Morgunblaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1952, Blaðsíða 6
MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 8. nóv. 1952 1 6 Umboðsmenn O. Johnson & Kaaber h.l. T T T ❖ t t t t t t t t t v t t ♦;♦ ♦♦♦ t t ♦;♦ t ♦;♦ ♦;♦ t ♦;♦ t ♦;♦ t t t t SPÁNARVIÐSKIPTI Allskonar ullarefni getum við boðið frá I.E.L.S.A: (Importaciones y Exportaciones de Lana S/A, sem er söluhrin^ur margra beztu verksmiðja á Soáni. T. d. fataefni, kambgarn, cheviot, drengja- fataefni, káputau, kjólaefni, ullarjersey og ullargarn, bæði fyrir iðnað og handprión. Ný sýnishorn í fjölbreyttu úrvali fyrirliggjandi. Einkaumboðsmenn fyrir I.E.L.S.A. Heildverzlunin HÓLMUÍI ¥1, Bergstaoastræti 11B — Símar 81418 og 5418 t t t T t t t t ♦;♦ ♦;♦ t t t t ♦;♦ ♦;♦ ♦!♦ t t t ♦;♦ t t T t t t t t t ♦;♦ t +z* ♦♦♦♦♦;♦♦;♦♦;♦♦♦♦♦♦♦ Bezt að anglýsa í Morgunblaðinu iiíbbai við frú GuSrúny Benonýsdóffyr áttræða „MÉR hefir aldrei liðið eins vel og þessi fjögur ár, síðan ég kom hingað á elliheimilið“,' segir frú Guðrún Benónýsdóttir, sem í dag á áttræðisafmæli. Mbl. átti við hana í gær stutt rabb um, hvernig það væri að vera áttræður? Hún sat og þeytti rokkinn sinn, þegar mig bar að garði og á rúminu hjá henni lágu fjórir vænir band- hnyklar, sem hún hafði nýlokið við að spinna. Einnig sé ég á borðinu hjá henni haglega gerða bastkörfu og perluborðhlíf, sem hún kvaðst hafa búið til ísumar. í stuttu máli — það er engan bilbug á hinni áttræðu konu að finna, hún er létt í máli og kem- ur haglega orðum að því marga, sem hún hefir að segja frá liðn- um dögum. HÚNVETNINGUR AD ÆTT — Hvað viljið þér segja mér um uppruna yðar? — Ég er Húnvetningur að ætt, ólst upp á bænum Finnsstaða- nesi á Skagaströnd fram íil árs- ins 1888, að ég missti föður minn. Fórst hann í fiskiróðri í mann- skaðaveðri þ. 3. janúar. Þann sama dag fórust fjórir aðrir bát- ar, með samtals 24 mönnum. Ég var frammi í Hyammi í Vatns- dal, þegar þetta var og ekki frétti ég um föðurmissinn fyrr en komið var fram á Þorra. í þá daga var ekki síminn til að bera fréttir af því sem gerðist samdægurs á milli landshluta. Tíðarfar var stirt þennan vetur og menn voru ekki á ferð frammi í Vatnsdal, nema þegar vel viðr- aði. Frá því er ég fór frá Hvammi þá um vorið, hefi ég unnið fyrir mér, þangað til nú fyrir fjórum árum, að ég kom hingað á Elliheimilið. EIN KRÓNA í KAUP! — En hvenær komuð þér til Reykjavíkur? — Ég kom hingað fyrst árið 1908 og fékk þá hér atvinnu sem vökukona á Landakotsspítalan- um. Var ég við það starf í 0 ár, þangað til ég gifti mig eigin- manni mínum sáluga, Guðmundi Guðmundssyni. í tíu ár vorum við búsett hér, eða þangað til maðurinn minn dó, arið 1926. Á meðan ég vakti á Landakoti fékk ég í kaup eina krónu fyrir nótt- ina og af því þurfti ég að borga leigu á herbergi úti í bæ. Þótti mér það þó vel borgað í saman- burði við vinnukonukaupið, sem ég hafði haft í sveitinni, 30 krón- ur yfir árið. A einum bæ var ég í þrjú ár og hafði með mér barn, sem ég vann þar fyrir. Að þessum þrem- ur árum loknum fékk ég að ríða í kaupstaðinn og taka út á tvær krónur. Húsbændur mínir, sem hér áttu í hlut voru þó á meðal efnaðasta fólksins í sveitinni. — Eigið þér engin börn? — Jú, ég eignaðist þrjú börn, tvær dætur og einn son. Eitt þeirra Bryndís dóttir mín, sem gift var Emil heitnum Thorodd- sen, tónskáldi, er látin. Hin dótt- ir mín er gift úti í Kaliforníu, en sonur minn er hér í Reykja- vík. HEFIR ALDREI LANGAÐ TIL AMERÍKU — Hafið þér nokkurn tíma heimsótt dóttur yðar í Kalífor- níu? — Nei, mig hefir aldrei langað til Ameríku, þó að mikill væri þangað fólksstraumurinn héðan frá íslandi um eitt skeið, og helzt vildi ég getað borið beinin í ís- lenzkri mold. 1— Ellin virðist ekki leggjast þungt á yður? Guðrún Benónýsdóttir fyrir framan Elliheimilið s. 1. sumar. ^ — Heilsan er ágæt, nema helzt sjónin, sem nokkuð er tekin að bila. Þá sjón, sem ég enn hefi á ég Kristjáni Sveinssyni augn- lækni, næst guði, að þakka. Ilann skar upp í mér bæði augun og fékk ég við það svo góða bót, að ég get nú bæði skrifað og lesið. Ég hefi líka mikla ánægju af að hlusta á útvarpið. { HYGGUR GOTT TIL ÆVIKVÖLDSINS — Svo þér lítið björtum augum á framtíðina? — Ég hefi ekki ástæðu til ann- ars. Aðbúðin hér er ágæt í alla staði og ég á það að þakka góð- vild forstjórans hér á Ellihcimil- inu og tengdamóður hans, að ég hefi eignazt gott heimili, þar sem ég hygg hið bezta til að eyða ævikvöldinu. Ég vildi lika nota hér tækifærið til að flytja öllu starfsfólki Ellihcimilisins ein- lægustu þakkir mínar fyrir það, hve sérstaklega vel það hefir reynzt :nér. Frú Guðrún hefir gert tölu- vert að því að yrkja vísur sér til gamans og dægrastyttingaij. Eftirfarandi vísur gerði hún í til- efni þess, er Elliheimilið Grund átti 30 ára afmæli nú fyrir skömmu. Nefnir hún það: Frá mínum bæjardyrum 29. október 1952: Þrjátíu ára gamla Grund gegnir skyldu sinni. Margir hafa menn og sprund mátt hér búa inni. Undir traustum verndar væng, valda þökk ég segi. Að góðum mat og góðri sæng geng á hverjum degi. Áfram líður ellistund ei þó skíni sólin. Geng hér um með glaða lund gleð mig senn við jólin. Allt hér gleðji alla stund i allir styrk hér finni. Drottinn blessi gömlu Grund með góðri návist sinni. 15.000 kr. fær sá í fyrirframgreiðslu, sem getux leigt 2ja herb. íbúð sem fyrst. Upplýsingar í síma 1358 kl. 5-—. e.h. í dag. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.