Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 1
40. árgangur 222. tbl. — Fimmtudagur 1. október 1953 Prentsmiðja Morgunblaðsins Engu skoti hieypt uf u fii Vestfirði Slæm veðurskilyrði hindruðu æfingar í landi HINAR sameiginlegu ævingar sjóhers, flughers og strandvirkja þjóða þeirra, sem að Atlantshafsbandalaginu standa, hófust 6. september og mun þeim ljúka á sunnudaginn kemur, 4. okt. Einn þáttur þeirra snerti ísland sérstaklega. Hann hófst á laugardaginn var og lauk í gærmorgun. Einum íslenzkum blaðamanni var boðið að verða með einhverju af skipum þeim, sem tæki þátt í þessum „íslandsþætti“ og tókst þá ferð á hendur Skúli Skúlason, ritstjóri. — Frásögn Skúla fer hér á eftir: ASAMT 15 BLAÐAMONNUM A laugardagsmorguninn var fór ég til Keflavíkur til þess að slást þar í hóp 15 blaðamanna frá Bandaríkjurium, er komu fljúgandi frá Bandaríkjunum WASHINGTON ,30. sept. — Eis- snemma um morguninn. Rúmlega enhower forseti skipaði í dag klukkan 9 kom svo McCormick Earl Warren, fylkisstjóra í Kali- aðmíráll, yfirmaður Atlantshafs- j forníu, í stöðu hæstaréttarforseta flotans, flugleiðis að vestan ásamt fylgdarliði sínu, en í því voru sjö fiota- og flugforingjar, þar á meðal Goodney vara- aðmíráll. Einn þessara foringja skýrði síðan frá þessum miklu samæfingum, sem kallaðar eru „Mariner", bæði í heild og sér- staklega þeim þættinum, sem gerast átti við ísland vestanvert, ÆFINGASVÆÐIÐ ALLT ATLANTSHAFIÐ Heildaræfingarnar hófust bæði við vesturströnd Evrópu og suð- urströnd Norður Ameríku h. 6. sept. og voru m. a. í því fólgnar að berjast við hugsaðan óvin, sem kallaður er „orange" — sá rauðguli. En andstæðingarnir heita á máli „Marineræfingar- innar“ þeir bláu. Svæði heildar- æfinganna er allt Atlantshafið norðan línu, sem hugsast dregin frá Norfolk, sunnarlega í Banda- ríkjunum, til Casablanca á norð- vesturströnd Afríku. Alls taka 300 skip smærri og stærri og 1000 flugvélar, þátt í æfingunni. Með- al skipanna eru einnig nokkur kaupför, svo sem „Queen Mary“ stærsta skip heimsins, og „United States", hraðskreiðasta skip heimsins. Um fjölda hverrar skipategundar hefur ekkert ver- ið látið uppi, en sennilega fylla tundurspillar og kafbátar töluna mest. BLÁIR MÓTI GULUM Sá þáttur æfinganna, sem gerð ist hér við land, var hugsaður þannig: Ovinaskip er á vakki ná- lægt íslandsströndum og búist við að það ætli sér að komast vestur í Grænlandshaf og gera Framh. á bls. 2. Aiþingi verður sett í dag. EINS og áður hefur verið skýrt frá hefur Alþingi verið stefnt saman til reglulegs fundar hinn 1. október. Mun það því verða sett í dag. Hefst þingsetningarathöfnin sam- kvæmt venju með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni kl. 1,30 Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup prédikar. Síðan mun forseti Islands setja hið nýkjörna þing í sal Neðri deildar Alþingis. Ekki er líklegt að forsetar þingsins eða nefndir verði kjörnar í dag. En á morgun má telja víst að forsetakjör geti farið fram.________ Vélflupa skotin niður. BERLÍN — Pólsk þrýstilofsknú- in orrustufluga af MIG-gerð í stað Fred Winsons, sem lézt reyndi um miðjan sept. að sleppa fyrir skömmu. i vestur fyrir járntjald. Rússar NTB-Reuter. | skutu hana niður yfir Eystrasalti. Minnihlulastjóm í Danm'örku Það er sljórn sósiaSdamékrata Hans Hedlofl forsælisráðherra Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB KAUPMANNAHÖFN, 30. sept. — Minnihlutastjórn sósíaldemó-* krata varð lausnin á stjórnarkreppunni í Danmörku. Radikala* flokkurinn hafnaði tilboði um stjórnarsamvinnu við sósíaldemó- krata að afstaðnum löngum miðstjórnarfundi í Christiansborg. Eftir það átti Hans Hedtoft, fyrrverandi forsætisráðherra, ekki annars úrkosta en að mynda minnihlutastjórn. Og er leið undir kvöld ók hann í bifreið sinni á fund Friðriks konungs til þess að leggja fyrir hann ráðherralista sinn. RÁÐ HERR ALISTINN -»----------------------------- Ríkisstjórn Hedtofts verður Kampmann; dómsmálaráðherra þannig skipuð: Forsætisráðherra Hans Hed- toft; utanríkisráðherra H. C. Hansen; fjármálaráðherra Viggo Brezkir verknmenn kveða upp dóm sinn yiir þfóðnýtiugarbröhi Bevan var hrópaður niður Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB MARGATE, 30. sept. — Hin stærri og voldugri sambönd iðnaðar- manna í Englandi hafa sýnt vinstriklíku Aneurins Bevans fram á það, að það eru ÞAU en ekki Bevanklíkan sem völdin hafa innan brezka verkamannaflokksins. í fjölmörgum atkvæðagreiðsl- um beið Bevanklíkan hinn herfilegasta ósigur í dag, m. a. í at- kvæðagreiðslum um það hvort Verkamannaflokurinn ætti að beita sér fyrir stórum aukinni þjóðnýtingu atvinnuveganna. Forsetinn svaraði NEW YORK, 30. sept.: — Á viku iegum fundi er Eisenhower for- seti átti með blaðamönnum í dag var hann spurður um möguleika á ráðstefnu milli leiðtoga Vest- urveldanna og Rússlands. Forsetinn svaraði að utanríkis- ráðuneytið athugaði nú hverjar væru beztu leiðirnar til þess að draga úr spenningi heimsmál- anna. Hvar eða hvenær slíkir fundir yrðú haldnir ef til'kæmi, væri enn með öllu óákveðið. Andstæðingar Bevans gerffu* hróp að honum þegar hann var í ræðustóli. Hvað eftir annað varð hann að gera hlé á máli sínu meðan hróp and- stæðinga hans yfirgnæfðu mál hans. Hann talaði djarf- lega og digurbarkalega. Hann aðvaraði forystumenn iðnsam- bandanna. „Ef ekki tekst að viðhalda einingu innan sam- bandanna,“ sagði Bevan, „kann svo að fara að við (vinstri armurinn), neyðumst til þess að f!okkinn.“ segja skilið við IIANS HEDTOFT: kosta völ. Átti ekki Hans Hækkerup; landbúnaðar- málaráðherra Jens Smörum; sjávarútvegsmálaráðherra Chr. ■ Christiansen; innanríkisráðherra |Joh. Kjærboel; ráðherra án stjórnardeildar Jens Otto Krag; atvinnumálaráðherra Johan Ström; samgöngumálaráðherra Carl Petersen; kirkjumálaráðh. Bodil Koch, menntamálaráðh. Julius Bomholt; varnarmálaráðh. Rasmus Hansen; viðskiptamála- ráðherra Lis Grös. I AÐEINS 2 NÝ ANDLIT i Allir hafa ráðherrarnir starfað í fyrri ríkisstjórnum socialdemo- , krata nema tveir, þ. a. Grös við- skiptamálaráðherra og Jækkarup dómsmálaráðherra. Grös er fyrsta konan sem fer með viðskiptamál í danskri rík- isstjórn. Hún er 42 ára og er for- maður í neytendasamtökum hús- mæðra. Hún hefur aldrei setið á þingi. Hækkerup er 45 ára, lögfræð- ingur og skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu. Hann á sæti á þingi. H. C. Hansen, sem nú tekur við embætti utanríkisráðherra af Ole Björn Kraft, var viðskipta- málaráðherra árið 1950. Bevan: —Viff neyffumst kannski til að segja skiliff viff flokkinn. FÉKK LITIÐ FYLGI Vinstri klíkumenn sitja nú í 6 af 27 sætum í miðstjórn flokks- ins. Þó að Bevan tækist að tryggja sér fylgi nokkra hinna minni iðnsambanda, gat hann ekki boðið hinum þremur stóru iðnsamböndum byrginn — sam- bandi námamanna, flutnings- verkamanna og bæjarstarfs- manna, sem hafa samtals rúm- lega 2 millj. atkvæða á flokks- þinginu. ATKVÆÐAGREIÐSLA Tillaga um að þjóðnýta 12 st&rfsgreinar innan skipa- og verksmiðjuiðnaðarins var felld með 5 milljónum atkv. gegn 1,8 millj. Samskonar tillaga frá endur- vígbúnaðariðnaði var felld með 3.5 millj. atkvæða gegn 2 milljónum. Tillaga um' ríkiseftirlit með flugvéla- og flugvélamótora- smíði var felld með 3,9 millj. atkvæða gegn 1,8 millj. atkv. Tillaga um þjóðnýtingu land búnaðarins var felld með 4.4 millj. atkv. gegn 1,9 millj. atkv. (Hver fulltrúi hafði eitt atkvæði fyrir hvern sambandsfélaga er hann var fulltrúi fyrir). JT A bólœkafi RÓMABORG, 30. sept. — Sænski vísindamaðurinn próf. Piccard kafaði í dag dýpra en nokkur maður hefur áður gert. Komst hann 300 fetum dýpra í hinni sérstaklega byggðu kafkúlp sinni, en Frakkarnir tveir, sem settu heimsmet í köfun ekki alls fyrir löngu. — Piccard kafaði undan ströndum Ítalíu. NTB-Reuter. JEmeráku siffliuffar tei/ast NEW YORK, 30. sept.: — Á miðnætti aðfaranótt fimmtu- dags stöðvast öll umferð skipa um New York höfn og 11 aðrar hafnir á Atlants- hafsströnd * Bandaríkjanna, ef samningar um kjör hafn- arverkamanna hafa ekki tek izt fyrir þann tíma. Eisenhower forseti lét að þvi liggja að ríkisstjórnin hefði í athugun hvort beita skyldi Taft-Hartley lögunum til þess að komast hjá vinnu- stöðvun, en samkvæmt þeim getur ríkisstjórnin stöðvað verkfall í 80 daga ef verk- fallið ógnar öryggi landsins. Verkfallið mun lama alla upp- og útskipun í Portland, Boston, Providence, New Londan, New Haven, Bridge- port, Wilmington, Fíladelfíu, Chester, Baltimore og Hamp- ton, auk New York. Prof. Piccard kafa dýpra. LUNDUNUM — I júnímánuði sJL voru seld í Bretlandi 1723 millj. frímerkja. í sama mánuði 1952 Hann hyggst ] voru seld 1712 milljónir frí- merkja. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.