Morgunblaðið - 31.07.1952, Side 2
f 2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. júlí 1952 j
n
.1
* WASHINGTON — Það þyk-
^ir m. a. sýna hversu mikla
áherzlu Bandaríkjamenn leggja
á utanríkismálín. að bæði forseta
og varaforsetaeínin sem stóru
flokkarnir hafa valið sér eru
menn sem allir eru kunnir að
reynzlu og þekkingu í þeim efn-
um.
ir Eisenhower.-t,. forsetaefni
republikana er áð sjálfsögðu gagn
kunnugur máléfnúm Evrópu sið-
an hann gengdi hershöfðingja-
störfum A-bandalagsins í París
og frá þvi- hann stjórnaði innrás-
inni á meginlandið í heimsstyrj-
öldinni. En Eisenhower hefur
oinnig á -fyrri árum gengt her-
þjónustu í her' Bándaríkjanna á
Kyrrahafi og kynnti sér þá á
ýmsan hátt málefni Austur-Asíu.
★ Adlái' Stevenson forsetaefni
demókrata öðlaðist staðgóða
jþekkingu; á alþjóðamálum er
hann vann fyrir hönd lands síns
að stofnun samtáká Sameinuðu
þjóðanna. Hánn 'hefur auk þess
margsinnis annast'etindisrekstur
stjprnar slrínar í Evrópu m. a. í
Brfetlandi'óg Ítalíu. Á stríðsárun-
um var hann 'ráðúnautur flota-
málaráðh’érrans í Asíu- og Kyrra-
hafsmálum. - •
ir Nixon, varafórsetaefni re-
publikana, ‘gengdi herþjónustu í
flota Bandaríkjanna í Kyrrahafi
á stríðsárunum' og v' aflaði sér
haldgóðrar þekkingar á málefn-
um Austurlanda. Hann hefur
einnig veríð sendur í opinberum
erindagerðum um Evrópulönd.
ffe Sparkman varaforsetaefni
demókrata hefur margsinnis heim
ÆÓtt Evrópu og kynnt sér mál-
efni hennar,-en sérgrein hans eru
þó Asíumál. Hann var einn af
-aðalráðunautum Bandaríkjaþings
við unditbuning japönsku frið-
Æirsamninganna og var fulltrúi á
ráðstefnunni í San Fransiskó þar
sem samningarnir. voru undirrit-
aðir í sept. s..l.
ir AHir hafa menn þessir marg
lýst yfir, að þcjr telji heimsveldis
stefnu kommúnismans hina geig-
væniegiistu ógnun vid heimsfrið-
inn, og jafnframt að þessari ógn-
un sé unnt að bæja frá með sam-
stiiltum viðbúnaði hins frjáisa
heims.
fimffl ski
RUFARHOFN, .30. júlí. — Hing-
að komu í dag fimm skip með
síld til bræðslu. — Var Helgi
Helgasoti með 357 mál, Kári Söl-
imundarson 237, Smári, Húsavík
318 .Reynir, Akranesi 108 og
Mímie, Akranesi 215 mál. — Síld-
veiði hefur engih verið að því er
frétzt hefur. —' E.
(hurchifi
Framh. af bls. 1
ondurbóta og fullktíranunar. her-
.gagnaiðnaðarins í landinu.
TIL BUÁÐABIRGÐ V
Churchill upplýsti að innflutn-
ingshömlur þser og sparpáðaíráð-
stafanir, sem Bptler hafði boðað
í umræðunum daginn áð,u,r væfu
aðeins til bráðabirgða og mundu
xnál þessi verða tekin til ræki-
legri meðferðar á fundum forsæt
isráðherra Samveldisins í nóv-i
cmbermánuði n.k. Kvaðst Churc-
hili mundu samkvæmt venju
verða í forsæti á ráðstefnunm en
Eden annaðist sem varaforsætis-
ráðherra allan undirbúning.
ATTLEE — BEVAN
-Attlee, fyrrum forsætisráð-
li^rra, tók til máls að lokinni
ráeðu Churchills og gagnrýndi úr
ráeði stjórnarinnar, sem hann
s^gði að væru með öllu ófull-
nægjandi. Þvínæst tók Bevan til
njáls og þuldi venjulega þulu
sína gegn Bandaríkjunum og
stefnu þeirra í utanríkismálum.
Frá Ólfmpíuleikunum — effir Afla Sleinarsson, fréffaritara Mergunblaisins
Bandaríkjamenn fengu
Ólympíumeislan á sarna
HELSINGFORS, 21. júlí. — Dag-
inn í dag áttu Bandaríkjamenn.
Fjórum sinnum stigu þeir á efsta
þrep verðlaunapallsins og þjóð-
söngur þeirra var leikinn. Fyrst-
ur til að sigra í dag varð O’Brien
í kúiuvarpi og á pallinum stóðu
einnig landar hans tveir, Hopper
og Fuchs, sín hvoru megin. Næst-
ur á pailinn var Moore, 400 m
grindahlauparinn, með Rússa og
Nýsjálending við hlið sér. Rem-
ingio tók þá við gullinu fyrir sig-
ur í 100 m hlaupi og loks Biffle
fyrir langstökk.
Fimmta og síðasta verðlauna-
afhendingin V'ar fyrir 50 km
göngu, en þar bar sigur úr být-
um ítalinn Giuseppe Dozdoni. En
afrek hans er nýtt Ólympíumet
og heimsmet.
IJNOANKEPPNI f
STANGARSTÖKKl
íþróttakeppni dagsins hófst
mcð undankeppni í stangarstökki,
kúluvarpi og langstökki. Meðrl
garpanna á vellinum v'ar Torfi í
bláum buxum og hvítri peysu
með ÍSLAND yfir brjóstið. Hann
kunni sýnilega við sig á þessum
stað. Rabbaði við keppinauta
sína og mýkti sig upp með ýms-
um æfingum þess á milli. Öðru
hvoru gaut hann auga til lang-
stökkvaranna, sem voru að und-
ankeppni sinni á sama stað. Ef
til vill hefur Evrópumeistarann
langað til að vera með.
Byrjunarhæðin var 3,60 og
allir flugu yfir nema Egyptinn
Sherbiny, sem felldi tvisvar, Á
næstu hæð, 3,80 m, datt hann úr
keppninni ásamt Buch da Silva,
Bfazilíu. 3,90 komust allir yfir
sem eftir voru, en þó mismun-
andi auðveldlega og á fjórum
metrum fór fyrst nokkuð að
fækka í keppninni (4 m voru
lágmarkið í aðalkeppnina) þó
fleiri færu yfir en ýmsir bjugg-
ust við. 19 keppa því í úrslita-
kepninni á morgun.
Torfi var sýnilega í essinu
sínu, og er ekki óvarlegt að
ætla að hann sé nú í þann
veginn að komast í sitt gamla
form. Hverja hæðina af ann-
arri fór hann yfír í fyrsta
stökki, nema 4 m í öðru, og
með sínum kyngikrafti og f jað
nrmagni vakti hann athygli
allra er horfðu á. Svissneskur
blaðamaður sagði: Þessi mað-
ur stekkur svo gaman er að,
hinir læðast yfir.
BANDARÍKJAMENN
BÁRF AE
í undankeppni langstökksins
náðu aðeins 7 menn tilskildum
árangri til þátttöku i aðalkeppni
siðar um daginn. Voru það Banaa
ríkjamennirnir allir, Hollending-
urinn Visser, Brazilíumaðurinn
Facanha, Ungverjinn Földesi og
Price frá S.-Afríku. Var því bætt
við sex næstu mönnum. Stökk-
lengdin í undankeppninni var
frá 5,31 upþ í 7,40 m.
Aðalkeppnin hófst klukkan 3
og var ekki lokið fyrr en að
ganga sjö. Á þeim tíma urðu lang
stökkvararnir, eins og hástökkv-
ararnir í gær, fyrir ótal truflun-
um, sem áreiðanlega hafa átt
sinn þátt í þeim lélega árangri
sem náðist. Ameríkumennirnir
báru af. Þeir hafa langa og góða
hraðatrennu og fljúga sjaldnast
styttra en 7,20. Brazilíumaðurinn
Facanha vakti athygli fyrir ná-
kvæmni á plankann og fallegan
stíl. En yfirleitt hreif langstökkið
áhorfendur ekki, hvort sem það
er vegna þess, hversu langan
tíma það tók eða fyrir lélegan!
árangur.
SÁ BEZTI MISSTI AF
STRÆTISVAGNINUM
Langstökkið var sorgarleik-
Úrslitin í 100 m. hlaupinu. — Á fyrstu braut er Soukharev, sera
varð 5., á anrari braut er McKenley, sem varð annar, á þriðju
braut er sigurvegarinn Remigino, á 4. braut Smith, sem varð 4., á
5. braut Bailey, sem varð 3. og á 6. braut Treloar, sem var 6.
ur að einu leyti. Maðurinn,
sem sýnt hafði mestu tilþrif-
in og lengsiu stökkin komst
ekki á pallinn, því í öll skiptin
þrjú markaði hann með tánni
fram fyrir plankann, stund-
um þó svo lítið a.ð kalla þurfti
þrjá tlómara til að dæma. —
Maður þessi var Ameríkumað
urinn Brown, konungur lang-
stökkvarai na. Um morguninn
tryggði hann sár sæti í aðal-
kcppninni með einus tökki. Uni
tlaginn átti hann 3 stökk öíl
7,60—7,80 — en ógild. Eftir
þriðja stökkið var hann bug-
aður, lá með andlitið byrgt í
sandgryfjunni nokkra stund,
en reis síðan á fætur og ósk-
aði löndum sínum lil ham-
ingju mcð tvö fyrstu sætin.
Alheimsmót geyma því miður
oft sögu eða sögur um svipuð
tilfelli.
Ól.m.: Jeremo C. Biffle, USA,
7,57 m, 2. Gourdine, USA, 7,53
m, 3. Földesi, Ungverjal., 7,30
m, 4. Facanha de Silva, Brazilíu,
7,23 m, 5. Valtonen, Finnl., 7,16
m og 6. Griforjev, Rússl., 7,14 m.
ÞREFALDUR SIGUR
Það voru engin óvænt úrslit að
tríó Ameríkumanna skyldi skipa
fyrstu 3 sætin og að tveir beirra
skyldu vera yfir gamla Ólym-
píumetinu í kúluvarpi. Þó háðu
O’Brien og Hopper sentimetra-
stríð þó þeim fyrrnefnda tækist
að ná sigurkastinu, 17,41 m, í
fyrstu umferð, en Hopper ekki
fyrr en í síðustu. Aðdáunarverð
var hins vegar harka heimsmet-
haíans Fuchs. Hann var eins og
áður hefur verið getið með slit-
ínn vöðva í hægri hendi. Auk
þess hafði hann meitt sig á fæti.
Samt sem áður haltraði hann í
hringinn og kastaði með veikri
hendi og tryggði að aðeins
Ameríkumenn voru á pallinum
við sigurvegarahyllinguna og
verðlaunaafhendinguna. Sú saga
mun einnig minnisstæð eins og
sorgarleikurinn i langstökkinu.
Friðrik Guðmundsson, sem
skráður var til kúluvarpskeppn-
innar tók ekki þátt í henni. —
Ástæðan er sú, að undankeppni
í kringlukasti er í fyrramálið, en
hans aðalgrein er kringlukast.
Úrslit í kúluvarpi:
Ól.m.: O.Brien, USA, 17,41 m,
2. Hopper, USA, 17,39 m, 3. Fuchs,
USA, 17,06 m, 4. Grigalka, Rúss.
landi, 16.78 m, 5. Nilson, Svíþj.,
16,55 m fsænskt met), 6. Savid-
ge, Bretl., 16,19 m, 7. Federev,
Rússl., 16,06 m, 8. Stavem, Nor-
egi, 16,02 m (norskt met), 9.
Skobla, Tékkóslóvakíu, 15,92 m,
10. Krzyzanöwski, Póll., 15,08 m.
Alls mættu 20 menn til kúlu-
varpskeppninnar. 13 þeirra náðu
14,60 og komust í aðalkeppnina.
Styzta kast keppninnar var 13,00
EIN kunnasti maður í bændastétt
landsins, Jón H. Þorbergsson.
bóndi á Laxamýri, er sjötugur í
dag.
Ungur að árum fór Jón til
Noregs til að kynna sér sauðfjár-
rækt og dvaldi hann þá á hinu
kunna sauðfjárræktarbúi Hodria
og stundaði hann nárn í búnaðar-
deild í lýðháskóla. Síðan fór han
til Danmerkur og til Hjaltlands til
að kynnast búnaðarháttum þar. í
þeirri for kynnti hann sér mjög;
rækilega sauðfjárrækt Skota.
I Starfsmaður Búnaðarfélags ís-
lands var hann í 10 ár og íerð-
aðist þá mjög víða um landiS
' og lagði mikla áherzlu á að kenna
bændum að velja hrúta til und-
anledis, svo og að bæta meðferíS
íjársins m. a. með því að koma
á reglubundnum böðunum sauðt
fjár.
Um 11 ára skeið var hann sjálfs
eignarbóndi að Bessastöðum á
Álftanesi. Tók hann þar mikinn
þátt í búnaðarmálum í Kjalarnes-
þingi. — Að þessum tíma liðnum
leitaði hann aítur heim í átthag-
ana í Þingeyjarsýslu og kaupie
þá hið kunna höfuðból Laxamýri
og hefur hann búið þar rausnar-
búi æ síðan. “
Hann var strax framamaöur I
sveitinni og stofnaði þegar sama
árið Búnaðarsamband S.-Þing-
eyjarsýslu. Þá hefur Jón á Laxa-
mýri ritað fjölda greina bæði í
blöð og tímarit um búnaðarmál
og gefið bækur út um þau cfm.
Þessum ágæta bónda, sem um
tuga ára skeið hefur unnið aði
velferðarmálum íslenzks land-
búnaðar, mun seint verða full-
þakkað fyrir sín merku og mikil-
vægu störf. i
MJÖG JAFNT 100 M IILAUP
Síðustu tvær umferðir 100 m
hlaupsins fóru fram í dag. — I
undanúrslitum náðust hrein úr-
slit og 10,7 hrukku ekki til í
hvorugum riðlinum. Bandaríkja-
mennirnir Remigio og Smith,
Bailey, McKenley, Treloar og
Soukharev komust í úrslitin. En
hér varð einnig sorgarleikur. —
Einhver þessara manna hefði án
nokkurs efa orðið að víkja fyrir
Bandaríkjamanninum Bragg,
sem af mörgum vár talinn viss
með sigur. Hann gekk til leiks
með reifað læri og varð síðastur
í fyrri riðri undanúrslita á 10,9.
■ Úrslitariðillinn var gífurlega
harður. Eini riðill 100 m hlaups-
ins, sem ekki var þjófstart í. —
Þessir sex hlauparar hlupu hlið
við hlið efl i markinu var lág-
vaxni Bandaríkjamaðurinn
snarpi, Remigino, tommu á und-
an McKenley og myndavélin
varð að leysa mannsaugað af
hólmi við það að ákveða úrslitin.
Og hvílík úrslit. Fjórir
fyrstu menn á 10,4 sek. og
tveir síðustu á 10,5. Aldrei fyrr
hefur úrslitariðill verið svo
harður á Ólympíuleikum. —
Hvítur maður hefur heldur
ekki unnið síðan 1928 og langt
er síðan hvítir menn voru í
meirihluta í úrslitum 100 m
hlaupsins.
Ól.m.: Remigino, USA, 10,4
sek., 2. McKenley, Jamaica, 10,4
sek., 3. Bailey. Bretl., 10,4 sek.,
4. Smith. USA, 10,4 sek., 5. Souk-
harev, Rússl., 10,5 sek. og 6. Tre-
loar, Ástralíu, 10,5 sek.
ÖRUGGUR SIGURVEGARI
En af sigurvegurunum frá i
dag bar Bandaríkjamanninn
Moore hæst. Hann var fyrir
þessa Ólympíuleika talinn einn
öruggasti sigurvegarinn. Aldrei
komst hann í beina hættu, og
bætti tíma sinn alltaf í seinni
tilraun báða dagana. Og í úr-
slitunum í dag jafnaði hann sitt
sólarhringsgamla Ólympíumet
þrátt fyrir regnskúr og að hann
fengi sjöttu braut, sem fram til
Sýningar íslenzku
glímumannanna
hafa fekizt vel
HELSINGFORS, 23. júlí—GJímU
flokkur Ármanns hefur nú sýnt
þrisvar íslenzka glímu hér í
Helsingfors. Sýningar þessar erut
liður í Ólyrnpíuleikjunum ers
Finnar fóru fram á það við ýms-
ar þjóðir að sýna þjóðlegar íþrótfc
ir. .
Glímusýningarnar hafa far-
ið frarn í Sibeliusargarðinurri
eins og aðrar slíkar sýningar-
greinar. Þær hafa tekizt mjög
vel, vakið hrifningu mikils
fjölda gesta. Sérstaklega hefup
glíma þeirra Rúnars Guð-
mundssonar og GuðmundaÞ
Ágústssonar vakið mikla
ánægju. <
Glímusýningarnar eru með þvl
sniði að fyrst er sýningarglíma
' en síðan bændaglíma og hafæ
þeir Rúnar og Guðmundur verifS
’ bændur. Þorgeir Guðmundssoh
íþróttakennari er þjálfari, far-
arstjóri og stjórnandi glímu-
mannanná, en Yrjö Nora, íþrótta-
kennari, sem um skeið var þjálf-
I ari Ármanns í Reykjavík, kynnip
atriðin og skýrir glímuna, gang
, hennar og markmið. —Atli. u
---------------- 3
Byrjad á jarðgöngunf
undir Monf Blanc
Framhald á bls. 3, 1 stundum,
PARÍSARBORG — Framkvæmd-
ir eru nú hafnar við jarðgöngirl
miklu undir Mt. Blanc, og standai
að þeim þrjú ríki: Ítalía, Frakk-
land og Sviss. í göngunum, serni
verða 7 mílur að lengd og 2S
feta víð, verður þjóðvegur, ev
! tengir borgirnar La Dalmaz 2
Frakklandi og Entreves í Ítalíu.
I Tímasparnaður á ferðum milli
j Ítalíu og Vestur-Evrópu nýju
leiðina skiptir mörgum klukku-