Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. ágúst 1952 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, simi 3045. tuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstraeti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. HÉR í blaðinu hafa að undan- förnu verið birtar nokkrar grein- ar um Asíumál eftir sr. Jóhann Hannesson, þar sem brugðið er ljósi yfir atburði þá, sem nú eru að gerast í Austur-Asíu. Er í greinum þessum m. a. fjallað um „uppbyggingu" hins kommún- iska Kína og stjórnarstefnu Mao Tze Tung, sem hann sjá’fur nefn- ir „lýðræðis-einræði alþýðunn- ar“. Er ofurkapp lagt á útbreiðslu hinna kommúnistísku kenninga, og sjálfur hefur Mao látið frá sér fara ritsmíðir, sem grundvalla skuli uppfræðsluna á. Er þess ekki einvörðungu krafizt, að menn kynni sér kenningarnar, heldur og að þeir kunni þær ut- an að og meti alla hluti i ljósi þeirra. Meginkapp er lagt á að innræta börnum og unglingum kenningar kommúnista. Hæg leið er svo að kenna þeim, sem ekki skilja eða trúa, þeir eru sendir á „Vinnuskóla hins nýja lífs“, sem er hið kínverska nafn á þrælkun- arvinnubúðunum, sem eru einn snarasti þátturinn í kommúnisku skipulagi. Þá hafa kínverskir kommún- istar að fordæmi hinna rúss- nesku tileinkað sér það, sem Litvinov, fyrrv. fulltrúi utan- ríkisráðherra og sendiherra Sovétríkjanna, nefnir í aðvörun sinni til hins frjálsa heims: „hug- taksfræðilega blekkingu". Mönnum er gert að trúa því, að hvítt sé svart og svart sé hvítt, ef valdhafarnir seg'ja að það sé svo. Friður getur þýtt stríð og stríð geíur þýtt frið- ur, sannleikurinn geíur verið lygi og Iygin heilagur sann- Icikur, ef hun þjónar betur takmarkinu, en takmarkið er að brjóta niður eðli og hugsun einstaklingsins, en byggja í þess stað upp múgmennsku. Kínverskt b!að birtir hinn '6. júní frétt þess efnis, að tvö fylki standi „andspænis hættuisgustu skordýraplágum, sem verið hafa s.I. 30 ár. Milljónir af engisprett- um ráðist á akurlendi í þessum fylkjum“. Skordýraplágan var mikil og knýjandi nauðsyn að ráða niðurlögum dýranna, Fundu stjórnvöldin þá upp það snjall- ræði að tilkynna, að dýrin væru eitruð og send þráðbeint frá Ameríku. Fáfróðum almúganum var ætl- að að trúa því, að hættan væri enn meiri, en hún raunverulega var, svo að sérhver legði harðar að sér í baráttunni gegn henni. Hitt mun naumast nokkrum viti- bornum manni hafa dottið í hug, að lygin yrði lapin upp í 'olcðum meðal siðmenntaðra þjóða og þeim ætlað að trúa henni á þann hátt, sem raun varð á urn staur- blinda oísatrúarkommúnrsta hér- lendis. Sr. Jóhann Hannesson kallar skordýrasöguna „eins konar póli- tíska landkönnun hvað trúgirni manna snertir og dómgreind“. í þeirri prófraun stóðu íslenzkir kommúnistar höllum fæti, því að þeim var ætlað að sannfæra menntaða þjóð um, að lygin væri sönh, en éinhverja einkunn munu þeir'hafa hlotið á prófspjöldum meistaranna fyrir viðleitina, þótt á: angijr^us reyr.dist. Mao Tze Tung virðist að flestu leyti feta í fóíscor rússncskra ráðamanna um stjórn Kína, og þó velta menn því nú fyrir sér, hvernig fari, ef honum tekst að treysta svo aðstöðu sína, að hann þykist geta átt í fullu tré við Kremlverja. Mesta áfall komm- únismans til þessa er vafalaust viðskilnaður Titos, þótt reynt sé að gera sem minnst úr þeim hrak- förum. Kommúnistum er innrætt skilyrðislaus hlýðni við hið æðsta boð, „ef út af er brugðið grípur heimsflokkurinn í taumana". Heimsflokkurinn megnaði ekki að knýja Tito til hlýðni, og þó hefði einskis verið látið ófreistað. Samkvæmt kenningum þeirra er brot hans það alvarlegasta sem hent getur, en með því er for- dæmið fengið, og er þá spurn, hvort aðrir kommúnistaleiðtogar kunni ekki að feta í fótspor hans. Sá ótti er vissulega ríkur í hug- um kommúnista og ekki að á- stæðulausu. Stjórn Maos hefur tryggt sig í sessi. Hún er harðsnúin einvalds- stjórn, sem naumast verður koll- varpað innan frá fremur en Stalín. „Nú á dögum þarfnast þjóðin stórskotaliðs, skriðdreka, útvarpsstöðva — en allt þetta er örugglega í höndum hvaða ein- veldisstjórnar, sem er“, eins og Litvinov orðar það. Þótt Mao því bryti boð Stalíns, væri erfitt að ryðja honum úr vegi á sama hátt og kommúnistaforingjum lepp- , ríkjanna, og eins mundi and- kommúnistum í Kína reynast það ókloift. Á einskis manns valdi er að segja fyrir um gang sögunnar, en hvort svo sem sambúð Stalíns og Maos verður varanleg eða ekki, þá er staðreyndin sú, að bæði hin kínverska og rússneska þjóð búa við ægilegustu ógnar- stjórnir síðari tíma. Fátækt og örbirgð almennings er þó ekki alvarlegust, heldur hin andlega ' kúgun. Auðlegð er ekki nauð- synlegt skilyrði lífshamingju, þó að rétt sé og sjálfsagt að afla gæða í sem ríkustum mæli al- menningi til handa, en frjálsræði er einmitt grundvallarskilyrði hamingjusams lífs, samfara því sem það tryggir mestar efnalegar sem andlegar íramfarir. j Þess vegna veitist andlega heil- brigðum mönnum erfitt að skilja hugsanagang þeirra manna, sem leiða vilja yfir þjóð sína ógnir I áþekkar því, sem þjóðir þessar verða við að búa. Flestir þeirra fjölmörgu manna, sem gerzt hafa kommúnistar, fengið tækifæri til að kynnast framkvæmd hans og þá snúið við honum baki, telja sig upphaflega hafa snúizt til | fylgis við hann í þeirri trú, að ^hann mundi leiða til jöfnunar lífsgæða og harðstjórn væri að- eins nauðsynleg, meðan verið væri að koma hinu nýja stjórn- arfari á. Þessir menn hafa sannfærzt um, að allar þeirra vonir voru tálvonir. Lífsgæðum er hvergi misjafnar skipt en cinmitt meðal Ráðstjórnarþjóðanna, og kverkaíök harðstjóranna eru hert ár frá ári. Reynsla þessara manna er dýrmæt, og þeir hafa heldur ekki setið auð um höndum, heldur leggja fram alla orku sína til að miðla þjóðunum af reynsiu sinni og vara þær við þeim sporum, sem leitt gætu íil eilífrar ógæfu. Verður Juin marskálkur FRANSKI marskálkurinn Juin hefur borið allmjög á góma nú að undanförnu, og er þegar fdrið að ræða um hann sem eftirmann Auriols sem forseta Frakklands. En þar er sömu söguna að segja og með Eisenhower, að erfitt verður að velja eftirmann hans hjá Atlantshafsráðinu. Fyrsti marskálkur Frakka var útnefndur árið 1047. Juin er hinn síðasti og eini núlifandi mar- skálkur. Hann er hinn 331. í röð- inni. Frakkar hafa heiðrað hann með marskálkstign fyrir sigra hans í Ítalíu. Þar opnaði hann hlið Rómar og bjargaði þar :ueð heiðri Frakklands og endurreisti virðingu manna fyrir franska hernum. Eisenhower, scm virðir mjög herstjórnarhæfileika hans, hefur sagt um hann: „Hann er einasti franski hershöfðinginn, er kann að notfæra sér herstjórnar- list Napóleons í nýtízku stríði". Þegar Parísarbúar hylltu hann á Champs Elysées, var það ekki hinn mikli herstjórnari, rem menn köstuðu blómum til, held- ur hinn hugrakki hermaður, sem kominn var af alþýðufólki. ER FÆDDUR í ALSÍR A. Juin er fæddur í Bóne í Alsír og alinn upp í Norður-Af- ríku. Faðir hans var franskur lög- reglumaður og draumur hans var sá, að sonur hans yrði liðsfor- ingi í frönsku lögreglunni. Alp- honse litli var sér þess snemma meðvitandi, að hann hefði leið- togahæfileika. Hann skipulagi „skæruhernað“ skólafélaga sinni í fjöllunum. Póstvagnarnir voru grýttir með steinum! í Constant- ine endaði samt skólagangan og þar með öll strákapör. Til Frakk- lands kom hann talsvert seint og fór þá í liðsforingjaskólann í Saint-Cyr. Þar varð hann svo efstur um vorið. Félagar hans, Beíhouart og de Gaulle urðu langt fyrir neðan hann. Þegar hann hafði lokið prófi, sendi hann fjölskyldu sinni .mynd af sér, og á henni stóð: „Takið myndina ekki of alvarlega, en athugið samt, hvort hún líkist mér, þeg- ar ég er orðinn hershöfðingi.“ Er hann var mjög ungur liðs- foringi stjórnaði hann hinum marokkónskú „taborshermönn- um“ sínum í Marne-árásinni. Þá særðist hann í hægri hendi. Ári síðar fékk hann skot í sama hand- legg, og síðan hefur hann verið lamaður í honum. Af þeim sök- um heilsar hann alltaf — einnig á hermanna vísu — með vinstri hendi. Er hann var orðinn al- bata, kom hann aftur til Mar- okkó. Hinn nafnkenndi marskálk ur Lyautey tók á móti honum og gerði hann strax að aðstoöar- manni sínum. En Juin reyndi að losna við þetta embætti: „Ég get ekki gætt símans né talað við kvenfólkið", sagði hann. En hann lærði hvorttveggja og auk þess lét Lyautey hann fá nasaþef af ! stjórnmálum. Einnig glöggvaði hann sig á skýrslugerð og þess háttar hlutum. Fyrir síðari heimsstyrjöld var Juin í nokkru ár í Constantine í Norður-Afríku, sem yfirmaður setuliðsins þar. Þar fékk hann dag nokkurn mjög ákveðið bréf frá þáverandi landvarnamálaráð- herra Frakka, Daladier. Hann vildi koma af stað rannsókn í máli ungs liðsforingja í lið^.Juins, er vakið hafði mikla gremju :neð því að kalla hundinn sinn ,Blum‘ (í höfuðið á jafnaðarmannafor- ingjanum Leon Blum). Ungi liðs- foringinn varð að koma til Juins, sem las fyrir hann bréf Daladiers. Mennirnir tveir horfðu hvor á annan og glettnisbros mátti lesa úr augum þeirra. — En þá segir Juin allt í einu með nokkurri hörku: „Þegar þér hafið losað yður við Blum, megið þér ekki fá yður annan hund“. — „Qui, Esni frsnski hershcfuinginn, %m kann Fsda sér hernaðaríist Napóieens" mon Colonel", svaraði ungi liðs- l foringinn, og þar með var málið J úr sögunni. RÉTTI HLUT FRAKKA | Það féll í hlut Juins að varpa nokkurri birtu á hina dimmu júní daga 1940, því að hann háði langa og snarpa orrustu við Þjóðverja við Gembloux, en við Valenci- ennes var hann loks umkringdur og neyddur til þess að gefast upp. Næstu 13 mánuði var hann íangi Þjóðverja, en var sleppt fyrir milligöngu Weygands og komst við illan leik til Norður-Aíríku. Þar hófst hann handa um að koma fram hefndum á Þjóðverja. Þann 25. nóv. 1943 gekk Júin á land við Napólí, sem yfirmaður 135.000 manna fransks liðsafla. Var lið hans illa útbúið, og ekki var því tekið af Ameríkumönn- um né Bretum með neinni sér- stakri virðingu. En þó kom að því, að Juin sýndi, hvað í honum bjó, því þeð var hann-og iið hans, sem sigraði Þjóðverja í fjöllunum við Cassinóklaustrið og opnuðu Bandamönnum leiðina íil Róma- borgar. En í þessum orrustum féllu 3400 menn af liði hans. Þar með endurreisti hann virðingu Bandamanna fyrir franska hern- um. Er Er Juin var útnefndur franskur yfirhershöfðingi yfir öllu Marckkó, sagði hann við soldáninn: „Já, nú er ég kominn aftur til hermannanna minna“. Og er hann var sendur til að berj- ast í Indókína, kunni hann bezt við sig meðal hermanna sinna frá Norður-Afríku. Meðal þeirra vár sonur hans, sem berst bar í frönsku útlendingahersveitinni. Juin leggur mikið upp úr öllu skrauti og því um líku. Þegar hann var yfirhershöfðingi í Rab- at, hegðaði hann sér eins og ein- valdsherrar í Austurlöndum gera. En Frakkar og Norður-Afríku- búar virða hann mjög, því að Framh. á bls. 11 Velvakandi skrifar: ÚS ÐAGLEGA LÍFIMU Skýíi við alfaraleið. FRAMTAKSSAMIR menn eru að koma upp farþegaskýlum á leiðinni milli Hafr.arfjarðar og Ilej'kjavíkur, framkvæmdir, sem margur maðurinn hefir beðið með óþreyju. Er þegar eitt þeirra risið af grunni á Digraneshálsi og annað suður i Haínarfirði. Ef til vill kemur líka eitt við Mikla- torg, ef leyfi fæst. Lengi hefir verið klifað á r.auð- syn slíkra byrgja, sem þessara, því að nöturlegt er að bíða á Digraneshálsinum í vondum veðrum. Einhverja viðskiptastarfsemi mun eiga að reka í byrgjunum til lað fá upp í kostnað. Við skýlið á Digraneshálsi er risinn upp i bensíngeymir, svo að ekki verður jframar neitt skelfilegt, þó að bíll verði bensínlaus þar. Byrgin í Reykjavik. EN hvað líður biðskýlunum í höfuðborginni? Fyrir einum tveimur árum voru reist nokkur byrgi í úthveríunum og þótti 1 heldur en ekki fengur að, enda ,veit ég ekki betur en þau hafi reynzt eins og til stóð. I Farþegarnir hafa líka kunnað að meta þau, og þótt einhverjir ^ hafa stytt sár stundir við að mölva í þeim Ijósaperurnar, þá ætti það ekki að fæla frá áfram- háldandi framkvæmdum. Nú ný- (lega hafa þau verið máluð og eru sem sagt í bezta gengi. , Fleiri byrgi vantar. ÆRIÐ mörg eru þau gatnamót- in, sem enn vantar skjól. Sums staðar hamar fólk sig und- ir húsveggjum og þykir þá nokk- ur átrcðningur af. Önnur gatna- mót eru á bersvæði, svo að vind- ar loftsins fá frjálsir að leika um mannþyrpinguna í bið. Á sumum áfangastöðum vagn- anna eru sjaldan færri en 10—20 manns og oft eru einhverjír þeirra svo staddir, að þeim sé sönn vorkunn. Það vantar fleiri bíðbyrgi í bænum. 1 í Fá endurnar ekki nægan mat? ÝRAVINUR við Tjörnina seg- ir frá eftirfarandi: „Ég hefi árum saman fylgzt með fuglaiíf- inu hér á Tjörninni og fer ekki milli mála, að urmull fólks hefir mesta yndi af þeim, það sýna heimsóknirnar, sem þeir fá. En því miður koma allt of margir tómhentir fram á bakkann, en munnarnir eru margir, sem seðja þarf. Ég vildi mælast til, að fullorðn- ir létu ekki sitja við það eitt að sýna börnum sínum fuglana. Þeir, sem synda glaðhlakkalegir frarnmi fyrir gestunum, eiga von einhvers góðgætis. Fátt er börn- um hollara en að sýna dýrunum gott atlæti. Það er ómaksins vert að leyfa þeim að gefa fuglunum að eta.“ Hvað ber hann Leifur? MERKILEGT, hvað athyglis- gáfu manna er oft ábótavant. Að minnsta kosti hafði ég geng- ið hundrað sinnum íram hjá líkneskjunni af Leifi heppna, þegar ég tók eftir, á hverju hann heldur í vinstri hendinni. Manst þú, hvað hann ber í höndunum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.