Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 11
■ Laugardagur 16. ágúst 1952 MORGVNBLAÐIÐ 11 1 — Verður Juin J Frakkiandsforsef! Framh. af bls. 6 han ner sonur hins velvirta lög- regluforingja. Sjálfur gleymir hann aldrei uppruna sínum og ætt. Og þegar hann kom fyrir nokkrum árum í kirkjugarðinn í Venafro í Ítalíu, grét hann eins og barn við grafir 7000 Marokkóhermanna. Þeir voru vinir 'hans frá æskuárunum. Og nú þegar hann hefur sagt hug sinn allan, gerir hann það sem vopnabróðir Eisenhowers, Pattons og Clarks. En einnig hef- ur hann sýnt með einurð sinni í þessari ræðu, að Frakkland er að verða aðaltengiliðurinn milli Washington og Moskvu. Kanp-Sala K.4UPUM — SELJUM Notuð húsgögn, lierrafatnað, — gólfteppi, útvarpslæki, saumavélar o. m. fl. HtiSG 4GNASKÁLINN Njálsgötu 112. — Sími 81570. Minningarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjðmanna fást á eftirtöldum stöðum í Rvík: skrifstofu Sjómannadagsráðs, Grófinni 1, sími 6710 gengið inn frá Tryggvagötu); skrifstofu Sjó mannafélags Reykjavíkur, Al- þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10; Tóbaksverzluninni Boston, Lauga- vég 8, bókaverzluninni Fróða, Leifsgötu 4, verzluninni Laugateig ur, Laugateigi 41, Nesbúðinni, Nesveg 89 og Guðmundi Andrés- syni, gullsmið, Laugaveg 50. — 1 Hafnarfirði hjá V. Long. Topað TAPAZT 'hefur blár jakki, fyrir utan Oddfellow-húsið. Skilist gegn fundarlaunum í Camp Knox B 16 Samlcamur FÍLADELFÍA Safnaðarsamkoma í kvöld kl. 8.30 (laugardag). FéÍagsÍíf MEISTARAMÓT ÍSLANDS Eins og áður hefur verið aug- lýst, fer Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fram í Reykja vík dagana 23.—27. þ.m. og 6.—7. sept. — Keppni verður hagað sem hér segir: LaHaardagur 23. ágúst: 200 m., hástökk, kúluvarp, 800 m., lírngstökk, spjótkast, 5000 m., 400 m. grindahlaup. Sunnudagur 24. ágúst: 100 m., stangarstökk, kringlu- kast, 1500 m., þrístökk, 110 m. grindahlaup, sieggjukast, 400 m. Mánudagtir 25. ágúst: 4x100 m. boðhlaup, 4x400 m. boðhlaup, 3000 m. hindranahlaup. Kyennakeppni: 100 m,, hástökk, kúluvarp, spjótkast, 4x100 m. boðhlaup. Miðvikudagur 27. ágú.st: Fimmtarþraut, 4x1500 m. boð- hlaup. — Kvennakeppni: 80 m. grindahlaup, kringlukast, lang- stökk, 200 m. Laugardagur 6. seplcinber: 10.000 m. hlaitp, Tug’þraut (fyrri dagur). Sunnudagur 7. september: Tugþraut (síðari dagur). Þátttökutilkynningar ber að senda stjórn Frjálsíþróttasam- bands Islands (Pósthólf 1099), Reykjavík, og verða þaor að hafa borizt í síðasta lagi 19. þ.m. Frjálsíþróttusumbund lslands. lerklaveiki fierjar i Formésu hjélparsfarfsemi meSal eyjarskeggja ÞRÁTT fj'rir hið erfiða stjórn- ( málaástand hefur kínverska þjóð- i ernissinnastjórnin á Formósu | (Taiwan) getað gefið sér tíma til að sinna heilbrigðismálum ibú- anna á Formósu og þá einkum 1 heilbrigðisástandi unga fólksins þar. _ Á eynni eru 3800 læknar (helm ingi fleiri en í Burma, sem bæði er stærra land og mannfleira), 1000 hjúkrunarkonur og 17 sjúkrahús með 2900 .sjúkrarúm- um. — Samt sem áður er þetta hvergi nærri nóg. íbúar Formósu eru sem stendur 7,5 milljónir að tölu. BERKLAVEIKI ÚTBREIDD Berklaveikin hefur náð mikilli útbreiðslu á eynni á undanförn- um árum ekki minnst vegna þess hve íbúatalan hefur aukizt ört í sambandi við flóttann frá megin- landinu. Árlega deyja 15 þúsund manns úr berklum, en 150 þús- und hafa tekið veikina. Ríkisstjórnin skipaði þvi nefnd til að fjalla um þetta vandamal og leitaði samtímis aðstoðar S. Þ. og hefur Barnahjálparsjóður S.Þ. (UNICEF) lagt fram 153 þúsund dollara til baráttunnar gegn veik- inni. í samráði við Alþjóða Heil- brigðismálastofnunina (WHO), sendi sjóðurinn hóp manna tiÚ eyjarinnar til þess að þjálfa inn-1 lent starfslið í meðferð tækja, sem notuð eru í baráttunni gegn berklaveikinni. FóHc þetta er nú komið heim frá Formósu eftir eins árs starf og greinir frá mikL um árangri af starfi sínu. 70 ÞÚS. BERKLAPRÓFAÐIR Á MÁNUÐI Síðustu fregnir frá Formósu herma, að um ein milljón barna og unglinga hafi gengið undir berklaprófun og 660 þúsund börn hafi verið bólusett. Berklarann- sókninni er haldið áfram og um 70 þúsundir manna eru berkla- prófaðir á mánuði. Baráttunni gegn veikinni verður haldið á- fram til 1954 og er áætlað að fram að þeim tíma verði lokið berklaprófun 4 millj. barna og unglinga, en það eru allir íbúap eyjarinnar undir 20 ára aldri. Annar útbreiddur sjúkdómur á eynni er tracoma, hættuleg augn- bólga, sem um helmingur ailra skólabarna þjáist af. Unnið er að því að lækna þennan sjúkdóm, sem getur orsakað blindu. BarnahjálparsjóSur S. Þ. hefur fram að þessu sent 200.000 kg þurrmjólkur til Formósu og 40 þúsund börn, sem líða af nær- ingarskorti, fá eitt glas mjólkur á dag. raa KARLSKRÓNU, 15. ágúst. — Pólskt fiskiskip strandaöi nýlega við Torhamn, aðeins 100 metra frá landi. Þegar komið var að skipinu, sáu menn skipstjórann sitja uppi á stýrishúsinu hrópandi á hjálp, og er skipshöfninni, skip- stjóranum og tveimur hásetum, hafði verið bjargað í land, kom það í ljós, að blóðugur bardagi hafði átt sér stað um borð, vegna þess að skipstjórinn vildi ekki sigla til Svíþjóðar með hásetana, en þar ætluðu þeir að vera eftir. Voru mennirnir allir sem lurkum lamdir, og eftir mikið þras varð það úr, að skipstjórinn einn sneri aftur til Póllands. Þýzkalaitdi BERLINARBORG — I skýrslu efnahagsráðs Vestur-Þýzkalands er svo frá skýrt, að Þjóðverjar geti að líkindum orðið sjálfum sér nógir um hráefni til kjarn- orkurannsökna og tilrauna til beizlunar kjarnorkunnar í frið- samlegum tilgangi. Búast Þjóð- verjar við að þeim verði í náinni framtíð leyft að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið í kjarnorkurannsóknum. — Segir í skýrslunni að úraníum verði að- allega unnið úr jörðu á tveim stöðum í Vestur-Þýzkalandi, við bæinn Weissenstadt í Bæjara- landi og Wittichen í Svörtuskóg- um. Firmakeppn! Bridge- félags Reykjavíkur EFTIR aðra umferð firmakeppni Bridgefélags Reykjavíkur er staðan þessi: Lúllabúð 102.5, Ásgarður, smjörlíkisgerð 102, Big. Skjald-: berg 102, Fálkinn h.f. 101,5, Tré- smiðjan Bar. 18 101, Kron 101.] Austurbæjarbíó h.f. 99.5, Hólmur h.f. 99.5, Har. Árnason h.f. 97, j Ragnar Ólafsson, lögfr. & end. 96.5, Búrfell 96, Gamla kompaniið 95.5, Skipadeild SÍS 95, N. N. h.f. 95, Smári, smjörlíkisgerð 94, G.' Helgason & Melsted 94, N. Man-j cher & Co. 93.5, Jón Kornelíusar I 93.5, Agnar Norðfjörð h.L 93,' Heildverzlunin Berg 93, Vélasal- ] an h.f. 93, Föt h.f. 92, Raftækja-| salan h.f. 91.5, Magnús KjaraX. 91.5, Bókfell h.f. 91.5, Víkings-j prent h.f. 91.5, Brynja 90.5, Nýja^ Efnalaugin 90, Verzl. Vitinn 88.5, ísl.-erlenda verzlunarfél. 88, Björgvin Frederiksen 87, Lud- vig Storr 86.5, G. J. Foss- berg 86, Hreinn h.f., 85.5, Toledo 85, Afgr. Smjörlikisgerð- anna 84.5, Frigg, sápuverksmiðja 84, Crystal 83, Síld & Fiskur 83, Rúllu- og hleragerðin 82, Radio- og Raftækjasalan 82, Hélgafell 81.5, P. Stefánsson h.f. 80.5, Al- þýðubrauðgerðin 80, Draupnisút- gáfan 80, Verzl. Gullfoss 75.5, Verzl. Árna Páissonar 71, Smjör- líkisgerðin Ljómi 70.5. Frh. af bls. 7. — Oð nautaatið? — Áhugi manna á nautaatinu sem um langan aldur hefur verið eftirlætisskemmtun þjóðarinnar, hefur mjög dofnað á síðustu ár- um og á það m. a. rót sína að rekja til vaxandi áhuga á hvers konar íþróttum, einkum knatt- spyrnu, enda eru Spánverjar vel hlutgengir þar, hafa t. d. sigrað Breta í landskeppni. Óhætt er að segja að knattspyrnan hafi leyst nautaatið af hólmi sem öndvegis íþrótt Spánverja. — Hvað viltu svó segja að lok- um um saltfisksölumálið? — Aðeins það, að hagsmunir beggja, þeirra sem út flytja og skapa þannig gjaldeyr- irinn og þeirra, sem flytja mn fyrir þann sama gjaldeyri, eru s-vo nátengdir, að gagnkvæm aðstoð ætti að vera sjálfsögð þegar svo miklu varðar. Islenzkir innflytjendur verða að gerá sitt til að bjarga þessum mark- aði fyrir þjóðina, og þeir geta reitt sig á aðstoð og fyrirgreiðslu sendiherra okkar á Spáni, aðal- ræðismanns okkar i Bercelona eðá hjá mér í Bilbao og Madrid. St. H. Ásökun Búlgara hnekkt LONDON, 14. ágúst. — Júgó- slavar hafa neitað þeirri ásökun Búlgara, að júgóslavneskar flug- vélar og, hermenn hafi ógnað búlgörsku landamærunum í júní s.l. Segja Júgóslavar, að þessar ásakanir Búlgara séu uppspuni frá rótum og einungis notaðar í áróðursskyni,- — Reuter. Fisksföfiun eftir Sig- urjón sett upp ÞAÐ er nú í ráði, að Fegrunar- félag Reykjávíkur gangist fyrir að setja upp lágmyndina „Fisk- stöflun“ eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Myndin er skjöld ur 3x4 metrar á stærð. Er ætl- unin að setja hana upp við Sjó- mannaskólann. Framh. eí bls. 7 Landssambands iðnáðarmanna og Teknologisk Institut i Kaup- mannahöfn var haldið hér sum- nrið 1951 námskeið fyrir hús- gagnasmiði. — Kennari var F. Brahtz ráðunautur við Tekno- logisk Institut, sem hafði með- íerðis nauðsynleg efni og verk- færi. Um haustið var haldið í Reykjavík námskeið fyrir bak- arameistara og var kennari Chr. Madsen sömuleiðis frá Tekno- logisk Institut. Þessi námskeið heppnuðust mjög vel og þátttak- , endurnir voru sérlega ánægðir ' með árangurinn. Ætlunin er að halda þeim áfram í öðrum iðn- greinum, ef aðstæður leyfa. Mikið hefur verið reynt til að koma á verðlaunasamkeppni | milli iðnaðarmanna, en það hefur | ekki tekizt, einkum vegna erfið- leika á útvegun húsnæðis og sömuleiðis vegna áhugaleysis iðn- aðarmanna sjálfra. Áfram verður samt reynt að koma því á og von- | azt er til að slíkt myndi vekja athygli og áhuga almennings á iðnaði til aukins skilnings á fjár- hagsiegri og þjóðfélagslegri þýð- ingu hans. I Sem stendur er ekki skortur í á iðnnemum í hinum ýmsu iðn- I greinum. 17 iðnskólar eru á land- ' inu og þeir eru allir næstum íullskipaðir. . Þegar hinn nýi iðnskóli í Rvík I verður tilbúinn, er leyst úr i brýnni þörf, því að gamla skóla- ' húsið er fyrir löngu orðið of i þröngt. í Landssambandi iðnaðarmanna i eru nú 53 félög með 2443 með- limuirL__________________ Glæfraför BAYAR, forseti Tyrklands, heiðr aði nýlega Hasim Mardim, sem unnið hefur það þrekvirki að sigla yfir Atlantshafið á mótor- kænu. Framh. af bls. 1 upp frá Heklutoppi. Baldur Lín- dal hefur efnagreint gufuna. — Þar sem hitinn er mestur er hún fremur þurr, megnið, sem út streymir er venjulegt andrúms- loft, en lítillega blandað öðrum lofttegundum, vetni, koldíoxýd, brennisteinssýru og saltsýru. Auk þess nokkuð af loftkenndum kís- ilsamböndum. 1 , MEÍRI HITI 5 EN BÚIZT VAR VIÐ — Og er þessl gufa ekki all heit? — Jú, hún er heitari en ég hafði búizt við. í fyrstu ferðinni hafði ég meðferðis kvikasilfurs- mæli úr gleri, bjóst við, að hit- inn væri ekki mikið yfir venju- legu suðumarki, en hann reyndist miklu meiri. Nú síðast hafði ég meðferðis mæli, sem tekur hærri hita og reyndist gufan þá vera heitust 530 stig á celsius. — Samkvæmt þessu er þá langt frá því að kólnað sé í glæðum Heklu? — Já. Við Axlargíginn er hit- inn alveg upp á yfirborðið, svo að ef stungið er priki niður í grjótið, þá sviðnar það. Sé flík varpað á jörðina, blossar hún upp eftir nokkra stund. Sama er að segja um það, að skór manns eyðileggjast, ef staðið er kyrr nokkra stund í sömu sporum. Hitinn er einna mestur í Heklu í sprungunni, sem liggur eftir endilöngu fjallinu og sérstaklega, í Axlargígnum. Líklega hefur botn gígsins sigið, svo að barm- arnir springa og verður þar opin leið fyrir gufuna út. Annars er enn nokkur hiti í hrauninu, þar sem það er þykkt, þannig að í vetur festi þar ekki snjó. I i KOLSÝRA ENN í VATNI Á RANGÁRVÖLLUM Gísli Þoi'kelsson hefur tekið reglulega sýnishorn af vatni í nærsveitum Heklu og sýna þær rannsóknir að nokkur kolsýra er enn í öllu vatni ofan til á Rang- árvöllum. Er vatnið því hart, svo erfitt er að þvo úr því. , Unnu á krókudíl BÓNDI nokkur í Burma og kona hans drápu fyrir skömmu króku- díl er hafði velt bát þeirra á Irrawaddy. Krókudíll þessi hafði skömmu áður gengið af tveimur mönnum dauðum. S. CARL LÖVE, fyrrv. skipstjóri, lézt 2. ágúst. Bálför hefur farið fram. — Þökkum auðsýnda samúð. Vandamenn. Útför konunnar mmnar GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR og litla drengsins okkar sem dóu 12. ágúst í Sjúkrahúsi Akraness, verður mið- vikudaginn 20. ágúst og hefst frá heimili okkar Borgar- túni við Akranes kl. 2 e. h. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlega beðnir að láta einhverja líknar- stofnun njóta þess. Fyrir mína hönd og barnanna okkar Stefán Eyjólfsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við analát og jarðarför GÍSLA SIGURÐSSONAR, trésmiðs. Kristjana Sigríður Pálsdóttir, hörn, tengdabörn og barnaböm. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför CARL K. Á. JENSEN Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna Kristín Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.