Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.08.1952, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. ágúst 1952 MORGUNBLAÐ10 S ) UMBOÐSMAÐUR Sölusssmbands íslenzkra íiskframleiðenda á Spáni, Þórður Albertson, er á ferð í Reykjavík þessa dagana. Blaðið hitti Þórð að máli í vik- unni og bað hann segia lesendum tíðindi af Spáni og um. leið eitt- hvað um ástand og horfur í sam- bandi við saltfisksölu okkar þar í landi, en hann hefur um ára- bil starfað að þeim máíum og er flestum eða öllum íslending- um fróðari um landshætíi og þjóðMf á Spáni. Þórður er bú- settur í Bilbaó. fSLENGINGAK í ÞRIÐ.TA SÆTI — Á síðastliðnum tveim árum eða frá því aftur voru tekin upp viðskipti við Spán eftir heims- stju jöldina, segir Þórður, höfum við selt þangað um 1500 smá- lestir af saltfiski og um 6000 smálestir af verkuðum fiski, en Spánverjar kjósa helzt þurrkaðan íisk eins og kunnugt er. Ráðgert er að á næstunni verði svo af- skipað 1500 smálesíum til við- bótar. Síðasta árið fyrir borgarastyrj- öldina munu Spánverjar hafa flutt inn um 70.000 smálestir af verkuðum fiski en eigin. fram- leiðsla þeirra nam þá um 10.000 smálestum. Þrátt fyrir öra fólks- fjölgun nemur innflutningurinn nú aðeins um 25.000 smál. á ári og eigin framleiðsla hefur með aukn um togaraflota komizt. upp í a. m. k. annað eins. Af innflutn- ingnum fyrir borgarastyrjöldina áttum við íslandingar drýgstan hlut en erum nú komnir aftur úr bæði Færeyingum og Norð- mönnum. Saltfisksala Færeyinga til Spánar er nú yfir 10.000 smá- lestir árlega og Norðmanna 7000 smplestir, a.Ilt samkvæmt við- skiptasamningum og á grundvelli jafnvirðiskaupa eins og hjá okkur. Ætlun okkar var og er eins og fram kom í útvarpserindi at- vinnumálaráðherra, vorið 1951 (sem birtist i Morgunblaðinu), eftir hina árangursríku ferð hans til Madríd í marz 1351, að af- skipa til Spánar 6000 snriálestum árlega. Nú er hins vegar srvo kom- ið, sökum lítilla innkaupa af okkar hálfu frá Spání, að svo | virðist sem þessi markaður, sem | í áratugi var stærstur og hag-1 kvæmastur fyrir íslenzkan salt- fisk, glatist okkur að mestu. Við vorum lengst af í fyrsta sæti, j en erum nú að reyna að halda í þriðja sætið á eftir Færeyingum i og Norðmönnum. Gnnþá er það þó svo, að íslenzkur „Bacaiao“ þykir beztur á Spáni. ÆUKA ÞARF VÖRUKAUP íslenzkir fiskframleiðendur h afa ekki efni á að missa að verulegu eða öllu leyti Spánar- markaðinn. Það virðist því ein- sætt að nauðsyn berí til að auka vörukaup frá Spáni hið bráðasta þar sem þau eín geta trj'ggt, að þessi markaður glat- ist okkur ekki. Urn vörukaup frá Spání vil ég segja: Eins og okkar ágæti sendiherra þar, Pétur Benedikts- son, sagði í viðtali við Mbl. í fyrrasumar, er mikil og góð vara fáanleg á Spání, vefnað- ai’vara alls konar, skótau, ávext- ir, þurrkaðir og nýir, ávaxasafi og svtí mætti lengi telja. — Mistök þau, sem urðu við innkaup einnar sendingar í upphafi geta engan veginn gefið tilefni til úrslitadóms rnn gæði spáhskrar vöru, ekki frekar en úrgangsfiskúr gæti orðið góð- ur og gildur „Bacalao Isíandia“, þótt seldur væri sem slikur á Spáni. Danir kaupa t. d. vörur fyrir yfir 50 milljónir dansira króna árlega af Spánverjum, mest vefn- aðarvöru. Sá ég slika vöru víða pcmi AuScin innkaup þa^an nauðsynieg fll forðast yfiívofandi markafrjtasD Ræi! viS Þérð áibðrfson, intksösnrsnn SíF á Spéni :SW:*!SS Þórður Albertson. í búðum í Kaupmannahöfn og líkaði hún vel. Það er því ástæða til að vona, að íslenzkir . innflytjendur reyni að beina sem mest viðskiptum sínum til Spánar, sjáifum sér, ís- lenzkri útgerð og þjóðinni allri til hagsbóta. FERÐAMANNASTRAUMLR — En svo við snúum okkur að öðru. Hvað er að segja um Spán sem ferðamannaland? Eitt dagblaðanna skýrir frá því í dag, að 1. fl. hótelherbergi kosti þar tæpar 60 krónur á dag. — Það - er rétt, að dýrustu hótelherbergi á Spáni kosta eitt- hvað um 60 krónur en þau eru innan við 10 hótelin á Spáni sem selja svo dýra gistingu eða ein- ungis þau, sem tilheyra svoköll- uðum ,,de luxe“ flokki. Á Spáni eru gistihús flokkuð af opinberri nefnd eftir aðbúnaði og er þeim gert skylt að kynna svo ekki verði um villzt hverjum flokki þau tilheyra. Á 1. flokks hóteli kostar herbergið raunar allt að því helmingi minna en hér er frá skýrt eða um 30 krónur. Á góðum gistiheimilum (pensjón- ötum) kostar herbergið með fæði aðeins 55 peseta eða tæpar 23 krónur og mun óvíða unnt að fá jafngóða gistingu fyrir jafn- lítið fé. Spánn er nú eitt ódýrasta ferðamannaland í heimi og flykkjast þangað ferðamenn svo hundruðum þúsunda skiptir á ári hverju. Ber þar hvað mest á Bretum, en þeir hafa, sem kunn- ugt er, yfir litlum ferðagjaldeyri að ráða (25 sterlingspund). Búa þeir gjarnan í tjöldum og kom- ast af með sáralítið fé. — Hvert mundir þú ráðleggja íslenzkum Spánarfara að leggja leið sína? — Það fer að sjálfsögðu eítir árstíma og hversu viðreist menn vilja gera. Evrópumenn sækja mest til Spánar á haustin og veturna og leggja þá leið sina til suðaustur strandarinnar og borgarinnar Sevilla i Andalúsíu, þar sem heitast er á Spáni lofts- lag og blóð. — Á sumrin eru baðstaðirnir á norðurströnd- inni mest sóttir af ferðamönn- um, einkum sá frægasti, i borg- inni San Sebastian við frönsku landamærin en þar hefur spánska stjórnin aðsetur yfir sumarmánuðina vegna hitanna í Madrid. Fyrir íslendinga er Vet- urinn vafalaust heppilegasti tíminn til Spánarferðar og vilji þeir kynnast því sem markverð- ast er þar í Iandi, ættu þeir ekki að láta hjá líða að heimsækja höfuðborgina. — Hvernig er afkoma al- mennings í landinu? — Hsgur Spánverja hefur mjög farið batnandi að undanförnu, einkum tvö síðustu árin. Veldur þar mestu urh, að úrkoma hefur verið óvenju mikil og næg vatns- orka fyrir iðnaðinn en rafmagns- skortur hefur ósjaldan valdið stöðvun verksmiðjurekstrar á Spáni. Af sömu sökum hefur ólívu uppskeran verið óvenju góð, en Spánverjar eru sem kunnugt er, heimsíns mestu framleiðend- ur ólívuo’íu. 1 ár er einnig búizt við metuppskeru á ávöxtum, appe’sínum, vínberjum og banön- um. Eftir heimsstyrjöldina stóðu langvarandi þurrkar öllu at- vinnulífi mjög fyrir þrifum, en nú hefur sem sé brugðið til hins betra og hefur það að sjálfsögðu haft víðtæk áhrif á afkomu alls almennings í landinu til batnað- ar. Á síðastliðnum vetri var af- | numin öll skömmtun matvæla á Spáni. ^ ENDURREISNIN | — Verður enn vart afleiðinga af eyðileggingu borgarastyrjald- arinnar? — Spánverjar voru komnir talsvert áleiðis við endurreisn landsins árið 1939 er heims- styrjöldin skall á, en þá stöðv- aðist endurreisnarstarfið vegna einangrunar landsins. í stríðslok var svo háfizt handa á nýjan leik og telja Sþánverjar sig nú vera komna á réttan kjöl og af- leiðingar hildarleiksins úr sög- unni að mestu. Opinberlega hef- ur verið tilkynnt, að öllum póli- tískum föngum hafi verið gefn- ar upp sakir og jafnframt öllum þeim, sem dvaiizt hafa í útlegð vegna afskipta sinna af borgara- styrjöldinni verið boðið að hverfa heim á ný og þeir ekki látnir gjálda skoðana sinna. Jaimi, ríkiserfingi, sonur Aifons- os fyrrum Spanarkonungs, er nú búsettur í Portugal en kemur oft til Spánar og nýtur fullkomins ferðafrelsis. KAÞÓLSKASTA LANBIÐ — Menntun og trúarlíf? — Unglingafræðsia er enn sem fyrr að mestu í höndum kirkj- unnar og þjóðin upp alin við strangan siðalærdóm. Trúin er því að sjáifsögðu snar þáttur í lífi fólksins enda hefur Spánn verið talið eitthvert kaþóiskasta land veraldar. Ég beld að ég fari ekki með ýkjur þótt ég segi að hver einasti Spánverji fari í kirkju einu sinni í viku og fjölda margir byrja daginn með bæna- gerð í kirkju. Oll dagbiöð Spánar flytja trúarlegt efni á degi hverj- um. SALTFISKUR OG HITAVEITA — Hvað veit alþýða manna um Isiand? — Flestir vita tvennt. Fyrst og fremst það að íslendingar frara- leiða góðan saltfisk og að á ís- iandi eru hús hituð með hvera- vatni. Þegar Evrópumótið í íþróttum ,'rar haidið í Briissel um árið og Islendingar fengu m. a. tvo meistaratitla var sérstaklega frá því skýrt.í spönskum blöðum og vakti athygii, því að íþrótta- áhugi er vaxandi í landinu. Stjórn arvöld á Soáni hvetja þjóðina mjög tii íþróttaiðkana enda talið æskilegra að hinir skapmiklu Spánverjar kappræði fremur um knattspyrnu en stjórnmál. Framh. á bls. 11 . EFTIRFARANDI skýrs]u yfir þróun iðnaðarins á íslandi 1950—1952 lagði Landssam- band iðnaðarmanna fram áj hinu norræna iðnþingi, sem haldið var hér í Reykjavík í vikunni. Hún gefur yfirlit yfir ( það helzta, sem er að gerast í iðnaðarmálunum hér á landi. MÖRG VANDAMÁL IDNAÐARINS Eins og sást af siðustu skýrslu Landssambands iðnaðarmanna á | 9. norrænu iðnráðstefnunni í Finnlandi 1950, um ástand iðn- aðarins á íslandi, — var útlitið ekki bjart fyrir íslenzkan iðnað þá. Ástandið hefur ekki batnað og enn er óvissa með framtíð- ina. Vandamál iðnaðarmanna eru mörg og erfið, Kækkandi laun, efnisskortur og óvissa á peninga- markaðinum. Byggingariðnaðurinn er mik- ilsverður hluti íslenzka iðnaðar- ins, því að á honum grundvallast aðrar iðngreinar svo mjög. Á- standið í byggingariðnaðinum hefur því áhrif á fjölmargar aðr- ar greinar. I Siðustu ár hefur byggingar- starfsemin verið takmörkuð og undir stjórn Fjárhagsráðs, sem tekur ákvarðanir um fjárfest- ingu. Það hefur ásamt efnis- og fjárskorti sett svip sinn á alia! byggingarstarfsemi bæði hins op- inbera og einstakiinga. ■ Af þessum og öðrum ástæðum hefur gætt atvinnuleysis í hin- um ýmsu greinum byggingariðn- aðarins og áhrifanna um leið orðið vart í öðrum iðngreinum. Smærri iðnfyrirtæki hafa orðið að draga saman atvinnurekstur sinn og sum fyrirtæki orðið að hætta störfum styttri eða lengri tíma. I Útflutningsvörurnar gefa af sér erlendan gjaldeyri m. a. til kaupa á hráefnum og verkfærum til iðn- aðarins. Megin útflutningsvörúr \ íslands eru fiskafurðir og land- búnaðarafurðir. V'erðið á þess- um vörum fer nú lækkandi á heimsmarkaðinum og skánar ástandið ekki við það. AFNÁM HAFTAXNA | Landssamband iðnaðarmanna og félagsmenn þess hafa jafnan j verið fylgjendur frjálsrar verzl-1 unar og viljað afnám þeirra hafta sem sett voru á árunum eftir. Stríð. Síðari hluta ársins 1951 j var linað nokkuð á verzlunar-1 höftunum og um ieið afnumin verðlagsstjórn og höft á birgða- j söfnun. Hinni frjálsu verz’un hef- ur hins vegar verið komið á að miklu leyti með þeim hætíi, að gjaldeyrir til kaupa á fullunn- j um vörum hefur fengizt á réttu gengi, meðan greiða verður 60% skatt til bátaútvegsins af gjald- eyri til kaupa á hráefnum til framleiðs’u sömu vara hér. Þar að auki voru framleiðendurnir hér ilia staddir á öðrum sviðum í samkeppninni við innflytjend- urna, vegna takmarkar.a á efnis- inr.flutningi. i GÆTI SKAPAZT TRAUSTUR ÍIORNSTEINN Enr.þá virðist ríkisvaldinu og löggjöfinni ekki vera það ljóst, að ef iðja cg iðnaður mættu sama velvilja og stuðningi sem fiskveiðar og landbúnaður, þá myndi þar með skapast einn hornsteinninn enn i atvinnulífi þjóðarinnar, sem myndi hafa verulega þýðingu fvrir úíflutn- inginn. Þróunin á sviði iðnaðar síðustu ár hefur að mestu verið í því fóigin að afla betri og fullkomn- ari verkfæra til þess að auka framleiðsluna og fcæía hana. — Samtímis hefur síðustu ár verið unnið að því að koma upp nýjum iðjuverum, sem samsvara betur en áður kröfum tímans og m5 segja að það hafi tékizt framaíl öllum vonum. Starfsemi Landssambands iðn'. aðarmanna hefur verið aukin og útvíkkuð. Frá 1. apríl 1951 hefur sambandið ráðið framkvæmda- stjóra, ungan iögfræðing að nafni Eggert Jónsson og það hefur keypt húseignina Laufásveg 8 í samvinnu við Trésmiðafélag Reykjavíkur. Þar hefur sam- bandið nú skrifstofur sínar og eru þær að öilu levti hentugri en gamia skrifstofan í Kirkjuhvoli. Með þessari breytingu væntir sambandið þess að geta rækt betur hlutverk sitt, veitt félags- mönnum aihliða aðstoð til að leysa dagleg vandamál og önnur vandamál sem snerta iðnaðinn. IÐNADARBANKINN í mörg ár hafa iðnaðarmenn barizt fyrir því að fá eigin pen- ingastofnun, iðnaðarbanka. Sá draumur er nú að rætast, þar sem Alþingi samþvkkti 19. des. 1951 lög um stofnun „Iðnaðarbanka íslands h.í.“ Raunar er stofnhöfuðstóllinn ekki mikill, 6>ú milljón kr., en þetta er þó byrjunin. Ríkið legg- ur fram 3 milljónir, Landssam- band iðnaðarmanna V/2 milljón, Félag íslenzkra iðnrekenda lx/% milljón og (2 milljón kr. verður boðin út til söiu sem hlutabréf. Menn vonast eftir að höfuðstóil- inn verði greiddur inn síðari hluta sumars og bankinn stofn- aður með haustinu. IÐNSÝNING í HAUST Fyrir frumkvæði Landssam- bands iðnaðarmanna og Féiags íslenzkra iðnrekenda verður haid in í haust, hér í Reykjavík, iðn- sýning, sú stærsta, sem haldin hefur verið á íslandi. Þrjár aðrar stofnanir standa að baki sýning- unni: Bæjarstjórnin í Reykjavík, Samband íslenzkra samvinnufé- laga og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. ■ í ár eru 200 ár liðin síðan Skúli Magnússon, landfógeti, gerði fyrstu tilraun til verk- smiðjuiðnaðar á íslandi, en það varð eiginlega orsökin til þess að Reykjavík fékk kaupstaðar- réttindi. Sýningin fer fram í hinum nýja iðnskóla, sem nú er í smíðum. Menn vænta þess, að sýningin verði til þess að gera almenningi ög yfirvöldunum ljósa þýðingu iðju og iðnaðar, og að þau eru c^ðin stór þáttur í íslenzku at- vinnulífi. Það er vitað mál, að hinir aðalatvinnuvegir þjóðarinn- ai', fiskveiðar og landbúr.aður, fela í sér meiri áhættu og eru bundnari verðbreytingum á , heimsmarkaðr.um en iðja og iðn- aður. Endurskoðun á lögum um iðju og iðnað var ekki lokið á síðasta þingi. Það var samkomulag um að skynsamlegt væri að fresta breytingum urn sinn, þar til tími og aðstæður yrðu hentugri. RAFVIRKJANIRNAR OG ÞRÓUN EÐNADARINS Raforkuframkvæmdirnar við Laxá og Sogið eru þýðingarmik- ill þáttur í þróun iðnaðarins. —• Sama er að segja um hina stóru áburðarverksmiðju í nágrenni Reykjavikur, sem nýlega var byrjað á og sementsverksmiðj- una á Akranesi, sem nú er í und- irbúningi. Öil þessi iðnfyrirtæki munu vissulega hafa rnikia þýðingu fyrir þróun íslenzks iðnaðar, gefa mörgum atvinnu, spara erlendan gjaldeyri og hafa áhrif á efna- hagsmálin. tílB'liS Jíil NÁMSKEIÐIN TÓKUST VEL Samkvæmt samningi milli Frarrth. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.