Morgunblaðið - 19.06.1953, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.06.1953, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 19. júní 1953 r JULIA GREER SKÁLDSAGA eftir dorotheu cornwell Framhaldssagan 34 aði hann vandlega af með fingr- inum. . Svo starði hún á hnakkann á lyftudrengnum. Það var auðséð að hann hafði nýlega verið hjá rakara. Hann opnaði lyftudyrnar. ,,Hér er yðar hæð, ungfrú Carter“. Hún- brosti til hans. Þegar hún gekk inn ganginn tók hún eftir númerunum á hurðunum. Númer 303, frú Raeding, hugsaði hún. Hún átti son í hernum. Einkason. t»au höfðu aldrei verið aðskilin 'áður. Hann skrifaði heim til henn ar: „Hér er gott að vera, mamma. Mér líkar vel lífið í hermanna- búöunum“. Truda vissi að móðir hans grét yfir hverju bréfi og kreisti vasaklútinn á milli búst- inna velhirtra handanna. Númer 306. Hér býr herra Joel Macauley. Hann sefur til klukk- an þrjú, rakar sig og les blöðin. Borðar miðdegisverð klukkan sjö í matsalnum niðri og eys út drykkjupeningum. Svo gengur hann út á götuna og fær sér hress ingu á einhverjum barnum. Hr. Macaulay vill hafa margmenni í ktihg úm sig þegar hann drekk- ur koníakið sitt. Eftir þriðja glasið nær hann sér í stúlku. Ég hef séð starfsaðferðir hans oftar én einu sinni. Öruggur eins og syfjaður haukur. Sljó augun meta og vega og ákveða. Hann yrkir ljóð og geymir þau í stíla- bók með lás eins og skólatelpa ctagbókina sína. Hann vill gjarn- an að ég lesi kvæðin hans. Númer 309. Hér býr ung stúlka. Hún opnaði dyrnar og gekk inn. Lokaði á eftir sér og hallaði sér upp að hurðinni. Lítil konfekt- askja stóð á borðinu. Hún lagði kökuna frá sér og lyfti lokinu. Nýja herbergisþernan hefur heim sótt kassann minn aftur, sagði hún við sjálfa sig. Og henni þykir líka bezt stykkin með kreminu. Nú eru bara karamellur eftir og þ'ser-vii ég ekki. Henni fannst eins og einhver rödd sagði þetta greinilega inni í höfðinu á henni. Hún smellti í góm og lagði lokið gftur á konfektöskjuna. Hún opnaði ritvélina og sett- ist við vinnuborðið milli glugg- anna. Tjöldin voru hálfdregin fyrir en að utan heyrðist lágur ómur af umferðinni á götunni. Eg skrifa greinina hérna, hugs- aði hún. Ég borga sannarlega nóg fyrir þetta herbergi til þess að geta notað það fyrir vinnustað. Það er engin ástæða til að fara ftiður á skrifstofuna bara ti! að skrifa nokkur orð um brúðkaup. Ég fer heldur ekki þangað á morgun, hugsaði hún. Ég vil kom áSt hjá því að sjá öll andlitin ,sem horfa spyrjandi á mig og íull eftirvæntingar. Glaðværu glettnisorðin sitja föst í hálsihum í ‘á mér. Hún dró stólinn fjær borð inu og hagræddi fótunum. Hvað var það sem vélritunar- kennslukonan hafði sagt? „Stúlk- ur, fæturna saman á gólfinu, og slólinn fast að borðinu. Þegar ykkur er lesið fyrir, verðið þið að gæta þess að fæturnir standi á Jgófinu“. Óartuga röddin inni í -höfðinu á henni bætti við: Þið imegið fyrir alla muni ekki örfa ýskrifstofustjórann til að horfa á ,/íæturna. Hann horfði á granna fingurna á ritvélaborðinu. Liðuga fing- urna. Hún lét þá dansa glaðlega eftir stöfunum og teygði úr litlu fingrunum, þegar röðin kom að þeim. Þetta er eins og stúlkur í ballett .. allt í einu stöðvaði hún fingurna og horfði á það sem hún hafði skrifað: í gær klukkan fjögur eftir há- •degi voru gefin saman í hjóna- band Júlía Anne Greer og Michael L. Walton heima hjá sóknarprestinum í Sherryville. Brúðurin var klædd hvítum kjól. Hvað skyldi þetta L. tákna? Lester. Lewis. Luke. Henni fannst ekkert nafnið eiga við Mike. Þetta var sennilega fjölskyldu- nafn. Vígsluna annaðist sr. Claude Endicott. Ungfrú Gertrude Cárt- 1 er, fréttaritari hjá New York Record“ var eina brúðarmeyj- an....“ Hún reif bréfið úr vélinni, fleygði því á gólfið og byrjaði á nýjan leik. Aftur stöðvuðust fing urnir á ritvélaborðinu. „Mike“, sagði hún upphátt og rödd henn- ar hljómaði undarlega í eyrum hennar. Hlýr andblær bærði til gluggatjöldin inn í stofuna og út um gluggann aftur og hann tók nafnið með sér. Nokkru síðar kom hún niður í anddyrið með lokað umslag í hendinni. Hún hafði klætt sig í rauðan stuttjakka og sett á sig lít inn hatt. Þá tók hún eftir því að hún hafði gleymt hönzkunum. „Viljið þér biðja sendisvein að hlaupa yfir á skrifstofuna fyrir mig með þetta bréf“, sagði hún við manninn við afgreiðsluborð- ið. Biljið hann að segja við vakt- ina að ég vilji gjarna að greinin komi efst á síðuna. Nei, bíðið við. Það er víst betra að ég skrifi það“ Hún tók penna sem lá á borðinu og skrifaði en bókstafirnir urðu ljótir og illa læsilegir. Loks-gafst hún upp og sagði: „Það er víst betra að ég hringi“. Svo flýtti hún sér fram hjá dyraverðinu, eins og hún væri hrædd um að koma of seint á stefnumót. Það var mollulegt úti fyrir á Fimmtu götu. Einstaka maður snéri sér við og horfði á eftir henni. Vítt pilsið og hælaháir skórnir áttu tæplega við göngu- ferð á júníkvöldinu. Hún lét eins og hún sæi ekki þótt horft væri á hana. Hún gekk áfram upp göt- una í eina klukkustund og fjöru- tíu og fimm mínútur, eftir úrinu hennar að dæma og til baka aftur. Norður eftir að safnhúsinú og suður að bókasafnsbyggingunni. Þar nam hún staðar og starði upp á steinljónin sem stóðu sitt hvoru megin við innganginn. Fyrir tveim árum hafði hún séð þess- um ljónum bregða fyrir í gegn um bílrúðu. Það hafði rignt þá nótt. Loftið í bílnum var rakt af rigningunni úti fyrir. En hún hafði séð greinilega ljónin þegar hún hallaði sér upp að öxlinni á Mike og hjarta hennar barðist um eftir síðasta koss hans. Hún snéri sér frá ljónunum og gekk upp tröppurnar að safninu „Sam Frændi“ starði á hana frá stóru auglýsingaspj aldi ásakandi augum: „Láttu skrifa þig inn í herinn“, stóð fyrir neðann. Já það er svei mér gott að einhver þyk- ist geta haft not af manni, sagði óþekka röddin inni í höfði henn- ar. Þá uppgötvaði hún, að hún hafði talað upphátt. Maður spratt fram úr myrkrinu við hlið henn ar. Hann veifaði sígarettunni í annarri hendinni og brosti með blautum vörunum. „Eigum við ekki samleið?“ Hún sá fyrir sér hvítt andlit hans, þegar hún flýtti sér burt og var guðsfegin þegar hann sýndi ekki snið á sér til áð elta hana. Við Fertugustu og aðra götu tók hún sér leigubíl og ók heim. Mað- urinn við afgreiðsluborðið í and- dyrinu brosti til hennar. „Ég vil gjarna fá skozt visltý og bjór upp til mín. Og tvö glös“. Hann lyfti brúnum en hún flýtti sér að bæta við: „Verið óhrædd ur. Ég ætla ekki að draga lyftu- drenginn á tálar. Ég ætla að nota bæði glösin sjálf ....“. Hún fót inn í lyftuna og fann að maðurinn horfði á eftir henni. A meðan hún beið eftir viskíinu fór hún inn í búningsherbergið, klæddi sig úr kjólnum, hengdi hann á herðatré og fór í annan svartan kjól, sem var með út- I saumuðum dreka á bakinu. Erm- | arnar á kjólnum voru eins og vængir á drekanum. Henni fannst RiMiisBdn m % GOTOTTU SKORNIR Þýzkt ævintýri. EINU SINNI var kóngur og drottning í ríki sínu, sem áttu tólf dætur. Voru þær allar mjög fagrar. Þær sváfu allar i stórum sal og rúmin, sem þær sváfu í voru hvert við hliðina á öðru. Á hverju kvöldi lokaði kóngurinn sjálfur salardyr- unum. Hann opnaði einnig dyrnar á morgnana, en þá voru skór systranna alltaf gatslitnir. Það var engu líkara en þær hefðu verið að dansa alla nóttina. — Það vissi enginn hvern- ig stóð á þessu. Þá ]ét kóngurinn dag einn auglýsa um allt ríkið, að sá, sem gæti komizt að því, hvernig á því stæði, að skór systr- anna væri alltaf gatslitnir eftir nóttina, skyldi fá eina þeirra fyrir konu og einnig átti sá hinn sami að fá ríkið eftir að kóngurinn var dáinn. Hins vegar lét hann það boð út ganga, að hver sá, sem ekki gæti komizt að þessu leyndarmáli, skyldi verða drepinn. Og þeir, sem vildu reyna við þetta áttu að fá þrjá daga til umráða. Sá fýrsti, sem gaf sig fram, var kóngssonur frá fjarlægu landi Kóngurinn tók honum vel, og var honum svo vísað til rekkju um kvöldið. En hann átti að sofa í næsta her- bergi við systurnar. Þá gæti hann auðveldlega fylgzt með því, hvort systurnar stæiust út úr herbergi sínu til þess ?.ð dansa um nóttina. Kóngssonurinn var orðinn svo syfjaður þegar fór að líða á nóttina, að hann steinsofnaði. En þegar hann vaknaði um morguninn og fór að athuga skóna, voru þeir allir gatslitnir. Hann var nú í engum vafa um, að systurnar hefðu verið að dansa um nóttina. — Næstu tvær nætur fór allt á sömu leið. Kóngssonurinn var alveg jafnnær um hátterni systr- anna og þegar hann kom í höllina. Hann var nú færður fyrir kónginn, sem lét taka hann af lífi. Margir aðrir ungir menn reyndu að komast að leyndar- máli systanna, en engum þeirra tókst það. Þeir voru allir teknir af lífi. ____ Hafnarhvoll — Revkiavík Munið að DRENE er notað víðar og || af fleirum en nokkuð annað shampoo. \ Með DREiME shampoo — ckki aðeins hárþvottur — líka hársnyrting Vitanlega hafa kvikmyndastjörnurnar sín vanda- mál líka! — Hár þeirra þarf alltaf að vera silki- mjúkt og gljáandi og vel meðfaranlegt. — Þær þurfa stöðugt að geta breytt um greiðslu. Þess vegna er DRENE shampoo stjarnanna, vegna þess, að með því að nota DRENE shampoo er auðveldara að leggja og greiða hárið. ■ H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS I • w ■ ■ m M.s. „GULLFOSS“ | ■ ■ fer frá Reykjavík laugardaginn : 20. júní kl. 12 á hádegi til Leith j og Kaupmannáhafnar. : ■ ■ Tollskoðun farangurs og vega- ■ ■ bréfaeftirlit byrjar í tollskýlinu : vestast á hafnarbakkanum kl. j 10,30 f. h. og skulu allir farþegar ■ ■ vera komnir í tollskýlið eigi síðar : en kl. 11 f. h. ■ ■ j Vanur skrifstofumaðtir óskast \ m m ■ » ■ : Duglegur skrifstofumaður, sem hefur æfingu við ensk- : ■ ■ j ar bréfaskriftir óskast nú þegar. — Upplýsingar gefnar Z ■ á skrifstofunni í Hafnarhvoli. j VÉLAR & SKIP H.F. BJARNI PÁLSSON ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.