Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 2
( 2 MORGU^BLAÐÍÐ Laugardagur 16. ágúst 1952 frá Skúla Skálasynls sykursýki ÍEINHVER náungi skírði júlí- lanánuð fyrir'■'! nokkr.um árum !„mánuð iétinnar". Það var árið Jsem 'mest var um sameiginlegu tsumarleyfin og ýms stór iðnaðar- |og iðjufýrirtæki þjóðarinnar %ættu álveg störfum í 2—3 vik- trr: Hag'skýrslurnar vottuðu svo áhrifin "eftir á," því að framleiðsl- t«n í júíl reýndist nær hálfu minni en í Öðrum mánuðum ársins. — Síðan var hafinn áróður fyrir því að fólk tæki sér su'marleyfi ann- aðhvo'rt fyrr. eða síðar en áður, irá júníbyrjunj fram í septem- berlokyr tii þess' "að komast hjá •vinnustöðvun fyrirtækjanna og •ofþrengslun . á _gististöðum og í 'jSrnbraúturíum,' og hefir talsvert unnizt á/Starfstíminn hjá sumar- ‘gistihúsunum hefir lengst, enda er verðlagið'þár lægra í júní og september en í júlí og ágúst. Og ]það er orðið sjaldgæft að iðnað- arfyrirtæki loki alveg vegna •sumariéýfaýað'minnsta kosti þau sem nokkuð kveður áð. Enda er afkastarýrnun • iðnaðarins nú atniklu minni i júlí en áður var. Eigi 'að síður er júlí ennþá mesti makindamánuður ársins hér I Noregi hjá öllum stéttum ríema bændur.um og skógar- böggsm.önnum sumra landshluta. Hjá fiskimönnum er yfirleitt hlé úm þessar mundir, nema þeim sem stundá makrílveiðar við suð- urströndiná, síldveiði við ísland eða þorskveíði við Grænland, en jþeir síðastnefndu láta fremur itla yfir útkomunni í ár. Og samkvæmt síldveiðifréttunum sem útvarpið flytur á hverjum degi, hefir aflinn verið tregur Jijá þessum nær 200 norsku skip um, sem fóru á íslandsveiðar. En af makríl hafa aflast um 12.000 •smálestir og er það meira en í lyrra. Á FERD OG FLUGI J, Um þessar mundir flytja járn- brautirnar þrefalt til fimmfalt £leira “fólk en meðaltalið er, og jflest af þessu fólki er að fara í éða að koma úr sumarleyfi. Veðr- íð var lokkandi fyrri hluta mán- iaðarins og fólk vildi flýja úr borgarmollunni. í fjallssvalann, en síðari „helming- mánaðarins breytti um. Þá" snjóaði jafnvel í Jfjöll í Suður-Noregi þegar kom- !ið var J>úsund metra yíir sjávar- anál og í sumum uppbyggðum tféll kartöflugras vegna nætur- ifrosta. Jafnvel -við suðurströnd- iina hefirí fólk tollað illa þar sem þaS ætlaði að „nota sjóinn og ýjólskinið“ því-að .. sjórinn hefir iundanfarið ekki verið nema 15 átiga heitur, en það þykir Norð- inönnum of lítið. Það mun vera élíka og er á góðum sólardögum í Skerjafirðinum. Áður en Olympíuleikimir hóf- ust fór mikil alda útlendra skemmtiferðamanna austur yfir landið og núna er önnúr að koma ;að austan., Þó að gestakoman til Helsingfors yrði minni en gert var jráð fyrir , hafa Olympíuleikirnir ékki látið sig án vitnisburðar íhér í Noregi, því að fjöldi fólks íiefir komið hér á leið til leikj- Janna eðá frá,~ekki sízt frá lönd- )um, sem .lítið gera að Noregs- Jieimsóknum, svo sem Suður- Ámerikuríkjum, Suður-Afríku og ÍÁstralíu. Það sem af er sumr- inu hafá gcstakomur orðið miklu Imeiii í ár en á sama tíma-í fyrra, kegir Alfhild Hovden, hinn ötuli ýitari Ferðastofnunar Oslóar og nágrennis. Og þó að um þúsund gistihúsarúm hafi bæst við í höf- ■Uðborginni siðan í fyrra, auk pess sem hinn nýi stúdentagarð- íir á Sogn við- Osló hefir verið tekinn til notkunar fyrir gesti, hefir verið mikil þurrð á gesta- íiúsnæði" 1 Ósló og öll gistihús full. * | Hins vegar hefir að öllum jafn- aði verið rúm á sumargistihús- únumÚiþp tíl fjalla og þau láta ialsvert mismunandi yfir . af: Fara í fugtþýsundataii tíi sykurkaupa i . komunni í ár. Dýru gistihúsin á vesturlandinu, svo sem í Olden, Loen og Stalheim hafa tæplega jafngóðar „vertíðir“ nú og fyrir stríð, því að breyting er orðin á fólkinu sem ferðast. Áður var það nær eingöngu auðugt fólk, sem sá sér fært að fara í önnur lönd til að skemmta sér, en nú eru það millistéttirnar — starfs- fólk ýmsra greina, sem sparar 1 af kaupinu til sumarleyfisins og fer þá til annara landa. Af þessari breytingu leiðir að eftir stríðið byggja Norðmenn alls ekki lúxushótel fyrir sumar- 'gesti, heldur reyna að gera hús- in sem ódýrust, en þó þannig að ! ekki verði að þeim fundið, og spara sér fjölmennt þjónalið. I SYKURSJUKT FERDAFÓLK ; Þegar ferðaskýrálur yfirstand- andi árs verða gerðar upp mun það koma á daginn, að á árinu , 1952 hafi miklu fleiri Norðmenn ferðast til Svíþjóðar en nokkurn- tíma áður í sögu þessara þjóða. Og það er enginn vandi að finna ástæðuna til þessa. í vor ákvað sænska verzlunar- málaráðuneytið að útlendum sem til Svíþjóðar kæmu skyldi heimilt áð kaupa og flytja á burt með sér 10 kiló af sykri, án þess að sækja um útflutnings- leyfþ eða nokkur kíló af kaffi. Á þessum vörum er nú frjáls sala í Sviþjóð og engin niður- greiðsla, svo sykurinn kostar þar í norskum peningum kr. 1.75, en í Noregi er hann greiddur niður og kostar 65 aura. Svo bætist við innflutningstollurinn til Noregs, 30 aurar, svo að kaupverðið er kr. 2.05 á kílóið eða meira en þrefalt hærra en í búðunum í Noregi. Ef ferðakostnaður og tímaeyðsla er talið með verður sykurkilóið aldrei minna en 5 krónur norskar þegar heim er komið, enda er gangverðið á sykri á skuggamarkaði allt að 8 n. kr. — eða tífalt búðarverðið. En í búðinni er sykurinn skammt aður og það naumt. Sykursjúka ferðafólkið ferðast með járnbrautum en þó einkum með bifreiðum yfir landamærin. Til þess að gefa dálítla hugmynd um hve margir eru haldnir þess- ari nýju tegund sykursýkinnar skal ég nefna að á þriðjudaginn var fóru 1575 bifreiðar yfir landa- mærin á Svínasundsbrú, milli Halden og Strömstad eða meira en einn bíll á mínútu að meðál- tali allan sólarhringinn. Á toll- stöðinni þar voru greiddar 20.000 krónur í toll á einni viku, nær allt fyrir sykur, og svarar það til þess að 60 smáelstir hafi verið fluttar inn þá viku á þessari einu leið. Á járnbrautarstöðinni í Kornsjö, þarna skammt frá, er áætlað að um 300 „sykurtúristar" fari yfir landamærin með hverri lest, en þær eru alls átta á sólar- hring. Þessir tveir staðir eru aðal- stöðvarnar við suðurlandamærin. En austur á bóginn er líka farið, með bifreiðum yfir landamærin hjá Örje og með járnbrautinni til Charlottenberg. Þaðan er sömu söguna að segja. í Örje segja toll- verðirnir að ferðafólk fái lánaða krakka og unglinga með sér aust- ur yfir landamærin til að „fá út á þá sykur“. Þeir telja að sára- lítið af þessum sykri sé notað til bruggunar — það eru húsmæð- urnar sem viða að sér til þess að geta sykrað sem mest af berj- unum, og er það að vísu ekki láandi. Norski verzlunarmála- ráðherrann hefir nú auglýst auka skammt, 2 kíló, af sykri vegna berjasykrunar, en það þykir ckki nóg. Og þó fá NoTðmenn talsvert meira af sykri nú en fyrs'tu ár- in eftir stríð og undu þá vel viö það. Hins vegar virðist sykursýk- in vera orðin einskonar ástríða nú, eða réttara sagt „sport“. Fólk hefir gaman af þessu og vill eyða peningum í það, sumir aðeins til að fá sykurinn en aðrir til þess að „demonstrera" gegn skömmt- uninni og Brofoss verzlunarmála- ráðhcrra. Margar áskoranir hefir hann fengið um að afnema skömmtunina til þess að losa fólk við að greiða Svíum toll og álagn- ingu af sykrinum, en hann situr enn við srnn keip og telur „ekki tímabært“ að gera það. i I í Danmörku leggur fólk líka stund á Svíþjóðarferðir, en þar er erindið að fá sér kaffi. Sykri ' haía Danir nóg af. , í STJÓRNMÁLUNUM er tiltölulega hljótt um þess- ar mundir. Það er helzt verðlags- frumvarpið sem talað er um. Stjórnin hafði sent 14 stofnun- um og samböndum frumvarpið til álita í vor og höfðu tólf svar- að innan frestsins sem settur var, til 1. júlí. Flest svör leggjast mjög á móti frumvarpinu, og má sér- staklega nefna svör iðnaðar-, bænda- og útgerðarmannasam- bandsins, sem telja frumvarpið óhafandi, og enginn af þessum fjórtán aðilum hefir mælt með frumvarpinu nema verkamanna- sambandið. Málaflutningsmanna félagið telur frumvarpið fára í bága við stjórnarskrána og ýmsir benda á að það geti alls ekki samrýmst lýðveldishugsjóninni en sé hinsvegar mjög keimlíkt ýmsum þeim lagaboðum sem Mussolini og Hitler létu frá sér fara meðan þeir voru og hétu. Það er viðurkennt að jafn mikil afskifti af atvinnulífi þjóðarinn- ar sem frumvarpið heimilar, geti verið nauðsynleg á stríðstímum, en séu óhafandi á venjulegum tímum og gefi stjórninni og em- bættismönnum hennar svo mikið vald að slíks séu ekki dæmi nema- í einræðisríki. Það er lík- legt að stjórnarflokkurinn standi ekki óskiftur að því að fylgja málinu eftir, og í vinstriflokkn- um á það lítið fylgi, þó að „hö'f- undur“ hugsjónarinnar, Thagaard verðlagsstjóri ,teljist til þess flokks. Þessi tvö lagafrumvörp um verðlag og ,,rasjonalisering“ hafa sætt harðvítugari mótspyrnu en nokkurt frumvarp, sem kom- ið hefir fram eftir stríð. Norðmenn \'ilja yfirleitt draga sem mest úr afkiftum stjómar- innar af daglegu lífi almennings. Þeir eru orðnir leiðir á höftun- um og öllum eyðublöðunum, nefndunum og starfsmannabákn- inu, sem er orðið ískyggilega stórt. Nýlega er lokið við að vinna úr manntalinu sem fór fram haustið 1950. í skýrslum Hagstofunnar kemur fram að starfsmannafjöldinn hefir aukizt um 70% á árunum 1930—50, og er nú 274 þúsund manns. — Fjölgunin á þessum 20 árum er 115 þús. manns. En á sama tíma hefir sjálfstæðum atvinnu- rekendum fjölgað um 32 þúsund upp í 359 þúsund og verkafólki og verkstjórum um 80 þúsund upp í 757 þúsund, eða til jafn- aðar um 20% þeim sem vinna að framleiðslunni í landinu. Þetta er að vísu sama sagan sem víða annarsstaðar og ekki mun útkom- an vera betri hjá okkur, því þess minni sem þjóðin er því meiri Framh. á bls. 4 i Gunnar Ðúi Júlínsson. — Ljéem.: V. GuSm. ?r g héldi rakleí Tvífygir ákursyringar opna málvsrkasýninp TÓMUR SAIUR ÞAÐ var dauðakyrrð í hinni stóru og glæsilegu byggingu Gagnfræðaskólans á Akureyri, er við komum þangað á miðviku- dagskvöldið. Bergmálið ómaði um galtóma gangana. Hverjum gæti dottið í hug að hér væri málverkasýning, er auglýst hefði verið opin aðeins í 10 daga. Sú er þó raunin. Á þriðju hæð skól- ans, í stórum sal, eru allir veggir þaktir teikningum, vatnslitamynd um og olíumálverkum, samtais um 120 myndum. Þegar.komið er inn í salinn, þar sem Staddir eru aðeins þrír sýningargestir, blasa við okkur á norðurvegg abstrakt- málverk. Þetta er sú tegund list- ar, sem jafn jarðbundnar sálir og við fáum ekki skilið, litir og fletir og —? AUGNAYNDI En þarna var fleira að sjá og margt fallegt, svo segja má, að salurinn hafi verið fullur af augnayndi. Ekki var þó mikill íburður í sýningunni, engir stórir og skrautlegir rammar, aðeins fá olíumálverk voru innrömmuð. — Þarna eru heldur ekki á ferðinni neinir voldugir meistarar, heldur hæglátir, en upplitsdjarfir frí- stundamálarar. — Þar sem svo margar myndir eru sem þarna, kennir auðvitað margra grasa, enda getur að líta allt frá galsa- fullum karikatur til djúpfagurra helgiiríynda. Okkur fannst mest til vatnslitamyndanna koma, enda setja þær svip sinn á sýninguna. AD KROTA OG KRASSA Eftir að hafa skoðað sýning- una, ræddum við nokkra stund við listamennina. Hinn 19 ára gamli Aðalsteinn Þráinn Vest- mann varð þar fyrst á vegi. Hann er fæddur og uppalinn Akureyr- ingur og hefur lengst af dvalizt hér, nema þann tíma, er hann dvaldist við nám í Handíðaskól- anum í Reykjavík. Þaðan útskrif aðist hann eftir tvo vetur með teiknikennarapróf. Hann er nú að | læra húsamálningu, en kv jðst gera það mcira af þörf fyrir lifi- brauð, en af löngun, því að hug- 1 urinn dvelur við teikningar og; j listmálun, enda segist hann hafa , verið að „krota og krassa“ frá því hann man eftir sér. Er viS inntum hann eftir því hvað hon- , um þætti skemmtilegast að málar kvað hann það vera landslags- myndir. Vatnslitina sagði hanr* skemmtilegasta allra lita. Flelztut ! fyrirmyndir hans eru fulltrúar hinna nýrri listforma, Bracqe og stíliseringar hans og ríaturalist- inn Turner. Honum fannst Jó- hannes Kjarval bera hæst allra íslenzkra málara, en af þeim yngri þótti honum rnest til una Sverri Haraldsson. Er við spurð- um Vestmann hvert hann sækíi helzt fyrirmyndir sínar, kvað hann það aðallega hingað í bæinrs og nágrenni hans, enda sagðist hann lítið hafa ferðazt og aldreí út fyrir landssteinana. Við spurð- um hann að lokum: „Hvert mynd- irðu fara, ef þú ættir kost á því að sigla?“ „Ég færi beina leiði til Parísar," svaraði hann um- svifalaust. RANN Á LYKTINA Gunnar Dúi Júlíusson er einnig harðsoðinn Akureyringur 21 ársr að aldri. Á sýningunni eru 2S myndir eftir hann, al'lt olíumál- verk. Hann kveðst ekki hafa farið að stunda teikningar og listmálurt fyrr eli eftir að hann var farinrt að venjast allmikið málingarlykt — Hann hefur nú stundað húsamálningu í fimm ár, en þa<5 eru aðeins þrjú ár síðan hann fór að mála á léreft. Lært hefur hann iðn sína hjá Hauki Stefáns- syni málarameistara hér í bæ og einnig það litla er hann kveðst kunna til málaralistar. Vestmanrs er eínnig nemandi Hauks. Gunn- ar hefur nú sót.t um inngöngu í Handíðaskólann og hyggst fara þangað til náms. Báðir eru þeir félagar meðiimir í Félagi frí- Kramh. á bl& 10 í _______. r,' v- ? 1 ■ Aðalsteinn Vestmann, — Ljósm.: V. Guðm,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.