Morgunblaðið - 28.07.1953, Page 12
Síldarafli um 109 þús. málum
og funnum meiri en í fyrra
Saliað hafði verið í rúml. 99 bös.
tunnur s.l. laugardagskvöld.
Á MIÐNÆTTI s. 1. laugardags var afli síldveiðiskipanna við Norð-
•urland alls orðinn 148.898 mál og tunnur, en á sama tíma í fyrra
var hann aðeins 49.736, eða um 100 þús. málum og tunnum fninni
en nú. Mest af síldinni hefir verið saltað, eða 99.056 tunnur (25.607
) fyrra). 45.176 mál hafa farið til bræðslu (19.403 í fyrra) og 4.666
tunnur frystar (4.726 s.l. ár). — Frá þessu er sagt í skýrslu frá
Fiskifélagi Islands. —
Fiskifélaginu var kunnugt um,
að 146 skip væru farin til síld-
veiða við Norðurland s. 1. laug-
ardag, en sennilega bætast enn
nokkur við þá tölu. Af þessum
Í46 skipum voru 138 komin með
afla og þar af 103 með 500 mál
og tunnur eða meira, en á sama
tíma í fyrra aðeins 39.
Á miðnætti s. 1. laugardags
hafði togarinn Jörundur frá
Akureyri fengið mestan afla, eða
3600 mál og tunnur. Snæfell frá
Akureyri var með 3574, Edda,
Hafnarfirði, 3312, Helga, Rvík,
3223, Akraborg, Akureyri, 2665,
Súlan, Akureyri, 2611, Björn
Jónsson, Rvík, 2411 og Haukur
I., Ólafsfirði 2395. (Aflaskýrslan
er birt í heild á bls. 2).
Sigifirzkir æskumenn
Hikill leki kom að "Halíveigu
Fróðadótlur” hér í höfninni
Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af nokkrum ungum Siglfirðingum, er þeir lögðu leið sína upp
í Hvanneyrarskál í blíðviðrinu hér á dögunuin. Kaupstaðurinn er í baksýn. Þessara æskumanna
og annarra er framtíðin.
Orukku vökvann af áttavitanum
Venlill bilaði í vélarúmi skipsins.
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ urðu skipverjar, sem voru á verði um
Lorð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur, sem liggur hér í höfninni,
þess varir, að skipið var farið að síga nokkuð í sjó og halla. Þegar
að var gáð, kom í ljós, að sjór streymdi inn í véiarúm þess.
<S>------------:------—
SJÓ DÆLT ÚR SKIPINU
Slökkviliðið var þegar fengið
til þess að dæla sjó úr skipinu
svo og dráttarbáturinn Magni. —
Var því verki sleitulaust haldið
átram þar til því var lokið, en
það var um kl. 3 á mánudags-
morguninn.
VENTILL BILAÐI
Við rannsókn kom í Ijós, að
vpntill hjá hraðamæli skipsins
(logginu) hafði bilað og sjór náð
að streyma þar inn.
Rétt er að taka það fram, að
útbúnaður í sambandi við
ventil þennan er miklu örugg-
ari, þegar skipið er á hafi úti
og einnig þá eru menn þá stöð-
ugt á vakt í vélarúminu, þann-
ig að undir eins yrði séð, ef
eitthvað yrði að. — Nú hafði
enginn farið niður í vélar-
rúmið frá hádegi á laugardag,
er vinnu hætti, og þar til lek-
ans varð vart.
Fundur Sjálf-
sfæðisþingmanna
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæð-
manna sat í gær í 3 klst. á
fundi í fundarherbergi
flokksins í Alþingishúsinu.
Voru þar rædd viðhorfin í
íslenzkum stjórnmálum eins
og þau eru nú að kosning-
um loknum. Fundurinn
heldur áfram kl. 2 síðdegis í
dag.
seint i gær
SEINT í gærkveldi símaði
Einar Jónsson fréttaritari
Mbl. á Raufarhöfn, að frétzt
hefði til 40 skipa á austur-
svæðinu, ,sem fengið hefðu
100 til 500 tunnur síldar og
væru nú á leiðinni til hafna.
Yar þá Jogn á !miðunum en
þoka ög ftná telja víst að enn
fleiri skip fái góðan afla í
nótt, því að þarna imun mest
allur síldarflotinn vera.
Allt útlit er því fyrir að
þetta verði ein bezta síld-
veiðinóttin.
Fegurðardroltningin mun
hljófa mikil og góðverðlaun
Skúraveður í Kjós
V ALD ASTÖÐUM 24. júlí. —
Þessir 5 dagar af þessari viku
hafa verið einmunagóðir, enda
liefur verið þurrkað mikið af
heyi, og eiga þó sumir bændur
úti allmikið. Aðallega hefur ver-
ið lögð áherzla á að slá og þurrka,1
en því ekki unnizt tími til þe;s!
að koma heyinu inn jafnóðum. j
í dag gerði hér dálitla úrkomu
og var hennar að vissu leyti þörf,
feaeði vegna seinni sláttar á tún-
urn, enda var jörðin orðin mjög
þurr, og ryk á vegum.
Þegar af tekur eftir skúrina í
clag, mun unnið að því að koma
inn því heyi, sem hefur verið
þurrkað undanfarna daga.
Grasspretta á útengi virðist
sérstaklega góð, ekki síður en á
túnum. Einstöku bændur hafa
byrjað að slá á engjum. Og þeir,
sem fyrstir byrjuðu að slá, geta
fárið að slá aftur fyrstu stykkin,
sem hirt var af. Svo hefur sprott-
jð fljótt aftur. — St. G.
Samkeppnin verður í Tívolí 16. ágúsl.
FEGURÐARSAMKEPPNI verður haldin á Reykjavíkurdaginn 16.
agúst í skemmtig-arðinum Tívolí. Verður þar valin ungfrú Eeykja-
vík, fegursta stúlkan í borginni.
VERÐLAUN AKVEÐIN
Það er Fegrunarfélagið, sem
efnir til þessarar fegurðarsam-
keppni. Hefur nú verið ákveðið
hver verðlaun fegurstu stúlk-
unni hlotnast. Eru verðlaunin
gefin af Eimskipafélaginu, Loft-
leiðum, Feldinum og Belgjagerð-
FAR OG DVÖL A
NORÐURLÖNDUM
Eimskipafélagið gefur far með
Gullfossi til Kaupmannahafnar
og Loftleiðir flugfar með Heklu
heim frá Kaupmannahöfn. Getur
fegursta stúlkan valið, hvenær
hún kýs að fara þá ferð. Þá mun
Fegrunarfélagið kosta dvöl henn
ar í hálfan mánuð í hverju því
Norðurlandanna, sem fegurðar-
drottningin kýs.
FATNAÐUR OG
FERÐAÚTBÚNAÐ UR
Feldurinn h.f. mun gefa draj
eða kápu eftir vali, auk þe:
hanzka, skó og tösku. Belgjager
in h.f. mun gefa útbúnað t
ferðalaga hér innanlands,
tjald, svefnpoka og bakpoka.
ÞÆR SEM KOMAST
í ÚRSLIT
Auk þessarar verðlauna, mun
hver þeirra 10 stúlkna, sem njóta
þess heiðurs að komast í úrslit
fegurðarsamkeppninnar fá 500
krónur í verðlaun.
Mikils er um vert að þátttakan
í samkeppninni sé sem mest. Er
tekið á móti tillögum og ábend-
ingum um fallegar stúlkur í síma
6610 eftir kl. 5 á daginn eða í
pósthólf 13.
AKUREYRI, 27. júlí; — Síðastlið'.ð laugardagskvöld voru skipverj-
ar á m.b. Otto, sem liggur hér í höfn, gruiiaðir um að hafa brotið
upp áttavita skipsins og drukkið a; honum vökvann. Samkvæmt úr-
skurði lögregluýfirvalda voru sex skipverjanna handteknir og vökv
anum dælt upp úr þeim. Neituðu þeir al'lir, en báru verknaðinn hver
á annan. —
BEÐIÐ UM AÐSTOÐ
Klukkan að ganga 10 s.l. laug-
ardagskvöld var hringt til lög-
reglunnar og hún beðin að fjar-
lægja tvo ölóða skipverja, sem
voru um borð í mb. Ottó, er ligg-
ur við Oddeyrartanga og er að
búast á síldveiðar. Var það einn
af skipshöfninni, sem um hjálp-
ina bað.
DRUKKIÐ AF ÁTTAVITANUM
Er lögreglan kom um borð í
skipið, logaði þar allt í ófriði með
skipverjunum, en þeir voru sex
talsins um borð. Sýndi einn, er
ranglega sagðist vera stýrimað-
ur, og var alldrukkinn, sem og
aðrir skipverjar, lögreglumönn-
unum áttavitann og kvað hann
hafa verið brotinn upp og af hon-
um drukkinn vökvinn. Reynd-
ist töluvert borð á áttavitanum.
ÁKVEÐIÐ AÐ DÆLA ÚR ÞEIM
Enginn skipverjanna vildi
kannast við að hafa drukkið af
áttavitanum. Var því farið með
þá alla upp á varðstofu lögregl-
unnar. Þar sem ekki var mark
takandi á framburði neins þeirra
vegna ölvunar, en miklar líkur
til þess, að þeir hefðu drukkið
spíritusinn af áttavitanum, sem
talið er að hafi verið baneitr-
aður tréspíritus. Var leitað álits
bæjarfógeta. í samráði við hér-
aðslækni, gaf hann þann úrskurð
að dæla skyldi upp úr öllum
mönnunum.
ERFITT VIÐ MENNINA
AÐ FÁST
Var nú leitað til yfirlæknis
sjúkrahússins, sem framkvæmdi
verkið. Róma lögreglumenn mjög
handbragð hans, því ekki var auð
velt við mennina að fást, þar sem
taka þurfti þá með valdi og halda
sumum þeirra meðan á aðgerð-
inni stóð.
Að lokinni aðgerðinn var far-
ið með þá skipverjanna, sem ekki
voru það ölóðir, að óhætt taldist
að sleppa þeim lausum, utn
borð í skipið aftur, en hinir sett-
ir í fangahúsið. Áttavitinn var
tekinn í vörzu lögreglunnar.
Ekki er vítað til að sjómönn-
unum hafi orðið meint af hinum
görótta drykk. — Vignir.
Góð síldveiði
á sunnudag
RAUFARHÖFN, 27. júlí. — All-
góð síldveiði var í gær á Aust-
ursvæðinu. Fengu 33 skip síld,
sem vitað var af í gær, en í dag
ékk eitt skip, Vonin, 150 tunnur.
Eftirtalin skip fengu síld í gær
sem Kér segir: Hrafnkell 175
tunnur, Hagbarður 150, Gylfi 150,
Garðar 350, Akraborg 150, Sig-
urður Pétur 300, Von frá Greni-
vík 100, Valgeir 100, Helga 150,
Snæfell 150, Reynir 100, Víðir G.
K. 250, Stjarnan 70, Týr 100,
Fanney 60, Heiðrún 80, Græðir
80, Sjöstjaman 200.
Til Þórshafnar komu Kári Söl-
mundarsofi og Auður með 150
tunnur, Smári 100 tunnur.
— Einar.
Vopnafjörður 27. júlí. — Nokkur
skip fengu góða veiði í gær. Þessi
skip lönduðu afla sínum hér: —.
Björg frá Neskaupstað 255 tunn-
ur, Hvanney 160 tunnur, allt mið-
að við upsaltaðar tunnur. Auk
þess landaði Hvanney 130 tunn-
um í íshús.
í dag mun ekki vera veiði-
veður á miðunum og liggja því
nokkur skip hér inni.
Mótorskipið Oddur kom hér í
morgun með 1800 tómtunnur og
300 saltfullar, því að tunnur voru
á þrotum á staðnum.
— Kolbeinn.
Ilollendingar selja Rússuni síld
HAAG, 20. júlí: — Tilkynnt var
í dag, að Rússar hefðu ákveðið að
kaupa 150.000 tunnur af saltsíld
af Hollendmgum.