Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. okt. 1953 MORGUNBLABIÐ 11 StAUFARHÖFN Framh. af bls. 9. EINANGRUNIN Þegar svona háttar til, þá er Raufarhöfn einstæð og að mestu einangruð hvað snertir samgöng- Ur og samband við aðra staði. Ég bregð upp mynd: Það er allt í fönn. Langvarandi hríðar hafa staðið. Ekki er lengur bílfært yestur Sléttuna. Til Kópaskers eru 55 km, þar sem læknirinn er. Og enn er ekkert lát á veðr- inu. Sjúklingur þjáist af óþol- andi verkjum, líklega með botn- langabólgu, eða sprunginn botn- langa. Þegar tala á við lækninn er símasambandslaust vegna veð- Urofsans. — Og þetta er ekki til- búið dæmi, þótt endirinn yrði góður. Sagt er, að menn vaxi í mót- lætinu, og má það til sanns veg- ar færa undir mörgum kringum- stæðum. — Eitt það versta er þó að vera læknislaus á svona stað. En þorpið og íbúar þess mæta hvers konar erfiðleikum yetrarins með kaldri ró í þeirri trú, að sigurinn bíði þeirra við dyr vorsins, sem verði inngang- ur að næsta góðu og gjöfulu sumri, þegar farfuglamir fara að sýna sig og svo margir muna eftir Raufarhöfn. RAUFARHÖFN HEFUR RREYTZT MIKIÐ — Hefur Raufarhöfn ekki breytzt mikið undanfarin ár? Það verður ekki annað sagt en að þær mörgu og miklu fram- kvæmdir sem átt hafa sér stað á Raufarhöfn allra síðustu árin, hafi gerbreytt staðnum í útliti og sem útgerðarstað. Ber mikið á hinum myndarlegu sölstunar- stöðvum, svo sem Söltunarstöð Óskars Halldórssonar h.f., er reist var af Óskari sál. Halldórs- syni og er ekki sízta dæmið um hinn frábæra stórhug hans. — Mannvirki þau, er Hafsilfur h.f. hefur látið gera vegna síldar- söltunarinnar eru einnig hin mýndarlegustu. í sambandi við hinar söltunarstöðvarnar. þrjár, Norðursíld , h.f., Söltunarstöð K.N.Þ. og Raufarhafnarhrepps Söltunarstöð Hóimsteins Helga- sonar hafa og verið miklar fram- kvæmdir. Stóru hraðfrystihúsi er verið að koma upp og standa vonir til, að það geti tekið til starfa á næsta ári, ef ekki bregðast lán, sem treyst er á. Hefur innrétting og vélauppsetning tafizt mjög vegna lánsfjárskorts. Er þetta þó hið mesta nauðsynjamál. — Að byggingu þessari stendur hluta- félag og er Raufarhafnarhreppur og K.N.Þ. aðalhluthafar, en fjöldi einstaklinga með smærri hluti. í húsi þessu eru tvær diesel- rafstöðvar, sem hreppurinn á, til samans 125 kw. Mun þriðja sam- stæðan, 50 kw., koma til við- bótar. Tók rafveita fyrir staðinn til starfa seint á s.l. ári, og nýjar raftaugar voru í fyrra og á þessu ári lagðar um allt þorpið. — Holræsalögn er nú einnig komin um allt þorpið. Ótalið er nú helzt það, að K.N.Þ. er langt komið með bygg- ingu verzlunarhúss, sem mjög mun bæta úr bagalegum þrengsl- um fyrir verzlun félagsins á staðnum, svo og það, að mörg íbúðarhús hafa verið byggð á síðustu árum og nú nýlega byrj- að á nokkrum smáibúðum í sér- stöku hverfi. — Hvert er nú erindi þitt hing- að Leifur? Ég vil helzt ekki fara þar út í neinar upptalningar, en get sagt þér það, að ég hef rekið hér er- inda fyrir Raufarhafnarhrepp vegna Rafveitu Raufarhafnar o.fl. Annað er ég vil nefna er stórmál fyrir þann stað og á ég þar við vatnsveitu. Hefur mér tekizt að fá hér nokkuð af vatnsrörum og verða þau lögð í haust sem fyrsti áfangi í stórum, nauðsynlegúm framkvæmdum. — Er það eitt stærsta framtíðarmál staðarins, ekki sízt ef fullnægja á í þeim efnum þörfum síldarsöltunar, hraðfrystingar og síldarbræðslu, svo að vel sé. Ég álít, að það mál eigi Síldarverksmiðjur rík- isins og Raufarhafnarhreppur að leysa í sameiningu með dyggi- legri fjárhagsaðstoð ríkisins. En í þetta mun þurfa mikið fé. FRAMTÍÐARMÁL STAÐARINS — Ertu ekki bjartsýnn á fram- tíð Raufarhafnar? | Já, þú spyrð mig um álit mitt viðvíkjandi framtíðarmálum stað arins. Mér er ljúft að segja per- | sónulega skoðun mína um þau efni, enda þótt framtíðin sjálf sé ætíð óráðin gáta. Allt virðist mér benda til þess, að Raufarhöfn verði áfram ört vaxandi útgerð- ar og framleiðslustaður sjávar- afurða, því að ágæti hafnarinnar ! og lega staðarins við beztu síld- armiðin, hlýtur að vekja trú á staðinn. Ég, sem fylgzt hef með útgerð og veiði þarna yfir 20 ár hef þá trú, að aldrei bregðist síldveiði á miðum nærri Raufar- höfn nema alger ördeyða sé alls staðar, og yfirburðir staðarins í síldartregðu hafa þegar ótvírætt sannað sig. Að mínu áliti liggur staðurinn engu síður vel við þorskmiðum, og mundi það þeg- ar hafa fyrir löngu sannazt með mikilli útgerð, ef blessuð síldin og umstangið við hana hefði ekki skyggt þar á. HÖFNIN Þá vík ég aftur að fram- kvæmdamálum. Auk þess, er ég i hef á minnzt hér áður um vatns- veitu, byggingu hraðfrystihúss- ins, sjúkraskýlis, skóla o. fl., þá eru ótalin hafnarmál — og eru það engin smámál á svona stað. , Sumarið 1952 var dýpkunarskip- ið Grettir fengið til að grafa nokkurn hluta hafnarinnar að innan til og var það nauðsynlegt vegna flestra söltunarstöðvanna. Eftir borkönnun, er gerð var það sama sumar má sjá, að mögulegt er að dýpka mikinn hluta inn- hafnarinnar til stórra muna. En sé dýpkun þannig framkvæmd með mokstri og brottflutningi uppmoksturs, án þess að uppfyll- ing sé gerð við sandinn að norð- an þá vitum við, sem kunnugir erum þarna, að sandurinn að norðan sogast jafnharðan suður í höfnina og mun valda á stutt- um tíma landeyðingu, auk þess sem það gætu ekki talizt hagan- leg vinnubrögð. Jafnframt því sem höfnin mun í náinni framtíð verða dýpkuð, er það einnig álit hafnarstjórnar, að fylla þurfi í svonefnt Litla-Sund. En þessar og fleiri umbætur þarna munu að miklu leyti eiga sína fram- kvæmdamöguleika undir því, hversu hið opinbera vill leggja þar fé til. Mætti ætla, að stjórn- arvöld ríkisins álíti ekki, að því fé sé á glæ kastað, sem til fram- kvæmda fer á Raufarhöfn, eftir þá gjaldeyrisöflun, er þar hefur átt sér stað undanfarin ár. Má og ætla, að útgerðarmexm og sjó- menn láti sig þessi mál einhverju skipta. Og skipulagning svo ört vax- andi staðar, sem Raufarhöfn er, er bæði vandasöm og erf ið, vegna hinna óútreiknanlegu breytinga og þarfa, sem skyndilega koma upp á. En til er ný skipulags- tillaga með það fyrir augum að fjöldi söltunarstöðva kæmi þarna og að hafnarbakki kæmi þá í sambandi við það skipulag. ER AÐ MÓTAST í DEIGLUNNI Og nú mun e. t. v. einhver spyrja, sem gerir sér ljóst hversu gífurlegt fjármagn mundi þurfa til að framkvæma það, sem ég hef hér nefnt og sem þarf að framkvæma, sé Raufarhöfn ætlað að taka á móti þeim miklu verð- mætum, sem hugsanlegt er að þangað geti borizt. hvers vegna Raufarhöfn sé ekki gerð að lands höfn. Því svara ég ekki, og vil engu spá um framtíð þessara mála. En hitt er víst: Raufarhöfn er stað- ur mikilla möguleika og stórra happa. Óhöpp og skuggar eru fyrirbæri líðandi stqndar, fyrir- bæri á stað, sem er í deiglunni og getur vonandi mótazt til meiri fullkomnunar eftir því, sem hon- um vex fiskur um hrygg. Með bjartsýni og velvild þarf að byggja staðinn upp, því að hann verðskuldar það. Og hann á sér enn aðeins stutta sögu, en að lík- indum langa framundan, svo að með tilliti til framtíðarinnar er saga Raufarhafnar eins og blað, þar sem lítið er ritað nema upp- hafið á, sagði Leifur Eiríksson, oddviti í Raufarhöfn, að lokum. Sv. Þ. yPPÞVOTTAGRI^DUR Plastichúðaðar uppþvottagrindur, komnar aftur. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. Sími 1280. STÚLKA 30 ára eða eldri, getur fengið fasta atvinnu við glasaþvott í Laugavegs Apóteki. Uppl. á skrifstofunni. GÓLFFLÍSAB rauðar, hvítar og svartar, 10x10 og 15x15 cm. fyrirliggjandi J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. Sími 1280. mmm Hampnet fyrirliggjandi. Nylonnet væntanleg. Gæði viðurkennd. Verðið samkeppnisfært. [ m m ^JCriótján Cj (jíslaóovi CJ (Co. h.j : Afgreihslumahur reglusamur, helzt vanur, með gagnfræða- éða Verzlun- arskólamenntun, óskast sem fyrst í herra og sportvöru- búð í miðbænum. — Bílpróf æskilegt. Tilboð sendist afgr. Morgbl. merkt: 879. Jk or ÞVÖTTAVÉLARMAR eru komnar, pantanir óskast sóttar sem fyrst. J. ÞoiTáksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. Sími 1280. u- og í Háskólanum. Námskeið fyrir byrjendur, 2 tímar á viku til áramóta. Þátttökugjald kr. 200.00. Framhaldsnámskeið eftir áramót. ítölskunemendur komi til viðtals í Háskólann föstu- daginn 2. okt. kl. 5,30. — Spænskunemendur sama dag kl. 6,30. — Nánari upplýsingar í síma 82686 á kvöldin. Hörður Þórhallsson, B. A. nýkomið Sími 1-2-3-4 • r ..............................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.