Morgunblaðið - 08.11.1952, Side 11
Laugardagur 8. nóv. 1952
MORGUXBLAÐIÐ
11
í MinningarorS
DÁIN, horfin, harmalregn — hví
lík ógn mig yfir dynur.
Þessi orð skáldsins koáiii rnér
í huga þegar ég heyrði andlát
þessarar vinkonu hinnar. Það er
sennilega ekkert í víðri veröld
sem ristir dýpri rúnir 1 hjarta
mannsins heldur en það að missa
ástvini yfir landamæri lífs og
dauða. Þetta verður þó enn sár-
ara þegar sá er látist hefur, hefur
unnið mikið og gott dagsverk,
komið upþ börnum sínum, búið
þannig um sig að hægt er að slá
sér til rólegheita og njóta þess
sem ánunnist hefur í lífinu.
En það tjáir ekki að deila við
dómarann. Stundum kemur dauð-
inn hljóðlega og stundum gerir
hann boð á undan sér. Sumir
óttast hann, aðrir elska harm. En
enginn getur heft för hans, því
hann er það almáttuga vald, sem
enginn fær umflúið og alltaf sigr-
ar.
Oddný var fædd að Hausthús-
um í Leiru 18. ágúst 1900, en
fluttist með foreldrum sinum til
Keflavíkur, þá tveggja ára göm-
ul.
Foreldrar hennar voru Jósef
Oddsson og kona hans Gróa Jóns-
dóttir. Ætt þeirra kann ég ekki
að rekja, en þau voru myndar-
og dugnaðarfólk, sem ruddu veg-
inn með þeirri kynslóð sem þá
var uppi á þeim erfiðu tímum og
bjuggu í hgginn fyrir þá sera nú
njóta verka þeirra.
Heimili þeirra Gróu og Jósefs
var hlýtt og bjart, þar var gott
samlyndi. Kyrrð, friður og reglu-
semi og snyrtimennska skipaði
þar öndvegissæti.
Þegar Oddný var 12 ára fór hún
til Reykjavíkur til hjálpar við
heimilisstörf hjá frú Rósu Þórar-
insdóttur og Haraldi Sigurðssyni,
verzlunarstjóra, að Unnarstíg 8.
Frú Rósa var fundvís á myndar-
skap Oddnýjar og prúða fram-
komu og tókst með þeim slík vin-
átta sem fátíð er. Oddný var síð-
an á heimili þeirra sæmdarhjóna
sem þeirra dóttir væri. Hún gekk
í Kvennaskólann hér í Reykja-
vík og lauk prófi þaðan. Fór síð-
an á húsmæðraskóla í Alaborg í
Danmörku og var þar í eitt ár.
Þar giftist hún 22. júní 1920 eftir-
lifandi manni sínum, Friðriki
Gunnarssyni, framkv.stj. og hef-
ur hjónaband þeirra verið hið
ástúðlegasta. Þau hafa eignast 9
börn, sem öll eru á lífi. Þau eru
Gunnar, framkv.stjóri, giftur
Elínu Kaaber; Jóhanna gift Hall-
dóri Bjarnasyni, stýrimanni, og
Jón, sem enn er í foreldrahúsum.
Auk þess hefur systursonur henn-
ar, Gunnar Eyjólfsson, leikari,
’verið hjá henni síðan hann var 14
ára, en þá dó ÞorgerðUr móoir
hans og þakkar hann nú af al-
hug alla þá ástúð og umhyggju,
sem hún bar fyrir honum og vel-
gengni hans.
Oddný var fríð kona, mild og
ljúf í umgengni allri. Hún var góð
eiginkona og móðir. Glöð og hress
í góðum vinahóp og bar gott skyn
á menn og málefni. Hún var fram
úrskarandi myndarleg húsmóðir,
reglusöm og smekkvís og ber
heimili hennar þess ljósan vott
hvar sem litið er, hvort það er
innanhúss eða utan.
Oddný var árrisul og afkastaði
miklu dagsverki á meðan henni
entist heilsa, en hún átti við van-
heilsu að stríða hin síðari ár. í
febrúar síðastliðnum var gerður
á henni uppskurður, sem að
lækna dómi tókst vel og hugðu
nú venzlamenn og vinir að :?ú að
r.jóta hennar um mörg ókomin ár.
Hún sigldi með manni sínum til
útlanda siðastliðið sumar til þes's
að leita sér hvíldar og hressing-
ar í hlýrra loftslagi og mildari
veðráttu, en þegar hún kom heim
dró brátt ský fyrir sól. Hún veikt-
ist á ný og lézt aö heimili sínu 1.
nóvember og verður borin til
moldar í dag. Ivleð henni er geng-
in góð kona, sem ekki mátti
vamm sitt vita í neinu. Vanda-
menn og vinir þakka henni sam-
verustundirnar, umhyggju henn-
ar og alúð og biðja henni bless-
unar Guðs á landi lifenda. Þar
sem góðir menn fara eru Guðs
vegir. — Blessuð sé þín minning.
Vinkona.
HONG KONG, 4. nóv. — Þrír
kaþólskir prestar frá Belgíu
komu hingað nýlega, eftir að þeir
höfðu verið reknir frá Kína. —
Sögðu þeir sínar farir ekki slétt-
ar, kváðu kommúnista m.a. hafa
bundið hendur þeirra fyrir aftan
bak, fest járnkeðjur um fætur
þeirra og ætlað að þvinga þá til
þess að ,,játa“ á sig njósnastarf-
semi. — Prestar þessir eru allir
frá Limborg og hafa dvalizt und-
an farin ár i Kina.____
— Grein Páls Jónss.
Framhald af bls. 9
spurn kommúnista viðvíkjandi
viðskiptum Dana við kommúnista
ríkin í Austur-Evrópu.
ERFIÐ VIÐSKIPTI VIB
KOMMÚNISTARÍKIN
Kraft sagði:
Við álítum verzlun við Aust-
ur-Evrópu æskilega. En þessi
viðskipti eru ýmsum vandkvæð-
um bundin. Austur-Evrópulöndin
geta oft ekki selt okkur fyrir
sanngjarnt verð þær vörur, sem
við þurfum á að halda. Pólsk
kol hafa kostað í Danmörku eins
mikið og amerísk kol, þótt flutn-
ingsgjald frá Póllandi sé langt-
um lægra en frá Ameríku. Fyrir
skömmu hafa Pólverjar þó lækk-
að kolaverðið og taka nú sama
verð og Bretar. En kommúnist-
ar eru vanir að segja, að Bret-
ar féíletti okkur.
Svo er líka annað atriði. Aust-
ur-Evrópulöndin skulda okkur I
50 milljónir kr. Þetta kemur sér |
illa, þar sem gjaldeyrisforði
okkar er lítill. Á meðan svona er
ástatt verffum vió að vera var-
kárir með vöruútfiutning íil
þessara landa.
1 22ja sn. Ford-bifrei
: til sölu.
Í UppL Loftf'fiESIr h.L
!■
: Sími 31440.
ENDURSKOBUN VISíTOLU
a) 15. þing B.S.R.B. skorar ein-
dregið á ríkisstjórnina að verða
þegar við kröfu launþegasamtak-
anna er fram var borin á síðast-
íiðnu vori um endurskoðun vísi-
tölu framfærslukostnaðar, og
verði þeirri endurskoðun hraðað
eftir föngum. Ber að tryggja það,
að vísitalan verði sem nákvæm-
astur mæiikvarði á raunveruleg-
an framfærslukostnað, með þvi
m. a. að taka fullt tillit til.þess,
oegar skortur er á vörutegundum
;ern reiknað er með í vísitölu-
grundvellinum, og til raunveru-
iegrar greiðslu á húsaleigu.
b) 15. þing B.S.R.B. skorar
fastlega á Alþýðusamband ís-
lands og þau verkalýðsfélög, er
samningar standa fyrir dyrum
hjá, að beita sér fyrir endurskoð-
un vísitölunnar, með því að hér
er um stórt hagsmunamál að
ræða fyrir alla launþega í land-
;ihu.
DÝRTÍÐARMÁL
15. þing B.S.R.B. skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að gera tafar-
laust ráðstafanir til stöðvunar
vaxandi verðbólgu og miða að
því að minnka dýrtíð og auka
kaupmátt iauna.
í því sambandi bendir þingið
einkum á eftirfarandi úrræoi.
1. Tryggt sé með frjálsum inn-
fiutningi nægilegt framboð nauð-
synjavara og leitast við, eftir því,
sem gjaldeyrisástæður framast
leyfa, að kaupa þær frá þeim
löndum, er hafa þær ódýrastar á
boðstólum. Þingið telur þessar
ráðstafanir þó ekki einhlítar til
að tryggja hóflega verzlunarálagn
ingu og skorar því á Aiþingi að
setja skýr ákvæði um verðlags-
eftirlit, þar seni verðlagsyfir-
völdin hafa látið undir höfuð
leggjast að nota heimild, sem þau
hafa lögum samkvæmt, til að
safna skýrslum um álagningu hjá
öllum verzlunarfyrirtækjum og
til birtingar nafna þeirra fyrir-
tækja. er sek hafa orðið um óhóf-
lega álagningu. Jafnframt íelur
þingið nauðsyniegt, að almenn-
ingi sé tryggður aðgangur að
upplýsingum hjá verðgæzlu um
lægsta vöruverð, eins og það er
á hverjum tíma.
2. Að tryggja neytendafélögum
■og smásölum, sem sæta hagkvæm
um vörukaupum erlendis, rétt og
aðstöðu til innflutnings á nauð-
synjavörum.
| 3. Að lækka til muna tolla á
brýnum nauðsynjavörum, sem
enn eru í háum tollaílpkkum, svo
sem vðrum til faínaðar, en hækka
í þess stað tolia á óþarfa- og mun
aðarvörum.
4. Að gerð sé ítarieg rannsókn
á rekstrartilhögun útvegsins og
fiskiðjuvera, með það fyrir aug-.
.um að tryggja fyllstu hagkvæmni
í rekstri.
5. Að athu?a nú þegar, hvort
eigi sé unnt að iækka dreifingar-
kostnað landbúnaðarafurða.
Myndi það samrýmast hagsmun-
um bæði bænda og launþega, að
verðlagningargrundvöllur land-
búnaðarafurða yrði endurskoðað-
ur.
6. Að lánastarfsemi sé beint til
þeirra fyrirtækja, sem öruggt má 1
telja að framleiði útflutningsverð
mæti eða spari gjaideyri til stórra
muna, og leggur áherzlu á, að
gerðar verði um þessi efni þjóð-
hagsáætlanir með líku sniði og í
nágrannaiöndum vorum.
7. Að ráðstafanir verði gerðar
til þess, að smáíbúðir og bygging-
ar á vegum byggingarsamvinnu-
félaga sitji fyrir þeim fjárfest-
ingarleyfum og lánum, sem fært
þykir að veita hverju sinni.
j 15. þing B.S.R.B. ítrekar mjög
ákveðið samþykktir fyrri banda-
lagsþinga un það, að ekki séu
gerðar mikilvægar ráðstafanir í
cfnahagsmálum, er launþega
varða, án þess að haft sé samráð
við samtök þeirra.
SKATTAMÁL
15. þing B.S.R.B. bendir á þær
I staðreyndir, að skatt- og útsvars
! stiginn er orðinn úreltur, útreikn
ingur persónuskatta flókinn og
margþættur og eftirlit með fram-
tölum annarra en launamanna al-
gerlega ófullnægjandi, og rkorar
því eindregið á milliþinganefhd í
skattamálum að hraða svo sem
verða má endurskoðun skatta- og
útsvarslaga. Við endurskoðunina
verði m. a. eftirfarandi tekið til
greina:
1. Persónufrádráttur verði
ákveðinn i fyrsta sinn eítir út-
reikningi Hagstofn Islands msð
. hliðsjón af þurftarlaunum, en
j breytist síðan í samræmi víð vísi
tölu framfærslukostnaðar.
| 2. Allir persónuskattar, svo sem
' útsvar, kirkjugarðsgjald, eignar-
skattur, eignaskattsvioauki, tekju
skattur, tekjuskattsviðáuki og
stríðsgróðaskattur verði lagður á
í einu iagi og greiddir á sama
stað. Tekið verði upp staðgrsiðsiu
kerfi hliðstætt því, sem er í ýms-
um öðrum löndum.
3. Að hvort hjóna sé sjálístæð-
ur skattþegn, þannig, að skatt-
skyldum tekjum hjóna sé skipt til
helminga. Afli gift kona skatt-
skyldra tekna, skai heimiit r.ð
draga frá tekjum hjónanna þann
kostnað, sem ó’njákvæmiiega hiýt
ur af slíkri tekjuöflun að leiða.
4. Ati mat á fasteignum og öðr-
um eignum til skattsálagningar
verði fært til samræmis við annað
verðlag í landinu.
Ennfremur beinir þingið þeirri
áskorun til Alþingis að gera nú
þegar þessar ráðstafanir í skatta-
málum:
1. Að hækka persónufrádrátt
mjög verulega, að minnsta kosti
upp í 7000 krónur fyrir einstakl-
ing og 14000 krónur fyrir hjón.
2. Að brej'ta regium þeim, sem
nú gilda um umreikning tekna,
þannig, að þær séu umreiknaðar
með visitölu, er sýni raunveru-
legt verðfall peninganna síðan
skattstiginn var ákveðinn. Há-
mark þeirra tekna, sem eru um-
reiknaðar, sé jafnframt hækkað
þannig, að það verði ekki lægra
hlutfallslega en þegar umreikn-
ingurinn var tekinn upp.
LAUNAMÁL
1. a. Þar sem ekki hafa verið
sett ný launalög, er taka fullt til-
lit til samþykkta bandalagsins,
né viðurkenndur fullur samnings-
réttur þess um kaup og kjör fél-
aga sinna skorar 15. þing B.S.R.B.
á Alþingi, ríkisstjórn og bæjar-
stjórnir, að greiða að minnsta
kosti 30% uppbætur á laun bæj-
ar- og ríkisstarfsmanna, í stað
þeirra 10—177o uppbóta, sem nú
eru greiddar.
Ennfremur gerir þingið þá
kröfu, að eftirleiðis verði greidd-
ar fullar dýrtíðaruppbætur á
laun.
Leggur þingið ríka áherziu á,
að allt verði gert, sem urmt er,
til að fá þessum kröfum fram-
gengt áður en Alþingi það, sem
nú situr, lýkur störfum.
Fyrir því felur þingið hverju
bandalagsfélagi að velja einn
mann úr sínum hópi með fullu
umboði til þess, ásamt bandalags-
stjórn, að starfa að þessum mái-
um og taka nauðsynlegar ákvarð-
anir, m. a. að kalla saman auka-
þing.
b. Verði samningsréttur banda-
lagsins ekki viðurkenndur á Al-
þingi því, er nú situr, felur þing-
ið bandalagsstjórn að hraða sem
framast er unnt afgreiðsiu á end-
urskoðun iaunalaga.
STARFSKJÖR
15. þing B.S.R.B. skorar á ríkis-
stjórnina að leggja fram á Al-
þingi því, er nú situr, frumvarp
það til laga um réttindi og' skyld-
ur opinberra starfsmanna, sem í
undirbúningi hefur verið undan-
farið, og verði tekið fullt tiilit til
tillagna B.S.R.B. í því eíni.
Þingið felur stjórn bandalags-
íns að vinna ötpllega að þessu
máli og skorar jafnframt á banda-
lagsfélögin að veita
serf þeim er unnt.
þá aðstoð,
1
ÝMSAR ÁLYKTANÍR:
| I. 15. þing B.S.R.B. bemir
þeirri áskorun til allra meðlima
sinna, að þeir séu vel á verði,
hver á sínum stað og í sinni
starfsgrein, gegn hættum þeim,
sem nú steðja að íslenzkri rungu
úr ýmsum áttum. Má þar 1il
1 nefna þessi atriði:
j a. Aukinn hraði í samskiptum
manna leiðir til óvandsðs og
flausíurslegs frámburðar máls-
ins.
| b. Hinar öru breytingar at-
ihafnalífsins með nýjum tækjum
I og nýrri tækni á öllum sviðum,
krefjast fjölmargra nýrra orða
og orðasambanda um ný efnj,
ný tæki og ný handtök.
c. Dvöl erlends varnariiðs í
landinu, sem óhjákværnilega
leiðir til margvíslegra samskipta
íslendinga við menn, sem mæia
á aðra tungu en vér. Af þessum
sökum teljum vér að nú sé
j brýnni þörf en nokkru sinni fyrr
til þess, að allir bandalagsfélag-
ar beiti áhrifum sínum móður-
málinu til varnar.
II. 15. þing B.S.R.B. lítur sva
á, að æskulýð landsins og þjóð-
inni í heild, sé mikill háski bú-
inn af nánum samskiptum vi'5
varnarliðið,. og skorar á Aiþingi
og ríkisstjórn að beita sér fyrir
því, að þau samskipíi verði ekbi
meiri en brýn þörf krefur.
III. 15. þing B.S.R.B. beinir
þeirri ósk til stjórnar B.S.R.B.,
að hún vinni að því, að 5. gr. II.
kafla laga frá 24. maí 1947 nm
framleiðsluráð landbúnaðarirss o.
; f 1., verði breytt bannig, að
B.S.R.B. eigi fulltrúa í þeirri
nefnd, sem ákveður verðiags-
grundvöllinn. Ermfremur að hún
beiti sér fyrir því, að bandalag-
ið fái fulltrúa í Kauplagsnefnd.
Þingið samþykkti að skora ú
ríkisstjórnina að endurskoða nú
jþegar reglur um greiðslu dag-
I peninga vegna ferðalaga og
greiðslu fyrir bifreiðaleigu. Enn-
fremur skoraði þingið á banda-
lagsstjórn að beita sér fyrir því,
að uppbót yrði greidd á aRa
vaktavinnu vegna næturvinnu,
svo og að greiðslur tii opinberra
starfsmanna í hlunnindum \ róu
endurskoðaðar og samræmdar.
um
i
heimssðmföfctmt j
háskólakvenna !
AÐALFUNDUR Kvenstú dentaíé-
lags fslands og Féiags íslenzkxa
háskólakvenna var haidinn i
Þjóðleikhúskjallaranum 14. okt.
s.l. Flutt var skýrsla um starf-
semi félagsins á s.I. ári og lagðir
fram reikningar þess.
Rætt var um þátttöku félagsins
í alheimssamtökum háskóla-
kvenna, ennfremur um ýmsa
námsstyrki, sem félagskonum
standa til boða.
Þá fór fram stjórnarkosning og
var Rannvæig Þorsteinsdóttir,
alþm., kosin formaður félagsins.
Aðrar í stjórn voru kosnar: Ther-
esia G.uðmundsson, Margrét Berg
mann, Sigríður Ingimarsdóttir,
Iianna Fossberg, Eisa Guðjóns-
son og Ása Traustadóttir. Vara-
stjórn skipa: Erla Elíasdóttir,
Helga Gröndal og Kristín Guð-
mundsdóttir. — Endurskoðendur
eru Guðmunda Stefánsdóttir cg
■Brynhiidur Kjartansdóttir.
Síðan fóru fram umræður um
félagsstarfið á komandi vetri. —•
Ráðgert er, að fundir féiagsins
verði haldnir mánaðarlega í vet-
ur. Árshátið félagsins verður halú
in í Verzlunarmannaheimiiinu
við Vonarstræti föstudaginn 14.
nóvember. {
BEZT AÐ AIGLÍSA
1 MORGLMSLAÐim