Morgunblaðið - 27.08.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUH KLAÐIÐ Fimmtudagur 27. ágúst 1953 asttMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. UR DAGLEGA LIFINU f Orselir frðnsku verkfallinna ÞEGAR vikublaðið Time sagði nýiega frá verkföllunum í Frakk- landi gat það atburðar eins, að ung móðir með þrjú börn strand- aði á járnbrautarstöð í París og komst ekki heimleiðis vegna verkfalls járnbrautarstarfsmanna Hún hafði aðeins 200 franka meðferðis (10 krónur) og því varð hún og börn hennar matar- laus í heilan dag. Er hún var spurð, hvort hún kenndi fremur ríkisstjórninni eða verkfalls- mönnum um þetta, svaraði hún: Það er hvorugum að kenna. Það er allt tómt öngþveiti. Erfitt er að sakast við nokkurn sérstakan yfir öngþveitis ástand- inu í efnahagsmálum Frakk- lands. Ræturnar liggja djúpt niðri í stjórnháttum landsins, sem hafa orðið gróðrastía fyrir harðneskjulega hagsmunastreitu, þar sem hver otar sínum tota. „Þetta gengur nú ekki leng- ur“, er viðkvæðið, hjá hverjum þegn þjóðfélagsins. Svo eru setin kjaftaþing, rausað og rabbað yf- ir því að allt sé á niðurleið. Nú verði að fará að grípa í taum- ana. Gott og vel, hugdjarfir menn koma fram á sjónavsviðið og bjóðast til að gerbreyta stjórn- arkerfinu. Bjóðast til að stöðva verðbólguna, koma á hallalaus- um fjárlögum. En þá kemur annað hljóð í strokkinn. Þegar til kastanna kemur, þá reyna allir að skjóía sér undan byrðunum. Óskap- legt jarm upphefst, þar sem full- trúar tugfaldra hagsmunasam- taka berja lóminn með handa- pati út í ioftið að frönskum sið. Allt situr svo við það sama. Franskir heimspekingar og sál- fræðingar þykjast geta sannað að frumorsök þessa öngþveitis liggi í skapgerð og þjóðarsál frönsku þjóðarinnar. Þessvegna sé í rauninni þýðingarlaust að ætla sér að betrumbæta ástand- ið. Þrasgirni þjóðarinnar hljóti alltaf að leiða til sömu niður- stöðu. Enginn dómur skal hér á það lagður, hvort þessir svart- sýnu spekingar hafa rétt fyr- ir sér. En svo mikið er víst, að reynsla Frakka ætti að verða (iðrurn þjóðum víti til varnaðar. Þar sem ábyrgðar- tilfinning manna dofnar, menn gleyma því að þeir hafa skyld- ur að rækja við þjóðfélagið, hlýtur árangurinn að verða hinn sami. Fjárhagslegt öng- þveiti, þar sem hver reynir að kroppa augun úr náunga sínum. Víst er nauðsyniegt að stofna hagsmunasamtök til að stuðla að framförum og tryggja rétt vissra stétta. En þá hlýtur illa að fara, ef hags- munasamtökunum gleymist að til eru aðrir mikilvægari hags- munir, sem allt hlýtur að byggjast á, — hagsmunir þjóð- arheildarinnar. Greiðsluhalli á fjárlogum Frakklands hefur vaxið með hverju ári og er nú orðinn 600 milljarðar franka. Skuldir Frakka við önnur lönd í efnahagssam- vinnu Evrópu nema 800 milljón dollurum og gullforði Frakka er kominn niður í 613 milljón doll- ara, eða minna en gullforði Hol- lendinga. Aðgerðir stjórnar Laniels mið- uðu að því að draga úr greiðslu- hallanum. Að vísu er sparnaður þessi. aðeins sem sandkorn í eyði- j mörk. Ríkisreksturinn er borinn upp af sköttum borgaranna, en þar stendur hnífurinn í kúnni,1 að skattálagningin er furðulega | ranglát og kemur ójafnt niður. j Alræmd eru framtalssvik Frakka. Þykir það liggja í augum uppi að ríkissjóður þar er sviptur milljónatekjum með skattsvik- um, sem sjálfsagt þykir að fremja. j Verkamaður, sem hefur 20 þús. j króna tekjur á ári, en getur ekki dregið undan skatti verður að greiða 15% í tekjuskatt. Á hinn bóginn greiða tvær milljónir bænda, sem yfirleitt eru efnaðir, sama sem engan tekjuskatt. 1,5 milljón bænda greiða engan skatt og 50 þúsund bænda greiða und- ir 2 /o tekjuskatt. Skattsvikin eru mein, sem öll- um er ljóst að úrbóta þarf á. Málið hefur komið til umræðu í franska þinginu. En þar hefur sama sagan orðið eins og í fleiri umbótamálum. Hagsmunastreit- an hefur kæft það í fæðingu. Þingmenn sveitakjördæmanna, rjúka upp til handa og fóta, hve- nær, sem komið er inn á þetta viðkvæma mál og allt situr við það sama. Flokkur franskra jafnaðar- manna, sem staðið hefur fyrir verkföliunum hefur rejmt að gefa þeim pólitískan blæ, til þess að hagnast pólitískt á öngþveitinu og múgæsingun- um. Orsök verkfallsins verð- ur ekki talin þær sérstöku ráðstafanir sem stjórn Lanieis hefur framkvæmt, heldur ófremdarástandið í efnahags- málunum í heild. Þar á stjórn Laniels engu meiri sök, en jafnaðarmennirnir sjálfir, sem setið hafa í fyrri stjórnum ög ekkert getað aðhafst tii úr- bóta. Þótt enginn þykizt bera ábyrgð á því, er sannleikur- j inn sá, að allir hinir póiitísku flokkar eru seldir sömu sök. Hin hóflausa hagsmunastreita flokka og stétta er að sliga franska þjóðfélágið. NÝLEGA hefur verið skýrt j frá því í fréttum, að Sir | Winston, forsætisráðnerra Breta, sem undan farið heíur verið frá störfum vegna lasleika, hafi tek- | ið upp vinnu á ný. Er sannarlega 1 ekki undarlegt, að hinn spaki j stjórnmálamaður haíi þurft á hvíid að halda, enda er hann r.ú ' kominn fast að átt.æðu og vinnu dagurinn orðinn harla langur og eriiður. — En bezt getum við séð, hvíiík oíboðsleg vinna býður | hans á degi hve-jum, með því að líta sem snöggvast á venjulegan j staifsdag hans: ^ydídinn eifumaÉur LFÍ-lLEiTT etur gamli mað- u-inn morgunmatinn í rúmi sínu, les síðan bloðin og þau bréi, sem honum heíur borizt; að því búnu talar hann inn á segulband bréf og annað það, sem hann þarf að senda, áður en aðalstörí- in hefjast. UPP á síðkastið hefur Sir Winston haft 6 einkaritara og hafa þeir allir haft nóg að gera við að skrifa fyrir hann bréf og skýrslur og annast önnur þau störf, sem fyrir þeim liggur á degi hverjum. ^ EINNIG verður Sir Winston að lesa yfir ýmiss konar skýrslur og skjöl, sem ho.ium berst írá utanríkisráðuneytinu. Verður hann stundum að fara yfir allt að 100 skýrslur á dag, og eru sumar þeirra alllangar, eða mörg hundruð orð. KLUKKAN 11 fer hann á • ráðuneytisfund. Kl. 13-etur hann miðdegisverð, oftast með brezkum stjórnarfull- trúum, pólitískum samherjum eða erlendum sendiherrum, stjórnmálamönnum o. s. frv. — VeU andi áhripar: ÞJÓÐVILJINN í gær reynir að afsaka félaga Malenkov og þær ömurlegu lýsingar, sem hann gaf fyrir skemmstu á lífskjörum al- þýðu Rússjands. Ekki getur þó blaðið bent á einn stað, sem Mbl. ranghermdi eftir félaga félag- anna, heldur lætur Þjóðviljinn sér nægja að segja, að rifið sé úr samhengi og heimtar að ræðan í heild verði birt! Við þeirri ósk verður ekki orð- ið, þar sem Mbl. hefur þegar birt marga fróðlega kafla orðrétt úr ræðunni, sem sanna, að hvergi á öllum Vesturlöndum ríkja jafn einstök bágindakjör, sem í sælu- ríki sósíalismans. Hins vegar er þessa hér með óskað, að kommúnistablaðið bendi á, hvað af ummælum Mal- enkovs það telur vera röng og í hvaða atriðum Þjóðviljinn treyst ir sér til þéSs að bera brigður á frásögn hans af hinu volaða efna hagsástandi Sovétríkjanna. Þangað til hlýtur þeirri spurn- ingu að vera ósvarað: Hvor hefur dottið út af Hnunni, Magnús Þjóðviljaritstjóri eða Malenkov? Ðagblöðin á flugvöllinn. HOLLENDINGURINN fljúg-1 andi“ skrifar: „Eg var fyrir nokkrum dögum staddur úti á Reykjavíkurflug- velli að morgunlagi — var að fylgja kunningja mínum úr hlaði, ef svo má segja, sem var á leið- inni til útlanda með Gullfaxa hinum glæsilega. Við þurftum að bíða um klukkutíma á vellinum, þar til lagt var til flugsins, eins og jafnan, þegar um utánlands- flug er að ræða. Ég ætlaði að nota tímann til að lesa dagblöðin en mér veittist nú ekki sú ánægj- an. Engin dagblöð fáanleg á flug- vellinum. Mér fannst þetta í meira lagi einkennilegt, já — af- leitt. Það liggur í augum uppi, að á fjölfarinni' flugstöð, þar sem fólk er stöðugt að koma og fara og þarf oft á tíðum að bíða í lengri eða skemmri tíma, ætti að vera séð fyrir almennum blaða- kosti ferðafólkinu til hægðar- auka — ekki sízt þar sem svo háttar hér til, aö flugvöllurinn er langt frá miðbænum og enginn biaðasala í nánd. Vantar samkeppni. ERLENDIS er þetta öðruvísi — þar flóa allar samgöngumið- stöðvar, flugstcðvar eða járn- brautarstöðvar í blöðum og bók- um, svo að ferðalangarnir geti birgt sig upp af andlegu nesti undir ferðalagið. Einnig þykir mér dæmalaust, að ekki skuli vera hægt að póst- setja bréf á flugveliinum hér í Reykjavík —engin frímerki — enginn póstkassi. Vildu nú ekki flugfélögin kippa þessu í dag? Okkur, sem ferðumst loftleiðis finnst við borga það ríflegt far- gjald, að við getum leyft okkur að gera þessar kröfur, okkur til sjálfsagðra hlunninda. Ég hefi heyrt marga láta það álit í ljósi að undanförnu, að allri flugafgreiðslu hér hafi drjúgum hrakað, síðan starfssviði flugfélaganna tveggja, Loftleiða og Flugfélags íslands, voru fast- ar skorður settar þannig að öll samkeppni á milli þeirra var úr sögunni. Því miður held ég, að þetta sé alveg satt og er það illa farið. Hollendingurinn fljúgandi“. Ekki tyilt í hann tryggðinni. A' ÆTLUNARBÍLLINN þaut áfram, farþegarnir töluðu og létu móðan mása um alla heima og geima. Tveir þeirra ræddu fram og aftur um gamlan sunn- lenzkan bóndakarl, sem kominn var að sjötugu, orðinn einyrki á kotinu sínu, og í rauninni enginn maður til að sjá þar fyrir sér, af- skekktur og einn síns liðs. En hvað um það — mátti hann ekki heyra á það minnzt, að hann yfirgæfi það og flytti í annað um- hverfi. Hann hafði átt þarna heima alla tíð og var ákveðinn í að enda þar ævidaga sína, hverju sem fram yndi. — Einstrengings- háttur og vitleysa — sagði annar umræddra farþega. Ef til vill hafði hann á réttu að standa, en er ekkí samt tryggð þessa gamla bónda við kotið sitt athyglisverð og hrífandi? Á ekki einmitt rót- leysi og skortur á átthagatryggð sinn þátt í því hve margar ís- lenzkar bújarðir hafa lagzt í eyði á síðari áru.m? Hvað dvelur símaskrána? REYKVÍKINGUR skrifar: „Hvernig stendur á því, að símaskráin kemur ekki út? Sú gamla, frá 1950 er þegar fyrir löngu orðin ómöguleg og ófull- nægjandi. Það getur hver sagt sér sjálfur, þegar tekið er tillit til þess hve íbúum Reykjavíkur hefir farið hraðfjölgandi þessi síðustu ár, og sem betur fer, símanúmerunum um leið, þó að margir sitji enn símalausir, sem bráðvantar hann. Ávæningur heyrðist af því s.l. vetur, að von væri á nýrri síma- skrá innan skamms en svo virðist botninn hafa dottið úr öllu sam- an og enn situr við sama ófremd- arástandið. Er furða þótt vér spyrjum: Hvað dvelur síma- skrána? — Reykvíkingur." Varaffu þig á þeim manni, sem brosir þeg ar hann reiðist. Að miðdegis- verði loknum fær hann sér hálfrar stund- ar blund nema eitthvað sér-.* stakt liafi gerzt og er hann svo heppinn að hafa komizt upp á lagið með að sofna á 2—3 mínúíum. Kl. 15 er venjulega mikill annatími, því að þá hefst spurn- ingatími í Neðri deild brezka þingsins og verður hann að svara óteljandi fyrirspurnum þingmanna. Að því búnu heldur hann heim í Downing Btree* nr. 10, setzt þar við skriíbcrðið sitt og vinnur sleitulaust, þangað til hann fær sér kvöldsr.æðing um átta leytið, oítast með einhverjum opinber- um gestum. ^ UIVI 10 leytið fer hann í stutta kvöldheimsókn í þing- húsið og kernur vanalega heim aftur hálftíma síðar. — Hefur hann þá ýmiss konar störf að nýju, sem einkum eru fólgin í því að líta yfir ýmsar fyrirætl- anir stjórnarinnar, en einnig sinn ir hann þá , einkamálum, sem býða úrlausnar, íæst við ritstörf o. s. frv. Gengur hann sjaldnast til hvíiu fyrr en eftir miðnætti. <£.5 AF ÞESSU yfirliti má sjá, að ekki er undarlegt, þótt hinn aldni stjórnmálaspekingur sé nú teltinn að lýjast; en samt vekur það furðu marma, hvílíka starfsorku hann á enn eftir. — Enda er hann enginn venjulegur maður, á sannarlega heirna á þessari öld kjarnorkunnar. * NEISTAR * • MAURICE CHEVALIER er ekki einungis eitt 'mesta irvennagull Frakklands, heldur er hann líka skozkrar ættar. Er því skiljanlegt, að Parísarbúar hafi hent gaman að Síffasta „æv- intýrinu ‘, sem hann heíur lent í. ^ SVO ER mál veð vexti, að ung stúlka nokkur kom ný- lega heim til hans og ætlaði að biöja hann að hlusta á söng sinn og iáta hann síðan dæma um hæfileika sína á því sviði. — En þegar ráðskonan kom til dyra, var aumingja síúlkunni sagt, að „hinn mikli maður“ væri alls ekki heima, heldur hefði hann •’ skroppið suffur á Ríveraströnd þar sem hann baðaði sig í sól og sjó. — Urðu þetta auðvitað ekki Iítil vonbrigffi fyrir vesalings síúlkuna, sem æílaði að fara við svo búið. En ráðskonan kenndi einhverra hluta vegna í brjóst um hana og sagði henni að reyna að hringja til Maurice. Bauð hún henni síðan að ganga í bæinn og nota símann. STÚLKUGARMURINN lifn- aði allur við, þakkaði fyrir goít boð og sló á þráðinn. — Að vörmu spori heyrðist rödd hins mikla kvennagulls og vildi hann gjarna tala við stúlkuna. Fór vel á með þeim í símanum, en er þau höfðu talazt við langa lengi, sagði Maurice allt í einu: „Ég verð að segja, að þár sjáið ekki í aurinn, ungfrú mín, þetta sam- tal okkar er orðið býsna dýrt“. „Já, það er víst ekki laust við það“, var svarið, „en ég er hérna heima hjá yður og tala í yðar Framhald á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.