Morgunblaðið - 21.11.1952, Síða 7

Morgunblaðið - 21.11.1952, Síða 7
Föstudagur 21. nóv. 1952 MORCUISBLAÐIÐ 7 1 hi rrj£imQsiBam: iiftir ússon Vegir skiptast. — Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma bréiðir, öði’um dauðinn réttir hönd. ÞESSI orð Einars Benediktsson- ar flugu mér í hug, er ég frétti lát vinar míns, Guðlaugs Magnússonar, og aldrei hafði þýðing þeirra verið mér svo aug- ljós sem nú, er dauðinn hafði rétt honum hönd sína og hrifið hann til sín, aðeins nokkrum stundum eftir að ég skildi við hann, glaðan og reifan, við vinnu sína. Að vísu vissi ég að hann gekk ekki heill til skógar, en að hann bæri svo alvarlegan veik- leika í brjósti sér, kom mér varla til hugar. En lífið er okk- ur, vesölum mönnum, torskilin gáta, og við eigum oft erfitt með að sætta okkur við ýmsar rað- stafanir þess, og því verðum við, nú sem oftar, og hvort setn það er okkur ljúft eða leitt, að sætta okkur við að hann Guðlaugur sé horfinn okkur jarðneskum mönnum. Hugur minn reikar, að von- um víða, er ég ætla að fara að rita eftirmæli þessa vinar míns, því margs er að minnast eft- ir 20 ára góða viðkynningu og nána vináttu. Ljúfar minningar frá ótal samverustundum, á heinxili hans þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og örlæti hans fékk að njóta sín, í veiði- ferðum þar sem hann var hinn sannj sportmaður, í Lúðrasveit Reykjavíkur, þar sem allir litu upp til.hans vegna félagsþroska og drenglyndis, á ferðalögum þar sem hann var síkátur og 6- þreytandi, hvarfla að mér og hræra hug minn, því allar bera þær vott um góðan dreng og vin- fastan. Ég átti því láni að fagrta, að þekkja Guðlaug, bæði fátæk- an og ríkan af þessa heims gæð- um, og ég varð aldrei var við að hann breyttist nokkuð þótt á- stæður hans bötnuðu, nema ef vera skyldi að hann varð örlát- ari við samtiðarmenn sína og höfðingsskapur meiri, eftir því sem geta hans leyfði meira. Guðlaugur var, um marga hluti, vel gerður maður. Hann var höfðingi í lund, bókhneigður og víðlesinn, og mundi vel allt sem hann hafði lesið, hann Var listhneigður og hafði yndi af góðri hljómlist, enda tók hann virkan þátt í hljómlistar- lífi bæjarins, hann var sérstak- lega skapgóður og hafði góð á- hrif á umhverfi sitt, og þótt eitt- hvað bjátaði á kaus hann venju- legast að bera mótlæti sitt ein- samall. Guðlaugur var nú, er hann lézt, orðinn kunnur maður, utan lands sem innan, enda hafði hann reist sér veglegan bautastein, með framleiðslu sinni á hinum vandaða silfurborðbúnaði, sem nú prýðir borð þúsunda íslend- inga sem erlendra. Hann vann sig úr fátækt og smáiðju í fóð efni og stóriðju, Og talar verksmiðja háns, eins og hún er nú, skýrustu máli um snilld þessa géngna drengs og fram- takssemi. ★ Guðlaugur heitinn var fæddur að Svínaskógi á Fellsströnd í Dalasýslu, þann 16. desember 1902 og vár hann því aðeins tæp- lega fimmtugur er hann lézt. Foreldrar hans voi'u Magnús Hannesson bóndi, síðar í Skáley og síðast í Purkey á Breiðafirði, sem lézt fyrir nokkrum árum, og Kristín Jónsdóttir, sem enn lifir í hárri elli og býr hjá dóttur sinni á ísafirði. Iíann lærði gull- og silfursmíði, hjá Einari Oddssyni gullsmið á ísafirði, í kringum 1920. Á árunum 1922—23 láerði hann að leika á, trompet. hjá Karli Ó. Runólfssyni á ísafixði, en þar starfaði þá Lúðrasvéit Isafjarðar og lék Guðlaugur iullsm. iý ofsoknarherferð gegn eigendum í Beykjneík Á!Iir rélfsýnir menn snúasf gegn éheyrilegym réffar- skerðingum nýja húsaíeigukgifrutnvarpssns fyrst í þeirx-i hljómsveit. Árið 1926 fór hann utan til Danmerk- ur til framhaldsnáms í trompet- leik, og var Lauritz Sörensen, þekktur trompetleikari í Dan- mörku, kennari hans. 1 Guðlaugur fluttist alkominn I hingað suður árið J924 og setti 1 á fót gullsmíðavinnustofu í Ilafn- arfirði. Nokkrum árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og rak verkstæði sitt við Bergstaða- stræti, siðar í Þingholtsstræti 3, þar næst að Laugavegi 11, en þar hófst stóriðja hans. Nökkrum árum síðar, eða nánar tiltekið 1947, stofnaði hann hlutafélagið Gull- og silfursmiðjan Erna og ' var hann framkvæmdastjóri þess fyrirtaekis til dauðadags, en það fyrirtæki annast fram- leiðslu fyrir verzlun þá er hann rak undir eigin nafni. Ekki leið á löngu þar til hann hafði sprengt þau húsakynni af sér, og flutti hann þá verksmiðju sína í hús Kassagerðar Reýkjavíkur. Um það leyti flutti hann til landsins stærstu pressu, sem not- uð hefir verið hér á landi, til mótunar á borðbúnaði, og jókst nú vélakosturinn óðum. Ekki leið heldur á löngu þar til hús- næði þetta var honum algjörlega ónógt, og keypti hann þá hús- eignina við Laugaveg 22A hér í bæ og byggði þar húsnæði yfir I verksmiðju sína, þar sem hún er til húsa nú. Guðlaugur var virkur félags- maður um liðlega 20 ára skeið í Lúðrasveit Reykjavikur, þar sem hann lék oftast fyi-sta trompet eða flúgelhorn, auk þess sem hann gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Einmitt þar hófst hin nána vinátta okkar, þegar hann tók mig að sér, er mér gekk illa að læra gildi nótn- 1 anna, og fleytti mér yfir þann | hjallann. En það var einmitt yndi I hans að hjálpa þeim, sem van- máttar vor.u. I Guðlaugur giftist 1929 Maríu Hermannsdóttur og eignuðust þau 4 börn og eru þau: Reynir, gullsmiður, Óttar Hermann, . verzlunarmaður, Jónína Erna, gift Ágústi Kristmanns verzlun- armanni og Magnús Haukur, tæplega 9 ára að aldri, og dvélj- ast þau öll með móður sinni, á Fjölnisvegi 10. Utför hans fer fram í dag og er hans nú sárt saknað af öllum ástvinum hans og skyldmenn- um, vinum, samstarfsmönnum og félögum og fylgja honum hlýjar óskir þeirra um velferð á þeim I brautum, sem hann nú hefir lagt j út á. Og ég veit að við getum ‘ öll tekið undir með Einari Bene- j diktssyni, Sem segir: Frá öllum heimsins hörmum svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. — Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast | þín. I Vertu sæll, kæri vinur, og ég þakka þér allar samvei-ustund- irnar. Viggó Jónsson. ÞÁÐ fi'éfir"'vbirtð'tórðú; eklíí að- eins húseigenda heldur og margra annarra, að í frumvarpi því um húsaleigu, serrt félagsmálaráð- herra hefir látið leggja fyrir Al- þingi, er gert ráð fyrir að lögleiða að nýju öll hin verstu ékvæði húsaleigulaga þeirra, sem Alþingi fyrir tveimur árum síðan taldi ekki með nokkru móti hægt að halda lengur í vegna þeirra rétt- arskerðinga og í-anglætis, sem leitt hafði af þeim illræmdu lög- um. Þegar frumvarp þetta var lagt fyrir síðasta þing, gerði Fasteigna eigendafélagið opinberlega grein fyrir afstöðu sinni til málsins og benti á verstu fjarstæðurnar í frumvarpinu. Félagið hefir nú ítrekað mótmæli sín gegn frum- varpinu í ályktunum til Alþingis. Hins vegar hefir félagið ekki af sinni hálfu bii’t neinar greinar 1 blöðum um málið, þar eð félags- stjórnin hefir sannast sagt talið útilokað, að Alþingi myndi lög- festa hinar fjarstæðu réttarskerð- ingar frumvarpyns. Þar sem birzt hafa nú fyrir nokkrum dögum greinar eftir Hannes Pálsson frá Undirfelli í dagblaðinu Tíminn, sem telja sjálfsagt að innleiða þessi kúg- unarákvæði og finna þeim það helzt til foráttu, að þau gangi ekki nógu langt, þá telur stjórn Fasteignaeigendafélagsins rétt að vekja athygli á því, hvað felst í frumvarpi þessu. Hins vegar verð ur ekki hirt um að hrekja fjar- stæður og gífuryrði Hannesar frá Undirfelli í einstökum atriðum, því að þar er ekki reynt að ræða málið af neinum rökum eða sann- girni, helaur eru ummæli hans mótuð af rótgrónum íjandskap hans til allra þeii’ra, sem byggt hafa upp þenna bæ og gert m. a. honurn kleift að háfast hér við. HÚSEIGENDUR SVIPTIR UMRÁDARÉTTI TFIR IIÚSUM SÍNUM I frumvarpi því, sem Hannes Pálsson hefir einn gerzt opin- berlega talsmaður fyrir, er í X. og XI. kafla þess þvingunar- ákvæði, sem sum ganga enn lengra en nokkurt þeirra ákvæða sem gilti á stríðsárunum. Helztu atriðin eru þéssi: 1. Bannað er að segja npp af- notum alls íbúðarhúsnæðis, ef það er ekki á sömu hæð og eig- andinn býr. Undanþágur ei’u að- eins um uppsagnir veg’na náinna skyldmenna. 2. Allir fimabundnir leigusamn- ingar eru ógildir, og eru leigjend- ur ekki skvldugir til að standa við samningsloforð um að rýma húsnæði á tilíeknum tíma. 3. Bannað er að rífa íbúðarhús cða breyta íbúðarhúsnæði í at- vinnuhúsnæði. 4. Hámarkshúsaleiga skal vera 11 krónur fyrir hvern flatarmet- er á mánuði. 5. Húsaleigunefnd skal leigjt allar íbúðir í húsum, sem eígand- inn býr ekki sjálfur í, og er eig- andi algerlega sviptur umráða- rétti yfir þeirn húsum. ADEINS HÆGT Á ALGERUM NEYÐARTÍMUM Allir heilvita menn sjá, að hér er um slíkar réttarskerðingar að ræða, að þær verða ekki rétt- lættar í lýðræðisþjóðfélagi nema á algerum neyðartímum, og þó aðeins skamma stund. Jafnvel á stríðsárunum var þó ekki gengið það langt að svipta húseigendur alveg umráðai’étti húsa sinna, þánnig að þeir fengju ekki einu sinni að ráða útleigu þeirra, svo sem nú er gert ráð fyrir. Nú er beinlínis til þess ætl- azt, að svokölluð húsaleieumið- stöð taki í sínar hendur öll íbxið- arhús, sem eigandinn ekki býr sjálfur í og leigi þau eftir geð- þótta, og er húsaleigunefndin ekki einu sinni bundin við að fara eftir tillögum húseigendarts um það. hver fá sk-uli húsnæðið leigt. Hér er um slíkt geiTæði að x i 1. ræða, að enginn réttsýnn maður getur Ijáð þvi fylgi. Gegn svo herfilegri tröðkun á eignarréttin- um hljóta ekki aðeins allir hús- eigendur heldur allir lýðræðis- sinnaðir þjóðfél-agsborgarar að rísa. ÞVINGUNARÁKVÆÐIN AUKA AÐEINS HÚSNÆÐIS- 'V ANDRÆDIN Allir hljóta að vera sammála um það, að því aðeins sé hægt að svifta menn umráðarétti eigna sinna, að með því eigi að leysa alvarleg vandræði í þjóðfélaginu, sem eigi verði leyst á annan hátt. Kemur þá ^fyrst til athugunar hvort húsnæðisvandræði hafi aukizt síðan Álþingi tók ákvörð- un um það að láta húsaleigulög stríðsáranna falla úr gildi í áföng um. Því fer fjarri. Enn er að vísu tilfinnanlegur skortur á íbúðum, en enginn vafi er á því að hús- næðisvandræðin hafa þó minnk- að frá því að húsaleigulögin tóku að falla úr gildi. Nóg framboð er á atvinnuhúsnæði og erfitt er orð ið að leigja út einbýlisherbergi í úthverfum bæjarins. Tilboðum við húsnæðisauglýsingum hefir einnig fækkað, og bendir það til þess, að eftirspurn sé minnkandi. Um 100 íbúðir i bænum munu vera auðar vegna þess, að eig- endurnir vilja fremur selja þær en leigja. Þá eru í smíðum eða undirbúningi á annað þúsund smáíbúðir, og þegar allt það hús- næði hefir verið tekið í notkun er nokkurn veginn víst, að ekki verður of mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði hér í Reykjavík. Og einmitt í sama mund og frumvarp þetta er lagt fyrir Alþingi er ríkisstjórnin að gera ráðstafanir til þess að afla 16 millj. króna láns til bygginga nýrra íbúða. Þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru skynsamlegar, en því fjar- stæðar er það að hugsa sér að innleiða þvingunarákvæði, sem aðeins valda illindum og vandræðum, og torvelda lausn á vanda, sem verið er að leysa á annan heilbrigðari hátt. Og þá komum við að síðari spurningunni, hvort þvingunar- ákvæði hins nýja húsaleigufrum- varps geti leyst vandræði þess fólks, sem enn kann að vera hús- næðislaust. Því fer einnig fjarri. Frumvarp ið festir aðeins það fólk í sessi, sem þegar er í íbúðum, og tor- veldar stofnun nýrra heimila. Bannið við að rífa ibúðarhúsnæði er ástæðulaust, því að menn rífa naumast hús sín nema til að bj'ggja aftur, og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði er éngin, svo að ekki er líklegt, að menn breyti íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði. En þvingunarákvæðin geta hins vegar mjög auðveldlega auk- ið húsnæðisvandræðin. Margt fólk myndi gjarnan leigja frá sér, ef samningar væru frjáls- ir, en það er enginn vafi á því, að mai-gir rttunu hætta við þau áforrn, ef þeir geta búizt við að verða um óákveðinn tíma að sitja uppi með leigjendurrta, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Marg- ir húseigendur og raunar einnig leigjendur munu með skelfingu hugsa til þess fjandskapar, sem víða leiddi af þess kyns nauðung- arsambýli á stríðsárunum. Það er vitað, að það hefir þeg- ar leitt til aukinna vandræða í húsnæðismálunum, að þessi þving unarákvæði skuli vera til með- ferðar þing eftir þing. Margir blátt áfram hafa ekki viljað leigja út íbúðir fyrr en sýnt yrði, hvoi’t þeir yrðu af löggjafanum neyddir til að afsala sér umráðaréttinum yfir því húsnæði, sem þeir leigðu. ER GLÆPUR AÐ LEIGJA ÚT HÚSNÆÐI? Sú spurning fer óneitanlega a5 vakna í huga húseigenda, hvort það sé talinn glæpur að byggja það stórt hús, að hægt sé að leigja út af því. Á stríðsárunum vori» húseigendur sá eini hópur marina, sem ekki aðeins f ór á mis við all- an svokallaðan stríðsgróða held- ur urðu meira að segja að gefa með húsum sínum, ef þau áttii ekki að grotna niður við notkun. fólks, sem í þeim bjó svo að segja leigulaust. Þegar svo nú aílar ráðstafanir beinast í þá átt að losa um höft og bönn stríðsáranna, þá láta sumir sér til hugar koma að leggja á húseigendur ennþá sterk ari bönd og meiri réttarskerðing- ar en jafnvel á stríðsárunum. Það gegnir mikilli furðu, ef leigjendur, sem ekki hafa sjálf- ir aðstöðu til að byggja yfir sig, telja það gei’t fyrir sína hags- muni að reyna á allan hátt a5 koma í veg fyrir það, að nokkur maður vilji leigja út húsnæði. Miklu fremur ætti það að vera hagur þessa fóiks að hvetja menn sem til þess hafa getu, að byggja leiguhús. Allar aðgerðir hafa til þessa stefnt í öfuga átt. Því er * það, að leiguhúsnæði minnkar stcðugt, og jafnvel þótt sagt sé, að betra sé að eiga fasteignir en. peninga, hefir þó framboð á hús- um aukizt. 4 LEIGA OG PYRIRFRAM- GREIDSLUR Ýmsir tala um að hægt sé aö réttlæta ný þvingunarlög með því að hxxseip'endur taki almennt „okurleigu“ fyrir húsnæði. Auðvitað eru í hópi húseig- enda til ósanngjarnir menn eins og annars staðar, en að kalla þá upp til hópa „okrara“ eins og Hannes Pálsson heiðrar þá með, er fjarstæða. sem raunar er ekki svaraverð. Hitt er svo staðreynd að þeim hefir aldrei verið heim- ilað að taka réttmæta leigu riú á annan áratua, og hámarksleiga sú, sem nú gildir, er of lág. Þetta vita allir, sem undanfar- in ár hafa fengizt við húsbygg- ingar. Miðað við byggingarkostn- að nú, má hxisaleiga ekki vera 'minni en 15 krónur á hvern flatar meter til þess að leiga standi uudir byggingai’kostnaðinum og eðlilegri fyrningu og viðhaldi. Þegar þessa er gætt er Ijóst, að okurkenningarnar hafa lítið til sýns máls. Fvri’-franvreiðslurnar eru mjög óheppilegar fýrir margra leigutaka, en þær eiga oftast ræt- nr pö rekia til hinna miklu erfið- leika á öflun lánsfjár til bygg- Ínga' -ÍTNA SKYNSAMLEGA LAUSNIN Eina rsunhæfa lausn húsnæðis vardræða er að bvggja fleiri ibúðir. Stefna ríkisstjórnarinnar í þvi efni er skvnsamleg í sam- bandi við smáíbúðirnar. Það er hin heilbrigða og eðlilega leið til lausnar vandanúm en ekki ný 'kúgunarákvæði og rétt=>rSkerðing ar í garð húseieenda. Hú^eigend- ur beiðast ekki for’éttinda. en þeir krefjast þess réttlætis sér til banda að þeim verði ekki refsað fýrir það að hafa varið yiármun- um sínurrt til sð auka hin þjóð- félagslegu verðmæti. Meiri hluti húseigenda ev ekki Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.