Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1953, Blaðsíða 16
Veðurúliif í dag: Hvass NV — Skúraveður. Ranfarhefn Sjá samtal á bls. 9. Brennur ofan af fjöl- skyldu í íbúarskála KLUKKAN 20 mín. gengin í níu í gærkvöldi var slökkviliðið kall- að inn í Laugarnesbúðir, en þar hafði kviknað í skála nr. 3. Þegar Ælökkviliðsbílarnir komu á vettvang var skálinn því sem næst alelda. —■ SKÁLINN ÓNÝTUR < Á skömmum tíma tókst að kæfa eldinn. Þótt skálinn brynni ■ekki allur, þá eyðilagðist hann svo, að ekki er hann lengur hæf- ur til íbúðar. Húsmunir fjöl- skyldunnar, sem bjó í skálanum «nunu allir hafa eyðilagst eða stórskemmst. Þarna bjó Ragnar Guðjónsson ásamt fjölskyldu sinni, þrennt fullorðið og eitt barn. Borið var út úr næsta skála, jþví hann var áfastur við þann, sem brann. Ekki er blaðinu kunn- ugt um eldsupptök, en fólkið var allt heima, er eldurinn kom upp. Okunnugt var og um það hvort ^kálinn og innbú hefði verið vá- tryggt, en tjón Ragnars og fjöl- ,skyldu hans er mjög tilfinnan- legt. f orseti háskcla- tJeildanna í Norður- Dakófa í fornum og nýjum málum FRA því er skýrt í amerískum %löðum, að dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum í ríkisháskóla Norður-Dakota, hafi jafnframt verið skipaður forseti háskóla- •deildanna í fornum og nýjum ítiálum, og verður því öll tungu- •nálakennsla og kennsla í erlend- um bókmenntum undir yfirum- ^jón hans. Sjálfur annast hann eins og að undanförnu kennslu í Norðurlandamálum og bókmennt "Um. Dr. Richard Beck hefur um •ellefu ára skeið gegnt ræðis- wiannsstörfum fyrir fsland í Norður-Dakota. Var hann skip- aður vararæðismaður þar árið 1942, en ræðismaður árið 1952. j Guðmundur Gamalíelsson bóka- úfgefandi látinn GUÐMUNDUR GAMALÍELS- SON, bókaútgefandi og bóksali, andaðist að Landakotssjúkrahúsi í gær 82 ára að aldri. Þrátt fyrir hinn háa aldur hefur hann stund- að bóksölu og bókaútgáfu fram á þennan dag. Hann var sjald- gæfur maður á marga lund, m. a. sakir þess, hve litlum breyting- um hann tók er árin færðust yfir hann. Alltaf var hann hinn sami hjartahlýi hugsjónamaður, sem fyrr á árum, er mat meira þjóðleg menningarverðmæti og hverskonar nýbreytni í bókaút- gáfu og tækni tímanna en sinn eigin hag. Hann var í fremstu röð áhugamanna um iðnaðarmál og mátu menn þeim mun meira hugsjónir hans og framfarahug, sem þeir þekktu hann betur. vallargerð Gríms- evinjía miðar vel áfram J C7 Eyjarskeggjar fagna mannvirkinu AKUREYRI, 30. sept. — Bygging flugvallar í Grímsey miðár vel. 3 gær var fluttur þangað fjögurra tonna valtari og blaðið átti í dag ■tal við Óla Bjarnason, útvegsbónda í Grímsey, um hvernig bygg- iugu hins nýja flugvallar Grímseyinga gangi. Sagði Óli hana ganga hið I>ezta og væri þegar lokið við að I>yggja upp og bera ofan í um >640 m langan kafla af hinni fyr- irhuguðu flugbraut, sem gert er xáð fyrir að verði fyrst um sinn 800—1000 m löng. Síðar verður hún lengd allt í 1400 m. XíNNIÐ MEÐ JARÐÝTU Vinnu verður haldið áfram af “fullum krafti meðan veður leyfir í haust. Allt það sem búið er að vinna af verkinu hefir verið hægt að framkvæma með jarð- ýtu. Einn eyjarskeggja hefir lært að fara með jarðýtuna og vinn- Ui hann með ýtumanninum er kom úr landi. Geta þeir með þessu móti unnið mun lengur á hverjum degi. Mölin, sem borin er ofan í völlinn er tekin skammt frá honum og henni ýtt yfir hann. VALTARI ÚT í EYJUNA í GÆR I gær var valtari fluttur út i eyjuna og er það vökvavaltari sem tekur um 4000 lítra. — Er hann fylltur með olíu og vegur innihald hans þá, því sem næst 3V2 tonn. En valtarinn allur veg- ur um 4 tonn. Verður hann notaður til þess að slétta og þjappa flugbrautina en hún er um 60 m á breidd. — Beggja vegna hennar eru um 40 m breiðar öryggisbrautir en í þær verður sáð grasfræi. Óli Bjarnason, kvað eyja- skeggja fagna þessu mikla mann virki. — Vignir. i Skélaárið 1953-54 hefst í dag FLEST allir framHaldsskölar landsins munu taka bffl •aSsarfa í dag. Skólastjórar fcaÆa tooðað nemendur sína til sfcolhsiftomgar og þar með er skólaáxu^ ÍGS3—54 hafið. Þúsundum samsun mxsn imgt fólk hefja nám sáttt ii sskólum landsins næstu daga @g> feúa sig undir lífsstarfið, á hánttnsa ýmsu sviðum þjóðlífsins, lamaffi 3Ówt og þjóð til gagns og upp'feyggingar. Einnig taka eldri deila’ir barna- skólanna til starfa. Hættir reknetja- Swiftsure var „óvinaskipið“ í flotaæfingunum. Brezkt herskip „sökkti“ því. veiðum HAFNARFIRÐI — Reknetjabát- arnir voru allir úti í gær. Fengu I nokkrir þeirra allt upp í 100 j tunnur en sumir allt niður í 20. — Síldin er enn sem fyrr mjög I misjöfn að gæðum. j Hafdís og Fagriklettur eru nú I hættir reknetjaveiðum. Hinn 1 fyrrnefnda er nú verið að búa út á þorsknetjaveiðar. Nokkrir | Reykjavíkurbátar hafa stundað slíkar veiðar að undanförnu, og hefir afli þeirra verið sæmilegur. Tvö brezk herskip leifa inn á Hvalfjörð eflir áreksíur Kiimmgt um að rúmlega 30 sjóliðar sÍÖsuðust G. Spila- og skemmti- kvöld Heimdallar FYRSTA spila- og skemmti- kvöld Heimdallar á þessu hausti verður í kvöld kl. 8.30. - Sem kunnugt er hélt Heim- dallur nokkur slík spilakvöld s. 1. vetur og urðu þau bæði vinsæl og fjölsótt, svo að þátt- takendur eru hvattir til að mæta stundvíslega. — Verð- laun verða afhent. Kjallari slökkvistöðv arinnar gerður að kartöflugeymslu AKUREYRI, 30. sept. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, var meðal annars rætt um hvað gera skuli við hina miklu kart- öfluuppskeru. Garðyrkjuráðu- nautur bæjarins hefur skrifað bæjarráði og lagt til að komið yrði upp kartöflugeymslu fyrir bæjarbúa. Telur hann að upp- skeran í bænum muni nema allt að 3000 tunnum. Bæjarráð hefur látið gera áætlun um hve mikið muni kosta að gera kjallara slökkvistöðvarinnar nothæfan fyrir kartöflugeymslu. Nemur áætlunin 13.000 krónum, þó án kælivéla. Hefur bæjarráð ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir og við það miðað að kjallarinn verði tilbúinn til móttöku um næstu mánaðamót. Er áætlað að þar verði pláss fyrir um 500 tunn- ur og í gömlu geymslunni annað eins. Frekari ákvörðunum í bygg- ingarmáli þessu var frestað. Ákveðið hefur verið að leigja geymslu fyrir 150 ti] 200 tunnur hjá Þorvaldi Jónssyni, Lundi, fyr- ir 1000 krónur og lána bæjar- búum hana til utsæðisgeymslu gegn 10 kr. gjaldi af poka. í GÆRMORGUN, er flotaæfingum Atlantshafsbandalagsins lauk bér við land, rákust tvö brezk herskip á úti fyrir Faxaflóa. Vorit það beitiskipið Swiftsure, sem hingað korii í opinbera heimsókn í vor og tundurspillirinn Diamond. — Manntjón varð ekki, en á beitiskipinu slösuðust 32, en enginn þeirra alvarlega. Ekki er kunnugt um að slys hafi orðið á skipverjum á tundurspillinum. ÓLJÓSAR FREGNIR Fregnir af árekstri þessum eru annars mjög óljósar, því yfir- menn skipsins svöruðu ekki þó loftskeytastöðin kallaði skipið upp margsinnis í gærdag. Beiti- skipið Swiftsure kom inn í Hval- fjörð um kl. 2 í gær. —- Nokkru fyrir miðaftan kom svo tundur- spillirinn þangað. STÓRT GAT Á STJÓRNBORÐSSÍÐU Skemmdirnar á beitiskipinu urðu mjög miklar. — Tundur- STEFNIÐ BROTNAÐI AF Fremsti hluti stefnis tundur- spillisins tók að mestu af við áreksturinn. Skipherrann mun hafa talið, að hið vatnsþétta skil- rúm myndi öruggt vera á sigl- ingu yfir hafið, en svo mun hann hafa snúið við, því sem fyrr segir kom hann um 4 klst. síðar inn á Hvalfjörð. |! Myndir þær sem fylgja frásögu þessari tók Ólafur Magnússon ljósmyndarí Mbl. úr flugvél af skipunum háðum á Hvalfirði \ gær. Stærri myndin sýnir skemmdirnar sem urðu á beiti- skipinu, en hin myndin er af tundurspillinum Diamond, sen» siglir með brotið gapandi fram- stefni inn á fjörðinn. Viðgerð á skipunum munií skipverjar væntanlega fram- kvæma sjálfir. Ókunnugt er um ,hver orsök þessa sjóslyss var, en nokkuð var dimmt yfir og skyggni slæmt. Þjóðverjar til Kanada OTTAWA — Af 98.033. innflytj- endum sem komu til Kanada fyrstu 7 mánuði þessa árs voru 19.939 Þjóðverjar. Voru Þjóð- verjar fjölmennastir meðal inn- flytjendanna. Diamond kemur öslandi inn í Hvalfjörð með stefnið brotið. spillirinn er stór, í svonefndum Daring-flokki, er um 3000 tonn. Hann kom með mikilli ferð beint á stjórnborðshlið beitiskipsins, undir stjórnpalli. — Rifnaði síða skipsins við borðstokkinn á um 10 m. svæði og skipssíðan rifnaði síðan allt niður undir brynvörn- ina sem er á skipshliðinni ailri, í sjólínu hæð. Skipherrann á beitiskipinu mun hafa siglt í áttina til Hval- fjarðar, þegar eftir áreksturinn, því ekki mun hann hafa talið mögulegt að sigla skipinu heim svo skemmdu. 48 þálttakendur í flrmakeppnl Golf- klúbbs Akureyrar. ;l AKUREYRI, 30. sept. — Lokið er firmakeppni Golfklúbbs Ak- ureyrar og tóku þátt í henni alls 48 firmu. Er þetta úrtökukeppni og kolukeppni. Til úrslíta léku tveir af yngstu félagsmönnum Golklúbbsins, en fjöldi ungra manna iðkar nú’ golf hér 1 bæ. Hefir íþróttin náð miklum vinsældum. Þessir ungu menn voru JakoI5 Jónsson er lék fyrir heildverzlun Tómasar Steingrímsonar og Magnús Guðmundsson er létó fyrir kjötbúð KEA. — Eftic skemmtilega keppni hafði Magn- ús 5 holur í vinning, er 4 holur voru eftir af 12 er leika skyldi og bar hann þar með sigur úr býtum. Firmakeppni Golfklúbbs Ak- ureyrar hefur aldrei verið jaín fjölmenn og nú. — Vignir. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.