Morgunblaðið - 19.06.1953, Side 1

Morgunblaðið - 19.06.1953, Side 1
16 síður 40. árgangui 134. tbl. — Föstudagur 19. júní 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsin* Júnibylting þýzkrn verkomanno vnr vægðnrlnust bæld niður uf rússneskum skriðdrekusveitum Kommúnislastjórnin hrópuð niður af þýzkri aiþýðu Syngman erfiðuir: Hleypti út úr fernum fangabúðum í fyrrinótt Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. SEOLfL, 18. júní — Embættis- menn S. Þ. hafa látið svo um mælt, að tiltæki Syngmanns Rhees, að sleppa lausum 25 þús- undum stríðsfanga frá Norður- Kórcu, geti orðið til að sigla vopnahlésviðræðunum í strand, en aðfaranótt fimmtudags lét forsetinn opna fernar fangabúð- ir, þar sem geymdir voru and- kommúniskir fangar, er neita að hverfa heim til Norður-Kóreu. AÐEINS ÞÚSUND HANDTEKNIR Um hádegi hafði hersveitum S. Þ. tekizt að hafa hendur í hári nálega 1000 fanga að nýju. í þessum fangaveiðum höfðu þá níu fanganna verið drepnir, en 16 særzt, þar eð þeir neituðu skipun hermanna S. Þ. um að gefast upp. GERA BÖLVUN Enda þótt hermenn S. Þ. hæf- ust þegar handa, ,er kunnugt varð um tiltæki Syngmans, er ekki líklegt, að þeim takizt að Um 25 þúsund fanga leifea lausum hala og engar líkur til aS þeir náisl handtaka nema lítinn hluta þess aragrúa, sem slsppt var lausum. Yfirhershöfðingi Suður-Kóreu hefir líka tilkynnt, að hann muni beita valdi til að koma í veg fyr- ir allar tilraunir til að hand- taka fangana að nýju. Þetta furðulega tiltæki Syng- mans kom eins og reiðarslag yf- ir herstjórn S. Þ. í Kóreu. Enda þótt bandarískir hermenn reyndu að koma í veg fyrir, að fangarn- ir kæmust undan, máttu þeir sín lítils vegna vopnaskorts og liðs- fæðar. SKOÐUN EISENHOWERS OG CHURCHILLS Eisenhower, forseti, hefir í dag setið fundi með ýmsum þing- mönnum vegna þessara atburða Lítur hann þá alvarlegum aug- um. Að fundi loknum lýsti Dulles utanrikisráðherra því yfir, að bandaríska herstjórnin ætti ekki sök á þessum atburðum. Churehill vék líka að málinu í þingi í dag. Kvaðst hann bæði forviða og hryggur, en vildi ekki ræða málið rækilega, meðan frekari gögn lægju ekki fyrir. ORÐSENDING S. Þ. Herstjórn S. Þ. sendi samn- ingamönnum norðanmanna í Panmunjom bréf í kvöld. Þar var því lýst yfir, að allt yrði gert, sem unnt væri, til að fang- arnir yrðu handteknir. VILL EKKI VARNASAMNING Embættismaður í Suður- Kóreu skýrði svo frá í kvöld, að forsetinn hefði ritað Eisen- hower bréf, þar sem tilkynnt væri, að Suður-Kórea gæti ekki tekið tilboði um varna- sáttmála. BERLÍN, 18. júní — Vopnlaus verkalýður Austur- Berlínar gerði dagana 16. og 17. júní uppreisnar- tilraun gegn ofbeldisstjórn kommúnista í Austur- Þýzkalandi. Rússneskar stormsveitir, sem fluttar voru í skyndi til borgarinnar úr nágrenninu og búnar voru þungum skriðdrekum, bældu uppreisn- ina vægðarlaust niður. Rússneska hernámsstjórn- in hefur lýst yfir herlögum í borginni og hand- tökur þeirra, sem þátt tóku í uppreisninni erU hafnar. Eru hinir handteknu leiddir fyrir herrétt og er talið að fyrstu aftökurnar hafi þegar farið fram. Mótmælaaldan hefur breiðst út til annarra borga Austur-Þýzkalands. — Atburður þessi er einstæður. Sú staðreynd að vopnlausir verkamenn Berlínar skuli voga að sýna mótþróa sinn gegn lögregluríki kommúnista sýnir ljósar en nokkur annar atburður örvílnan þeirra yfir versnandi lífskjörum og kúgun undir handarjaðri kommún- ismans. * Nýtt farmgjaldshneyksli S.I.S. Hvað hefur orðið af stórgróða af leigu skipsins Perryville? S.I.S. mun ekki ætla að endurgreiða í þetta skipti! að SIS hafi orðið að sæta lakari leigukjörum vegna þess. MIKIÐ UM SKIP TIL LEIGU Til eru ýtarlegar, erlendar skýrslur um framboð olíuskipa og skipaleigur á þeim tíma, sem Perryville var tekið á leigu og benda þær allar í þá átt að þá hafi einmitt verið mikið um skip á lausum kili. Frh. á bls. 2. ÞAÐ er upplýst að SÍS hefur í s. 1. marz-mánuði útvegað Olíu- féiaginu h. f. skip til olíuflutn- inga fyrir mjög hátt verð miðað við það sem skipsleigur gerðust á þeim tíma. Bendir allt til að mismunurinn nemi allt að einni milljón íslenzkra króna og hefur SÍS cngu skilað af því fé ennþá. SIS SKYRIR FRA LEIGU E.S. PERRYVILLE SIS skýrir svo frá í skýrslu sinni til Fjárhagsráðs dags. 13. maí, að olíuskipið „Baltimore Trader“, sem flytja átti olíu til Olíufélagsins h. f., hafi lent í árekstri, sem mun hafa verið 2. marz, og hafi orðið að fá annað skip í þess stað. Um þetta segir í skýrslu SÍS: „Skip til fiutninga á hreinum olíum voru fá á lausum kili á þessum tíma. Umboðsmaðurinn komst þá í samband við Panama- félagið Union Gulf Line og tók á leigu hjá því skipið „Perry- ville“, sem hlóð fullfermi þ. 19. marz og losaði hér í apríl-byrj- un og bjargaði þannig illu á- standi. Fyrir þetta skip var kraf- izt farmgjalds skv. London Award Rate, $8.25 pr. long ton, og var gengið að því eins og á stóð. Er því ekki um neinn arð af því skipi að ræða, a. m. k. ekki til íslenzkra aðilja (sic)“. Það er auðséð á þessum um- mælum að SÍS telur raunveru- lega að farmgjaldið fyrir Perry- ville sé óeðlilega hátt og kemur því með afsakanir, sem eru í því fólgnar að Olíufélagið h. f. hafi verið að verða oliulaust og að skip til flutninga á „hreinum" olíum hafi verið fá á lausum kili á þsssum tíma. Það er að vísu rétt að lítið mun hafa verið um olíu hjá Olíufélaginu h. f. í byrj- un marz, en það má telja full- komlega upplýst að það er al- rangt að lítið hafi verið um skip til slíkra flutninga á þessum Rósturnar hófust á þriðjudag-1 inn, þegar verkamenn sem vinna að byggingu „Potempkin" hús- j anna við Stalin-stræti lögðu nið- ur vinnu og gengu í fylkingu til stjórnarráðsbygginganna. ) Upphafleg krafa verkamanna þessara var að afnumin væri til- skipun þess efnis að menn ykju • afköst sín um 10% án aukinna launa. En fregnin um kröfugöngu byggingarverkamanna barst einst og eldur í sinu um álla Austur- Berlín og þúsundir annarra verkamanna og starfsmanna við ríkisfyrirtæki lögðu niður vinnu og fylktu sér í gönguna. „LÖGREGLAN ER MEÐ YKKUR“ Mannfjöldinn, sem þátt tók i kröfugöngu þessari varð svo gíf- urlegur að lögreglulið borgarinn- ar gat við ekkert ráðið. Mörg dæmi þess sáust og að alþýðu- lögreglumenn gengu í lið með verkalýðnum og hrópuðu: „Lög- reglan er með ykkur“. Þegár fólkið sá að lögregluliðið var magnlaust gegn því, þá óx því kjarkur og kröfur voru bornar fram um að frjálsar kosningar færu fram og kommúnistastjórn- in færi frá völdum. KOMMÚNISTAR LÁTA UNDAN Þegar mannfjöldinn safnaðist í kringum stjórnarráðsbygging- arnar og ekki var annað sýnt en að hann ætlaði að beitá valdi og ráðast inn í þær, þá glúpnaði kommúnistastjórnin og lét út- varpa tilkynningu um að tilskip- un sú sem var tilefni róstanna væri afnumin. Við þessa tilkynn- ingu hægðist nokkuð um í borg- Frh. á bls. 2. tíma og fær það því ekki staðist; Lýðveldi er stofn- að í Egyptalandi Naguib fyrsli forseli þess Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB CAIRÓ, 18. júní. — í kvöld var Egyptaland lýst lýðveldi og Naguib, sem stóð fyrir stjórnlagarofinu í júlí í fyrra, verður fyrsti forseti þess og jafnframt forsætisráðherra. Gefin var út tilkynning um þetta, er Naguib hafði boðað endur- skipan ríkisstjórnarinnar, með því að í henni fengu 3 nýir ráð- herrar sæti. Voru þeir áður í byltingarráðinu svokallaða, sem sett var á laggirnar í fyrrasumar, er Farúk hafði verið velt úr sessi. Þannig verður Hakim Amer hermálaráðherra og tekur við því embætti af Naguib. Abdel NasseV verður innanríkisráðherra og Salah Salin verður trúmálaráðherra. FYRSTA AFIMAN BERLÍN, 18. júní. — Aust- ur þýzka útvarpið las í dag upp tilkynningu frá rúss- nesku hernámnstjórninni þess efnis, að nokkru eftir hádegi hefði Willi Göttling, búsettur í Vestur Berlín, verið skotinn af rússneskri aftökusveit. Göttling var handtekinn snemma í morg- un, leiddur fyrir herrétt, dæmdur og skotinn allt á sama degi. Eftir að vestur-þýzkar útvarpsstöðvar höfðu skýrt frá frétt þessari-, var þýzki fáninn dregin hvarvetna í hálfa stöng í Vestur Ber- lín og Vestur Þýzkalandi. í tilkynningu Rússa var sagt að Willi hefði verið fundinn sekur um áróðurs- starfsemi og að hafa tekið þátt í uppreisnartilraun gegn austur-þýzku stjórn- inni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.