Morgunblaðið - 04.12.1952, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. des. 1952
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi GarCótr Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600
Askriftargjald kr. 20.00 & mánuði, innanlanda.
t lausasölu 1 krónu eintakið
i
Hetja í gær —
dais5adæmdur svikari í dag
ÞETTA eru ekki neinar kosn- ]
ingar; — þetta er bara jarðarför, I
— sagði roskinn grískur kjósandi, j
er hann kom á kjörstað til að
kjósa í kosningum þeim, sem nú
eru nýafstanðar í Grikklandi. —
Það gerðist nefnilega ekki neitt í
þessum kosningum: enginn var
drepinn né nokkur maður særð-
ur. Engum sprengjum var varpað
inn í kaffihús né nein meiri hátt-
ar slagsmál á götum úti. — Hinn
roskni gríski kjósandi var í raun ^
Fyrri grein
ianinr í Hrikkkaii
MEGN OANÆGJA
MEÐ ÁSTANDIÐ
Orsökin til þessara úrslita staf-
ar einfaldlega af því, að upp á
síðkastið hefur bryddað á megnri
óánægju meðal alþýðumanna
Alexander Papagos
ALLT frá því, að kommúnistar
komust til valda í Rússlandi hafa
,,hreinsanir“ öðru hverju farið
þar fram. Meðal hinna fyrstu,
sem féllu í ónáð og sakaður var
um „svik“, „landráð" og „giæpa-
starfsemi" var einn aðalhöfundur
byltingarinnar og hægri hönd
Lenins, Leon Trotsky. En honum
tókst að flýja frá Rússlandi og
lifði í rúma tvo áratugi í útlegð.
>á féll hann fyrir morðingja-
hendi, eins af flugumönnum
kommúnista vestur í Ameríku.
Síðar kom röðin að öðrum frum-
kvöðlum byltingarinnar, mönn-
um eins og Radek og Bukarin,
sem átt höfðu ríkan þátt í upp-
bvggingu kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna. — Einnig þeir
voru dæmdir fyrir „landráð",
„svik“ og „njósnir" í þágu er-
lendra hervelda o. s. frv.
Allir höfðu þessir menn
verið dýrkaðir sem hetjur og
ættjarðarvinir meðan þeir
nutu valda og áhrifa innan
kommúnistaflokks Rússlands.
Rússnesku þjóðinni var skip-
að að dýrka þá sem frelsara
sína oe velgerðarmenn, en
einn góðan veðurdag breyttist
veður í lofti. Þessir sömu
menn voru bornir hinum
hroðalegustu ásökunum. Þeir,
og margir af nánustu sam-
verkamönnum þeirra úr
innsta hring kommúnista-
flokksins, voru leiddir fyrir
rétt eftir að hafa setið lang-
tímum í fangeisum Moskvu-
borgar. Þar voru þeir látnir
játa á sig flestar þær tegund-
ir glæpa, sem hugmyndaflug
hins opinbera saksóknara gat
orðum klætt.
Þessi einstæðu „réttarhöld"
vöktu ekki aðeins gífurlega at-
hygli utan Ráðstjórnarríkjanna,
heldur og meðal rússnesku þjóð-
arinnar sjálfrar. Almenningur
var lostinn undrun og skelfingu.
Þessir menn höfðu svo árum
skipti verið taldir mikilmenni
Sovétþjóðanna. Hin einlitu blöð,
sem öll voru gefin út af komm-
únistaflokknum höfðu tignað þá
og vegsamað. — Nú voru þeir
stimplaðir þar sem örgustu svik-
arar mannkynssögunnar.
Þessi saga hefur undanfarin ár
verið að endurtaka sig í öllum
þeim löndum, þar sem komfhún-
istar hafa komizt til valda. Æðstu
og áhrifamestu leiðtogar komm-
únistaflokkanna í löndum Austur
og Mið-Evrópu hafa verið sak-
aðir um landráð og njósnir, svik
og undirferli af nánustu sam-
verkamönnum þeirra. — Örlög
flestra þessara föllnu engla hafa
orðið svipuð. Þeir hafa mætt
dauða sínum.
Nýjasta dæmið um „synda-
fall“ kommúnistaleiðtoga er
frá Tékkóslóvakín. Þar hefur
nú tæpur tugur slíkra manna
fyrir nokkrum dögum verið
dæmdur til dauða. — Meðal
þeirra voru þeir Clementis
fyrrverandi utanríkisráðherra,
og Rudolf Slansky fyrrver-
andi aðalritari kommúnista-
flokks Tékkóslóvakíu.
'iiEinu sinni skein sól náðarinn-|
'öí’ frá Moskvu á þessa menn.
Þfeir höfðu auð og völd og réðu
Sjálfir örlögum milljóna manna.
Þeir voru tignaðir sem guðir,
ekki aðeins af skoðanabræðrum
sínum í Tékkóslóvakíu heldur og
af kommúnistum um allan heim.
Nú hafa þeir látið lífið sem
„svikarar“ og „landráðamenn".
Þannig etur byltingin börn sín,
þannig brennir hið kommúniska
skipulag smám saman skapara
sína á báli hins glóandi ofstækis.
En hver er hin raunverulega
orsök þess að þeir menn, sem í
gær voru taldir frelsarar mann-
kynsins skuli í dag leiddir til af-
töku sem ótíndir giæpamenn?
Hún liggur fyrst og fremst í
eðli hins kommúniska skipulags.
Hið skefjalausa einræði, mann-
fyrirlitning þess og ofbeldisnauð-
syn þolir ekkert annað en hund-
flata auðsveipni. Innan vébanda
ríkja þess logar allt í ótta og
tortryggni. Þar treystir enginn
öðrum. Allir sitja á svikráðum
við alla.
I Yfir þessu bænahúsi krjúp-
I andi þræla vaka augu einræð-
isherrans í Kreml. Hann hef-
ur alla þræði í sinni hendi.
Sporhundar hans eru alls
staðar á férli. Helgasta skylda
þeirra er að ákæra alla, sem
minnsti grunur er um að eigi
snefil af sjálfstæðri skoðun.
Með þessum hætti heldur
hið kommúniska skipulag
áfram að rotna í sundur. Eina
von þeirra þjóða, sem við það
búa, er að sú rotnun taki sem
skemmstan tíma. Upp af rúst-
um þess munu þeir, sem eftir
lifa, síðan byggja þjóðfélag
frjálsra manna.
Verkfallið og þjóðin
ÓHÆTT er að fullyrða, að allir
Islendingar nema kommúnistar,
vilji að verkfall það, sem nú
stendur yfir leysist sem fyrst. —
Flestir virðast einnig vera sam-
mála um að atvinnurekstur lands
manna geti ekki risið undir hærri
rekstrarútgjöldum.
Niðurstaðan verður því sú, að
margir ætlast til þess að ríkis-
valdið leysi deiluna með lækkun
skatta og ýmsum öðrum fríðind-
um launþegum og öllum almenn-
ingi til handa.
Mjög æskilegt væri að unnt
væri að verða við slíkum kröf-
um, ekki sízt þar sem vitað er
að skattar eru hér orðnir geysi-
háir, enda þótt þeir hafi ekki
verið hækkaðir í tíð núverandi
stjórnar.
En ef tekjur ríkissjóðs af skött-
um og öðrum tekjustofnum eiga
að lækka vérður hann að draga
úr útgjöldum sínum að sama
skapi.
Þá er komið að stóru spurn-
ingunni: Hvar á að spara?
Er t. d. hægt að segja upp tí-
unda hverjum starfsmanni rík-
isins? Er hægt að lækka framlög
til verklegra framkvæmda, vega,
brúa, skólabygginga, hafnar-
gerða, sjúkrahúsa, atvinnumála,
almannatrygginga o. s. frv.?
Af slíkum ráðstöfunum hlyti
að leiða þverrandi atvinnu. —
Myndu launþegarnir, verkamenn
eða opinberir starfsmenn græða
á því? Myndu þeir sætta sig við
slíkar ráðstafanir?
Öll þessi atríði og mörg fleiri
er sjálfsagt að athuga. En öll
verða þessi mál erfiðari við-
fangs vegna þess að ekki tókst
að afstýra verkfalli meðan slík
sameiginleg athugun deiluaðilja
og ríkisstjórnar fór fram.
og veru nokkuð á eftir tímanum,
því að ekki er langt síðan stjórn-
arskipti urðu í Grikklandi mörg-
um sinnum á ári, götubardagar
og alls kyns ólæti.
FRIÐSAMAR KOSNINGAR
Kosningarnar fóru fram á
mjög friðsarnlegan hátt. Og úr-
slit koshinganna komu raunar
engum á óvart: Gríska þjóðfylk-
ingin (Hellenikos Synagermos)
vann stórkostlegan kosningasig-
ur undir forystu Papagos, hers-
höfðingja. Fékk flokkurinn 241
þingmann kjörinn af þeim 300
þingmönríum, sem setu eiga á
þingi. Miðflokkarnir undir for-
ystu þeirra Plastiras og Venize'-
osar fengu hina þingmennina 59,
en kommúnistar fengu engan
þingmann. — Og nú hefur Papa-
gos tekið við stjórnartaumunum
í Grikklandi samkvæmt beiðni
Páls, konungs.
„Davíð konungur
Honeggers flultur
Gríska þjóðin kallaði hann til
forystu.
með ástandið í Grikklandi. Bænd
urnir hafa kvartað mjög yfir því,
að kröfum þeirra um hækkað
verð á iandbúnaðarvörum skuli
ekki hafa verið sinnt, en allur
áburður og annað, sem þeir hafa
þurft að kaupa, hafi farið síhækk
andi. Verkamennirnir eru óá-
nægðir yfir dýrtíðinni, enda hef-
ur hún aukizt um 20% án þess
þó að kaup hafi hækkað að sama
skapi. Innflutningstollar höfðu
hækkað til muna í stjórnartíð
miðflokkasamsteypunnar — og í
sem fæstum orðum má með sanni
segja, að úrræði fyrrverandi
stjórnarflokka hafi ekki komið
| að verulegu gagni.
HEFUR GETID SÉR
GOTT ORÐ
j Hinn nýi forsætisráðherra
Grikkja hefur um langa hríð látið
til sín taka í heimalandi sínu.
Hann er 69 ára að aldri og hefur
um mjög langt skeið þjónað í
gríska hernum. Meðal annars tók
hann þátt bæði í Balkanstyrjöld-
inni 1912—13 og herferðinni á
hendur Mustafa Kemal um 1920.
En iangt er einnig síðan hann fór
að fást við stjórnmál. Á árunum
á milli heimsstyrjaldanna var
hann hermálaráðherra í stjórn
Metaxas, hershöfðingja. En mesta
viðurkenningu hefur hann samt
hlotið fyrir baráttu sína gegn
ítölum í síðasta striði, langa dvöl
í fangabúðum og einkum og sér í
lagi fyrir hinn álgera sigur yfir
hinum kommúnisku skæruliðum,
sem á timabili ógnuðu frelsi og
sjálfstæði grísku þjóðarinnar. Sá
sigur hans og hermanna hans
varð til þess að gríska þjóðin
setti traust sitt á hann. En þó hef-
ur hann í lengstu lög reynt að
forðast öll stjórnarafskipti, en
úndan því hefur hann ekki kom-
izt, — gríska þjóðin hefur kallað
hann til .forystu og sýnt honum
meira traust en nokkur þjóð hef-
ur sýnt leiðtoga sínum.
Velvakandi skrifar:
í NÆSTU viku mun hér verða
flutt eitt mikilvægasta kórverk
nútímabókmennta, en það er
„Davíð konungur", texti eftir
Fené Morax, tónlist eftir Arthur
Honegger, sem báðir standa
í fremstu röð um endurnýjun
listar í Frakklandi í kaþólskum
anda. Er þetta verk til í tveimur
útgáfum: sem andlegt leikrit með
kórsöng og undirleik orgels og
biásturshljóðfæra — og sem
Óratóríó (íhijómleikaformi) með
undirleik stórrar hljómsveitar og
upplestri á milli.
Dr. Urbancic, sem hefur ann-
ast undirbúning og æfingar á
þessu verki, hefur valið úr báð-
um þessum útgáfum í hina ís- ,
lenzku, tekið blásarasveit úr
leikritinu, en þetta mjög vanda-
sama hlutverk er í höndum blás-
araflokks úr Symfóníuhljómsveit
inni, en Gunnar Eyjólfsson, leik- .
ari, mun lesa efnisþráðinn úr!
leikritinu á íslenzku. Guðmunda
Elíasdóttir mun aðstoða hann
sem galdranornin frá Endor og
Bathaeba, kona Davíðs, með tal-
mál og söng. Þuríður Pálsdóttir
fer m. a. með hlutverk engilsins,
sem flytur Davíð orð Guðs. |
Þá mun og Guðmundur Jóns-
son koma fram sem einsöngvari
með kórnum.
Þungamiðja verksins liggur þó
í kórköflunum, en þeir eru í
höndum Tónlistarfélagskórsins.
Einkum eru kvennakórsöngvar
sérkennilegir í þessu verki, til
dæmis harmsöngurinn eftir
dauða Sáis á Gilbóa-fjöllum. >
Þetta er níunda stórverkið,
sem Tónlistarfélagskórinn kynnir ,
ís'endingunum undir forustu Dr.
Urbancic. Kórinn syngur að
þessu sinni ekki fyrir styrktar-
meðlimi Tónlistarfélagsins, held- I
ur fyrir almenning. Er aðeins
sungið þetta einu sinni, á þriðju-
daginn kemur í Þjóðleikhúsinu.
ÚR DAGLEGA LÉFINU
LUNDÚNUM — Fræðslumála-
ráðuneytið brezka hefur skorið
niður í 30 þús. pund styrk til
fræðsluíerðalaga skólanemenda.
Skrínukostur.
LOKUN veitingastaða vegna
verkfallsins bitnar mjög
harkalega á mörgu fólki, sem
ekki á í önnur hús að venda með
fæðiskaup. Þetta fólk er beiniínis
komið á hálfgerðan vergang.
Sumt kaupir sér einhvern niður-
soðinn mat í verzlunum, ávexti
og annað, og snæðir hann siðan
heima hjá sér. Það heitir að hafa
skrínukost. Þannig höfðu sjó-
mennirnir það í gamla daga þeg-
ar þeir fóru í verið. Þeir áttu
þurrameti í koffortum og kistum.
En fanggæslan hitaði kaffi og sá
um heitan mat, ef hún á annað
borð var nokkur í verbúðinni.
Nú eru hundruð manna komn-
ir í verið, ef svo mætti að orði
komast, hér í Reykjavík.
Jólaskipið á leiðinni.
GULLFOSS er á leiðinn frá
Noregi með 13 þúsund jólatré,
þar á meðal trén, sem Osló gefur
Reykjavik og Björgvin Akureyri.
Það er mjög vinsamlegt af Norð
mönnum að gefa tveimur stærstu
bæjum íslands jólatré á torg sín.
Sá hlýhugur, er liggur að baki
þessum gjöfum er áreiðanlega
mikils metinn hér heima. Það er
ánægjulegt að sjá skrautlýst tré
á aðaltorgum. Þau setja fallegan
svip á umhverfið.
Allt, sem skapar aukna fegurð
og hlýleika er spor fram á við.
Verður jólunum frestað.
IGÆR hitti ég kunningja minn
á götu. Hann varpaði fram
svohljóðandi sþúrningu: Hvað
segir þú um þá uppástungu að
fresta öilu jólaháldi ef Verkfall-
inu verður ékki lokið fyrir jól?
Ég játa að mér hnykkti við.
Maðurinn skellti þessu á mig gjör
samlega formálalaust. Að lokum
kom ég því svari út úr mér, að
ég vonaði að verkfallið myndi
aldrei standa svo lengi.
I
Breytingar a dagskrá,
HLUSTANDI“ ritar svohljóð-
andi bréf:
„Kæri Velvakandi!
Ég er á þeirri skoðun, og er
óhætt að fullyrða að margir eru
mér sammála, að útvarpsdagskrá
eigi algjörlega að standast þá
óætlun, sem auglýst er í blöðum
og útvarpi. í öllum menningar-
löndum er þetta sjálfsagður hlut-
ur og út af því er aldrei breytt.
Útvarp Reykjavík virðist samt
ekki taka það nærri sér að breyta
dagskránni eftir því sem verkast
vill. Sérstaklega virðist einn þátt-
ur dagskrárinnar vera nokkuð
tímafrekur. Það eru þingfréttir.
Hvað eftir annað eru ýmsir dag-
skrárliðir auglýstir á eftir þing-
fréttum, en þeir eru jafnoft virtir
að vettugi. Er ekki hægt að áætla
nógu langan tíma fyrir þingfrétt-
ir og sleppa því þá að auglýsa
þessa dagskrárliði, sem hvort eð
er verða útundan?
Hlustandi.“
Óhjákvæmilegt.
AÐ er rétt hjá bréfritaranum
að breytingar á útvarpsdags-
skránni eru hvimleiðar. Eh þær
eru stundum óhjákvæmilegar.
Um þingfréttirnar er það að
segja, að þær eru misjafnlega
miklar að vöxtum, eftir því hvað
gerist á þingi. En þær ganga
aldrei út yfir annað en hljóm-
listina, sem auglýst er á eftir
þeim. Aðrá dagskrárliði skerða
þær ekki, og meira að segja til-
tölulega sjaldan.
Við þetta verður þú „hlust-
ar.di" góður, líklega að sætta þig.