Morgunblaðið - 04.12.1952, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. des. 1952
Saar-héraðið
KÖIrv
B-vítamín rannsóknir , ..
íc Kolnil v
á fiskafurðum
MATARGERÐ er vandaverk.
miklu meira en fólk almennt
grunar, valið á matvælunum og
meðferð þeirra, allt þangað til
þau eru komin á matborðið, eru
grundvallaratriði fyrir heil-
brigði og líðan fólks. Þar má
ekkert hinna fjölmörgu nauð-
synlegu efna vanta, frekar en
þegar settur er saman næringar-
vökvi handa gerlum.
Vanti eitt eða fleiri slík efni
í fæðuna til lengdar, þá þrífst
maður ekki, frekar en gerlarnir,
enda þótt öll önnur efni séu
fyrir hendi í fæðunni í ríkum
mæli. Maður verður kvellisjúkur
og kvefaður og hafnar í ein-
hverri lyfjabúð með ávísun á
eitthvert efni, sem læknirinn tel-
ur, að útlit sé fyrir, að líkam-
ann vanti. Vel má vera að þetta
efni hafi farið einhvers staðar
forgörðum við matreiðsluna, svo
að sjúklingurinn hefur misst af
því úr fæðunni. Ef til vill hefur
það verið í soðinu, sem hellt var
niður.
Það eru nokkur ár síðan byrj-
að var að mæla magn ýmissa
vítámína með gerlum, í stað til-
raunadýra. Hafa gerlarnir tals-
verða kosti til þessara nota
fratnyfir tilraunadýr, eins og
kjúklinga og rottur. Eru helztu
kostirnir þeir, hversu gerlarnir
eru smávaxnir og hversu fljótt
þeir vaxa. Vegna þessa mikla
vaxtarhraða gerlanna, tekur hver
tilráun með þeim aðeins nokkr-
ar klukkustundir eða daga, þar
sem dýratilraun tekur margar
vikúr eða mánuði. Fóðrun og
hirðing dýranna kostar auk þess
margfalt meiri fyrirhöfn og fé,
en fæktun gerlanna.
Ennþá eru það aðeins vítamín
af B-flokki, sem mæld eru með
hjálp gerla, en B-vítamínin eru,
sem kunnugt er, orðin mörg, tal-
in áð minnsta kosti 12 eða 14.
Þau, sem einna oftast þarf að
mæla eru: thíamín, öðru nafni
aneurín eða vitamín Bl, ríbófla-
vín, nikótínsýra, bíótín, vítamín
B6 og vítamín B12.
FLJÓTLEGRA EN EFNA-
FRÆÐILEG ÁKVÖRÐUN
Flest B-vítamínanna má einn-
ig ákveða á efnafræðilegan hátt,
en það er oft miklu erfiðara og
seiiílegra og gefur ekki alltaf
eins. nákvæmar niðurstöður og
ákvorðun með gerlum. Thíamín
muh þó oftast hentugra að á-
kveða efnafræðilega. Venjulega
er hægt að ákvarða miklu minna
magn af vitamíninu, þegar not-
aðir eru gerlar, heldur en með
efnafræðilegum aðferðum, og er
slíkt kostur, þar sem magn víta-
mínanna í sýnishornunum er oft
mjög lítið. Þannig má t. d. með
viðeigandi gerlum mæla vitamín
B12 í 1 grammi af fiskimjöli, þó i
að ekki séu þar af vítamíninu ■
nema nokkrir tugir miljónustu
hluta úr milligrammi.
VÍTAð’ÍN MÆLD
MEÐ GERLUM
Aðferðin við mælingu á B-
vítamínum með gerlum byggist
á því alkunna fyrirbrigði við
alla ræktun, að vanti eitt ein-
astaO af hinum fjölmörgu efnum,
sem, lífverunni eru nauðsynleg,
þá þrífst hún ekki, enda þótt öll
hin efnin séu fyrir hendi í rík-
um mæli og öllum öðrum lífs-
skilyrðum sé fullnægt. Er því
farið þanrig að, að gerður er
næringarvökvi, sem í eru öll
þau efni, sem viðkomandi gerla-
tegund þarfnast, nema það víta-
mínj sem mæla skal. 4 slíkum
næringarvökva vaxa gerlarnir
alls^ekki neitt. En sé örlitlu af
hmu vantandi vítamíni bætt í
vökyann, taka gerlarnir að vaxa,
og þeir vaxa því meira, sem
meiru er bætt í af vitamíninu,
þó auðvitað aðeins að ákveðnu
marki. Vöxt gerlanna má mæla
á ýmsan hátt og er þar fenginn
mælikvarði á magn vítaminsins,
semrbætt var í vökvann.
hvErnig fara
VÍTAMÍNMÆLINGAR FRAM?
Næringarvökvar þeir, sem not-
/<m -
Merkiieg nýjimg, sem kemin er hér á rekspöl
/"**' K0BLEN7
i jrPrvm
V • CoCJzem.
MarbOrg
aðir eru við vítamínmælingar
sem þessar, eru settir saman úr
mjög mörgum efnum. Er aðal-
vinnan við mælinguna fólgin i
því að setja saman slíkan vökva.
Verður að vega og mæla hvert
efni nákvæmlega, og engu
þeirra má gleyma, því að þá er
allt ónýtt. Með svona löguðum
vökva og viðeigandi gerlum má
líka ákveða einstakar amínósýr-
ur, en þær eru, sem kunnugt er
uppistaðan í eggjahvítuefnun-
um. Er þá sleppt úr næringar-
vökvanum þeirri amínósýru, sem
mæla skal, en allar aðrar nauð-
synlegar amínósýrur, sölt, vlta-
mín og önnur efni iátin vera fyr-
ir hendi.
ÍSLENZKAR
VÍTAMÍNRANNSÓKNIR
Sigurður Pétursson gerlafræð-
ingur fór til Bandaríkjanna 1950
—1951 og var aðalerindi hans að
kynna sér vítamínmælingar með
gerlum. Vann hann þar að slík-
um mælingum í 5 mánuði. Eftir
að Sigurður kom heim var þegar
hafinn undirbúningur að því að
framkvæma þessar mælingar
hér. Var sótt um fjárveitingu af
Marshall-fé til kaupa á nokkru
af áhöldum, og þegar hún hafði
verið veitt, voru áhöldin pöntuð.
Koma þau í lok þessa árs, og
verða sett í hina nýju rann-
sóknastofu, sem verið er að
byggja við Skúlagötu og ætluð
er fyrir fiskiðnaðinn. Annars
eru áhöld til svona lagaðra víta-
mínákvarðana að mestu þau
sömu og þau, sem notuð eru við
almennar gerlarannsóknir. Öll
efni til rannsóknanna hafa verið
keypt, og eru þau komin til
landsins, m. a. fáein milligröm
af hreinu vítamíni B12, sem
kostar 10 dollara hvert milli-
gramm.
FYRSTU MÆLINGAR Á
ÍSLENZKUM FISKAFURÐUM
í sumar hafa þegar verið
gerðar hér fáeinar gerlafræðileg-
ar mælingar á vítamín B12 í
nokkrum fiskafurðum. Verður
þess nú vonandi skammt að bíða,
að hægt verði að gera hér sams
konar mælingar á öðrum B-víta-
mínum.
B-vítamín koma víða fyrir, en
mest er af þeim í geri og lifur.
Þau eru í fjölda mörgum mat-
vælum, bæði úr jurta- og dýra-
ríkinu. Eru B-vítamínin, sem
kunnugt er, mjög þýðingarmikil
fyrir heilbrigði manna og dýra,
svo að algengt er, að mæla þurfi ^
magn þeirra baéði í matvælum j
og fóðurvörum. Einkum þarf að
fylgjast vel með því, að þessi1
dýrmætu efni séu ekki eyðilögð
við framleiðslu varanna, hreins-
uð úr þeim eða skoluð í burtu.
Slík sóun á B-vítamínunum er
því miður alltof algeng, og skulu
nefnd hér tvö dæmi þess.
NAUÐSYNLEGT
Á MÖRGUM SVIÐUM
Þegar korn er malað og mjölið
hreinsað, er sigtað frá því meira
eða minna af hýði þess, en B-
vítamínin eru einmitt í fræ-
hýðinu, en alls ekki í fræhvít-
unni eða mjölvanum. Hýðið er
jafnan gefið skepnum, og þykir
það ágætur og ómissandi fóður-
bætir, en hvíta hveitið eða
mjölvinn, sem er snauður af
vítamínum, er hafður til mann-
eldis. Þetta er mjög óheppifegt.
fyrir fólkið, er hveitisins neyt-
ir, því að líkaminn þarf að fá
\ B vítamínin úr fræhýðinu með
mjölvanum, svo að af þessarri
fæðu geti orðið full not. Úr
þessu bæta Bandaríkjamenn á
þann hátt, að þeir setja nokkur
' B-vitamín aftur í hveitið, eftir
að það hefur verið hreinsað. Er
j látið í það thíamín, ríbóflavín og
j nikótínsýra, og auk þess ofur-
I lítið af járni. Væri fróðlegt að
t fá upplýst, hvort hvíta hveitið,
' sem keypt er hingað til landsins,
I er bætt á þennan hátt eða ekki.
Annars notum vér íslendingar
nú orðið mikið af heilhveiti, og
er það vel farið. í heilhveiti
er mikið eftir af fræhýðinu, þó
að ekki sé það þar allt sam-
an, eins og þó mætti halda eftir
nafninu að dæma.
VÍTAMÍNUM FLEYGT í SODI
Hitt dæmið, sem ég vildi benda
á, snertir ekki þá, sem vörurnar
framleiða eða selja, heldur þá,
sem matreiða þaer, nefnilega
húsmæður og matreiðslumenn.
Það er sérkennilegt fyrir B-
vítamínin, að þau levsast auð-
veldlega upp í vatni. Þegar mat-
væli eru soðin í vatni, fer því
mikið af þessum dýrmætu efn-
um út í soðið, einkum ef mat-
vælin eru smátt skorin. Það er
nú því miður alltof algengt, að
soði, t. d. af grænmeti, fiski,
kjöti og slátri, sé fleygt, og þar
með öllu því af B-vítamínum,
sem tekizt hefur að leysa burtu
úr matvælunum, ásamt ýmsum
söltum, sem auðvitað fara sömu
leiðina. Á þetta mun nú orðið
bent í hverri íslenzkri matreiðslu
bók. En það er oft löng og tor-
fær leið, frá þeim fræðilegu leið-
beiningum, sem í blöðum og
bókum standa, og inn í meðvit-
und þeirra, sem leiðbeiningarnar
eru ætlaðar.
m
\Umburq
FRANKFURT
'rfytburg
N2^ # \\
*0armta<tt\
Ýurzbvn
IfT RockenhausJk
5AArR. lodieígshiffh\Monnhem
[M& T y s >;k l a n o
\Landio f
%// :
i-
f S&rret,»Uf9 farl$ ruh'Q
• Haaenau
Á uppdrættinum sést aístaða Saar til Þýzkalands og Frakklands,
en héraðið hefur löngum verið þrætuepli milli þessara tveggja Ianda.
SKAK
Eftir ARNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER
TEFLD
26. OKT. 1952 Á HAUSTMÓTI
TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR
Hvítt: Haukur Sveinsson.
Svart: Lárus Johnsen
1. d2—(14
2. Rgl—f3
3. e2—e3
4. Rbl—d2
5. c2—c4
d7—d5
Rg8—f6
Be8—g4
e7—e6
d5xc4
Með þessu er komið út í móttekið
drottningarbragð (Aljechins-af-
brigði), en meðferð svarts er ekki
ógölluð.
6. Bflxc4
7. a2—a4
a7—a6
Rb8—c6
32. Df4+ Rf5
33. Bxc7 Hc8
34. BdG Kg7
35. Hacl Hd8
36. h5 Hd7
37. h6+ Kg8
38. b4 Hf7
39. Dg5 Bxa4
40. Dd8+ Be8
41. Db8 Hd7
42. He4 Rxh6
43. Hc8 Kf7
44. HxB! DxH
45. 46. e6t HxD(?) DxeG
Varlegra mundi vera að leika c5
og síðan Rc6.
Bf8—d6
o—o
8.
9. Hfl—el
Til greina kom Dd7 og síðan
10. Ddl—c2
e6—e5
Sófasett
Nýtízku lag með póleruðum örmum, klætt með silki-
damaski og góðu ullaráklæði. — Mjög fjölbreytt úrval.
Verð við allra hæfi. — Komið og skoðið meðan úrvalið
er mest. — Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
HÚSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Laugaveg 166
Svartur missir tök á miðborðinu.
Til greina kom Bb4.
11. d4xe5
12. Rf3xe5
13. h2—h3
Rc6xe5
Bd6xRe5
Bg4—d7
Bh5 er ekki mögulegt vegna f4,
g4 og f5.
14. Rd2—f3
15. e3—e4
Be5—d6
Bd6—b4
Svartur er í ótrúlega mikilli
klípu og á hvergi örugga reiti
fyrir biskupana og riddarann.
16. Hel—dl
17. Bcl—f4
Dd8—c8
Bd7—c6?
Slæmur leikur! Be6! var nauð-
synlegt, þótt svartur eigi erfiða
stöðu einnig þá.
Hvítur hefur haldið vel og örugg-
lega á sínum (góðu) spilum, en
nú var óneitanlega einfaldast að
máta með Df8!, en svartur gafst
upp í þess stað, svo það mátti
einu gilda!
TAFLLOK
F. J. Prokop 1923
fl
18. Rf3—g5
Rf6—h5
Svartur gat ekki séð við tvöfaldri
hótun hvíts (á f7 og h7).
Dósfar
verða afgreiddar meðan birgðir endast í verksmiðju
vorri kl. 10—12 og 2—4 daglega meðan á verkfallinu
stendur.
DÓSAVERKSMIÐJAN H.F. Sími 2085.
Borgartúni 1.
19. e4—e5!
20. Rg5xf7!
21. Bc4xHf7t
22. Dc2—c4+
23. Dc4xBb4
g7—g6
Hf8xRf7
Kg8xBf7
Dc8—e6
Kf7—g7
Hvítur hefur unnið skiptamun
og peð, og skákin er honum því
unnin. Um áframhaldið þarf ekki
mörg orð!
- AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -
24. Bg5
25. Hel
26. f3
27. Dd2
28. Bf6+
29. Dg5
30. h4
31. Bd8
He8
Dd5
Rg3
DeG
Kg8
Rf5
Kf7
Rd4
Hvítur leikur og nær jafntefli.
LAUSN Á SKÁKÞRAUT
23. nóvember
1. h2—h3, Ha7—a4 (ekki Hg7
vegna DxH og síðan er mát á
g4), 2. h3—h4! og mátar því næst
með D á g6 (ef Hxh4) á h8 (ef
H fer á g4), en á g5 ef sv. leikur
öðru. 1. h4 dugði ekki vegna
Hg7. ___________________
Hausimófinu lokið
HAUSTMÓTI Taflfélags Reykja-
víkur er nú lokið. Síðasta umterð
í meistaraflokki var tefld s. 1.
miðvikudag, en biðskákir á föstu-
dag. Leikar fóru þannig í bið-
skákunum að Steingrímur Guð-
mundsson vann Lárus Johnsen
og Jón Pálsson vann Birgi Sig-
urðsson. Úrslitin í meistaraflokki
urðu þar með þau, að Guðjón M.
Sigurðsson varð sigurvegari með
8V2 vinning. Röð annarra kepp-
enda varð þessi: 2. Sveinn Krist-
insson 7 v., 3.—4. Arinbjörn Guð-
mundsson og Steingrímur Guð-
mundsson 6%, 5. Jón Pálsson 6,
6.—8. Jón Einarsson, Lárus John-
sen og Þórir Ólafsson 5%, 9.
Þórður Þórðarson 5, 10.—11.
Birgir Sigurðsson og Haukur
Sveinsson 3%, 12. Kári Sól-
mundarson 3.