Morgunblaðið - 19.06.1953, Side 11

Morgunblaðið - 19.06.1953, Side 11
Föstudagur 19. júní 1953 MORGUNBLAÐIÐ 11 Helmsókn vestur-skaftfellskra kvenna FYRIR NOKKRU voru staddar hér í bænum um 20 konur aust- an úr Kirkjubæjar- og Hörgs- landshreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þær voru á þriggja daga skemmtiferð saman, höfðu kom- ið til Reykjavíkur um kl. 5 dag- inn áður og^ lögðu aftur af stað austur á sunnudagsmorguninn. — Þessi heimsókn skaftfellsku kvennanna til höfuðborgarinnar var skipulögð og kostuð af Verzl- unarfélag Vestur-Skaftfeilinga, en það hefur útibú að Hörgs- landi. Á laugardaginn heimsóttu þær söfnin, Lista- og Þjóðminjasafn- ið, og nutu þar leiðsagnar Gísla Gestssonar og sátu síðan kaffi- drykkju í Sjálfstæðish. í boði Morgunblaðsins. Voru þar einnig mættar allmargar reykvískar konur til að heilsa hinum gest- komandi húsfreyjum og bjóða þær velkomnar — reyndar kveðja þær og óska þeim góðrar heimferðar í senn, þar eð skaft- fellsku konurnar voru á förum heim morguninn eftir eins og áður er sagt. Það er alltaf skemmtilegt að hitta fólk úr fjarlægum byggð- um og fræðast, þótt ekki sé nema lítið, eitt um hagi þess og lifnað- arháttu. Skaftafellssýslurnar hafa líka löngum verið meðal þeirra lands- hluta, sem búið hafa við mesta einangrun, sökum erfiðra sam- gangna og náttúruskilyrða. Fólk hefur jafnvel imyndað sér, að þær væru um margt eins og ann- ar heimur sveipaður nokkurs konar ævintýrablæ. Sérstaklega hefur þetta þó átt við um Aust- ur-Skaftafellssýsluna — einkum Öræfin. En þar eins og annars staðar á íslandi er þessi einangr- un gamla tímans æ meir að hverfa úr sögunni með hinum stórbættu samgöngum síðustu ára. Ég átti stutt samtal við nokkr- ar af skaftfellsku konunum og spurði þær frétta að austan og af ferðalagi þeirra. Ein þeirra var frú Pála Katrín Einarsdóttir, sem á heima að Hörgslandi á Síðu, og starfar við útibú verzl- unarfélagsins þar, en lengst af hefur hún fengizt við búskap. — Hafið þið konurnar allar komið hingað til Reykjavíkur áður? spyr ég frú Pálu. EINANGRUNIN ÚR SÖGUNNI — Flestar okkar, einu sinni eða oftar. Hinar góðu samgöngur nú í seinni tíð, nýjar brýr og vegir hafa gert stórum auðveld- ara um öll ferðalög, svo að sveit okkar er í rauninni alls ekkert einangruð lengur. — Er sama máli að gegna á veturna? — Já, svo má segja. Póstferð- um er t. d. haldið uppi vikulega allan veturinn og féll ekki niður ein einasta ferð allan s.l. vetur. Er það reyndar svo að segja eins- dæmi, þ. e. veturinn var sérstak- lega mildur og hagstæður að því er snerti veðurfarið. Á sumrin eru ferðir flesta daga vikunnar á miRi Síðunnar og Reykjavíkur, annaðhvort bílferðir eða flug- ferðir að Kirkjubæjarklaustri. I»ÖRF Á FLEIRI GISTIHÚSUM — Og mikið um ferðafólk á sumrin — er það ekki? — Jú, töluvert, oft á tíðum koma stórir hópar, sem biðjast gistingar í eina eða fleiri nætur og er slíkt ærin viðbót fyrir hús- mæður á sveitabæjunúm um há- sláttinn. Gistihúsið á Kirkjubæj- arklaustri hrekkur skammt til að fullnægja þörfum ferðafólks- ins og væri nauðsynlegt að bæta úr gistihúsaskortinum til hag- ræðis fyrir alla aðila. — Er ekki töluvert þéttbýlt þarna á Síðunni, og góðir land- kostir? — Á sjálfri Síðunni eru um 18 jarðir, margar þeirra góðar bújarðir. Mikið hefur verið unn- ið þar að framræslu og rækt- fil höfuðborgarinnar „Við höfum allar haff óblaridna áitægju af ferðalaginu seg ja komcmar“ Sigrún Jónsdóttir un að undanförnu og notkun landbúnaðarvéla fer stöðugt í vöxt. UNGMENNAFÉLAGH) BEITIR SÉR FYRIR SKÓGRÆKT I — Hafið þið einnig tekið til við skógrækt? — Hingað til hefur verið frem- ur Htið um það, en ungmenna- félagið í Hörgslandshreppi, „Óð-j inn“ tók sig þó til í fyrra, reisti skógargirðingu og gróðursetti um J 1—200 trjáplöntur og svipaðanj fjölda nú í vor. Vonumst við til að þarna grói upp í framtíðinni fallegur skógarreitur — í stað- inn fyrir hin uppblásnu moldar- rof, sem eru þar nú. — Lítur sæmilega út með gras- sprettu þarna fyrir austan hjá ykkur? — Já, allsæmilega nú orðið, annars kom mikill afturkippur í allan gróður við kuldakastið, sem kom í maí, en hann hefur náð sér á strik aftur síðan væturnar komu og veðrið hlýnaði. ÓBLANDIN ÁNÆGJA AF FERÐALAGINU — Og þið konurnar hafið skemmt ykkur vel í ferðinni? Ef til vill hafið þið farið helzt til hratt yfir til að njóta hennar eins vel og skyldi? — Við höfum allar haft ó- blandna ánægju af íerðalaginu. Ekki sízt vorum við hrifnar af að koma í Þjóðleikhúsið, en þangað fórum við sama kvöldið og við komum í bæinn og sáum „La Traviata". Aðeins ein okkar hafði komið þar áður, svo að þarna sáum við sannarlega nokk- uð nýtt og merkilegt. Einnig er heimsóknin í Þjóð- minjasafnið okkur ógleymanleg. Á heimleiðinni á morgun mun- um við koma við á Þingvöllum og Skógaskóla. Eru nokkrar kon- ur í hópnum, sem aldrei hafa komið að Þingvöllum áður. ERFITT AÐ HALDA UPPI FJÖRUGU FÉLAGSLÍFI — Hvernig er annars félags- og skemmtanalífið hjá ykkur á Síðunni? — Hafið þið þar kven- félög á hverju strái? — Það væri nú heldur mikið sagt. Það er sama sagan hjá okk- ur og víðast í sveitum landsins, að erfitt er að halda uppi fjör- ugu félagslífi vegna mannfæðar- innar. Annars höfum við kven- félagsformanninn okkar hér á meðal okkar. Hún heitir Sigrún Jónsdóttir og á heima í Prest- bakkakoti, í Hcjrgslandshreppi á Síðu. Hún getur sagt yður allt um kvenfélagsstarfsemina. — Það eru nú engin ósköp að segja, segir frú Sigrún. — Eins og Pála sagði áðan, þá er ekki auðvelt að halda uppi fjölbreyttu Karítas Pétursdóttir félagsstarfi í fámennri sveit. En' það er þó alla dagana nafnið, þótt ekki sé annað — „Hvöt“,! heitir það, kvenfélagið ókkar og félagskonur eru 25. HÖFUM SAUMAKLÚBB í SVEITINNI — Og er samkomuhús í hreppn um? — Nei, sérstakt samkomuhús höfum við því miður ekki, en samkomur hreppsins eru haldnar í skólahúsinu í Múlakoti. Aðal- skemmtun ársins er venjulega um jólaleytið og gengst kvenfé- lagið fyrir henni; reynum við að gera hana eins fjölbreytta og efni okkar og ástæður eru til. — Svo að þið verðið að vera þess hugkvæmari að finna ykkur tómstundaverkefni heima fyrir,1 úr því að svo sjaldan gefst tæki- | færi til að skemmta sér utan heimilisins? I — Já, það verður alltaf eitt-! hvað með tímann að gera. Við hlustum á útvarpið, lesum -— nú, og svo er það þéttbýlt hjá okkur á Síðunni, að við höfum stofnað með okkur saumaklúbb og kom- um saman öðru hvoru með handa vinnuna okkar á bæjunum til skiptis og svo til að rabba saman um leið um landsins gagn og nauðsynjar. Ég er t. d. ekki nema 10 mínútur að skreppa á næsta bæ, þar sem ein systir mín býr búi sínu, svo að þar er ekki um neinar þingmannaleiðir að ræða. ROKKURINN HEFUR ÞOKAÐ FYRIR SPUNAVÉLINNI — Fáizt þið við tóvinnu á vet- urna? — Rokkurinn er víðast til, en lítið snertur nú orðið. Hins vegar á kvenfélagið prjónavél, sem gengið hefur á milli heimilanna og einnig spunavél, sem er jafn- an á sama staðnum, en allar kon- ur sveitarinnar eiga þar aðgang að henni. — Er sæmilega auðvelt um að- drætti til heimiianna — nóg af vörum þarna við hendina? —. Já, við höfum allar nauð- synjavörur eftir þörfum. Kaup- félag er starfandi á Kirkjubæj- arklaustri og mikil bót er að hinu nýstofnaða útibúi Verzlun- arfélags Skaftfellinga að Hörgs- landi. Það keyrir hálfsmánaðar- lega vörum eftir pöntunum heim á bæina. LÍTIÐ UM HESTA — Ferðizt þið ekki alltaf dá- lítið á hestum, þrátt fyrir alla nýju vegina og bílasamgöngurn- ar? — Nei. það er hverfandi lítið. Það er eins og fólkið hafi sig ekki upp í að fara á hestbak, síðan það komst upp á að nota bílana. Okk- ur fannst athyglisvert, hve mörgu ríðandi fólki við mættum Pála Katrín Einarsdóttir á leiðinni hingað, er við nálguð- umst Reykjavík, þeysandi á fyr- irtaks gæðingum — slík sjón er ekki algeng austur í Skaftafells- sýslu. REYKVÍKINGLR, „í HÚÐ OG HÁR“ Svo er hér þriðja konan úr hópnum, sem hefur dálítið sér- staka sögu að segja. Hún er nefni lega í rauninni jafnmikill Reyk- víkingur „í húð og hár“ eins og hinar tvær eru „Skaftfeliingar í húð og hár“. Þetta er kornung kona, Karitas Pétursdóttir heitir hún, fædd o guppalin í Reykja- vík, en giftist fyrir nokkrum ár- um skaftfellskum bóndasyni austan úr Landbroti og nú eru þau að brjótast í að reisa nýbýli rétt y,ið föðurleifð hans, Arnar- dranga. Karitas er full áhuga á nýbýlinu sínu og búskapnum. — Þau hjónin eiga þrjú börn. FESTI TRYGGÐ VIÐ SKAFTAFELLSSÝSLURNAR — Mér hefur alltaf þótt dá- samlegt að vera í sveit, segir Karitas. Frá 10—15 ára aldurs dvaldist ég alltaf á sumrin aust- ur í Öræfum og kunni prýðilega við mig þar. Ef til vill hef ég eins og ósjálfrátt á þeim árum fest tryggð við Skaftafellssýsl- urnar, sem enzt hefur alla tíð síðan. •— Hvenær fluttuð þér austúr í Landbrotið? — Alfarinn fluttist ég ekki fyrr en núna í vetur. Og ,yður óar ekkert við því að hverfa alfarin frá Reykjavík og steypa yður út í sveitabú- skapinn? — Nei, ekki hið minnsta. Mér finnst miklu meira öryggi í því að vera búsett í sveit en kaup- stað, það er að vísu meira að gera þar, verksviðið stærra og störfin fleiri og fjölbreyttari, eh samt sem áður er eins og Hfið sé þar að ýmsu leyti hægara, og um leið innihaldsmeira. HLAKKA HEILMIKIÐ TIL A» BYRJA AÐ BÚA — Hvað á nýbýlið ykkar að heita? — Það er nú ekki einu sinni' svo langt komið, að við hcfum alveg ákveðið það enn, en við vinnum samt af kappi að því að koma því upp sem fyrst. Rækt- unarskilyrði eru þarna ágæt, ný- búið að virkja Jónskvíslina, á, sem rennur þar skammt frá, svo að við munum hafa nóg rafmagn og er það út af fyrir sig mikið tilhlökkunarefni. — Sem sagt — þá hlakka ég, allra hluta vegná heilmikið til að byrja að búa. ★ Ég þakka skaftfellsku húsfreyj unum þremur fyrir ánægjulegt samtal og óska þeim og sarn- ferðakonum þeirra góðrar heim- ferðar og alls hins bezta í bú- skapnum á komandi sumri og áfram um ókomna daga. Þccr biðja mig að koma á framfæri sínu innilegasta þakklæti til þeirra, sem frumkvæðið áttu að þessari ánægjulegu og ógleym- anlegu för, til Verzlunarféiags V-Skaftfellinga og útibússtjórans að Hörgslandi, Ragnar Jónsson ar. Einnig til fararstjóranna tveggja, þeirra Jónasar Gíslasch- ar prests í Vík og Ólafs Jónsscn- ar verzlunarmanns á sama stað. „Við errnn allar þakklátari eh! orð fá lýst fyrir allt það, sem gert hefur verið fyrir okkur í- þessari ljómandi ferð — segjá konurnar að lokum — og við höldum heim fullar af nýjuiif* krafti og endurnærðar eftir upþ- lyftinguna". sib, :i Stráið VIM á rakan klút og eftir fljóta yfirferð verða veggflísar og allt tréverk glansandi fagurt. VIM rispar ekki. Notið VIM á potta og pönnur — til allrar hreinsunar. hreinsar allt fíjótt o» vel. X • V 490/1-151 A LEVER PRODUCX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.