Morgunblaðið - 28.07.1953, Page 10

Morgunblaðið - 28.07.1953, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. júlí 1953. ’ JULIA GREER SKÁLDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 65 og hún vildi gefa það í skyn að hún léti ekki leika á sig. „Hver ertu eiginlega. Hver ertu?“ Júlíu svimaði og henni fannst herbergið hringsnúast. Rifnu stígvélin í einu horninu, starandi augu móður hennar og bókin í keltu hennar. Allt var á fleygi- ferð. Hún stóð upp og greip báð- um höndum um stólbakið. „Mamma“, sagði hún. „Mamma „Hún kallar mig mömmu“, ságði móðir hennar. „Heyrið þið til hennar“. Hún sló út hendinni. „Heyrið þið það. Hún leyfir sér að kalla mig mömmu. Því líkt“. Hún tók hendinni um höku sér og horfði á Júlíu. „Þú hlýtur að þekkja mig“, sagði Júlía. „Þú hlýtur að vita að ég er Júlía“. „Ekki Júlía“. Það var eitthvað skerandi og hvellt í rödd móður hennar eins og við því mætti bú- ast á hverju augnabliki að rödd- in brysti. „Júlía var lítil stúlka, falleg og alvarleg. Þú ert ekki eins og hún — þú ert meri — svikahrappur. — Farðu út úr mínum húsum. Lofaðu þeim að koma aftur —“. Hún var staðin á fætur. Það sem hafði legið í keltu hennar, datt á gólfið. Hún gekk í áttina til Júlíu, rjóð í framan og með glampandi augu. Varirnar voru saman bitnar af heift. Júlía þreifaði sig aftur á bak í áttina til dyranna. Ég get ekki snúið í hana bakinu, hugsaði hún. Guð má vita hvað skeður ef ég sný í hana bakinu. Loks fann hún handfangið og lykilinn í skrá argatinu. Hún tók lykilinn úr lásnum og þrýsti hann í lófa sér. Móðir hennar baðaði út báðum höndum. „Farðu burt. Ég vil ekki sjá þinn bólgna búk í mínum húsum. Þú fælir þá burt. Þú fæl- ir burt það eina sem ég á“. Júlía mundi það ekki á eftir, hvernig hún hafði komizt út á ganginn. Hún sneri lyklinum hljóðlega í skráargatinu. Henni leið mjög illa og hún kallaði í hljóði: mamma — mamma. Hún reyndi að bæla niður grátinn, sem var að brjótast um í henni. Ég má ekki verða veik núna, hugsaði hún. Það er nóg að önn- ur okkar sé veik. Og nú kemur barnið bráðum. Hún heyrði enn- þá niður bælda rödd móður sinn- ar. Henni næstum létti þegar ó- gleði greip hana. Hún gekk reik- ulum skrefum inn í baðherberg- ið og kastaði upp svo að hana verkjaði um allan líkamann. Veggirnir snerust í kring um hana. Hún vissi að hún yrði að kom- ast í símann áður en hún félli í öngvit. Þegar hún var að ganga niður tröppurnar, fann hún í fyrsta sinn til sársauka, sem byrjaði í fótunum og lagði svo upp um bakið. Hún lét fallast niður í eina tröppuna og hljóðaði. Ég verð að komast í símann áður en næstu hríðarverkir koma. Hún dróst á- fram niður og studdi sig með báðum höndum á handriðinu. Og hér er enginn, hugsaði hún. Eng- inn nema vesalings mamma, sem er veik. Hún reyndi að hugsa ekki um augu móður sinnar á meðan hún leitaði í símabók- inni. Hún gat ekki með nokkru móti munað eftir símanúmerinu hjá Scott. Aftur komu hríðarverkirnir og í þetta sinn ennþá greinilegri. Loksins fann hún númerið í bók- inni. Kannske var hann ekki kominn heim úr sjúkravitjun-1 innh Þá datt henni annar maður jí hug. Hendel læknir. Maðurinn, 'sem kominn var til Sherryville jeingöngu til að rannsaka móður ihennar. Það var ekki hægt að Isegja að hún hefði undirbúið móður sína sérlega vel fyrir fyrstu heimsókn hans. Jæja, hann varð að koma fyrir það. Aftur kóma verkirnir. Hún settist rólega niður og reyndi að vera máttlaus. Þegar þeir voru liðnir hjá, tók hún þá föstu á- kvörðun að nú yrði hún fyrst og fremst að hugsa um móður sína. Og móðir hennar var henni efst í huga þegar hún bað um síma- númerið í kránni. Þegar svarað var í símanum, spurði hún eftir Trudu. Eigin- lega vissi hún ekki, hvers vegna hún gerði það. Henni létti svo þegar hún heyrði rödd hennar, að hún gat ekki talað strax. „Halló — halló“, sagði Truda dálítið óþolinmóð. „Það er Júlía“, sagði hú#i. „Mömmu líður mjöl illa“. „Já,“ sagði Truda. „En þér?“ Hún hefur átt von á þessu lengi, hugsaði Júlía. Það var rétt sem ég gat mér til um hana. Hún er ekki hið minnsta .undrandi, því hún veit hvað gera skal. Það er hægt að treysta Trudu Cart- er. — „Það er annað“, sagði hún eins rólega og hún gat. „Ég er hrædd um að barnið komi dálítið of snemma. Ég er alein hérna. Ég get ekki farið á spítalann, fyrr en ég veit fyrir víst að einhver getur séð um mömmu“. „Þú hefur vonandi talað við Hendel ....“, sagði Truda. Júlía kinkaði kolli. „Já, í dag“, sagði hún. „Hendel verður kominn til ykk ar eftir hálftíma", sagði Truda. „Seztu niður og reyndu að vera róleg, Júlía. Ég hýlt að finna hann“. Svo bætti hún við: „Á ég líka að ná í Scott og sjúkra- bílinn?“ „Hann er ekki á læknastof.- unni sinni. Getur þú ekki komið hingað?" „Ég kem tafarlaust", sagði Truda. Júlía lagði frá sér tólið. Henni fannst eins og einhver hefði rétt henni vinarhönd. Hugsanir henn- ar snerust allar um Trudu. Ég kallaði á haná þegar ég þurfti á hjálp að halda. Hvers vegna gerði ég það ósjálfrátt? Hún risti höfuðið en hugsanir henn- ar voru stöðvaðar af nýjum hríð- arverkum. Ég verð að hugsa um þetta betur seinna, sagði hún við sjálfa sig. Þegar hríðarverkirnir voru liðnir hjá, dróst hún hálfa leið rpp tröppurnar, nógu langt til þess að sjá dyrnar að herbergi móður sinnar. Fram á ganginn barst lágur ómur að söng, sem þagnaði við og við um en byrj- aði svo aftur. Það var vísan sem móðir hennar var vön að syngja ana í svefn með. Það kom kökk- vr í hálsinn á Júlíu. Hún lofaði tárunum að renna niður kinn- arnar og hallaði höfðinu upp að tröppunum fyrir ofan. Einhver barði að dyrum. Hún stóð upp. Nú er tíminn kominn. Nú verð ég að lofa óviðkomandi félki að fá aðgang að okkur, svo að allir fái að vita, hvernig við höfum komið okkur sjálfum 1 ó- efni. Hún hvíldi höndina á úti- dyrahúninum. Þegar ég sný hún- i.ium, verður móðir mín mér framandi. Læknar taka hana í sína vörzlu, en hún hefur sett merki sitt á mig. Hún sá fyrst Trudu. Á bak við hana stóð maður í Ijósum sumarfötum. Henni varð starsýnt á Trudu, því henni fannst hún sjá tár í augum hennar. „Hendel var einmitt á leiðinni heim að kránni“, sagði Truda og lagði handlegginn um leið utan úlíu. „Svo það er óhætt að segja að heppnin var með okk- ur“. Júlía fól andlitið við öxl Trudu og snökti. Hann hefur verið hjá) þér allan tímann, hugsaði hún | með sjálfri sér. Hann hefur stað- ið við hliðina á þér, þegar ég tal- aði við þig í símann. Þú þarft ekki að reyna að hlífa mér við sannleikanum. Ég er kominn yfir það núna. „Gerið þér svo vel að koma inn“, sagði hún upphátt. „Ég er hrædd um að yðar sé mikil þörf núna“. Hann leit snöggvast rannsak- andi á hana. Það var eins og fyiÁLESBÓH $$ % Ertu ánægður? Norskt ævintýr Um kvöldið kom bóndi að máli við ráðskonu sína, og þeim kom saman um að bezt væri að reyna að losna við Jakob. Og^ þau spurðu Maríu, dóttur bónda, ráða, vegna þess að í þá daga, er saga þessi gerðist, var unga fólkið svo miklu ráðabetra en það gamla, og svo er það líka enn þann dag í dag. — Ég veit ráð, sagði María. — Ég fel mig uppi í stóra perutrénu og gala eins og ég væri gaukurinn. Þá getur þú, faðir minn, sagt við Jakob, að nú sé gaukurinn farinn að gala og vorið komið, og hann geti farið sína leið. Næsta dag heyrðist allt í einu frá stóra perutrénu: —• Ku-ku, ku, ku! — Hvað er að tarna, sagði bóndinn við Jakob, og þóttist vera mjög undrandi. — Er ekki gaukurinn farinn að gala. Hann situr þarna uppi 1 stóra perutrénu. Nú skal ég greiða þér þín laun, og við getum skilið sem góðir vinir. — Gaukurinn, sagði Jakob, — þann fugl hefur mig alltaf langað til þess að sjá. Og hann stökk í einu vetfangi að trénu og hrissti það, þangað til mikið óp heyrðist og María datt niður á jörðina. — Fanturinn þinn, hrópaði bóndinn, og nú var hann æfur. — Ertu ekki ánægður? spurði Jakob, og dró upp hnífinn. — Ánægður, hrópaði bóndinn, — þú ert næstum því bú- inn að drepa hana Maríu dóttur mína, og svo heldurðu að ég sé ánægður!! Ég er svo langt frá því að vera ánægður. | — Komdu þér í burtu héðan og ef þú verður ekki farinn: eftir 10 mínútur, þá drep ég þig!! ' NÝJAR VÖRIJR CEREBOS—BORÐSALT ÞURRKAÐ HVÍTKÁL ------ RAUÐKÁL BLANDAÐ GRÆNMETI LAUKUR GULRÆTUR RAUÐRÓFUR í SNEIÐUM VITAMON KJÖTKRAFTUR MELROSES-TE I POKKUM QUAKER-CORN FLAKES RINSO-ÞVOTTADUFT SURF-ÞVOTTADUFT O.Jok náon (kS? ^JJaaler S í M I 1740. Héraðsskólinn í Reykjanesi Verknámsdeildir skólans starfa yfir mánuðina janúar, febrúar, marz n. k. í tveim deildum bæði fyrir stúlkur og pilta. — Kennslugreinar þær sömu og s.l. vetur. Nemendur er voru í skólanum s.l. vetur og ætla að setjast í annan bekk, sendi umsóknir sem fyrst. Umsóknir skulu sendar til undirritaðas fyrir 1. október. Páll Aðalsteinsson, skólastjóri. Vegna forfalBa i. Vantar nú þegar ráðskonu í veiðimannahúsið við • Grímsá í Borgarfirði. 2. Fæst veiðileyfi fyrir tvær stengur í Flókadalsá dagana 3. til 7. ágúst. Upplýsingar gefur Ólafur Gíslason, Hafnarstræti 10—12 Símar 81370 og 3947. Vélritunarstúlka sem einnig getur tekið að sér aðra venjulega skrifstofu- vinnu óskast til starfs á skrifstofu frá kl. 9—12 f. h. alla virka daga, nema laugardaga. — Kaup eftir samkomu- lagi. Ráðið frá 1. ágúst. Umsóknir sendist Morgunbl. fyrir n.k. miðvikudagskvöld (29. júlí) merktar: „Skrifstofuvinna“ —443. Nokkra háseta vantar á bv. Goðanes. — Uppl hjá Landssamband íslenzkra utvegsmanna ■ ú ■ ú Aðsfoðarmann á vélaverkstæði og mann vanan vinnu með vélskóflu, jarðýtu eða loftpressu, vantar nú þegar. LÆ L mennaJ Dycjýin^a^ ’.j'éíacjJ hj. BORGARTUNI 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.