Morgunblaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 1
 16 szður 39. árgangur 256. tbl. — Langardagur 8. nóvember 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsin* Raunhæf Sónastarfssm! veðdeildar Landsbankans verði endurvakin áSmensimgur fái aðgang að' hæfilegum fasfeignalánum Ráðgjafi Mossadeks W Tillaga Sjálfstæðismanna I.AGT var fram á Alþingi í gær mjög athyglisvert frumvarp, sem Sjálfstæðismenn ílytja, um öflun lánsfjár til íbúðabygginga og eflingu veðdeildar Landsbanka íslands. — Flutningsmenri eru þing- rnennirnir: Jóhann Hafstein ,Jónas Rafnar, Magnús Jónsson, Ing- ólfur Jónsson og Sigurður Bjarrason. — Megintilgangur málsins er að opna veðdeild Landsbankans að nýju, þannig að hún geti á raunhæfan hátt sinnt hlutverki sínu. Ríkisstjórnin beiti sér fyiir kaupum á veðdeildarbréfum allt að 30 milljónum króna, sem veð- deildin geti þá lánað í reiðufé ti! íbúðabygginga. Mundi þannig leyst úr mjög aðkallandi þörf þess mikla fjölda, sem nú berst í bökkum með íbúðabyggingar, en á livergi aðgang að eðlilegum fásteignalánum. — Frumvarpið, ásamt greinargerð, fer hér á eftir: LÁNSUPPIIÆÐ 30 MIl.L.I. 1. gr. — Ríkisstjórninni er heimilt að taka að láni allt að 3Ö milljónir króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. 2. gr. — Lánsfénu skal verja til þess að kaupa bankavaxta- bréf af veðdeild Landsbarika ís'- lands. Vaxtabréf þau, er ríkis- stjórnin kaupir samkvæmt þessu, skulu vera flokkur út af fyrir si'g', og skal haga vöxtum bréf- anna, verði þeirra og tímalengd útlána úr flokknum eftir láns- kjörum þeim, er ríkissjóður fær, svo að hann verði skaðlaus af. 3. gr. — Andvirði bankavaxta- hréfanna, sem ríkisstjórnin kaup- ir samkvæmt 2 gr., skal veð- deildin lána til íbúðabygginga í kaupstöðum og kauptúnum. 4. gr. — Heimilt er að lána gegn 1. veðrétti allt að 200.00 kr. á hvern rúmmetra byggingar. Einnig má veita lán gegn 2. eða 3. veðrétti til að ljúka byggingu eða greiða eftirstöðvar bygging- arkostnaðar, hafi 1. veðréttar lán úr veðdeildinni ekki verið veitt. Gegn 2. veðrétti má þá lána allt að 100.00 kr. á hvern rúmmetra, en gegn 3. veðrétti allt að 50.00 kr.. á hvern rúmmetra. 5. gr. — Að öðru leyti en því, sem tekið er fram sérstaklega í lögum þessum, gilda ákvæði 1. nr. 55 1945 um lánveitingarnar samkvæmt 3. gr. GREINARGERÐ Lánsfjárskorturinn hefur ver- ið einn af tilfinnanlegustu örðug- leikunum við að ráða bót á hús- næðisskortinum í kaupstöðum og kauptúnum hin síðari árin, og er með frumvarpi þessu að því stefnt að fá nokkuð úr þessu bætt. Veðdeild Landsbanka íslands sem stofnuð var með lögum nr. 1 árið 1900, var ætlað það hlut- Verk að vera almenn fasteigna- lánsstofnun landsmanna, og Framnaid á bls. 12 I er af- I Kenía * LUNDUNUM í gærkvöldi. — Oliver Lyttleton nýlendu- málaráðherra Breta er kom- inn til Lundúna úr Keníaför. Við heimkomuna sagði hann að búast mætti við óróa í Austur-Afríku enn um nokk- urra mánaða skeið. -£• Hann kvað Mau Mau félags- skapinn ekki eimingis hund- elta hvíta menn, heldur og innfædda og beittu félags- menn hinum verstu glæpa- aðferðum sem þekktust. Hann neitaði því að félags- skapurinn væri til orðinn vegna efr ahagskreppu í Kenía cn viðurkenndi þó að margt þyrfti að lagfæra íbúunum til hagsbóta. — Reuter-NTB. Trieniasi og Eisenhower 17. ixóv. LUNDÚNUM í gærkvöldi. — Eden utanríkisráðherra Breta hélt frá Lundúnum í kvöld á- leiðis til New York, en þar mun hann taka við formennsku sendi- sveitar Bréta á þingi Saméinuðu þjóðanna, en á dagskrá þings- ins eru nú m. a. umræður um Kóreumálin og mun Eden taka þátt í þeim. — NTB-Reuter. WASHINGTON í gærkvöldi. — Truman forseti og Eisenhower eftirmaður hans hafa ákveðið fund með sér hinn 17. nóvember, þar sem þeir munu ræða nánar um forsetaskiptin hinn 20. jan. næstk. Þá hefur Truman beðið Eisen- hower að senda fulltrúa sinn til að vera viðstaddan undirbúning fjárlagaírumvarpsins, auk fuil- trúa til að kynna sér starfið í utanríkis- og landvarnaráðuneyt- inu áður en yfirmannaskiptin fara fram. Loks hefur Truman sent Eisen- hower orðsendingu, sem enn hefur ekki verið birt. Þó er talið fullvíst, að þar sé getið hernað- arlegra málefna, er Bandaríkin varða. — NTB-Reuter. Dæmd fyrir njósnir VÍNARBORG — Bandarískur herréttur í Salsborg hefur nýlega dæmt austurríska konu í 18 mánaða fangelsi fyrir að láta tékknesku stjórninni í té hern- aðarleyndarmál, sem hún hafði komist yfir. Fárviðri vefldur stórtjóni í Hér á myndinni sést hinn nýi utanríkisráðherra írans, Ilussein i __________Fatemi._____ I Bandarískar her- sföðvar brál! á Spáni NEW YORK. — Eft-.r sjö mánaða viðstöðulausar um- ræður bandarísku hernaðar- sendinefndarinnar á Spáni við þarlend yfirvöld mun nú sú stund nálgast óðfluga að Spánn opni Iandamæri sín bandarískum vígvélum og stríðsmönnum. — Svo segir í frétt sem fregnritari stór- blaðsins New York Times sendir blaðinu frá Madrid. Hann segir einnig að spánski uíanríkisráðherrann Atjao hafi lagt skýrslu um málið fyrir ríkisstjórn sína í s.l. viku. Bandaríkin hafa þegar boðið Spáni efnahagsaðstoð, sem aðeíns skal nota til þess að verja skagann og vígbúa hann. — Reuter. brenna, símalánur brotna, skip rekur á land Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. LUNDÚNUM i gærkvöldi. — Mesta stormviðri sem gengið hefur yfir Evrópu um ma,-gra ára skeið hefur valdið geysitjóni um gjör- valla Evrópu, frá Skotlandi lil Alpafjalla, síðast liðinn sólarhring. Þúsundir sím.astaura brotnuðu, féllu yfir vegi og járnbrautarlínur svo allar samgöngur hafa teppst um lengri eða skemmri tíma. — Mörg skip leituðu í neyð til hafnar en önnur stóðu af sér veðrið í rúmsjó, og í Ölpunum tepptust öll skörð af völdum rriikillar srijó- komu. 6 manns haSa látið líiið Kunnugt er um sex menn er látið hafa lífið af völdum stormsins. — Fjórir menn drukknuðu í mynni Weser-fljóts- ins, er þeir gerðu tilraun til að komast til lands og tvær konur létu lífið í Berlín er snörp vindkviða feykti um koll húsveggjarúst. Rroihnrl *------------------------------' jer gengur yfir Ermarsund varð Mestur mældist vindhraðinn að snúa við og tokst að skila 170 km á klukkustund, en í Bret- ,farþegum sínum, 107 að tölu, til landi komst hann mest upp í 150 Dover. — Stormurinn orsakaði km á klst. ^grjótfok í Bretlandi og brotnuðu Um 100 skip leituðu neyðar- viga rúður og aðrar smáskemmd- , hafnar í brezkum höfnum. Mörg ir Llrgu. ’skip slitnuðu frá legufærum í !mynni Thamesár og sendu sum CralíLlawil út neyðarköll og fóru björgunar- rrBKKldliU bátar þeim til hjálpar. Ferja ein j Dunkerque í Frakklandi gekk stórsjór á land og skolaði burt hafnarvitum og siglingamerkjum. Flotkví slitnaði upp og rak til lands. — í annarri franskri borg kom upp eldur í pappírsverk- smiðju og stormsins vegna breidd ist eldurinn ört út, og brann verksmiðjan til kaldra kola. árásarferóir SEOUL í gærkvöldi. — Flugvél- ar flughers*-' S. Þ. í Kóreu fóru s. 1. nótt í 1105 árásaríerðir til hernaðarmikilvægra staða í N.- Kóreu. Rússland er — segja júgóslafneskir kommar ZAGREB 7. nóv. — Þingi kcmmúnistaflokksins í Júgó- slavíu lauk í dag með því að samþykkt var ályktun um stefnu flokksins í framtíð- inni. Var stefnuyfirlýsingin í 10 liðum og í henni var Sov- étríkjunum m. a. lýst sem árásar- og heimsveldissinnuðu ríki, og er hvatt til samvinnu við önnur ríki til þess að treysta öryggi Júgóslavíu. Flokksþingið ákvað einnig að breyta nafni flokksins. NTB-Reuter. Belyía voru nofuð við atomfilraunina á Monte Bello LUNDÚNUM — Dr. William Penney, mesti atomvísindamað- ur Breta, flutti erindi í brezka útvarpið í gærkveldi og kvað það hafa verið hræðilega sjón að sjá atomsprengjuna springa yfir Monte Bello eyju úti fyrir ströndum Ástralíu. — Hann minnti á þau orð Churchills að tilgangurinn með atomrannsókn- um Breta væri efling alheims- öryggis. Kvaðst Penney sem vís- indamaður vilja styðja þessa yfirlýsingu. „Áhugi allra á þess- ari tilraun, jafnt vísindamanna sem almennings, byggist á þeirri von að sprengjan færi oss nær þeim degi þegar styrjöld er ó- hugsanleg'." Um sjálfa Sprenginguna sagði Penney: Stórt, grásvart reykjarský steig þúsundir feta í loft upp og breiddist út með undraverðum hraða. Sandsíormur gekk með ógn- armætti yfir eyna. Við mæl- ingar á sprengingunni voru notuð meira en 300 rafeindar- mælitæki. Atomvísindamenn- irnir höfðu einnig byggt ljós- myndavél sem tók um 100 þús. myndir á sekúndu liverri með- an á sprengingunni stóð. —.____ I Belgíu olli veðrið tjóni víðs vegar um landið. Eldur kom víða upp af völdum slitinna háspennu lína, fljót flæddu yfir bakka sína og lögðu heilar jarðir í eyði og fylltu kjallara í þorpum. í Zee- bruegge sukku 70 bátar, önnur skip slitnuðu upp, rákust á bryggjur og stórskemmdust. HoHand i í Hollandi rak mörg skip á land bæði við skipaskurði og við ströndina. Voru dráttarbátar að reyna að aðstoða þau eftir mætti síðari hluta dags í dag með mis- jöt'num árangri. 24 j>ús. kommar í Bandarikiunum YFIRMAÐUR bandarísku örygg- islögreglunnar F. B. I. (Federal Bureau og Investigation) Edgar Hoover hefur fyrir skömmu lýst því yfir að nú séu 24.850 flokks- bundnir ' og skipulagðir komm- únistar í Bandaríkjunum. Hefur þeim því fækkaridi farið, sem reyndar er ekki nema að von- um, því í byrjun s.l. árs voru þeir 40 þús. Það hefur sýnt sig við rannsóknir er lögreglan hef- ur gert meðal þúsund kommún- istaforsprákka í iandinu, að mcnn af útlendu þergi .hrotnir eru, miklum mun móttækilegri fyrir - kommúnismann en bornir og, barnfæddir Bandarikjamenn. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.