Morgunblaðið - 08.08.1952, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.08.1952, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 8. ágúst 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rítstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. vuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Heimsökn norrænna búnaðarírömuða Gestaiy Háskólans: írskur uppreisnurlorlngi, síiar utunrikisruðherra NÝLEGA er kominn hingað til lands í boði Háskólans írskur lög- fræðingur og stjórnmálamaður, sem á hinn fjölbreytilegasta, glæsilegasta og ævintýraríkasta feril að baki sér, þótt enn sé ekki kominn að fimmtugu. Hann er Sean MacBride, einn af for- vígismönnum írsku þjóðfrelsis- Treysíir menningarlengsl ayþjóðanna fvegjp Á SUNNUDAGINN var, bar ' hingað að garði óvenjulega marga góða gesti frá Noiðurlöndum þar s,m voru búnaðarfrömuðir frá hinum No.ðu.landaþjóðunum íjórum, er hingað komu til þess að sitja aðalfund bændasamtaka I-.orðurlar.da, er hér skyldi halda. Fyrir skömmu hafa hin ís- lenzku bændasamtök þ. e. a. s. Ltéttarsambandið, gerzt aðili að þessum norrænu félagssamtök- vm. Mun það hafa verið Bjarni Ásgeirsson, núverandi rendiherra íslands í Ne-regi, fyrrverandi for- maður Búnaðarfélags Islands, er gerðist frumkvöðull að því, að ísienzku bændasamtökin yrðu aðili að þessum alisherjarfélags- skap norrænna bænda. Biaðinu er kunnugt um, að ser.diherrann a. m. k. studdi hugmyndina að þessari nýbreytni. Steingrímur Steinþórsson, for- sætisráðherra, hóf umræður á þessum aðalfundi r, mánudaginn var eins og getið hefur verið um hér í blaðinu, þar sem hann, eins og rétt var, bauð hina erlendu fulltrúa velkomna í nafni ríkis- stjórnar og þjóðarinnar. Greip hann um leið tækifærið til þess að gefa gestunum nokkrar leið- beiningar um sérstcðu íslenzks iandbúnaðar, svo þeir gætu betur áttað sig á, og dregið réttar álykt- anir af því sem fyrir augu þeirra bæri á ferð þeirra hingað. Þá tvo daga, sem aðaifundurinn stóð yfir, fengu íslenzkir íulltrú- ar fundarins gott tækifæri til að kynnast ýmsum dægurmálum, er snerta landbúnað þessara þjóða. En Guðmundur Jónsson skóla- síjóri á Hvanneyri, og Pálmi Einarsson ’andr.ámsstjóri, íluttu hver sitt fræðandi erindi um ís- lenzk landbúnaðarskilyrði al- rnennt, og um hina tiltölulega nýju íslenzku löggjcf, um óðals- rétt og erfðafestu. í grein sinni hér i blaðir.u á sunnudaginn var, þar sem Árni G. Eylands fagnar þessari gesta- komu, og bendir á hve aukin sam- ( :bönd íslenzkra bænda við frænd- þjóðirnar geti komið okkur að margvíslegu gagni, kemst hann m. a. að orði á þessa leið: Bændurnir búa ekki Iengur við einangrun eylandsins frem ur en aðrir þegnar þjóðfélags- ins, og vissulega cr þeim iolt að mæla sig á þann kvarðr-. er afskipti þjcoa á miili marka. Af því hafa bændurnir margt I að læra. Því bjóða beir hina crlendu biinaðarfrcmuði hjart1 anlega velkomna til fundar og ferðalaga, til viðræðna og við- kynningar. Síðan umræðum aðaifundarins lauk, hafa hinir erlendu búnaðar- f. ömuðir haft tækifæri til þess að ferðast um Borgarfjörð og Suðurland. Þótt dvöl þeirra sé ekki löng, og þeir hafi ekki haft mi-kinn tíma til kynningarinnar, geta þeir miklu betur en áður skilið, við hvaða skilyrði ísienzk- ur landbúnaður á að búa, Iiver stakkur honum er skorinn eg hvernig íslenzkri bændastctt má t.-.kast að notíæra sér til hins ý irasta, þá möguleika íil rccktun- ar og framleiðslu, sem land vort hefur að bjóða. ★ Eins og kunnugt er, standa hinar f jórar Norðurlandaþjóð- ir mjög framarlega í landbún- aði, eru hreinar fyrirmyndir í þeim efnum á heimsmæli- kvarða, hvað þekkingu snert- ir, tækni og félagsþroska. Flestir þessarra ágætu manna hafa aldrei komið hingað til lanðs fyrr en nú. Hafa þeir látið óspart í Ijósi, að þeir séu ánægðir yfir komunni, telji að þeim yrði það mikið ánægju- efni, ef þeim tækist að verða íslenzkum bændum að liði á einhvern hátt, með því m. a. að miðla þeim af þekkingu sinni, í því mikla umbóta- og framfarastarfi, sem íslenzkir bændur hafa með höndum og þurfa að koma í framkvæmd. Kunnleiki þessara manna á vorum landbúnaðarhögum getur því auðveldlega orðið til margs konar hagsbóta í við- Ieitni okkar og starfi til að tryggja landbúnaðinum þann heiðurssess, og það forystu- hlutverk, sem honum ber sam- kvæmt eðli sínu og uppruna í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu hafa þessir for- ystumenn landbúnaðarmála á Norðurlöndum fyrst og fremst rekið augun í, hve ræktunio hér á landi er skammt á veg komin, samanborið víð þá ræktuu sern þeir eiga að venjast í heimalönd- um sinum. | Eðlilegt er að þeir að vissu leyti kenni í brjósti um okkur fyrir það, hve mikið við eigum ógert. En líta má á það frá öðrum sjónarhól. Telja má víst að margir þeirra öfundi okkur af þeim miklu verkefnum, sem enn eru hér óleyst, og vitað er að engin vandkvæði eru á að leysa, þegar þekking og fyrirhyggja eru látin sitja f "yrirrúmi. 1 Ánægjulegt er að heyra hve þessir erlendu sérfræðingar í ræktunarmálum sannfærast um það við fyrstu sýn, að ef rétt er á haldið og málunum fylgt fram með ráðdeild og festu, verði það tiltölulega auðvelt að auka ræktun landsins svo mikið, að framleiðslan margfaldist og hagur bænda og fjárhagslegt ör- yggi verði allt annað og betra en það hefur verið. Hinir erlendu fulltrúar hverfa héðan af landi burt í íyrramálið með Gullfaxa. Morgunblaðíð þakkar þeim fyrir komuna, þakkar þeim, að þeir skuli hafa gefið sér tíma til að hverfa frá mikilsverðum störf- um hver í sínu landi í nokkra daga, og leggja á sig þetta ferða- lag til þess að kynnast íslenzkum búnaðarháttum. Blaðið þakkar ennfremur þeim mönnum, íslenzkum, sem gengizt hafa fyrir því, að íslenzkir Vuend- ur eru nú aðilar í þessum alls- herjar norrænu íélagssamtökum, og væntir þess, eins og fyrr er sagt, að af því megi margt gott leiða í framtíðinni, fyrir bændur og búalið á íslandi. Sean MacBride baráttunnar er sat iðulega í fang- elsum fyrir framgöngu sína, en varð síðar á ævinni sá maður, er lýsti írland frjálst og sjálfstætt ríki og gegndi störfum utanríkis- ráðherra lýðveldisins um nokk- urt skeið. Hann stofnaði og þann flokk, er batt enda á áralangt ríkisstjórnartímabil de Valera, hann er einn af kunnustu og slyngustu lögfræðingum lands- ins og varð „senior counsel“ í stétt sínni á skemmri tíma en nokkur núlifandi lögfræðingur lands síns. BRETAR LÍFLÉTU FÖÖUR HANS Blaðið átti tal við írlending þennan fyrir skömmu í skrif- stofu háskólarektors og ræddi hr. MacBride um samband írlands og íslands, sameiginlegan menn- ingararf landanna tveggja, og hve margt er líkt með þessum þjóðum. í síðustu útgáfu bókarinnar Who’s Who (1952) eru æviatriði MacBride rakin allítarlega og verður þeirra hér að nókkru get- ið, svo sérstæður sem æviferill bans hefur verið um margt og samslunginn hinni hetjulegu frelsisbaráttu þjóðar hans. Sean MacBride fæddist árið 1904 á írlandi. Snemma varð hann þó að flýja land og halda í útlegð til Frakklands með for- eldrum sínum. Faðir hans stofn- aði og stýrði írsku herdeiidinni, sem barðist við hlið Búanna í Transvaal í Suður Afríku gegn Englendingum um aldamótin. Seinna varð hann einn af leiðtog- unum í byltingunni í Dublin 1916 gegn Bretum og var hand- tekinn og lífiátinn af brezkum yfirvöldum. Móðir hans tók einnig vii'kan þátt í írsku þjóðfrelsishreyfing- unni. Hún var ein af andstöðu- foringjunum gegn brottflutningi írskra bænda af stórlendum ensku jarðeigendanna og tók síð- an mikinn þátt í starfi Sinn Fein leynihreyfingarinnar og frelsis- stríðinu írska. Iðulega sat hún i fangelsum fyrir byltingarstarf sitt, eins og eiginmaður hennar og sonur. Hún gekkst einnig m. a. fyrir endurreisn írskrar leik- listar við Abbey leikhúsið frægæ í Dublin og bókmenntaviðreisn landsins. LÝSTI YFIR SJÁLFSTÆÐI ÍRLANDS í Frakklandi stundaði Mac Bride nám við ýmsa skóla, St. Louis de Ganzague, París, Mo.unt St. Benedict, Gorey, en lauk námi heima í Dublin. Brátt varð hann foringi í írska þjóðhernum og tók viíkan þátt í sjálfstæðisbar- áttu lands síns og innanlands- styrjöldinni, ásamt de Valera 1 þjóðflokki hans. Eftir nám sitt stundaði hann og blaðamennsku um nokkurra ára bil, m. a. var hann fréttaritari fyrír bandarísk og afrísk biöð. Snemma hóf hann að skipta sér af stjórnmálum og stoínaði hann árið 1936 sinn eig- in flokk, Clann na Poblachta (lýð veldisflokkinn), sem vann sigur á flokki de Vaiera 1948 og varð MacBride þá utanríkisráðherra lands síns árin 1948—51, er kosn- ingar fóru fiam í landinu og de Valera náði meirihluta á ný. Sem utanríkisráðherra Eire afnam hann „Utanríkissamning" lands- ins, en samkvæmt honum var ír- land bundið brezku krúnunni um ýmiss utanríkismál, og lýsti hann Irland lýðveldi, með öllu óháð Bretlandi og samveldislöndun- um. ^UNDIRRITAÐI FYRSTA SAMNINGINN VIÐ ÍSLAND Hann undirritaði einnig fyrsta ssmninginn milli íslands og ír- lands um viðskipti millí þjóð- anna. Einnig gegndi hann störf- um varaforseta Efnahagsstofn- unarinnar í Evrópu (O. E. E. C.) og vann að stofnun Evrópuráðs- ins. Að höfuðstarfi er MacBride þó lögfræðingur eins og áður var getið (Senior Counsel of the Irish Court) og þingmaður írska þjóðþingsins (Dail). Sérgreinar hans eru stjórnskipunarlög og hagfræðileg efni og hefur hann haldið fyrirlestra um þau efni víða um heim og ritað um þau bækur. Hingað til lands er hann eirin- ig kominn til þess að fiytja er- indi um stjórnmálaþróunina í ír- landi og verður fyrirlesturinn í Háskólanum á mánudagskvöld kl. 6,15. MENNINGARERFÐ OG ÍÚN AÐ ARHÆTTIR KEIMLÍKIR —- Hvað er álit yðar á sam- starfi írlands og íslands? spyrj- um við þenna'n írska stjórnmála- skörung. Framhald á bls. 8. Velvakandi skrifar: fJEK DAGLEGA LÍFINU Ömurlegir minnisvarðar VIÐ merkasta sögustað þjóðar- innar og þann helgasta híma þeir enn herskálarnir frá her- námsárunum. Þegar ekið er nið- ur í Almannagjá blasa við sjón- um tveir skálar hvimleiðir flest- um vegfarendum. Við Almannagjá. Meðan við fengum engu um staðarval þeirra ráðið, þótti okk- ur vansæmd í þeim þarna og hefði því mátt ætla, að ekki væri skinnað upp á þá til að þeir fengju staðið sem lengst. Gott ef það er ekki ríkið sjálft, sem notar þá og heldur þeim við. Kannski eru þeir okkur líka holl áminning. Okrað á ferðamönnum SÆLL, Velvakandi minn. í því orðaflóði í kringum allt það, sem lýtur að því að gera ísiand að ferðamannalandi, hefir eitt gleymzt alveg. Það eru ekki milljónamæringar einir, sem leggja leið sína hingað íil lands. Eftir því verði, sem herbergi eru seld í ferðamanagistihúsunum Nýja-Garði og Gamla-Garði, þá virðist mér þar um hreint rán vera að ræða, sem ástæða er til að gefa nokkurn gaura, Vegleg- asta gistihús landsins, Hótel Borg, leigir ferðiúnu fólki herbergi fyrir 45—63 kr. yfir nóttina. — Garðarnir selja þessi eins manns herbergi yfir 70 kr.. Tveggja manna herbergin kosta tæpar 100 krónur á nóttu. Þar er ekkert innifalið fyrir ferðamanninn, en erlendis tíðkast það á dýrum gistihúsum, að gesturinn fái ár- bít. Bendla Háskólanum við okrið HÁSKÓLI íslands verður settur í samband við slíkt ferða- mannaokur, því að hætta er á, að gestirnir gangi út frá því sem gefnum hlut, að hann hafi þenn- an gistihúsrekstur með höndum, þar sem hér er um stúdentagarða að ræða. Þeir hafa varla hug- mynd um, að Iláskólinn á enga hlutdeild í þessum rekstri, en það væri hins vegar ógaman, að hann yrði orðaður við þessa starfsemi. Hreiðar heimski“. Þar á gistingin að vera ódýr SVO mörg eru þau orð um Garðana, og veit ég, að rétt er hermt um leiguna. Islendingar eru ekki einir manna um að leigja stúdenta- heimilin ferðamönnum að sum- arlagi. Það er algengt erlendis, að þeir séu leigðir þannig á þess- um tíma árs, en það skilur á með Islendingunum og útlendingum, að í öðrum löndum er gisting í stúdentaheimilum ódýr miðað við önnur ristihús. því að ekki hafa þau að bjóða þægindi beztu gistihúsa. Síminn var bilaður GUÐMUNDUR Jóhannesson, gjaldkeri innheimtu bæjar- símans, hefur beðið blaðið fyrir athugasemd við skrifum „Símnot- anda“ í dálkunum í gær. Guðmundur segir, að nákvæm athugun á málinu hafi leitt í ljós, að umræddu númeri hafi ekki verið lokað, heldur hafi síminn verið bilaður. Á símamannamáli nefnist þetta fyrirbrigði, að sveifla hafi komið á línuna í tengiskáp, og kemur það stundum íyrir. Símnotandinn hafi greitt skuld ina áður en byrjað var að loka vegna vanskila, og gat ekki verið um lokun að ræða frá hendi inn- heimtunnar. Bilun þessi var ekki lagfærð fyrr en árdegis í gær, þar eð símnotandinn hafði ekki borið fram neina kvörtun um ásigkomu lag símans, er fljótlega hefði mátt lagfæra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.