Hringbraut 71.
Keflavík.
iCeftvíkingar
Nyien-sokkar, kr. 27,50
gólfmottur kr. 23,00,
og livítt léreft kr. 11,50 pr.
m. er komið aftur.
Hringbraut 71,
Keflavík.
Vantar
4 menn
á handfæraveiðar. Uppl. í
síma SS59 milli kl. 2—4 í
dag.
1. véðstjóra
vantar á m.b. Heimir. Uppl.
um borð í bátnum í Hafnar-
firði eða í síma 80287 eftir
kl. 7.
Enginn getur farið peysu-
laus í sumarleyfið.
Fellegar og ódýrar
Peysur
við allra hæfi í
V'crzlun
Ónnu Þórðardótlar h.f.
Skólavörðustíg 3. Sími 3472
Frá
Tekið verður við umsóknum um skólavist í 3. og 4.
bekk gagnfræðaskólanna í Reykjavik (þ. e. Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
Verknámsdeildar gagnfræðastigsins) hér í skrifstofunni
Hafnarstræti 20 (Hótel Heklu), 2. hæð, (gengið inn frá
Lækjartorgi) þriðjudag 29., miðvikudag 30. og fimmtu-
dag 31. júlí, kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h.
Umsækjendur um 3. bekk hafi með sér unglingaprófs-
skírteini, en væntanlegir fjórðubekkingar vottorð um
3. bekkjar próf.
Gætið þess að sækja nógu snemraa um skólavist. ,
Skrifstofa fræðslufulltrúa.