Morgunblaðið - 19.06.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1953, Blaðsíða 10
10 MORGXJTSBLAÐ1Ð Föstudagur 19. júní 1953 Holldém Fétnrsááltii 17. júní hátíðahöldin Hinningsrcrg GAGNMERK sæmdarkona, Hall- dóra Pétursdóttir í Laugarholti 1 Bæjarsveit er í dag til moldar borin á Hvanneyri. Hún lézt 10. þ. m. Halldóra var fædd 12. des. 1867. Var hún því á sjötta ári hins níunda tugar er hún lézt. Hún var fædd í Grund í Skorradal, dóttir Péturs Þorsteinssonar bónda þar og konu hans, Krist- ípar Vigfúsdóttur. Bjuggu for- eldrar Halldóru lengi á Grund við’landskunna rausn og mynd- arbrag. Áttu þau hjón fjölda barna. Voru þau Grundarsyst- kini öll gjörfuleg og var jafnan viðbrugðið manndómi þeirra dugnaði og atorkusemi í hví- vetna. Að þeim systkinum standa traustar ættir. Eiga þau margt afkomenda er unnið hafa með dugnaði og kostgæfni að menn- ingar- og framfaramálum Borg- arfjarðarhéraðs. Eru nú ekki eft- ir á lífi nema tvær systur af hinum mörgu Grundarsystkin- uqi. Halldóra ólst upp með for- eldrum sínum á Grund og dvaldi þar' þangað til hún giftist Svein- birpi Bjarnasyni frá Stórabotni árið 1899. Sveinbjörn var frábær atorku- maður. Hann bar snemma af öðrum ungum mönnum um fjör, áhuga og dugnað við hverskonar störf á sjó og landi. Hafði hann, áður en hann fór að búa, af dugnaði sínum, útsjónarsemi og ráðdeild komið sér upp góðum bústofni er hann átti í fóðrum víðsvegar. Þau Halldóra og Sveinbjörn reistu bú í Efstabæ í Skorradal og, bjuggu þar æ síðan meðan Sveinbjörn lifði, en hann lézt árið 1921. Eftir lát manns síns hélt Halldóra áfram búskap um átta ára skeið, lengst af í Efstabæ. Eins og fyrr segir voru þau Sveinbjörn og Halldóra svo vel á vegi stödd fjárhagslega er þau létu af búskap, að þau hefðu getað valið úr jörðum í lágsveit- um-; Borgarfjarðar, er lágu vel við, samgöngum, eftir því sem þá ,var um að gera. En við þær aðstæður hafði Halldóra alizt upp. En þau völdu ekki þann kost. Efstibær er á byggðarenda frepnst í Skorradal. Þar er land- rými mikið, víðáttumikil heiða- lönd, gott undir bú, kjarnabeit að vetrarlagi, töðu ígildi, þegar niðri nær. Erfitt var um hey- öflun í Efstabæ er þau Halldóra og Sveinbjörg fluttu þangað. Túnið lítið, heiðaslægjur að mestu. Heybandsvegur langur og torsóttur. Það krefst mikillar ár- vekni dugnaðar og forsjár að reka búskap við þessar aðstæð- ur. En þeir erfiðleildar, sem þarna var við að etja, uxu hinum Ungu hjónum ekki í augum. Þau voru þess fullviss, að með þeirri ákvörðun, sem þau höfðu tekið, reistu þau sér ekki hurðarás um öxl. Þarna var verkefni, sem var við þeirra hæfi. Um þetta urðu þau sannspá. Hagur þeirra blómgaðist vel í Efstabæ. Þau kunnu á því tök að notfæra sér þau náttúrugæði, sem. þarna voru fyrir hendi. Stórt bú og gagn- samt varð brátt ávöxtur iðju þeirra, forsjá og fyrirhyggju. Sveinbjörn varð skjótt gróin í heyjum. Hinum hyggna bónda var Ijós nauðsyn þess að kom- ast undir heyfyrningar, slíkur varasjóður veitti öryggi fyrir misferli þótt jarðbönn og harð- indi sæktu hann heim. Eigi var atorka þeirra Efstabæjarhjóna minni við umbætur á jörðinni, en í sjálfum öúrekstrinum. — Reistu þau á fáum árum öll hús frá grunni, sléttuðu og færðu út túnið. Hinn mikli upp- gangur þeirra Efstabæjarhjóna og umbótaafrek í hinni af- skekktu dalabyggð sýnir, hve samstilltur vilji samfara forsjá og fynrhyggju má sín mikils og hve auðsótt það er að hagnýta náttúrugæði lands vors þegar lagst er á sveifina svo sem hér var gert. Og því er á þetta minnst, að það er mjög lærdóms- ríkt og til mikillar hvatningar og uppörfunar því unga fólki í sveit og við sjó, sem hugieiðir að taka þátt í hinu nýja land- námi, sem nú er hafið í sveitum lands vors. Hin mikla manndómskona, sem nú hefir endað æfiskeið sitt í hárri elli var frábær húsmóðir. Heimili sínu stjórnaði hún ávallt með hinum mesta myndarbrag og skörungsskap. Hún. var kona mjög reglusöm. Mátti þar ekk- ert úr skorðum ganga. Hver hlut- ur varð að vera á sínum stað. Hún vakti ávallt yfir velferð allra á heimilinu, jafnt þeirra, sem vandalausir voru og hinna vandabundnu, enda voru þau hjónin mjög hjúasæl. Eigi getur meiri greiðasemi og gestrisni en þeirrar, sem gestir og gangandi áttu að mæta í Efstabæ. Halldóra bar aldurinn vel til síðustu stundar. Eftir að hún fluttist frá Efstabæ var hún um skeið í Langholti. En síðustu ár æfi sinnar dvaldi hún hjá dótt- ur sinni, Jórunni, og tengdasyni, Birni Blöndal, bónda í Laugar- holti. Onnur börn Halldóru eru: Kristín húsfreyja í Bæ, gift Guð- brandi Þórmundssyni bónda þar, og Þorgeir leikfimiskennari, for- stjóri Sundhallar Reykjavíkur- bæjar. Hann var kvæntur Berg- þóru Davíðsdóttur, ættaðri úr Eyjafjarðarsýslu, en hún lézt fyr ir ári síðan. Með Halldóru frá Efstabæ er til moldar gengin mikil mann- kostakona og dugnaðarforkur. Lífsstarf henar er skýrt dær\i þess hve hljóðlátt starf sveita- konunnar megnar mikils til þess að bæta lífsskilyrði þjóðarinnar og auka hagsæld landi voru. Pétur Ottesen. G/tFA FVLGSR r.rúlofunarhring anum frá "úgnrþór Rafnarstræti 4 — Sendir gegr ■óstk röfu. — lendið ná- tvæmt mál. — A BF.7.T 40 4VCLÝS4 A " I MORGTJVl*L.**tlWV " ............ ....................••••»•■•••............. ■ Að gefitu tilefni ■ ítrekast hér með að sandtaka á Njarðvíkurfitjum er I stranglega bönnuð án leyfis. ■ j Eggert Jónsson db. ■ • Innri-Njarðvík. [MmmmmaMBmBmmBuwmwmmmBmwwmamwwwwmmmwnaBmmmmamMmmwmwmmm-mBMMmmammmwmw Framhald af bls. 6 hindra frekari yfirgang. Atlants- nafsbandalagið er eitt slíkt varn- arbandalag, sem var stofnað af brýnni nauðsyn. Vér íslendingar gerðumst aðilar að því, enda meginhluti þjóðarinnar því fylgj- andi þar sem vitað er að hlut- teysi það sem vér, eins og fleiri smáþjóðir treystum áður, er einskisvirði þar sem einræðisriki eiga hlut að máli. VÍGVÉLAVALD FÆR AÐEINS STAÐIZT UH STUND Nú virðist vera um stefnu- breytingu að ræða hjá forustu- ríki einræðisþjóðanna, hvort sem pað er aðeins að yfirvarpi, eða Jýpri rök liggi til. Engin þjóð mun fagna því innilegar, en vér íslendingar, ef stefnir til friðar og öryggis. Látum'oss vona að svo verði. — En þá er hér eitt glöggt dæmi um það, að yfir- gangur einræðisríkja og einræð- isherra verður aldrei sigraður nema með nægilegri einbeitni — nægulegu valdi. Sé nú um raun verulega stefnubreytingu að ræða, er hún fram komin vegna bandalags lýðræðisríkjanna, vegna þeirra öflugu hervarna, er þær hafa komið á. Lýðræðisöfl heimsins hafa lagt hnefa svo mikinn á borðið fyrir framan ein- ræðisöflin, að hann heftir frekju þeirra og yfirgang. Fyrir og í síðustu heimsstyrjöld sáum við stórveldi nazismans hefjast, grátt fyrir járnum, og læsa heljarklóm ’um hvert nágrannaríkið af öðru. JVIannréttindum, föðurlandi, fé og fjörvi voru þeir sviptir án misk- unnar, sem voru á annarri skoð- un en hinir nýju drottnarar, og í engu hinna undirokuðu lar.da skorti heimamenn, sem gengu til liðs við aðkomumenn, veittu þeim vitneskju um þá, er voru andvígir hinni erlendu yfirstjórn og notuðu tækifærið til að ryðja úr vegi mönnum, sem þeim af einhverjum ástæðum var illa við. Valdið, grimmdin og miskunnar- leysið virtist sezt, að ríkjum til langframa í sumum helztu menn- ingarlöndum heims. En ósigur nazismans, hins mikla vígvéla- valds, sýndi svo glöggt, að engum á síðan að dyljast, að vald, sem byggir á vopnum, ófrelsi og kúg- un, fær ekki staðizt nema um stund. Slíkt er eins og að ætla að stífla straumþungt fljót. För þess verður heft um sinn, en að lok- um brýzt það fram og fellur í hafið á ný. OFBELDI OG YFIRGANGUR ER ÓSIGRI OG DAUÐA VÍGT Við lok síðari heimsstyrjaldar- innar sameinuðust flestar þjóðir heimsins, í einni stofnun, er fjalla skyldi um og reyna að leysa á grundvelli skilnings og sann- girni vandamál, er upp kynnu gð koma og tryggja á þann hátt frið og öryggi allra þjóða. En viðsjár og vopnabrak hefur samt sem áð- ur farið sívaxandi. ísland mun ávallt stand.a þar í hópi sem mannréttindi, lýðræði, frelsi þjóða og öryggi einstaklinga er viðurkennt í orði og verki. Vér trúum því að ofbeldi og yfir- gangur sé ósigri og dauða vígt, hverjir sem því beita. Þið munið eftir listaverki Ein- ars Jónssonar, DÖGUN. Tröll hefur rænt stúlku og heldur með hana áleiðis til hellis síns. Sólin kemur upp áður en tröllið nær hellinum. Það steinrennur um leið og það kreppir hnefana móti rísandi sól, og drættir heiftar og haturs stirðna í andlitinu, en stúlkan reynir að smjúga úr heljargreipunum. Listamaðurinn lætur hinsvegar ósagt hvort henni muni takast það eða ekki. Sú hönd, sem fyrir síðustu styrjöld greip föstustu nátttrölls- taki um frelsi.og mannréttindi, er stirnuð. Svipaðar krumlur eru enn á lofti. Vér eigum allt undir því, eins og aðrar smáþjóðir, að hver hönd, sem seilist til ofbeld- is og friðspjalla, steinrenni. . LYDVELDIÐ NIU ARA ! í dag eru liðin níu úr síðan lýð- veldi var stofnað af nýju á Þing- velli við Öxará. Þann atburð þráðu íslendingar öldum saman. Kynslóð eftir kynslóð unnu beztu menn þjóðarinnar, skáld, stjórn- málamenn og aðrir. að því að sá draumur mætti rætast. Nú hvílir | varðveizla fengins frelsis í hönd- um sjálfra vor, æskunnar og j framtíðarinnar. Ungu stúdentar, sem í dag gangið vonglaðir frá skólabekknum, sumir til frekara | náms, en aðrir til daglegra starfa 1 i annríki þjóðlífsins, ég óska ‘ ykkur gæfu og gengis. Þjóðin i væntir mikils af ykkur. Hafið að | leiðarljósi starf þess manns, sem 1 okkur er sérstaklega hugstæður i í dag. Án efa eru í ykkar hópi 1 menn og konur, sem örlög þessa . lands verða falin á úrslitastund- um. Ef til vill eru meðal ykkar jafnokar Jóns Sigurðssonar þeg- ar skyldan við ættjörðina kallar. Berið merki hans óflekkað um ykkar tíð og skilið því þannig í hendur framtíðarinnar. Góðir Islendingar! Hvorki ein- staklingar né þjóðir komast hjá mannraunum og háska, en mestu skiptir, hvernig við örðugleikun- um er snúizt. Vér tökum hvert um sig undir með skáldinu sem segir: „Ég trúi því íslands, að hugur óg hönd og hreystin og kjarkurinn vinni“. —★— SÍÐDEGISSKEMMTANIRNAR Mannþröngin á Austurvelli, sem var mjög mikil, tvístraðist nú. Á íþróttavellinum fór fram íþróttakeppni sem skýrt er frá á öðrum stað. — Á Arnarhóli fór fram barnaskemmtun, sem hið vinsæla dægurlagatónskáld Sig- fús Halldórsson stjórnaði. Tókst sú skemmtun mjög vel, og má þakka það Sigfúsi. Þar sagði séra Sr. Friðrik talar við börnin. Friðrik Friðriksson nokkur orð við börnin. Hann hvatti þau til þess að verða landi sínu og þjóð til gagns og sóma. Var séra Frið- rik hylltur innilega af mann- fjöldanum, sem stóð á Arnarhóli. Suður í skemmtigarði Tivoli var og margt um manninn síðdegis. UM KVOLDIÐ Kvöldsólar naut ekki, er kvöld- skemmtun þjóðhátíðarinnar hófst á Arnarhóli, með' leik Lúðra- sveitar Reykjavíkur, en því næst var hátíðin sett af formanni þjóð- hátíðardagsnefndar, Þór Sand- holt. — Við feikna hrifningu mannfjöldans sungu óperusöngv- ararnir Guðmundur Jónsson og Einar Kristjánsson, svo og hin sænska óperusöngkona, Hjördís Schymberg. — Borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen flutti af- bragðs ræðu um tunguna og verndun hennar. Er ræða borgar- stjóra birt á bls. 6. Þjóðkórinn söng nokkur lög og var vel tekið undir hjá dr. Páli ísólfssyni, sem að vanda stjórnaði þessum ágæta kór. — Að lokum var svo dans stiginn á Lækjartorgi, í Lækjar- götu og á Hótel íslandslóðinni, — þar til kl. 2 um nóttina, að dans- stjórinn á Lækjartorgi, Erlendur Ó. Pétursson, sleit kvöldskemmt- uninni með því að biðja nær- stadda að hylla höfuðborgina með húrrahrópi. — Hátíðahöld dagsins höfðu farið vel fram, en er hér var komið tóku sumir samkomugestirnir að gerast all ölir. ★ Um morguninn fór forseti ISI, Benedikt G. Waage, ásamt stjórn sambandsins upp í Kirkjugarð og lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Einnig var bar lagður blómsveigur frá bæjar- stjórn Reykjavíkur. Aðalfundi Tann- læknafélagsins lokið SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldinn hér í bænum aðalfund- ur Tannlæknafélags íslands. Að loknum aðalfundarstörfum flutti dr. odont. Ulf Posselt frá tannlæknaskólanum í Málmey í Svíþjóð, erindi um tilhögun kennslu í skólanum, en sá skóli er einn nýjasti og fullkomnasti tannlæknaskóli í Evrópu og þó víðar væri leitað. Geta má þess m. a. að gólfflötur skólabygging- arinnar er 18.000 fermetrar. — Öll skilyrði til vísindaiðkana á sviði tannlæknavísinda eru þar hin ákjósanlegustu. Á sunnudaginn og mánudaginn hélt doktorinn námskeið fyrii tannlækna í Háskólanum, og fjallaði það um sjúkdóma i kjálkaliðnum og aðgerðir á þeim. Á þessum aðalfundi voru tekn- ir í félagið fjórir tannlæknar, sem námi luku nú í vor við tannlæknadeild Háskólans. — 1 stjórn Tannlæknafélagsins voru kosnir: Björn Br. Björnsson for- maður, sem var endurkosinn, Jón Kr. Hafstein ritari, einnig end- urkosinn og þá var gjaldkerinn endurkosinn, en það er Rafn Jónsson. — Meðstjórnendur voru kosnir þeir Skúli Hansen og Við- ar Pétursson. VöriDgeymsla Upphituð vörugeymsla óskast nú þegar. — Margskonar húsnæði getur komið til greina. Upplýsingar í síma 1067 eða 81438. PRJONAGARN Nýkomnir margir litir. Sérstaklega gott fyrir handprjón. VERZLUNIN VARÐAN Laugaveg 60. — Sími 82031.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.