Morgunblaðið - 05.10.1952, Page 14

Morgunblaðið - 05.10.1952, Page 14
< M MORGVNBLAÐEÐ Surmudagur 5. okt. 1952 ] ADELAIDE Skáldsaga eftir MARGERY SHARP lUiiiiiiiiimiiimiiiiiuiniiiii Framtialdssagan 27 yfirgefa hann fegin. Dómur frú Culver á tengdasyninum var harður og ósérhlífinn. Hún þótt- ist vita að þetta var ræfill, bæði af því, sem hún hafði heyrt fleygt hjá frú Ocock og hvernig mátti ráða það, sem tvíburarnir höfðu sagt. Enda þótt hann væri aðlað- andi í útliti, fannst henni það ekki bæta hann upp á nokkurn hátt. Karlmenn áttu ekki með réttu að vera aðlaðandi í útliti. {Treff var að vísu líka aðlaðandi, en hann var sonur hennar). Ade- laide hafði gifzt aumingja. Það höfðu konur gert á undan henni. Utkoman var venjulega sú sama. Þaer komu heim þegar þær höfðu lært af reynslu sinni, og sættu sig við hlutskipti sitt, sem var venjulega hlutverk ógiftrar dótt- ur. Hjónaskilnaður .kom :iæstum aldrei til greina. Eiginmennirnir voru að vísu úr sögunni, en voru þó til. Það var oft gripið til þess að segja að þeir væru erlendis. Auðvitað vék málinu öðru vísi við, ef hjónin áttu börn, en frú Culver vonaði að Adelaide kæmi heim áður en það kæmi til greina. Hún var því nokkurn veginn örugg um það hvernig hún ætti að skipa málunum þegar hún kæmi til dóttur sinnar. Hún ef- aðist að vísu um að Adelaide mundi vilja viðurkenna að hún hafði farið illa að ráði sínu. Frú Culver þekkti þvermóðsku dótt- urinnar. En hún gat bent henni óbeinlínis á að leiðin til Platts End væri henni opin og hún þyrfti ekki að fyrirverða sig fyrir að ganga hann. Frú Culver ætl- aði að leggja áherzlu á það hve hún væri einmana. Ekkert væri eðlilegra en að bjóða Adelaide í heimsókn. Og þegar fyrstu erfið- leikarnir hefðu verið yfirstignir, efaðist frú Culver ekki um að allt mundi ganga henni að ósk- um. „Ég verð að fara varlega", sagði hún við sjálfa sig. „Ég verð að vera kurteis og alúðleg við herra Lambert. Ekkert liggur á, og ég má ekki ávíta hann fyrir neitt....“ En þegar hún kom út úr leigu- vagninum og sá inn um hliðið allar þær breytingar, sem höfðu orðið á Britannia Mews síðan hún sá húsið síðast fyrir tíu ár- um, voru allar fyrirætlanir henn- ar roknar út í veður og vind á svipstundu. Hún trúði varla sín- um eigin augum. Þetta var versta óþrifabæli. Hvar voru hreinu gluggatjöldin og þvegnu rúðurn- ar, sem hún mundi eftir? Vagn- arnir og hestasveinarnir? Því að nú varð frú Culver það ljóst, að það voru hestarnir, sem höfðu gefið Britannia Mews þennan skemmtilega sveita-b!æ. Eins og það væru útihús á stóru býli. Einu lifandi verurnar, sem þarna var að sjá, voru slæpingjarnir, sem héngu fyrir utan krána. Frú Culver stóð þarna eins og steini lostin. En um leið kom Adelaide út um dyrnar. Heim- sókn móður hennar var óvænt og hún varð meira hissa en glöð. Adelaide rétti úr sér og gekk niður tröppurnar. i „Komdu sæl, mamma", sagði hún glaðlega. „Þú ert þá komin j til að heimsækja okkur. Það var heppilegt að ég var ekki farin t út“. I Þær kys3tust. Adelaide til mik- illar undrunar sá hún að augu | hennar voru full af tárum. Það var ekki algengt innan Culver- fjölskyldunnar að menn tár- felldu, svo að henni leizt ekki á blikuna. j * „Ér þabbi v'eikur'?"' spurði hún. „Er það þess vegna, sem þú ert komin?“ Frú Culver hristi höfuðið. „Vina mín, ég er komin til að sækja þig heim“. Um leið og orðin voru töluð, sá hún eftir þeim. En það var um seinan. Adelaide rétti aftur úr sér. „Hvaða vitleysa, mamma. Og ef þú ert komin hingað til að tala við mig um það. . . . “ „Nei, nei“, flýtti frú Culver sér að segja. „Þetta var kjána- lega sagt. Ég kom bara til að vita hvernig þér liði....“ „Mér líður ágætlega“, sagði Adelaide. „Ætlar þú ekki að bjóða mér inn?“ Adelaide sneri við og gekk á undan henni upp tröppurnar. — Hún kveið því ekki að sýna móð- ur sinni heimil sitt. Hún vissi að allt var hreint og pússað inni hjá henni. Hún vissi bara ekki að hún hafði sjálf slakað á kröfun- um. Frú Culver settist í annan tágarstólinn (sem nú hafði verið gert við) og leit í kring um sig án þess að segja eitt orð. „Ég geri öll húsverkin sjálf“, sagði Adelaide. „Er það nauðsynlegt?" Adelaide hló við. „Nei, auðvitað ekki. Ef satt skal segja er Henry því mjög mótfallinn. Hann vill að ég fái stúlku til að hjálpa mér. En íbúð- in er svo lítil og þægileg. Ég hef svo góðan tíma til að gera það sjálf“. „O, já“, og svo flýtti hún sér að bæta við: „Hvernig líður Henry?“ „Agætlega. Hann er ekki heima eins og stendur. Hann fór til að tala við listmunasala, sem hefur áhuga á verkum hans“. (Adela- ide hafði ekki hugmynd um hvert hann hafði farið og undraðist það sjálf hve auðvelt henni var um að segja ósatt). „Hann er mjög önnum kafinn, en það er vegna þess að hann þarf að af- greiða svo margar pantanir"., „Það þykir mér gott að heyra“, sagði frú Culyer. Hún renndi augunum um stof una og rakst þá á skelina á arin- hillunni. Ef hún mundi eftir því hvaðan hún var komin, þá lét hún það að minnsta kosti ekki í ljós. Veggurinn hafði risið á milli þeirra með #fyrstu orðun um, sem hún hafði sagt og þau urðu ekki aftur tekin. Þær sátu þarna móðirin og dóttirin eins og ókunnugar væru. „Viltu ekki tebolla?" spurði Adelaide. „Nei, þakka þér fyrir. Ég von- aði að þú gætir komið og borðað hádegisverð með mér á Fullers- veitingahúsinu". „Ég á eftir að gera innkaupin og Henry kemur aftur á hvaða stund sem er“. „Faðir þinn biður að heilsa þér“. „Ég bið líka að heilsa honum“. „Hann vonar.... “ Með því að leggja manni sínum orð í munn, fann frú Culver loks ráð til að koma óskum sínum fram. „Hann vonar að þú komir brátt og heim- sækir okkur. Garðurinn er sér- lega fallegur". „Auðvitað þætti okkur mjög gaman að því“, sagði Adelaide. „En einmitt nú er Henry svo önnum kafinn .... Fellur þér vel við Plaats End?“ „Mjög vel“, sagði frú Culver og tók umræðuefninu fegins hendi. Frú Culver gat talað um nýja húsið sitt og nýju nágrann- ana langa lengi. Stundarfjórðung ur leið áður en hún hafði lokið við að lýsa fyrir Adelaide hvernig húsgögnunum hafði verið raðað, blómunum í garðinum, frá heim- sóknum og prestinum, sem var svo einkar vingjarnlegur. Adela- idi þótti gaman að heyra hana segja frá. Þetta var þrátt fyrir allt ríkur þáttur í lífi hennar. Þetta tilheyrði þeim heimi, sem Hrói höttur snýr aftur eftir John O. Ericsson 1.9. Ég hef þjónað honum frá því að hann var drengur og föður hans á undan honum. Nú er ég of gamall til þess að gerast svikari. Þegar sendimaðurinn var farinn, sat kóngur lengi hugsi, án þess að segja orð. — Heyrið hérna, sagði hann loks. Betri maður er ekki til á milli þessara fjalla en gamli maðurinn, sem stóð frammi fyrir már áðan. Trúr eins og Gourdon, er viðkvseðið í Limousin. Ég veit, að hann á þrjá syni. Ég get ekki tekið orð mín aftur, en blóð þeirra er of gott handa gálganum. Enginn þeirra má falla lifandi í hendur mér. Hafið þið skilið mig rétt? Á Sankti-Gabríelsmessu verðum við að standa frammi fyrir Chalus. Allir kinkuðu kolli. Kóngur stóð upp og fór. Viku seinna riðum við upp dalinn, upp með Tarnoires- ánni. Ásarnir beggja vegna nálguðust smám saman, skógur- inn varð þykkari og víngarða sáum við færri og færri. — Snemma um morguninn á þeim degi, sem Ríkarður hafði ákveðið, sáum við Chaluskastala framundan okkur. Einmitt á þeim stað rann áin í bugðu og umkringdi kastalann á þrjá vegu. Á þann fjórða lá vegurinn upp að kastalahliðinu í krcppum bugðum. Höllin sjálf var lítil með lágum múrum allt í kring. Við settum herbúðir niðri á sléttunni og reistum tjöld vor. Þegar því var lokið og við höfðum hvílt okkur ofur- lítið, sendi kóngur boðbera upp til kastalans og bað höfð- ingjann í síðasta sinn um að láta af hendi það, sem eftir væri af dýrgripunum. Vídómar og Gourdon gamli komu fram uppi á múrveggn- um. Við gátum ekki heyrt hvað þeir sögðu, en samtalið stóð . ckki lengi. Þegar boðberinn kom aftur, hafði hann með sér ' kveðju til Ljónshjarta. Skilaboðin voru þau, að honum; væri velkomið að koma og sækja gullíöj »ár þvi-að'hánfi* ýærfi' Svona sólginn í að fá það. I Garðyrkjusýning iilómadrottning 1952 ; í 1 Garðyrkjusýmngin OPIN í DAG KL. 10—23 Strætijsvagnaferðir á kortérsfresti -frá Lækjartorgi á sýningarstað. — Aðgöngumiða á val blómdrottningariw 19StZ má vitja á Garðyrkjusýninguna og í Blómaverzlunina Flóru á mánudag. „Góða frú Sigríður, hvernig ferðu að því að búa til þessa ágætu köku?“ „Ég skal kenna þér galdurinn, ólöf mín. Þetta er Lillu-haframjölskaka og uppskriftin er svona“: 100 gr. smjörlíki 100 gr. sykur 1 br. Lillu-vanillusykur 2 egg 1 100 gr. haframjöl 150 gr. hveiti 3 tsk. Lillu-lyftiduft y2 bolli mjólk Smjörlxkið, sykurinn, vanillusykurinn og eggin er hrært saman. Hveitið og Lillu-lyftiduftið blandist vel og sigtist, síðan er því bætt út í ásamt mjólkinni og haframjölinu. Gættu þess, að ofninn sé heitur, þegar þú setur kökuna inn og bakaðu hana svo við meðalhita í 1 klst.“ Dilkakjöt Verzlanir félags vors selja dilkakjöt í heilum kroppum með heildsöiuverði kr. 16,06 pr. kg. Sé það brytjað er verðið kr. 16,56 pr. kg. Viðskiptamönnum er ráðlagt að gera pantanir sem fyrst, meðan bezta kjötið er fyrir hendi. ^Jéiag. hjötuerzlc ana i ÍQeijljauíh Orðabækur fjölbreytt úrval, Kcnnslubækur og Stílabækur, Skrif- blokkir stórar og smáar, Sjálfblekungar sérstaklega hentugir fyrir skólafólk (Watermann, Parker o. fl. teg.) Kúlupcnnar, Skrúfblýantar (Autopoint) og venjulegir blýantar, Strokleður, Rcglustriknr, Teikniblokkir, Kalkipappír mjög ódýr. Stórt úrval af ódýrum cnskum skáldritum. .— Allar fáanlegar enskar bækur útvegaðar. Snæbjörn Jónssora & Co. BókavcrzlUn. i • • -• . •• , .ui.lj i i . Austurstræti 4. — Sími 1938. i ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.