Morgunblaðið - 27.08.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1953, Blaðsíða 6
6 V n R ( , I' l\ Fí LAfHfl Fimmtudagur 27. ágúst 1953 Húsrcæði til veiftisi<ga óskast hið fyrsta. — Til greina kemur hverskonar hús- næði, er breyta mætti í veitingastofu eða samkvæmis- sal. — Tilboð með upplýsingum um húsnæðið og hugs- anlegri leigu, leggist inn á afgr. blaðSíns fyrir 1. sept., merkt: „Húsnæði til veitinga — 792“. Hér á myndinni sést, er hinn nýi soldán Marokkó var settur inn í embætti. Ha.fnfirhin.gar Morgunblaðið vantar ungling 1 október. Stuítur vinnutími. — Kaup kr. 1200 á mánuði. — Upp!. Austurgötu 31, sími 9663. UNDANFARIÐ hefur mik ð ver- ið um að vera í Marokkó og náðu atburðirnir þar hámarki, þegar Frakkar gripu það örþri aráð að setja sodánin af og flytja hann og fjölskyldu hans í útlegð til Korsíku. Er þó engan veginn víst, að þeir hafi með því kom ð í veg fyrir borgarastyrjaldina, scm var yfirvofanöi í landinu, en ekki er gott um það að segja á þessu stigi málsins. — Einnig er mikil hætta fólkhi í viðbrögðum Araba ríkjanna, og er sennilegt, að at- burður þessi eigi sér miklar og alvar'.egar afle ðingar. Sem kunn ugt er, lafa Arabaríkin 1S farið þess á leit við Öryggisráð ð, að það fjalli um málið og í erindi sínu Jll ráð.úns fullyiða þau, að Marokkódeilan geti beinlín s leitt til stórstyrjaldar. ★ ★ Marokkó er soldánsdæmi og er soldáninn bæði andlegur og vers- legur leiðtogi í Jandinu. Að vísu hefur landinu raunverul. verið stjórnað irá Pa. ís síðan 1912, er Frakkar tóku að sér vernd þess. Hins vegar hafa þeir aldrei grip- ið fram fyrir hendurnar á soldán- inum og látið hann um yfirstjórn og andlega leiðsögn þeirra 8 Óvist er» deSlssTi hverjar afleiðingar Marekkó< getur haft i för með sei' Hinn nýi soidán •iVIarokkó milljón Múhameðstrúarmanna, sem þar búa. SKERST í ODDA MEÐ FÖKKUM OG SOÐÁNI Eftir styrjöldína hafa Frakkar ofsinnis reynt að koma á ýmsum Hér á myndinni eru þeir fyrrv. löngum eldað saman grátt silfur breytingum á stjórn landsins, en soldáninn hefur neitað að stað- festa þær og gengið algerlega í berhögg við óskir Frakka. Kefur því skorizt í odda með honum og stjórninni í Paiís, sem þó hefur verið honum heldur hliðholl lengst af. SETTUR ÚR EMBÆTTI EMIRS - EL-MUMININS Hin raunverulega o.sök þess, að Frakkar neyddust til að setja soldáninn frá, var sú, að hinn voldugi og áhrifamikli pasía í Marakech safnaði saman höfð- ingjum 300 ættflokka í landinu og fékk þá til þess að setja sold- áninn úr embætti. Þessi ákvörð- un höíðingjanna vakti þegar geysilega athygli og óróa í land- Marokkósoldán, Sidí Múhameð og pasjan af Maradesh. — Hafa þeir og átti pasjan mestan þátt í því, að soldáninn varð aö víkja sessi. inu; franska stjórnin tók- einnig i tniarlegi leiðtogi okkar“ að óttast um aíleiðingar hennar hann komst að orði. ems og og sendi fulitrúa sína til Marokkó | í skyndingu. Tókst þeim, sð því er menn álitu, að miðla mál- um og féilst soldáninn loks á stjórnbrejhingarnRr. — Héldu menn nú, að málinu væri bjarg- að og.áttu sér einskis il's von, þegar frétt»barst allt í einu þess efnis, að pasjan í Marakesh hafi skipað fjænda soldánsins emir- el-muminin, — eða and'egan leið toga landsins og yfirmann múhameðskra. Einnig tilkynnti hann, að hann hefði ekki-í hyggju | að ræha soldáninn veraldlegum j völdum, en lét það fvHja með, 1 að „soldáninn hefði l fað á þann hátt og hegðað sér þannig, að i hann gæti ekki lengur talizt hinn ★ ★ Nú er það svo, að undirstaða veraldlegra valda í Marokkó er embætti emirs-el-muminins, svo að með þessari ráðstöfun sinni kippti pasjan í Marakesh stoðun- um undan völdum sodánsins; reyndi hinn síðar nefndi þá að veita viðnám og urðu róstur mikl ar um allt landið, sem leiddu til þess, að Frökkum þótti nauðsyn- legt að skerast í leikinn og fjar- lægja solóáninn, svo að ekki bryt ist út borgarar.tyrjöld. Segja fi éttamerm, að allt landið hafi verið sem púðúrtunna og hafi ckki þurft nema lítinn neista til þess að setja ailt í bál og brand. Tekizt hefur þó að koma í veg fyrir það hingað tii, sem kunnugt er, en alitaf getur dregið til stór- tíðinda í landinu; erfitt er þó að gera sér fulla grein fyrir ástand- inu þar sem stendur. SIDÍ MÚHAMED Hinn brottrekni ' soldán heitir Sidí Múhameð og er af Alaouis- ætt, er ríkt hefur í Mcrokkó frá 17. öld og rekur ættir sínar til Alis, tengdasonar Múhameðs. Sidí Mvvhameð er 18. soldáninn af þessari ætt og er 44 ára garrlail. Hann tók við völdum eftir föður sinn árið 1927. MÚHAMEÐ BEN AR.VFA Hinn nýi soldán er, eins og fyrr greinir, frændi Sidís Húhameðs. Hann er hálfsjötugur að aldri og heitir Moulay Múhameð Ben ' Arafa. Býr hann í Fez, þar sem hann á geysileg auðævi bæði í landeigum og ýmiss konar fjár- sjóðum. EL GLAOUI Pasjan af Marakesh, sem vald- ið hefur straumhvörfunum í Marokkó og orsakað hefur. fall Sidís Múhameðs, heitir E1 Glaoui. Hann er ekki ýkjagamall maður, mun vera á sextugs aidri. — Hann er af fátæku fólki kominn, gekk ungur í franska herinn, þar sem hann með hugrekki sínu og dugnaði vakti á sér mik'a athygli og hækkaði skjótlega til hinna æðstu metorða. — Hann hefur aldrei látið stjórnmál til sín taka, og eftir að hann hafði beitt sér fyrir því, að Sidí Múhameð var settur af sem andlegur leiðtogi Marokkóbúa lýsti hann því yfir, að hin veraldlegu völd soldánsins skiptu sig engu. „í mínum augum er enginn soldán í lardinu", sagði hann aðeins, „og það skiptir mig engu, hvað Sidí Múhameð að- hefst“. — Greip soldáninn þá til þess ráðs, að hann brennimerkti E1 Giaoui sem trúvilling og fek't hann stuðninga annarra Arabr- landa í því. Rúðugler, allar þykktir, fyrirliggjandi, bæði skorið eftir máli og í heilum kössum j Cjferólípun & CCpecjlacj.eró h ■ Klapparstig 16. Sími 5151.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.