Morgunblaðið - 11.07.1953, Síða 7

Morgunblaðið - 11.07.1953, Síða 7
Laugardagur 11. júlí 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 BERIA Norrænir blaðamenn í Reykjavík Erleadu fulltrúarnir á fundi blaðamannasambánds Norðurlanda. Sitjandi eru, talið frá vinstri: Carsten Nielsen, Danmörku, Bcrtil Palm, Svíþjóð, Gunnar Ljungqvist, Svíþjóð, Axel Grönvik, Finn- land, hinn nýkjörni formaður, A. Skjegstad, Noregi, fráfarandi formaður, Aldreas Elsnab, Dan- mörku, og Per Haraldsson, Noregi. — Standandi: Vegard Sletten, Noregi, P. A. Jörgensen, Ban- mörku, Aksel Nielsen, Danmörku, Frede Hansen, Danmörku, Harald Hjern, Svíþjóð, Eigil Rosenlöw Noregi, Alf. G. Sundal, Noregi, Elon Dufvenberg, Svíþjóð, Arne Riemer-Jörgenscn, Banmörku og Börje Lagerquist, Svíþjóð. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. IV*. Aðalfundur Bluðamannasaan- ÁRSFUNDUR Blaðamannasam- bands Norðurlanda, sem fresta varð s.l. mánudag hófst klukkan 9 í gaermorgun í fundarsal LÍÚ í Hafnarhvoli. — Hámarkstala fulltrúa á fundum þessum er 6 frá hverri þjóð og mætti full tala frá Danmörku, eða tveir frá hverju hinna þriggja blaðamannafélaga Dana, fimm frá Noregi, fimm frá Sví- þjóð og einn frá Finniandi, en sex frá Blaðamannaféiagi ís- lands. Norski blaðamaðurinn A. Skjegstad, sem verið hefur for- maður sambandsins undanfarin tvö ár, setti fundinn, en fundar- stjóri var kosinn Skúli Skúla- son. Hinn frábæri formaður, Skjegstad, gaf skýrslu um störf sambandsins á liðnu ári og að því loknu var nokkuð rætt um launakjör blaðamanna í hinum fimm löndum, en um það mál lágu fyrir skriflegar skýrslur frá flestum löndum. Næst flutti Valtýr Stefánsson, ritstjóri, ítarlegt erindi um ís- lenzka blaðaútgáfu og blaða- mennsku að fornu og nýju og gerði grein fyrir hínum sérstöku aðstæðum, sem löngum hafa markað íslenzkri blaðamennsku þröngan bás, og nefndi þar eink- um fámennið . og slæmar sam- göngur. Hvort tveggja hefði breytzt til batnaðar á síðustu ár- um og þannig skapazt möguleik- ar fyrr dagblaðaútgáfu. — En þungaraiðja erindisins var um íslenzka tungu, arfleifð þá, sem islenzku blaðamannastéttinni bæri umfram allt að varðveita. I raun og veru hefðu hinir fornu sagnaritarar og annálaritarar ver ið fyrirrennarar blaðamennsku nútímans. Sem sérkenni ís- lenzkra blaða nefndi Valtýr hin ítárlegu eftirmæli og afmælis- greinar, sem ekki eiga sinn líka í blöðum hinna Norðurlandaþjóð anna. ■— Var gerður hinn bezti rómur að þessu fróðlega erindi og mun það verða bírt í félags- ritum hinna norrænu blaða- mannafélaga, til fróðleiks stétt- arbræðrunum á Norðurlöndum. SAMEIGINLEG BLAÐAMANNASKÍRTEINI Nokkrar umræður urðu um samræming á félagsskírteinum þjóða þeirra, sem standa að sam- bandinu, en þar syngur enn hver með sínu nefi. Danir láta t.d. sín skírteini gilda í 5 ár, en sumar aðrar þjóðirnar aðeins í eitt ár, og er það trygging fyrir því, að menn, sem gengnir eru úr blaða- mannafélagi geti ekki haidið á- Srands Norðurlandu Finnar tara með framkvæmdastjém sambandsins næslu Ivö ár fram að nota skírteini sín í leyfis leysi. Allmikið kveður að því að einstök blöð gefi út blaðamanna- skírteini, en fundurinn var ein- huga um, að því bæri að afstýra, því að þessi skírteini hafa verið freklega . misnotuð. í sambandi við þetta var og rætt úm alþjóða skírteini, sem væru gerð eftir fyrirmælum IFJ (Internotional Federation of Journalists), sem stofnað var í Briissel fyrir nokkr um árum og flestar Norðurlanda þjóðirnar hafa gerzt aðilar að. En með því að talsverður mein- ingarmunur var um Norðurlanda skirteinin vannst ekki tími til að taka ákvörðun í málinu, en stjórn sambandsins falið að sam- ræma óskir meðlimafélaganna og leggja málið fyrir næsta árs- fund. FULLTRÚAFUNDUR ANNAÐ HVERT ÁR Þá kom fram tillaga frá frá- farandi formanni að breyta sam- þykktum sambandsins í þá átt að eigi væri skylt að halda fulltrúa- fund nema annað hvert ár, en þó gæti stjórnin stefnt saman slík- um fundi eða formannafundi deildanna árlega, ef sérstök á- stæða væri til. Um mál þetta urðu allmiklar umræður og voru menn ekki á eitt sáttir um ýrnis atriði viðvíkjandi breytingunni, þó að meiri hlutinn væri því fylgjandi að fækka mætti fund- unum, til þess að spara kostnað þann, sem jafnan leiðir af þeim. ÁRSÞING IFJ í VÍNARBORG Því næst gaf Andr. Elsnab, ritstjórnarfulltrúi og formaður Dansk Journalistforening ítar- legt yfirlit um störf hins síðasta órsþings IFJ, sem haldið var í Vínarborg. Á þeim fundi var ís- land tekið í alþjóðasambandið, en það hefur þegar fengið viður- kenningu UNO og Unesco, sem réttur aðili blaðamanna gagn- vart nefndum stofnunum. AXEL GRÖNVIK FORMAÐUR Loks var gengið til kosninga á formanni sambandsins fyrir næstu tvö ár. Samkvæmt tillögu fráfarandi formanns, Andr. Skjegstad, var finnski fulltrúinn, Axel Grö.nvik, aðalritstjóri, kjör- inn formaður til næstu tveggja ára, og kýs finnska blaðamanna- sambandið aðra meðlimi í stjórn- ina með honum. Framkvæmda- stjórnin flvtst þannig frá Noregi til Finnlands. Fundarstjóri mælti að lokum nokkur þakkarorð til hins fráfar andi formanns og árnaði hinum nýja formanni og s.ambandinu heilla, ov var hrón^ð bývra bæði fyrir gamla og nýja formannin- um. í dag fara ýmsir fulltrúarnir heim, þ. á. m. þeir Skjegstad og Vegard Sletten, sem verið hefur ritari sambandsins s.l. 2 ár. En meirihluti erlendu fulltrúanna flýgur til Akureyrar í dag, skoð- ar Mývatnssveitina á morgun og kemur svo landleiðis til Reykja- vívu- á má'-udv'-i->n. í gærkvöldi sátu erlendu gest- irnir boð Blaðamannafélags ís- lands. Júgóslavar í heimsókn. AÞENA 9. júlí: — Alex Bebler varautanríkisráðherra Júgóslavíu er staddur í Grikklandi ásamt sendinefnd til viðræðna við gríska utanríkisráðuneytið. Framhald af bls i af hólmi. Þar varð annað blóð- bað Berias. Mensévikar réðu ríkj um í Azerbaijan og þegar bolsé- vikarnir brutu þá á bak aitur þar í ríkinu, var Beria skipaður yfir maður Tsékkunnar þar í héraði, en Tsékkan var sú hermdarlög- regla sem spennti beljarklær sín- ar um allt Rússaveldi og sem GPU lögreglan og NRVD eru svo frá runnar. Þarna stjórnaði Beria fjöldaaftökum á mensévikum 1922. Síðar á sama ári tók hann við lögreglustjóm í Georgiu, heima- ríki sínu og í umróti uæstu ára studdi bann Stalin jafnan með öllum ráðum, enda hlaut bann sín laun fyrir það. GFJÍK VEL FRAM í AÐ „UPPRÆTA“ Alfræðiorðabók Rússlands seg- ir um Beria, að á árunum 1922 —1931 hafi bann framkvæmt stór kostlegt verkefni við að uppræta andstæðinga Sovét-skipulagsins í Kákasus. Auk þess bafi hann upp- rætt fylgismenn Trotskys. Það þarf varla að skýra hvað orðið uppræta þýðir í alfræðiorða- bók kommúnista. Svo mikiö er víst að þjóðerniskennd Kákasusþjóð- anna var sterk á þessum árum. Hvenær verður sú mikla hörm- ungasaga rituð? En Beria gafst þarna gott tækifæri til að venjast því að vera kaldrifjaður og gefa út fyrirskipanir um líflát fjölda manna í einu. VÖLDIN AUKAST Nú upp úr þessu tók Beria að hækka verulega í tign, vegna þess hve framúrskarandi einbeittur hann var. 1932 var hann gerður ritari kommúnistadeildar Kákas- us. En ritarastarfið táknaði að hann varð einskonar alráður land- stjóri yfir 9 milljónum manna, þó að sjálfsögðu undir handleiðslu M osk vaval dsin s. Ekkert lát varð á hreinsunun- um og aftökum þessi árin, en há- marki náðu ógnirnar þó árin 1936 —1938 í hreinsununum miklu. — Saga Kákasusríkjanna ber þess einnig merki. Eru alþekktar það- an frásagnirnar af réttarhöldun- um yfir „svikaranum Budu Mdi- viani og klíku hans“, eins og kom múnistar kalla það. VARÐ NÁKOMIN VINUR STALINS Um þetta leyti fór Beria mjög að venja komur sínar til Moskva, þar sem hann náði samböndum á æðstu stöðum. 1937 tók hann sæti í æðsta ráði Sovétríkjanna og upp úr því tókust svo náin kynni hans og Stalins, að Beria var tal- inn einn nánasti vinur hans. Hreinsanirnar miklu kostuðu Rússland milli. mannslífa. Hver einasti þjóðfélagsborgari' lifði í stöðugum ótta við, að næst kæmi röðin að honum. Jafnvel geysileg ur fjöldi manna, sem voru með öllu áhrifalausir í stjórnmálum, voru afhöfðaðir og svo fór að lok- um að þessar ógnir höfðu lam- andi áhrif á efnahags- og atvinnu- líf þjóðarinnar. Einnig er talið að herinn hafi orðið óvirkur um tíma. Sáu nú valdhafarnir að þeir myndu hafa gengið einum of langt í þessum ofsóknum. Féll það sam- Beria gekk næstur Stalin skömmu fyrir lát hans. Síðan kotn Malenkov og Ioks Molotov. an, að dregið var úr hreinsunuúum og Beria var skipaður innanríkis- ráðherra. Hefur því verið haldið á lofti í Rússlandi sem sanninda- merki þess, hve Beria sé vægur og góðhjartaður maður. Jafnan hef ■ ur honum þar verið lýst sem miskunnsömum skriftaföður. — Hann á að hafa sleppt mönnum úr haldi, sem dæmdir voru rang- látt í fangabúðir í hreinsununum miklu o. s. frv. YFIRSTJÓRNANDÍ LEYNILCGREGLUNNAR Eftir þetta hefur starf Beria annars lítið verið auglýsfc í rússn- eskum frétt.atilkynningum, enda þess eðlis að Rússar kæra sig ekk- ert um að flíka því. Þrátt fyrir þögn þeirra þykir það Ijóst, að Beria hefur alla tíð verið yfir- stjórnandi hinnar hræðilegu rússp" esku leynilögregiu, sem sér um það þegjandi og hljóðalaust gð fjarlægja og uppræta þá þjóðfé lagshorgara, sem valdhöfunum var í nöp við. — ÞRÆLABÚÐASTJÓRI Sem yfirmaður leynilögreglunn ar hefur hann einnig stjórnað hin um ótölulegu þrælabúðum Rúss- lands. Undir hans stjórn voru þrælkaðir bæði þýzkir og japansk ir stríðsfangar. Meginþorri þræl- anna var þó tvímælalaust póltísk- ir fangar bæði úr Rússl. sjálfum og leppríkjunum. Sennilega hafa þessar þrælasveitir unnið að stór um framkvæmdum, enda hið ódýr asta vinnuafl, sem hægt er að fá. Þrálátur orðrómur hefur enn- ig verið um það, að Beria hafi haft yfirumsjón með atomorkutil raunum Rússa. Er ekki ósennilegt að sá orðrómur hafi við einhvér rök að styðjast. Svo mikilli leynd hefur verið haldið yfir þeim til- raunum, að gera má ráð fyrir að þær hafi verið á vegum leynilög- reglunnar, enda munu mannvirki til þeirra tilrauna að einhverju leyti gerð af vinnuþrælupi- LEIÐARSTJARNA KOMMÚNISTA Beria var einn æðsti foringi og leiðarstiarna kommúnismans. Eft ir dauða Zhdanovs var hann jafn an nefndur þriðji í röðinni á eftir Stalin og Malenkov. Á hersýning um og við önnur hátíðleg tækifæri stóð hann við hægri hlið Stalins. BRÓÐERNIÐ VAR FLÁ'Tl' MJÖG Eftir lát Stalins var látið líta út fyrir að þeir Malenkov, Reria og Molotov hefðu sameiginlega og í bróðerni tekið stjórnarforustuna í sínar hendur. Stjórnmálafréttaritarar í Vest urlöndum létu bá í ljós þá skoðun að í þeirri stiórnarsamvinnu væri I bróðernið flátt mjög og gamanið | grátt. Þó var það almennt álit , þeirra, að Molotov væri ekki lík- I legur til stórræðanna, heidur i mætti búast við örlagaríkri glímu , milli Malenkovs og Berias, sem all oft hefð«ó staðið á öndverðum meið. Hafa þeir reynzt sannspáir, þar sem rússneska útvarpið skýr- ir nú frá því að það hafi verið Malenkov sjálfur, sem ákærði , Beria á flokksfundi um glæpastarf j semi. I Beria var sæmdur marskálks- nafnbót 1945 fyrir mikið starf á stríðsárunum. Árið 1943 var hann heiðvaður með nafnbótinni Hetja Sovétríkjanna. Hann var einnig sæmdur þremur æðstu heiðurs- merkjum Sovétríkjanna — Lenin Heiðursmerkinu, -— Rauðafána- 'ieiðursmerkinu og Suvorov-heið- prsmerkinu. FALLIÐ ER H.ÁTT Um Beria má segja, að hann reis hátt í blóðþjónustu sinni við hinn rússneska einræðisherra Stalin. — Og þeim mun hærra varð fallið. Það er svo hátt, að nú hriktir í allri svikamyllu hins kommúniska þjóðskipulags. — Falli Berias hljóta að fylgja á eftir hræðilegar hreinsanir og af- tökur skjólstæðinga hans í leyni- lögreglu og innanríkisráðuneyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.