Morgunblaðið - 30.12.1952, Blaðsíða 1
16 síður
39. árgasgin
298. tbl. — Þriðjuöagur 30. desember 1952
Prentsmiðja Morgunblaðsma
ILEXÆNDIINA IBOTTNING
Mekkixir miraiir^guroyð
AÐF ARANÓTT sunnudags 28.
des. andaðist Alexandrína drottn
ing' Danmerkur í St. Lucas-spít-
alanum í Kaupmannahöfn,. 73
ára að aldri:
Hinn 17. þessa mánaðar gekk
hún undir uppskurð i spítala
Lucas-stofnunarinnar, við garna-
flækju. Var það í fjórða skipti,
sem hún var skorin upp við þess-
um sjúkdðmi.
Fyrstu dagana eftir uppskurð-
inn virtist hún vera á batavegi,
þangað til á aðfangadag jó!a, en
þann dag, á 73. afmælisdegi sín-
urn, versnaði henni. Frá þeirri
stund dró úr líkamskröftum
hennar.
Friðrik konungur, sonur henn-
ar, hætti þá við að fara í venju-
lega jólaheimsókn til Jótlands,
en drottning hans, Ingiríður, var
farin á undan honum. Siðasta
sólarhringinn vék konungur ekki
frá sjúkrabeði móður sinnar og
Var þar unz líf hennar fjaraði út.
—//—
Alexandrína drottning var
fædd á aðfangadag jóla árið
1879 í Neustadt í Mecklenburg
Schwerin. Faðir hennar, Friðrik
Franz III., stórhertogi, var frjáls-
lyndur maður er hirti lítt um
hirðsiði og ól börn sín upp við
óþvingað útilíf í faðmi náttúr-
unnar ög kenndi þeim að meta
tilbreytni ferðalaga og náttúru-
skoðun. Hann átti við vanheilsu
að stríða og varð því löngum
tímum að dvelja í Suður-Frakk-
landi sér til heilsubótar. Hafði
hann aðsetur í hinum fræga
ferðamannabæ Cannes. Mennta-
menn margra þjóða komu saman
á heirnili hans og fékk dóttir
hans snemma áhuga fyrir helztu
tungumálum er þar voru töluð,
er voru m.a. enska, franska og
ítalska.
Ung fékk hún einnig áhuga á
hljómlist, enda var hún miklum
hljómlistargáfum gædd.
—//—
Árið 1897 var Kristján Dana-
verkfallið
SAMA dag og verkfallið var
leitt til lykta hér í Reykjavík
birtist í danska kommúnista-
blaðinu Land og Foik forystu-
grein um vinnudeiluna á ís-
landi. Er þar skýrt frá „miðl-
unartillögum íslenzku ríkis-
sttórnarinnar“ til lausnar
virinudeilunni og frá því skýrt
að stjórn verkfallsmálanna
hafi „einróma vísað þessu
smánarboði á bug“. — Þetta
var birt sama daginn og verk-
faliið leystist!!!
í sömu ritstjórnargrein hins
danska kommúnistablaðs seg-
ir að „tveir helztu verkalýðs-
leiðtogar á íslandi hafi skýrt
blaðinu svo frá, að möguleik-
ar hafi verið fyrir því að koma
á samkomulagi milli verka-
manna og atvinnuveitenda, en
ríkisstjórnin — Bandaríkin —
ieyfi það ekki!“!!!
Nánar er vikið að ummæl-
um hins danska kommúnista-
málgagns í ritstjórnargrein í
dag, á blaðsíðu 8.
prins þar á ferð. Hin unga, gáf-
aða og glæsilega prinsessa og
prinsinn, sem þá var 27 ára,
felldu hugi saman. Næsta vor
héldu þau brúðkaup sitt þar
svðra og fluttu skömmu síðan til
Danmerkur. En þar var hinum
ungu hjónum tekið með miklum
fögnuði og viðhöfn.
Þá var afi prinsins, Kristján
konungur IX. enn á konungs-
stóh Danmerkur.
Næsta ár lifðu þau hjón ó-
brotnu, kyrrlátu lífi í höll sinni
Sorgenfri í Lyngby. En er Krist-
ján IX. andaðist í janúar árið
1906 og Friðrik konungur VIII.
tók við konungdómi urðu þau
Kristján prins og Alexandrina að
t:.ka á sig störf ríkiserfingja.
Við það jókst ábyrgð þeirra og
skyldur gagnvart dönsku þjóð-
Framhald á bls. 2
Svissnenskir leiðangurs-
menn komast i kast
við SNJÓIVfAKIVIIMN
Er í irjannsmynd — en
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
NÝJU DELHI, 29. des. —
Svissnesku leiðangursmenn-
irnir, sem reyndu að klífa
Everesttindinn fullyrtu í dag í
Nýju Delhi, að einn af burð-
armönnum leiðangursins hafi
orðið fyrir árás eins af hinum
höfuðlausu dýrum, sem sagt
er, að likist mjög mönnum og
nefnd hafa verið SNJÓMENN.
Gerðist þetta á Lhotse-jöklin-
um, en þar hafa spor þessa
dýrs sézt áður og myndir ver-
ið teknar af þeim. Auk þess
hafa innfæddir menn þótzt
hafa séð þessa snjómenn, en
þrátt fyrir það hafa vísinda-
menn hingað til hneigzt mjög
að þvi, að hér sé eitthvað mál-
um blandað.
RÉÐIST Á
BURÐARMANNINN
Svisslendingarnir segjast að
vísu ekki hafa séð snjómann-
inn, en hins vegar heyrðu þeir
til hans inn í tjöldin. Sagði
burðarmaðurinn þeim, að einn
af snjomönnunum hafi ráðizt
á sig', en flúið, þegar hinir
buvðarmenmrnir hafi komið
sér til hjálpar.
Lhotse-jökitllinn ' Iiggur
nokkru neðar en hæstu tinúar
Evei'esífjallsins.
FUNDU SPOR
Leiðangursmenn úr brezka
Everestleiðangrinum, sem var
undir leiðsögn Shiptons, tóku
myndir af rnjög einkennileg-
um fótsporum, sem þeir fundu
í snjónum í 6500 metra hæð.
Var álitið, að þau væru eftir
snjómanninn. Aðrar sannanir
um tilveru þessa dýrs gátu
þeir ekki sett fram, svo að al-
mennt var álitið, að hér væri
um einhvern misskiíning
þeirra að ræða. — Hins vegar
hafa innfæddir menn oftlega
fullyrt, að þeir hafi bæði séð
þessar ferlegu skepnur og
heyrt óp beirra.
Ralph Bunche rannsakar
kynþáffavandmá!
S.-Afríku
WASHINGTON—Ralph Bunche,
Torres Bodet og formaður sendi-
nefndar Chile hjá S. Þ., Hernan
Santa Cruz, hafa verið skipaðir
í nefnd, sem rannsaka á kyn-1
þáttavandamálið í Suður-Afríku.
Vinnur nefnd þessi á vegum S. Þ.
og á hún bæði að athuga hvernig j
kynþáttavandamálið verður leyst
á sem beztan hátt og einnig',
hvaða áhrif það getur haft á
alþjóðamál.
Enn fremur hafa fulltrúar
Kúbu, Júgóslavíu og Sýrlands
verið ráðnir af allsherjarþinginu
til þess að miðla málum milli
stjórnar Suður-Afríku annars
vegar og Indlands og Pakistans
hins vegar. —Reuter-NTB.
Bida'jlf reynir sfjórnar-
myrsdun áfram
PARÍS, 29. des. — Stjórnar-
kreppan, sem vérið hefur i Frakk
landi undan farna viku, er enn
óleyst. — Hefur hinn kunni
stjórnmálama'ður, Bidault, reynt
að mynda stjórn á mjög víðtæk-
um grundvelli, en er siðast frétt-
ist, höfðu jafnaðarmenn lýst því
yfir, að þeir gætu ekki tekið þátt
í samsteypustjórn undir forsæti
Bidaults með þeim skilmálum,
sem þeim hafa verið settir.
—Reuter-NTB.
Alexardiina drottniog ar.il-
aiist a sunrdðgsnwgun
Á sunmidagskv5IdiÓ flutti Sfalngrímur
Sfeinþórsion, forscEfisráðharra, svohijóðandi
iRÍRningarorð um hina íáfnu drcffmngu
Góðir íslendingar.
HIN EINA KONA, sem borið hefur titilinn drottning
íslands, er dáin. Hennar hátign Alexandrine drottning and-
aðist síðastliðna nótt í Kaupmannahöfn, og haiði um skeið
búið við vanheilsu. í 35 ár var hún drottning Danaveldis,
en heiti ísianris var tekið í titil konungs árið 1918.
Vér íslendingar munum ekki fá orð fyrir konnnghollustu
yfirleitt, enda iátt haft af konungum að segja, nema fvrir
milligöngu sendimanna þeirra, sem fyrr á öldum gáfust
stundum misvel. En ég ætla, að mér sé óhætt að fullyrða,
að Kristján konungur hinn tíundi og Alexandrine drottning
hafi notið óskiptrar hylli og velvildar íslenzku þjóðarinnar.
Á stjórnarárum þeirra reis sól frelsis og framfara æ hærra
yfir íslandi og skilningur og vinsemd óx með íslendingum
og Dönum, svo sem oftast verður þegar persónuleg kynni
takast. Oss er einkár ljúft að minnast heimsókna konungs-
hjónanna til íslands, en hingað til lands komu þau alls
fjórum sinnum, og létu sér jafnan annt um að kynnast hög-
um lands og þjóðar. Eitt er það þó, sem snerti Islendinga
sérstaklega djúpt, en það var að drottningin skyldi leggja
á sig að læra íslenzku til þeirrar hlitar, að hún gat fylgzt
með því, sem ritað var á tungu vora.
Á ferðum sínum um landið eignuðust konungshjónin, —
og þá ekki sízt drottningin, — marga persónulega vini, sem
jafnan minnast vingjarnleiks þeirra og viðmótshlýju. Er
þess sérstaklega að minnast, hve framkoma þessarar tignu
konu var látlaus og blátt áfram, hver sem í hlut átti, en þó
jafnan virðuleg.
Stjórnarár Kristjáns konungs tíunda og drottningar hans
voru viðburðarík. Á hinum erfiðu árum styrjaldarinnar urðu
konungshjónin. þýðingarmeiri þjóð sinni en nokkru sinni og
fjölmargar sögur eru sagðar um festulega og virðulega fram-
komu þeirra þá.
Mönnum hættir við að halda, að starf konungshjóna sé
létt og Iíf þeirra leikur. Þar gætir meir áhrifa frá ævintýr-
um, sem börnnm eru sögð, en skilnings á veruleikanum.
Hitt mun sönnu nær, að „hefðar uppi á jökultindi" sé ekkert
skjól. Konungshjónum er fyrirmunað að njóta margs af því
persónulega frelsi, sem venjulegir borgarar fá notið. Slíkt
verður ef til vill meir þvingandi og þreytandi en þeir gera
sér ljást, sem einungis horfa á hinn ytri ljóma, sem oft leikur
um slíka menn.
Nú þegar hennar hátign Alexandrine drottning er látin,
rifjum vér íslendingar upp vinsemd og virðuleik þessamr
tignu konu, sem uin langt skeið var æðsta kona íslands, og
þær minningar eru mildar og hlýjar.
Vér sendum konungshjónunum dönsku og allri dönsku
þjóðinni djúpar samúðarkvcðjur og biðjum guð að blessa
hina látnu drottningu.
Stigamenn á ferð í Afríku.
NAIROBI 27. des. — Á jóladag
myrtu félagsmenn Mau-mau 11
kynbræður slna í Kenía. Lögregl
an leitar að morðingjunum.
mú% ræðsf á Onnu Pauker
Ásakar hana fyrir að deiia úi af línunni í
MOSKVU. —- Fyrrum utanríkisráðherra rúmensku kommúnista-
stjórnarinnar, hin þybbna Anna Pauker, hefur nýlega verið áksarð
í málgagni rússneska kommúnistaflokksins, Pravda, fyrir samsæri
gegn rúmenska kommúnistaflokknum og tilraun til að koma á
aftur auðvaldsskipulagj í landinu.
Lítið hefur verið minnzt á nafn
Ónnu Pauker, síðan hún var
handtekin og sett í fangabúðir í
bvrjun þessa árs, ákæið fyrir
föðurlandssvik og alls konar
landráðastarfsemi.
„TILRAUNIR TIL AÐ
EYÐILEGGJA EFNAHAG
LANDSINS"
Enn fremur hefur birzt í
Pravda löng grein eftir aðalrit-
ara miðstjórnar rúmenska komm-
únistaflokksins, I. Kiszenevski,
þar sem hann ákærir Önnu Pauk-
er fyrir að hafa stutt fyrrum
innanríkisráðherra Rúmeníll,
Wasliu Luca, sem ásakaður hefúr
verið fyrir ókommúnískar tii-
hneigingar og tilrauftir til að
grafa undan stjórn landsins og
ejðileggja efnaha^ ríkisins.