Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 10
r 'MORGZJ'NBL'AÐIÐ 1 Laugardagur 16. ágúst 1952 \ io EINU SINNI VAR Skdldsaga eítir I.A.R. WYLIE ■MiiiiiifimiiuiMiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiitKiiiiiiiiiiiinMiiMMftimiiiiMfiiiiiiiiiKiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiMiiiiimiMiiiifiMiiimiiiiiiiniitiiiififiiiiiitMiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiniitiiiiiMiiiiii*,, Framhaldssagan 23 „Með gamla hattinum“. Ungfrú Janey deplaði öðru auganu. „Segðu henni frá okkur að við vitum að húri' vildi okkur aðeins vel. Hún er ágæt stúlka og ég er nöldurskjóða og ekkert annað .. get ekki einu sinni tekið því með þökkum þegar gert er á mér góðverk. . ..“. „Ég skal segja henni það“. „Og hún hóstaði en hélt svo áfram, „og ef ég þarf á læknis hjálp að halda .... ekki núna, en kannske einhvern tímann seinna .. þá læt ég ekki þennan nýja hvolp koma nálægt mér. Þú ert önnum kafinn þessa dagana, ég veit það, en þú mundir koma . Hann hallaði sér yfir borðið og kyssti gömlu konuna á vangann. „Hvernig sem á stendur .. skal ég.köma.... ‘. „Þakka þér fyrir-, Dreek. Það jafnast enginn á við þig“. Hann drakk í sig vingjarnleg orð hennar óg várð gripinn ein- hverri undarlegri sælukennd. Hann gekk aftur á bak út að dyr- unum en rakst þá á fatahengi og var búinn að biðjast afsökunar áður en hann sá að þetta var ekki lifandi persóna. Hlátur Janey hljómaði enn fyr- ir eyrum hans, þegar hann kom út á götuna. Verkamennirnir við bygging- una biðu eftir honum, en þeir gátu beðið, Hann ók upp á hæð- ina. Það var langt síðan harin hafði farið þangað. Jordan læknir hafði tekið við Tad litla. Tad hlaut að halda að hann hefði al- gerlega snúið við honum bakinu. Það var farið að rigna, þegar hann kom að Foster-kofanum og honum datt í hug Chris sem var ein einhvers staðar á þjóðvegin- um í þessu veðri. Það var oft erfitt að hemja bílinn á veginum þegar hann var svona blautur. Faðir Tads stóð á bak við hús- ið. Hann leit snöggvast á hann yfir öxlina og heilsaði stuttur í spuna. Móðir Tads stóð við elda- vélina. Hún þurrkaði Hendina í svuntuna sína eins og hún ætlaði að heiisa honum með handabandi en hætti svo við það og ‘hélt henni fyrir aftan bak. Hún var ennþá lagleg kona. En Dreek þóttist vita að ekki yrði langt að bíða þangað til þreyta og áhyggjur §ettu sín spor í andlit hennar. Tad fleygði sér grátandi I fang hans. „Vel gert af þér að rriuna eftir okkur“, sagði Foster. „En þú þurftir ekki að gera þér það ómak. Tad líður vel. Hann var hálf leiður fyrst, en hann er nú íarinn að venjast nýja náungan- um. Það er bezt að fara ekki að rugia hann í ríminu aftur.“ „Ég er ekki kominn í sjúkra- vitjun“, sagði Dreek. Hann setti Tad á stól við borð- ið. „Sjáðu, Tad, ég kom með nýja liti handa þér og litabók. Ég ætl- aði að koma með þetta fyrr, en ég hef ekki haft tíma til þess. Ég ætla að byggja góðan skóla handa þér hérna niðri í dalnum. Þar skaltu læra að mála stórar mynd- ir. Við verðum ábyggilega hrey.k- in af þér öll ....“. Faðir Tads tók hann upp og setti hann upp- á breiðar axlir sínar. Andlit hans var sviplaust on það var auðséð að honum var ekkert um þetta tal læknisins. „Vertu ekki að koma neinum grill um í kollinn á honum“, sagði hann. „Það verður enginn skóli fyrir okkar líka. Hann er okkar barn og hann er eins og við. Hann þiggur ekki gjafir af ókunnug- um ....“. f,ÞÚ gefur heldur ekki gjafir“, sagði Dreek og reiðiin sauð niðri í honum. Ifann var kominn út að bílnum þegar hann fann að einhver tók í handlegg hans. Það var Tad litli. Regnið rann niður andlit hans eins og tár. „Ég er með dá- lítið handa þér“, sagði hann. Dreek tók við blaðinu frá hon- um. Það var- andlitsmynd . . teiknuð eftir jninni, drættirnir fíngerðir og svipurinn hreinn. Iionum far.nst hjarta sitt herpast saman. Drengurinn sem átti sjón- ina eina eftir, hafði séð það sem hann hafði ekki séð sjálfur. Hann hafði séð hvað bjó undir harð- neskjunni á yfirborðinu — eitt- hvað einmanalegt og brjóstum- kennanlegt. „Hún er svo falleg“, sagði Tad. „Þú hefur teiknað mynd af henni. Þakka þér kærlega fyrir. Ég mun alltaf geyma hana.“ Hann klappaði á kollinn á drengnum og sagði fremur við sjálfan sig: „Láttu þá ekki sigra okkur, Tad. Þ-ví er ekki lokið enn. Við skul- um bera sigur úr býtum“. Bob Harris stóð við dyrnar eins og hann væri að bíða eftir hon- um. Dreek grunaði strax að ekki væri allt með felldu. Hann sá að andlit Bob var fölt og honum var mikið niðri fyrir. „Blæmar fréttir, Dreek“, sagði hánn. „Það er konan þín . . hún lenti í slysi. Hefur sennilega keyrt of hart á hálum veginum. Eg náði i Flanders lækni, en ég er samt feginn að þú ert kominn.“ Myrkrið umlukti hana á alla vegu og hugtakið tími var ekki til. Hún gat eins hafa legið í þess- um kyrru -djúpum í margar ald- ir, En svo.fór að birta og sárs- aukinn fór að gera vart við sig, brennandi og næstum óbærileg- ur. Hún heyrði stunur og vissi að þær komu frá henni sjálfri. Skuggi hallaði sér yfir hana og hún hvarf aftur niður í myrkriú- Hún vis$i ,að sársaukinn beið hennar svo hún reyndi ekkert til að ná meðvitundinni. En loks kom að því að hún lét sig svífa inn í ljósið á nýjan leik. Og nú var sársaukinn horfinn. Hún var aðeins þreytt .... sárþreytt. Hún hélt fast um hendina á einhverj- um. Hún vildi ekki hrapa niður í myrkrið aftur. „Chris ....“. Hún leit dimmum augum á hann. Andlit hans var nálægt henni. Hún sá að hann var þreytt ur eins og maður sem búinn er að ganga í gegn um miklar raunir. En hann brosti. ,,Nú verður þú bara að vera róleg. Þetta er allt um garð gengið. Þú hefur sannar lega ekið geist í stóra svarta bíln um þínum. Við höfum öll átt fullt i fangi með þig, Flanders læknir, Harris gamla og ég. En það var gamli maðurinn sem bjargaði þér. Ég hefði ekki getað það.“. „Því ekki?“, hvíslaði hún, en hann hristi höfuðið. „Læknar geta ekki hjálpað sínu eigin fólki. Það er álitið að þá geti þeir ekki látið látið skynsem- ina ráða. Þeim er of mikið í húfi“. Hann sagði þetta auðvitað að- eins vegna þess að hann vildi vera vingjarnlegur. Honum gat ekki verið alvara. En það var skrítið hvernig hann las næstum hugsan ir hennar. „Snooky var *ekki eins heppinn og þú, Chris. En hann dó þján- ingarlaust. Hann hefur varla haft tíma til að verða hræddur. Ég reyndi að finna annan hund handa þér sem væri eins, en hann fyrirfinnst ekki í næsta nágrenni .... ef til vill er hann hvergi til.“ Tárin runnu hægt úr lokuðum augum hennar. Hann þurrkaði þau varlega. „Chris, þú verður að vera hugrökk. Við gerðum allt sem i okkar valdi stóð, en við gátum heldur ekki bjargað barn- inu þínu“. Hann sagði þetta blátt áfram, og ekki brá fyrir nokkurri reiði eða fyrirlitningu í rödd hans. Hún var fyrir honum eins og hver önnur kona, sem hafði orðið fyrir sorg. Hún snéri andlitinu ,frá honum. Nú var öllu lokiðr Allar tálmanir voru úr vegi . . og hún hafði ekkert sér til máls- bóta. „Ég skal fara burt“, sagði hún þreytulega. Ég skal ekki verða þér til ama framar“. Listfengu efiir Grimmsbræður 3. Að fjórum árum liðnum hittust bræðurnir aftur á kross- götunum. Þeir fögnuðu mjög hverir öðrum og urðu svo sam- íerða heim til föður þeirra. „Hvað er að frétta af ykkur, drengir mínir?“ sagði faðir Þe|rra: Þegar þeir komu heim. Þeir sögðú. honum þá hvað þeir höfðu lært. Þá sagðist faðir þeirra vilja reyna þá hvern íyrir sig. Svo sagði hann við næst elzta son sinn „Getur þú sagt mér, hve mörg egg eru í hreiðnnu, sem er hér uppi í trénu?“ Stjörnuspámaðurinn tók þá app sjón- aukann sinn og sagði síðan: „Þau eru fimm“. „Getur þú náð þeim öllum, án þess að fuglinn verið var við það?“ spurði hann síðan elzta son sinn. Pilturinn klifraði þá upp í tréð og kom eftir andartak með öll eggin — en fuglinn sat kyrr í hreiðrinu. Þá lét faðir þeirra eítt eggið á mitt borðið, en-hin sitt á hvert borðshorn. Svo sagði hann við þriðja soninn: „Getur þú nú Mtt öll eggin í einu skoti?“ Veiðimaðurinn tók þá upp byssuna og miðaði og hann hitti öll eggin í einu skoti. Faðir piltanna sagði nú við yngsta soninn: „Getur þú saumað saman eggin og ungana, sem í þeim voru, svo að ekkert sjáist á þeim?“ Skraddarinn tók þá upp nálina og saumáði allt saman, svo að ekkert sást á þeim. Svo klifraði sá bróðirinn, sem hafði tekið eggin undan íuglinum, með þau. aftur upp í tréð og lét þau undir fuglinn. Þau virtist ekkert hafa sakað, því að eftir tvo daga skriðu ungarnir úr eggjunum. Hið eina, sem sást á ungunum var rauð rönd um hálsinn á þeim, þar sem skraddarinn haíði saumað þá saman. Islenzka merin oij Sveiim Skorri MAÐUR er r.efndur Sveinn Skorri Höskuldsson, og talinn vera ritstjóri málgagns Sambands ungra FramsóknarmamG, sem ber yfir skriftina: „Vettvangur feskunnar". Ritstjóri þessi skrif- "fii meðal annars í Tímann 8. jú!í mjög vandaVSa grein um um- ájgngnismáta á Þingvöllum og hrfpýkslast á því, að þar skuh vera leyfð mót éða samkomur. Grein þessi mun vera sprottin af því, að S.veinn telur sig hafa verið neyddan til að greiða inn- gangseyri á Jónsmessumót sósíal- ista á Þingvöllum 21. júní s.l. Ég skal ekkert um það segja hver tök eru á því að neyða vegfar- endur til að kaupa sig inn á skemmtisamkomur, sem haldnav eru við alfaraveg, en ólíklegt þykir mér að það sé gert og v-eit ég til undir svipuðum kringum- stæðum að það var ekki gert, en vegfarendum aðeins vísuð hindr- unarlaus leið gegn um samkomu- svæðið og fengu, að sjálísögðu, að faca leiðar sinnar, en var hins vegar ekki leyfð dvöl á sam- lcomustaðnum. Ástæðan fyrir því, að ég sting niður penna, er sú, að í umget- inni grein sveigir ritstjórinn að öðru móti, sem einnig var haldið á Þingvöllum, það var landsmót hestamannafélaga og haldið á vegum L. H. árið 1950. í grein- inni segir svo: „Það er furðulegt skeytingarleysi af þeim yfirvöld- um, sem með forsjá staðarins fara, að leyfa fjöldadrykkjuskröll á Þingvelli. Ungkommar eru ekki einir sekir i því efni, það er stutl síðan meraeigendum landsim (leturbreyting mín) var stefnt þangað samarr, og var þá stað- urinn gerður að vettvangi mikill- ar hrossasýningar, mætti þó álita, að landsmenn ættu hentugri staði til að leiða saman stóðhesta sína“. Ég hygg, að engum fái dulizt, að orðalag þessarrar greinar og öll framsetning hennar eigi að vera lítilsvirðing á íslenzka hest- inn, bændur og aðra hestaeigend- ur og má furðu gegna, ef aðai- ritstjóri Tímans er hrifinn af því tiltæki Sveins, að gera bændum, sem eru mjög margir í stjórn- málahlekkjum Framsóknarflokks ins, þetta firmanafn. „Þá riðu hetjur um héruð.“ Bæru Þingvellir það nafn, ef hesturinn hefði ekki verið til? Ég efast um það og ég efast einn- ig um, að við hefðum, án hestsins orðið þjóð, hvað þá menningar- þjóð. Hvernig hefðu forfeður okkar átt að ná saman til að ræð - ast við um þjóðarmál, hefðu þeir ekki haft hestinn til að ferðast á um veglaust landið.' Það þykir full erfitt enn í dag, að ferðast landshornanna milli, um okkar hrjóstruga land þó að tæknin sé komin á það stig, sem hún er. Til forna var ekki til annar farkostur á landi, en hest urinn, hann bar björg í bú. Höfð- ingjar og hetjur riðu honum um héruð. Þá var riðið á Þingvöll, þar sögðu vitrir menn fram lög, þar voru mál sótt og varin og leyst úr vandanum af forsjá og góðvild, sem enn gæti verið fyrir mynd. Fornmenn kunnu að meta hesta sína. Ef nútíðarmaðurinn íslenzki óskar að gleyrna hest- inum, þá mætti hann eins gleyma allri fornri frægð. Þeir menn, sem ekki þola að sjá hrossatöð á Þingvöllum, ættu aldrei að líta þangað, því að þar, fremur en á nokkrum öðrum stað, er skraut að þeim. Ég vil ekki gera samanburð á hestinum og þeim farartækjum, sem mest eru notuð í dag, slik* væri móðgun við, „Skaparans meistaramynd“. VÆRI SVEINN TIL? íslenzki hesturinn hefur unn- ið þjóðinni ómetanlegt gagn á örlagaríkustu stundum og það er þess vegna, og meðfram af þvi, aó hsnn er ótrúlega skynsöm lii- vera, að hann er dáður’ af öllum sönnum mönnum. Ég vil nefna aðeins tvo hesta, sem ég þó held að hvert einasta mannsbarn í landinu hafi heyrt getið um, og sem hafa getið sér í sögunni ó- dauðlega frægð. Það er Sörli, sem Skúlaskeið er um, og hestur sá, sem Árni Oddsson reið úr Vopna>- firði til Þingvalla á fjórum dög- um og kom í tæka tíð, til að bjarga málum föður síns, á þing- inu, sem hann vann að í harð, í baráttu við Herluf Daa, hirð- stjóra, sem var óþjáll og ekkí velviljaður. Fjöldi aldraðra manna gætu sagt sögur af ís- lenzkum hestum, sem í þjónustu mannsins hafa bjargað manns- lífum. Þeir menn, sem þekkja þær sögur, óvirða ekki hestinn. Hver veit nema að hægt væri að færa líkleg rök að því, að ef ísienzka merin væri ekki til, þá væri Sveinn Skorri það ekki heldur, og gengið út frá því, væri athugandi hvers virði hún hefur um útreikninginn. ÓSÆMILEFT FRAMFERÐí Á SAMKOMUM Ég leyfi mér að taka upp hansk ann fyrir hönd þeirra ráðamanna á Þingvöllum, sem Sveinn Skorri segir að leyfi „f jöldadrékkju- skröll" þar. Menn þessir leyfa þar engin drykkjuskröll, en hitt er annað mál, að þeir, sem sækja samkomur, hvort heldur er á Þingvöllum eða annars staðar, setja sinn svip á þær samkomur sem þeir sækja. Sennilega er Sveinn Skorri sú persóna, að hann sé fær um að setja sinn svip á þær samkomur, sem hann sæk- ir, nema ef það hefur mistekist á Jónsmessuhátíðinni. Auðvitað gera þeir, sem fá leyfi til skemmtana, allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að um- gengnismáti á skemmtununum sé sem beztur, og lögreglulið fengið til umsjónar. Eg veit vel, að velsæmið fer stundum af, en for- ráðamönnum skemmtananna mun varla verða gefin sök á því. Ef ég nú segði, að það væri sök aðalritstjóra Tímans, að Svenn Skorri var ekki háttvísari í grein sinn, en raun ber vitni, þá teldi ég mig ósanngjarnan. Sveini mun trúað til að gera sitt bezta og vera háttprúður í skrifum sínum. Ég get mér til að bændum, sern eru í stjórnmálahlekkjum við Framsóknarflokkinn þyki hart, að vera kallaðir á opinberum vettvangi „Meraeigendur“, jafn- vel þó að þeir vilji merina frem- ur en Svein, og sízt hefðu þeir búist við þvi í Tímanum. MÓT Á ÞINGVÖLLUM Séu nokkur mót leyfð á Þing- vöilum, þá eiga þar að vera mót hestamanna. Það má setja ýms ákvæði um það hvernig þeirn skuli hagað, og framfylgja því í hvívetna, og komi þar ekki aðrir að en hestamenn og hestaunnend- ur, þá er hægt um vik að stjórna, því að þeir menn eru kjarni þjóðarinnar. Á slík mót ætti mjög að takmarka aðsókn þeirra manna, sem eru of fínir til að umgangast skepnur. Slíkt mót gæfi Þingvöllum fornan svip, — þeirra gamla elskaða íslenzka svip. Kr. Hákonar. — Akureyrlngar Framh. af hú. 2 stundamálara á Akureyri, sem er nú allfjölmennur félagsskapur, er rekur hér i bæ skóla á vetrum og voru í honum 15 nemendur er ílest var síðastliðinn vetur. VEIKUR, f EN VAXANDIGRÓDUR Við kvöddum þessa ungu, vin- gjarnlegu og vonglöðu listamenn með þökkum fyrir ánægjulega kvöldstund. Það er von okkar að Akureyringar komi þangað sem flestir sér til óblandinnar ánægju, því að með því hlúa þeir að fall- egum en veikbyggðum gróðri í aldingarði listarinnar. — Vigriir. Meðvitundarlaus í 147 daga. PALINE PITCHER, 17 ára, hefur verið meðvitundarlaus í 147 daga. Lenti hún í bílslysi og hlaut slæmt höfuðhögg. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.